Skagafjörður

Íslandsmeistarinn í Vaxtarrækt lagði allt í undirbúninginn

Íslandsmeistarinn í vaxtarrækt, Gunnar Stefán Pétursson frá Sauðárkróki, hampaði titlinum á skírdag eftir harða keppni frá Sigurkarli Aðalsteinssyni. Leiðin að titlinum er löng og ströng, stífar æfingar og niðurskurður á fitu tekur um hálft ár.
Meira

Setningarávarp á Sæluviku 2019

Kæru Skagfirðingar og aðrir gestir. Sæluviku Skagafirðinga má líkja við heiðlóuna. Enda er hún er sannkallaður vorboði heimamanna, síðasti vetrardagur er að baki og í kjölfar hans kemur Sæluvika sem skartar fjölbreyttri menningardagskrá víðsvegar um fjörðinn. Sæluvika er lista- og menningarhátíð sem stendur yfir í heila viku og bera heimamenn á borð fyrir gesti og gangandi myndlist, leiklist, tónlist og aðrar menningarlegar kræsingar.
Meira

Þróttarar Lengjubikarmeistari C riðils

Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli í dag þegar stelpurnar í Tindastól tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Fjöldi fólks mætti á völlinn enda skartaði Skagafjörður sínu besta veðri. Óhætt má segja að Stólar hafi glutrað niður unnum leik og hafi verið sjálfum sér verstar.
Meira

Sæluvikan sett í dag - Geirmundur Valtýsson sæmdur Samfélagsverðlaunum Skagafjarðar 2019

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki í dag að viðstöddum fjölda gesta. Regína Valdimarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar sagði frá sinni upplifun af hátíðinni sem nýlegum íbúa samfélagsins en hún flutti á Krókinn um jólin 2016.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Fylgd eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson

Leikfélag Sauðárkróks alheimsfrumsýnir nýtt leikrit Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar í kvöld, sem hann leikstýrir einnig. Fjöldi laga, eftir skagfirska höfunda, er í leikritinu sem samin voru sérstaklega fyrir verkið. Leikritið heitir Fylgd og er skírskotun í þjóðþekkt lag og ljóð og var Ægir spurður út í nafngiftina ásamt öðru er viðkemur leikritinu.
Meira

Börn fyrir börn verður haldin í dag

Samkoman Börn fyrir börn verður haldin í dag kl. 14 í sal FNV á Sauðárkróki en um góðgerðarsamkomu er að ræða þar sem börn og unglingar koma saman og halda tónlistar- og danshátíð til styrktar öðrum börnum. Í ár verður safnað fyrir félagið Einstök börn og Heilbrigðisstofnunina okkar á Sauðárkróki. Dagskráin verður fjölbreytt og koma fram börn og ungmenni í Skagafirði.
Meira

Þjóðleikhúsið velur Fjölnet

Þjóðleikhúsið hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa stofnunarinnar en um er að ræða alrekstur tölvukerfa og þjónustu við starfsmenn. Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi stofnun á sviði leiklistar á Íslandi allt frá opnun þess árið 1950.
Meira

Í fullorðinna manna tölu - Kristinn Hugason skrifar

Í tilefni þess að það tölublað Feykis sem þessi grein birtist í er helgað fermingum ársins ætla ég að leggja lykkju á þá leið mína að fjalla um hin ólíku hlutverk íslenska hestsins og skrifa hér ögn um hesta í tengslum við fermingar. Í næsta pistli mun ég svo halda áfram þar sem frá var horfið í skrifunum og fjalla um reiðhesta. Reiðhesturinn, sem á hæsta stigi kosta sinna kemst í hóp gæðinga, stóð enda eflaust mörgu fermingarbarninu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, ýmist í raunveruleikanum eða sem draumsýn.
Meira

„Logi Bergmann“ og beikonvafðar bringur

Ingvar Guðmundsson og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir á Hofsósi voru matgæðingar vikunnar í 16. tbl Feykis 2017. Þau buðu upp á grillaðar kjúklingabringur sem eru afar vinsælar á heimili þeirra og í eftirrétt var hin ómissandi Logi Bergmann súkkulaðikaka.
Meira

Hefði ég tekið selfí undir súð? - Áskorandi Sigríður Huld Jónsdóttir

Ekki veit ég hvernig henni Evu Hjörtínu Ólafsdóttur datt í hug að gefa mér færi á því að taka við pennanum af sér í síðasta áskorendapistlinum hér í Feyki. Veit hún ekki að ég geymi enn allar dagbækurnar mínar - og myndir?
Meira