Skagafjörður

Gunnar Stefán Íslandsmeistari í vaxtarrækt

Gunnar Stefán Pétursson, frá Sauðárkróki varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt þegar Íslandsmótið í fitness fór fram í Háskólabíói á skírdag. Rúmlega 40 keppendur stigu á svið í ýmsum flokkum og var mikil stemning, samkvæmt því sem fram kemur á Fitness.is en margir af bestu keppendum landsins voru mættir þó eitthvað vantaði í hópinn miðað við fyrri ár.
Meira

Af hverju heitir föstudagurinn langi þessu nafni?

Þessari spurningu hafa margir velt fyrir sér og er reynt að svara henni á Vísindavefnum þrátt fyrir að ekki sé vitað með vissu hvernig þetta er tilkomið. Eðlilegasta skýringin er sú, segir á vefnum, að dagurinn hafi vissulega verið býsna langur í lífi Krists samkvæmt píslarsögunni og endaði með langri pínu á krossinum. Önnur skýring er að kaþólskum mönnum fyrr á öldum hefur þótt dagurinn langur. Þeir höfðu þá fastað í margar vikur og við bættist að messur voru óvenju langar þennan dag.
Meira

Rekstrarhagnaður Svf. Skagafjarðar 241 millj. króna

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 var tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl. miðvikudag. Þar kom fram að rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 hafi verið 241 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta jákvæður um 91,5 millj. króna.
Meira

Páskamuffins og dásamlegt pæ

Nú eru páskarnir á næsta leiti og því er tilvalið að sletta í form. Fyrir réttum tveimur árum leitaði Feykir í smiðju Eldhússystra og var þar ekki komið að tómum kofanum. Við birtum hér uppskriftir að páskamuffins og ljúffengri súkkulaðikaramellutertu sem þær segja algert nammi og upplagða um páskana fyrir þá sem langar í ljúffengt súkkulaði en þó ekki í dísætt páskaegg.
Meira

Menn þurfa að gyrða sig í brók og fara að vinna betur saman - Völvuspá 2019 – Frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

Það rifjaðist upp fyrir ritstjóra Feykis að Völvuspáin fyrir árið 2019 hefði sagt fyrir um gengi Tindastóls í körfunni þar sem spákonur höfðu fengið beiðni um að spá fyrir gengi liðsins. Það sem virtist fjarstæða á þeim tíma sem spáin birtist, skömmu fyrir jól, var liðið á toppnum í Dominosdeildinni og ekkert sem benti til annars en það myndi tróna þar áfram út leiktíðina. Niðurstaðan var ekki í samræmi við væntingar líkt og spákonur sögðu til um. Nú fer að koma að öðrum spádómi sem ekki er góður fyrir vorstemninguna.
Meira

Tindastólshóparnir styrktir fyrir sumarið

Feykir hafði samband við Jón Stefán Jónsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og annan þjálfara kvennaliðs Stólanna, og spurði út í leikmannamál Tindastólsliðanna. Strákarnir spila í sumar í 2. deildinni líkt og undanfarin ár en stelpurnar taka þátt í Inkasso-deildinni eða 1. deild kvenna.
Meira

Hafsteinn Ingi með fernu fyrir Stólana í Lengjubikarnum

Karlalið Tindastóls mætti liði Æskunnar úr Eyjafirði í fyrstu umferð Mjókurbikarsins síðastliðinn laugardag og var spilað á gervigrasinu á Króknum. Æskan þvældist ekki mikið fyrir Stólunum sem sigruðu örugglega 5-0 og eru því komnir í aðra umferð þar sem strákarnir mæti liði Völsungs nú síðar í apríl.
Meira

Að kunna á kerfið - leikdómur um Gullregn

Það ríkir alltaf mikil eftirvænting þegar Leikfélag Hofsóss setur upp nýja sýningu. Í þessu litla byggðarlagi er haldið uppi ótrúlega öflugu Leikfélagi, sem vakið var upp af nokkrum dvala fyrir tæpum 20 árum að mér skilst. Kjarni félagsins, hvort sem er innan sviðs eða utan, eru miklir reynsluboltar. Það sýnir sig svo sannarlega í nýjustu uppfærslunni, Gullregni eftir Ragnar Bragason í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar.
Meira

Opnunartímar sundlauga um páskana á Norðurlandi vestra

Nú þegar páskarnir eru á næsta leyti og útséð með það að komast á skíði í Tindastól er alveg tilvalið að skella sér í sund, segja þeir sem vit hafa, enda löng fríhelgi og rauðar tölur í kortunum. Svo óheppilega vildi til að rangar tímasetningar voru auglýstar í Sjónhorninu um hvenær væri opið í sundlaugunum í Varmahlíða og á Hofsósi.
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur styrk úr Byggðarannsóknasjóði

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Siglufirði þann 11. apríl sl. var kynnt hvaða verkefni fengju styrk úr Byggðarannsóknasjóði að þessu sinni. Verkefnin þrjú sem hlutu styrk eru rannsóknir sem lúta að minjavernd og ferðaþjónustu, landbúnaði og búsetuskilyrðum. Frá þessu er sagt á vef Byggðastofnunar.
Meira