Skagafjörður

Lionsklúbbur Skagafjarðar og ábúendur að Goðdölum hlutu Landgræðsluverðlaun 2019

Í gær voru Landgræðsluverðlaunin afhent í 29. sinn á ársfundi Landgræðslunnar á Grand Hótel í Reykjavík. Landgræðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum. Lionsklúbbur Skagafjarðar og ábúendur að Goðdölum í Skagafirði fengu verðlaun ásamt Fjörulöllum í Vík.
Meira

Freyja Rut og Helgi Sæmundur ráðin að 1238

Stefnt er að því að sýningin 1238 – Baráttan um Ísland opni í næsta mánuði og er undirbúningur nú í fullum gangi fyrir opnun sýningarinnar. Sagt var frá því á Facebooksíðu 1238 rétt í þessu að gengið hafi verið frá ráðningu tveggja vakststjóra við sýninguna, þeirra Freyju Rutar Emilsdóttur og Helga Sæmundar Guðmundssonar.
Meira

Ný verk hækka kostnað við Aðalgötu 21

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku voru lögð fram drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019 sem gerir ráð fyrir því að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fulltrúi Byggðalistans telur um mikla framúrkeyrslu að ræða en búast má við um 30 m.kr. umframkostnaði.
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey færði íbúum á hjúkrunar- og dvalardeildum HSN spjaldtölvur

Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði ákváðu að láta íbúa á hjúkrunar- og dvalardeildum HSN á Sauðárkróki njóta góðgerðaverkefnis febrúarmánaðar 2019 en þann 13. mars sl. afhenti klúbburinn HSN fjórar spjaldtölvur með fylgihlutum til nota fyrir íbúa deildanna.
Meira

Samið við Vinnuvélar Símonar vegna hitaveitu og strenglögn

Í lok síðasta mánaðar voru opnuð tilboð í vinnuhluta verksins „Hofsós - Neðri Ás vinnuútboð 2019, hitaveita og strenglögn,“ hjá Sveitarstjórn Skagafjarðar. Tvö tilboð bárust í verkið; frá Steypustöð Skagafjarðar og Vinnuvélum Símonar. Gert er ráð fyrir um 47 tengingum í þessum áfanga og er vatnsþörfin í kringum 3,8 l/sek. og er viðbót við veitukerfið frá Hrolleifsdal.
Meira

Tónadans býður til vorhátíðar

Vorhátíð Tónadans fer fram í dag miðvikudaginn 10. apríl kl. 17 í Miðgarði. Fram koma nemendur Tónadans á vorönn en það erum um 70 nemendur. Í tilkynningu frá Tónadansi segir að á dagskránni sé meðal annars jassballett, kórsöngur, strengjaleikur og bjölluspil. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Meira

220 kíló fuku á þremur mánuðum

Lífsstílsáskorun Þreksports hófst 7. janúar sl. og stóð yfir í tólf vikur þar sem fólki gafst kostur á að stíga sín fyrstu skref í átt að bættum lífsstíl. Síðasti dagur áskorunarinnar var svo föstudaginn 29. mars, nákvæmlega þremur mánuðum seinna sem endaði á smá lokahófi áskorunar og árshátíð Þreksports.
Meira

Drangey aflahæst togara í mars

Togari Fisk Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK 2, heldur áfram að fiska vel og var aflahæstur allra togara landsins í mars, annan mánuðinn í röð. Heildaraflinn var 1188,4 tonn í sjö löndunum en Drangey var ein þriggja togara sem fóru yfir eitt þúsund tonnin. Á Aflafréttum.is kemur fram að stærsti túrinn hafi verið fullfermi eða 247 tonn og vekur athygli hversu stuttur hann var.
Meira

14 bækur Trausta endurútgefnar ókeypis á netinu

Trausti Valsson prófessor, er þekktur fyrir hugmyndir sínar og bækur um skipulag, framtíðarmál og hönnun. Margar bóka hans hafa lengi verið ófáanlegar. Netið býður núorðið upp á þann stórkostlega möguleika, að endurútgefa bækur í rafrænu formi. Þetta hefur Trausti nú gert með allar 14 bækur sínar, og birt ásamt völdum greinum og ítarefni á heimasíðu sinni við HÍ og býður öllum til frjálsra og ókeypis afnota. (Ath: Þegar nafn hans er googlað birtist heimasíðan efst).
Meira

Samningar og samvinna

Stór skref voru stigin við undirskrift lífskjarasamninga í vikunni sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um með stuðningi stjórnvalda. Þetta er liður í breiðri sátt til áframhaldandi lífskjara til rúmlega þriggja ára. Þessi samningur er ný nálgun á þeirri staðreynd að lífkjör á vinnumarkaði kemur við alla þjóðina og því verða stjórnvöld að vera í sama takti svo vel takist. Aðkoma stjórnvalda að lífskjarasamningi felur í sér fjölmargar leiðir sem slær taktinn með aðildarfélögum vinnumarkarins til að viðhalda stöðuleika.
Meira