Skagafjörður

Norðlægar áttir og kalt hjá spámönnum Dalbæjar

Í gær, þriðjudaginn 7. maí kl. 14, komu saman til fundar átta félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar sem sýndi að í raun og sannleika varð veðrið miklu betra en gert var ráð fyrir!
Meira

Heilbrigðisráðherra falið að móta heildstæða stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala

Alþingi samþykkti í gær að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Markmið stefnunnar verði að formfesta samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu innan hennar og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa eða í öðrum neyðartilvikum.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks opnar á ný eftir endurbætur

Sundlaug Sauðárkróks hefur verið opnuð aftur eftir endurbætur en vegna skólasunds verður opnunartími aðeins frábrugðinn hefðbundnum opnunartíma.
Meira

Stuðningsfólk og leikmenn boðaðir á uppskeruhátíð KKD Tindastóls

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldin laugardaginn 11. maí nk. í Síkinu. Húsið opnar kl 19:00 og skemmtunin hefst kl 19:30. Í tilkynningu frá deildinni segir að um kjörið tækifæri að ræða fyrir alla velunnara, stuðningsmenn og leikmenn Tindastóls til að þjappa sér saman eftir tímabilið og njóta samverunnar en allir eru velkomnir.
Meira

Tjaldað í Héðinsminni

Nemendur leiklistarvals á unglingastigi í Varmahlíðarskóla sýndu á dögunum leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason í félagsheimilinu Héðinsminni. Leikstjóri verksins er Íris Olga Lúðvíksdóttir, kennari við skólann. Sýningin var hluti af leiklistarverkefninu Þjóðleik sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir og hóf göngu sína á Austurlandi fyrir tíu árum. Verkefnið er haldið annað hvert ár og hefur fyrir löngu breiðst út til annarra landshluta. Þetta er í fjórða sinn sem Varmahlíðarskóli tekur þátt í verkefninu.
Meira

Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið

SÁÁ álfurinn er 30 ára um þessar mundir og þá er tilvalið að fagna saman og kaupa álfinn. Sölufólk verður á ferðinni frá deginum í dag og fram á sunnudag, 12. maí en álfasalan hefur verið ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna þessa þrjá áratugi.
Meira

Laufey Harpa sigraði í ljósmyndakeppni FNV

Félagslíf nemenda við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur verið öflugt í vetur, segir á heimasíðu skólans, og var m.a. efnt til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda til að fanga góðu augnablikin út frá sjónarhóli nemenda.
Meira

Stólatap í Fjarðabyggðarhöllinni

Þá er keppni farin af stað í 2. deild karla í knattspyrnu og hélt lið Tindastóls austur á Reyðarfjörð þar sem spilað var í Fjarðabyggðarhöllinni síðastliðinn laugardag. Skemmst er frá því að segja að heimamenn reyndust sterkari að þessu sinni og máttu Tindastólsstrákarnri þola 3-0 tap í fyrsta leik sumarsins.
Meira

Arnar Geir í sigurliði Missouri Valley College í golfi

Skagfirðingurinn Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29. apríl – 1. maí á Heart of America Championship mótinu í golfi. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Meira

Veður sæinn röðull rótt - Úrslit í Vísnakeppni 2019

Úrslit í vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga voru kunngjörð á setningarhátíð Sæluviku Skagfirðinga sl. sunnudag en þeirri keppni var komið á árið 1976 og því komið að þeirri 44. Reglurnar eru líkt og áður einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni sem að þessu sinni var Skagafjörður.
Meira