Skagafjörður

Nei, nei, ekki um jólin

Það verður nú að segjast eins og er að hrollur fer um mann þegar hugsað er til þeirrarsiðar fyrr á öldum að láta hunda og ketti sleikja matarílátin til að hreinsa þau. Nei, nei, alla vega ekki um jólin. Það er akkúrat nafnið á laginu sem Björgvin Halldórsson syngur ásamt flottum jólagestum hans á síðasta ári og hægt er að nálgast hér fyrir neðan.
Meira

Skín og skúrir í bikarveislu í Síkinu

Það var sannkölluð bikarveisla í Síkinu í dag með tilheyrandi vöfflugleði og sjóðheitu hamborgarapartíi. Þrír leikir fóru fram; fyrst varð 10. flokkur drengja að láta í minni pokann gegn sprækum KR-ingum, meistaraflokkur kvenna átti ekki séns í úrvalsdeildarlið Blika en meistaraflokkur karla náði í sigur gegn liði Fjölnis sem þvældist fyrir toppliði Tindastóls lengi leiks.
Meira

„Munaði minnstu að ég yrði atvinnumaður í knattspyrnu“ - Liðið mitt :: Sigurður Guðjón Jónsson Liverpool

Sigurður Guðjón Jónsson er Skagfirðingur sem býr í Kópavogi og starfar sem verkfræðingur hjá Mannviti. Hans uppáhaldslið er Liverpool og spáir hann liðinu sæti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Siggi, sem er sonur Sibbu Guðjóns og Nonna frá Reynistað, svarar spurningum í Liðinu mínu í Feyki að þessu sinni.
Meira

Pottaskefill er ekki ánægður með uppþvottavélarnar

Pottaskefill var á ferðinni í rökkrinu í nótt og einhverjir segjast hafa séð hann sníglast í garðinum hjá sér. Þar hafi hann hreinsað heitu pottana svo vel að spegla mátti sig í þeim. Það er ekkert skrítið að þessir pottar verði fyrir valinu því flestir matarpottar landsins eru í uppþvottavélinni á þessum tíma. En það koma vonandi jól eins og Baggalútur söng hér um árið.
Meira

SVONA ERU JÓLIN….

Sigurlaug Vordís og Sigfús Benediktsson á Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í Feyki fyrir réttum tveimur árum síðan. Þau gáfu lesendum Feykis innsýn í dásamlegar jólahefðir með uppskriftum af hreindýrapaté, sem er „agalega góður foréttur,“ „öndinni góðu“ í aðalrétt og myntuís í eftirrétt.
Meira

Ég er aðkomumaður - Áskorendapenninn Sigrún Benediktsdóttir Varmahlíð

Ég ákvað að deila með ykkur upplifun minni af því að fara að heiman. Ég er fædd og uppalin í þorpinu á Akureyri er ég því ekta þorpari. Faðir minn var einnig þorpari en móðir mín var fædd á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal en í þann dal var ég send sem barn í eitt sumar.
Meira

Þvaran sleip í höndum Þvörusleikis

Þvörusleikir kom í nótt og gaf börnum smotterí í skóinn. Hann varð hins vegar alveg ruglaður þegar hann mætti Geir Ólafs þar sem hann söng lag á færeysku og kallaði jólasveininn jólamavinn. Lagið heitir Jólamavurinn tjemur í kveld og var m.a. sungið í þætti Jóns Kristins Snæhólm „Í Kallfæri“ á sjónvarpsstöðinni ÍNN fyrir áratug.
Meira

Kortavefsjá SSNV

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, segir frá því að SSNV og Hvítárós ehf. hafa gert með sér þjónustusamning um uppfærslur og viðhald á gagnagrunni sem fyrirtækið hefur sett upp fyrir landshlutasamtökin. Er gagnagrunnurinn aðgengilegur á heimasíðu samtakanna undir flipanum Kortavefsjá SSNV og inniheldur hann upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem verða þarna aðgengilegar á einum stað. Tilgangur gagnagrunnsins er meðal annars að veita innviðaupplýsingar um svæðið sem nýtast væntanlegum fjárfestum.
Meira

Samningar um samstarf Skagafjarðar og Sýndarveruleika samþykktir

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær voru samþykktir samningar á milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu nýrrar ferðaþjónustustarfsemi á Sauðárkróki.  Samkvæmt þeim mun Sýndarveruleiki koma upp og starfrækja sýningu um Sturlungaöldina þar sem áhersla er á nýjustu tækni í miðlun, m.a. með sýndarveruleika. Ætlunin er að sýningin skapi vel á annan tug beinna starfa í Skagafirði og að hún efli Skagafjörð sem áfangastað fyrir ferðafólk.
Meira

Samstarfssamningur um sýndarveruleika samþykktur

Tekist var á um samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar í gær. Málið var áður á dagskrá á fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2018, en því frestað. Ingvi Jökull Logason forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og Arnór Halldórsson hrl. komu á fund byggðarráðs fyrr í vikunni og fóru yfir samninga og bókanir vegna samstarfs um sýndarveruleikasýningu í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki og í kjölfarið var samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Meira