Skagafjörður

Er Stúfur og Pönnusleikir sami jólasveinninn?

Nú var það Stúfur sem setti í skóinn í nótt og hefur efalaust kætt marga krakka. Þá ætlum við að fá Eirík Fjalar til að syngja lagið Nýtt Jólalag.
Meira

Borgnesingar bitu frá sér en Stólarnir voru sterkari

Það var landsbyggðarslagur í Síkinu í kvöld þegar Skallagrímsmenn úr Borgarnesi mættu til leiks í 10. umferð Dominos-deildarinnar. Gengi liðanna hefur verið ólíkt upp á síðkastið; Stólarnir á sigurbraut en eintóm brekka og töp hjá Borgnesingum. Það voru því kannski ekki margir sem reiknuðu með baráttuleik en sú varð engu að síður raunin og þegar upp var staðið þá var það íslenski kjarninn í liði Stólanna sem náði að hemja gestina og ná góðu forskoti í fjórða leikhluta. Lokatölur 89-73 fyrir Tindastól.
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði SSNV

Stjórn SSNV samþykkti á fundi sínum þann 4. desember sl. tillögu frá matsnefnd smávirkjanasjóðs SSNV um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Smávirkjanaverkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra á árinu 2018 og er framhaldsverkefni áhersluverkefnis frá árinu 2017 en þá var gerð var úttekt á smávirkjanakostum í landshlutanum. Alls bárust 17 umsóknir en tvær þeirra uppfylltu ekki skilyrði sem sett eru í reglum sjóðsins að því er segir á vef SSNV.
Meira

Fyrsta REKO afhending á Norðurlandi þann 20. desember

Það eru ýmsar leiðir færar fyrir framleiðendur að koma vörum sínum á framfæri þó svo að um lítið magn sé að ræða. Bændamarkaðir hafa verið vinsælir og á Facebook má finna hópa undir merkinu REKO þar sem viðskipti geta farið fram. Fyrstu afhendingarnar á Norðurlandi verða þann 20. og 21. desember á Blönduósi 20. desember við Húnabúð kl: 12-13, Sauðárkróki 20. desember við verknámshús FNV kl: 16-17 og á Akureyri 21. desember hjá Jötunvélum kl: 12-13.
Meira

Giljagaur mættur

Af því að Giljagaur mætti til byggða í nótt fáum við Ruth Reginalds til að syngja hér hið stórgóða laga Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Það er sígilt og kemur manni alltaf í jólaskap. Hinrik Bjarnason gerði textann við lag T Connor.
Meira

Kaldavatnið fór í Varmahlíð

Á Facebooksíðu Varmahlíðarskóla segir að nemendur hafi verið sendir heim um hádegi í dag vegna vatnstjóns í skólanum. „Það er kaldavatnslaust og því ekki hjá því komist að ljúka skóladegi. Vonandi verður allt komið í samt lag fyrir morgundaginn,“ segir í tilkynningunni. Þá var sundlaug og íþróttamiðstöð Varmahlíðar lokuð af sömu ástæðu.
Meira

Sýndarveruleikasamstarfssamningur til sveitarstjórnar

Á fund byggðarráðs Svf.Skagafjarðar í gær komu Ingvi Jökull Logason, forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og Arnór Halldórsson hrl. og fóru yfir samninga og bókanir vegna samstarfs um sýndarveruleikasýningu í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Í fundargerð kemur fram að byggðarráð samþykkti með tveimur atkvæðum að vísa samstarfssamningi um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar ásamt fylgigögnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi úr verkefninu WiFi4EU, en verkefnið WiFi4EU gerir sveitarfélögum innan Evrópu kleift að sækja um styrk að upphæð 15.000 evrum. Styrkurinn er ætlaður í uppsetningu á þráðlausu netsambandi (free hotspot) í opinberu rými (almenningsrými) fyrir íbúa sveitarfélaga og voru það þrjú íslensk sveitarfélög sem hlutu styrkinn að þessu sinni eða Sveitarfélagið Skagafjörður, Akraneskaupstaður og Reykjavíkurborg.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Pálmi Ragnarsson í Garðakoti var kjörinn maður ársins fyrir árið 2017 en hann lést nokkrum mánuðum síðar úr veikindum sem hann hafði lengi barist við.
Meira

Stekkjastaur kom í nótt -

Í tilefni af komu fyrsta jólasveinsins fáum við Borgardætur til að syngja fyrir okkur um jólasveininn okkar. Það eru þær Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir sem skipa sönghópinn Borgardætur en jólaplatan þeirra kom út árið 2000.
Meira