Skagafjörður

Sögu lands og þjóðar gerð góð skil í Miðgarði

Það var góð stemning í Menningarhúsinu Miðgarði sl. laugardagskvöld er þess var minnst í tali og tónum að öld var liðin frá því að Ísland fékk fullveldi frá Danakonungi. Stóru kórarnir í Skagafirði, karlakórinn Heimir og kvennakórinn Sóldís, léku þar stærstu hlutverk með söng en á milli laga var stiklað á stóru með áherslu á Ísland í heimssögunni og þá sérstaklega þar sem Skagfirðingar komu við sögu.
Meira

Fimm Norðurlandsmeistaratitlar til Júdódeildar Tindastóls

Norðurlandsmót í Júdó var halið á Blönduósi í gær og mættu alls 34 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Gestjöfunum í Pardusi á Blönduósi, Tindastóli, og KA á Akureyri. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að Norðurlandsmót hafi verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og var þetta fjórða árið í röð sem það er haldið.
Meira

Tveir sigrar gegn Hamri

Kvennalið Tindastóls gerði góða ferð í Hveragerði um helgina en stelpurnar léku tvo leiki við heimastúlkur í Hamri og gerðu sér lítið fyrir og sigraði þá báða. Að loknum sjö umferðum er lið Tindastóls í fimmta sæti 1. deildar með sex stig, jafn mörg og lið Þórs frá Akureyri sem hefur leikið fimm leikið fjóra leiki.
Meira

Nói frá Saurbæ einn af uppáhaldshestunum - Hestamaðurinn Sigríður Gunnarsdóttir

Það er óhætt að segja að hestar séu stór hluti af lífi séra Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests á Sauðárkróki, þó kannski óbeint sé. Hún er gift tamningamanninum Tóta, Þórarni Eymundssyni, sem gert hefur garðinn frægan á keppnisvellinum innan lands sem utan. Þau Sigga og Tóti eiga þrjú börn, Eymund Ás (16), Þórgunni (13) og Hjördísi Höllu (6) en til gamans má geta að Þórgunnur hefur verið iðin í keppnum og unnið til verðlauna. Sigga er hestamaður Feykis að þessu sinni.
Meira

Hefur þú greinst með krabbamein? Hver er þín reynsla af greiningarferli, meðferð og endurhæfingu?

Krabbameinsfélag Íslands vinnur nú að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Á heimasíðu félagsins er fólk hvatt til að takta þátt og hjálpa þar með til að benda á þá þætti sem helst þarfnast úrbóta í tengslum við greiningu krabbameins, meðferð og endurhæfingu.
Meira

Fullveldishátíð í Fljótum frestað

Fullveldishátíðinni sem Kvenfélagið Framtíðin í Fljótum ætlaði að standa fyrir hefur verið frestað vegna veðurs. Í Fljótum er hríðarveður og mikil ófærð.
Meira

Bergþór og Gunnar Bragi taka sér frí frá þingstörfum

Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason, þingmaður Norðvesturkjördæmis, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis, hafa ákveðið að taka sér leyfi frá þingstörfum eftir að ósæmileg hegðun þeirra á Klausturbarnum varð gerð opinber í fjölmiðlum, eins og frægt er orðið. Sendu þeir tilkynningar þess efnis í gærkvöldi.
Meira

Mikið um að vera á morgun 1. des.

Á morgun er merkisdagur í sögu Íslands en þá eru liðin 100 ár frá því að landið fékk fullveldi undan Danmörku og hlaut um leið sjálfstæði sem Konungsveldið Ísland. Á Sauðárkróki verður ýmislegt um að vera þennan dag sem vert er að skoða.
Meira

Rannsóknasetur HÍ á Skagaströnd hlýtur styrk

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, sem hefur aðsetur sitt á Skagaströnd, hlaut á dögunum níu milljóna króna styrk vegna verkefnisins Gagnagrunnur sáttanefndabóka. Verkefnið er eitt fjögurra sem hlutu styrk til fjarvinnslustöðva sem veittur er á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Meira

Hofsós fær 15 tonna byggðakvóta

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar í vikunni var lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019. Sauðárkróki er úthlutað 70 þorskígildistonnum og Hofsós 15 þorskígildistonnum. Inga Katrín Magnúsdóttir fulltrúi Vg er ekki ánægð með þróun mála og hvetur sjávarútvegsráðuneytið að auka veiðiheimildir á Hofsósi og leyfi til dragnótaveiða verði endurskoðað.
Meira