16 þristar verðlaunaðir með 16 Risa Þristum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.12.2018
kl. 13.35
Það var smá húllumhæ í Síkinu í gær þar sem leikmenn Tindastóls voru á lokaæfingu fyrir jólafrí og lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildarinnar sem fram fer í Keflavík í kvöld. Í tilefni af Íslandsmeti Brynjars Þórs Björnssonar í þristahittni á dögunum tók stjórn körfuknattleiksdeildar sig til og færði kappanum ágæta gjöf; treyjuna sem hann spilaði í í leiknum og 16 Risa Þrista.
Meira
