Skagafjörður

Af hverju ættu karlar að verða leikskólakennarar?

Stutta svar okkar við þessari spurningu væri einfaldlega „hvers vegna ekki“? En ef við tölum í fullri alvöru þá fylgir því að starfa á leikskóla margskonar jákvæður ávinningur. Fyrir það fyrsta myndum við telja leikskólastarfið eitt af þeim störfum sem mögulega gefur hvað mest af sér í ljósi þess að hver vinnudagur er einstakt ævintýri, vinnuvikan flýgur áfram á ógnarhraða auk þess sem enginn dagur í vinnunni er eins.
Meira

Lífshlaupið hófst í dag

Lífshlaupið var ræst í tólfta sinn í Breiðholtsskóla í morgun við mikla gleði viðstaddra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og Garðar Svansson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ ávörpuðu gesti og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreystis.
Meira

VG fagna 20 árum

20 ár eru í dag frá stofnfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Og það eru tveir dagar fram að afmælisveislu hreyfingarinnar sem fram fer á Grand Hótel í Reykjavík um helgina. Árnaðaróskum rignir nú yfir forystu og starfsfólk VG, þar sem félagar hreyfingarinnar óska hreyfingunni langrar og bjartrar framtíðar. Fyrsti formaður VG var Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis og núverandi formaður er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Á annað hundrað manns hafa boðað komu sína í afmæli VG. Upplýsingar um afmælisfögnuðinn og flokksráðsfund má finna hér á heimasíðunni og á samskiptamiðlum.
Meira

Tilboði Friðriks Jónssonar ehf. tekið

Tilboði Friðriks Jónssonar ehf. í nýbyggingu Byggðastofnunar við Sauðármýri á Sauðárkróki var tekið þann 4. febrúar sl. Aðeins bárust tvö tilboð í verkið, frá Friðrik Jónssyni ehf. og K-Tak ehf.
Meira

Fresta opnunarhátíð skíðasvæðisins í Tindastól

Það hefur ríkt sannkallað vetrarríki á landinu undanfarnar vikur með kulda og ofankomu svo ætla má að skíðasvæðið í Tindastóli færi að verða tilbúið að taka á móti gestum. Viggó Jónsson, staðarhaldari, dró samt seiminn er hann var spurður í gær hvort mikill snjór væri kominn á svæðið.
Meira

Febrúarmánuður verður rysjóttur

Þriðjudaginn 5. febrúar komu ellefu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar, til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar og spá fyrir um veðrið í febrúar. Heldur meiri snjókoma var í janúar en klúbburinn hafði gert ráð fyrir en að öðru leyti voru fundarmenn nokkuð sáttir við hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Nýsköpunarmiðstöð dregur sig út úr rekstri Fab Lab á Sauðárkróki

Aðkoma Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að Fab Lab smiðjunni á Sauðárkróki mun breytast næsta haust að því leyti að greiða ekki laun verkefnisstjóra eins og verið hefur frá stofnun smiðjunnar. Óvíst er hvað tekur við en vonast er til að ásættanleg lausn finnist í tíma. Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, verkefnisstjóri, segir í Feykisviðtali vikunnar að ákjósanlegasti kosturinn væri að samfélagið myndi sjá sér hag í því að hafa Fab Lab í þeirri mynd sem það er í dag og leggja í púkk þar sem margt smátt gerir eitt stórt.
Meira

Önnur REKO afhendingin á Norðurlandi

Önnur REKO afhendingin á Norðurlandi verður nk. fimmtudag og föstudag, 7. og 8. febrúar, á Blönduósi, Sauðárkróki og á Akureyri. REKO stendur fyrir milliliðalaus viðskipti milli framleiðenda og kaupenda og fara þau viðskipti fram í gegnum Facebook.
Meira

Vatnsveitur á lögbýlum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum. Á heimasíðu MAST kemur fram að umsóknum um stuðning skal skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars og verður umsóknarfrestur ekki framlengdur.
Meira

Íbúar Svf. Skagafjarðar orðnir 4001

Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru komnir yfir 4000 manna múrinn eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár og fjölgaði í sveitarfélaginu um 11 manns eða um 0,3% frá 1. des 2018 til 1. feb. 2019. Eru Skagfirðingar því samtals orðnir 4203, 4001 í Svf. Skagafirði og 202 í Akrahreppi. Á Norðurlandi vestra búa nú samtals 7.228 íbúar og hefur fjölgað um einn á þessum tveimur mánuðum.
Meira