Skagafjörður

Grýla og Leppalúði heimsóttu Hóla um helgina

Það var skemmtileg stemning á Hólum í Hjaltadal sl. sunnudag en þá stóð yfir jólatrjáasala Hóladeildar Skógræktarfélag Skagfirðinga. Auk skógarhöggsins var boðið upp á allskyns dagskrá um Hólastað. Þá voru þau sæmdarhjón, Grýla og Leppalúði, eitthvað að þvælast á staðnum. Í gamla bænum, Nýjabæ, voru tvær sýningar í gangi, annars vegar myndasýning og hins vegar leikfangasýning, fyrir utan það að bærinn sjálfur er einn sýningargripur. Í baðstofunni voru jólalögin leikin á harmonikku og jólasögur lesnar fyrir gesti.
Meira

Bóndadagurinn 25. janúar og konudagur 24. febrúar

Einhver misskilningur hefur átt sér stað varðandi bóndadag ársins 2019 sem jafnframt er fyrsti dagur þorra og konudagsins sem er fyrsti dagur góu og eru því mörg dagatölin fyrir það ár röng að því leyti. Þar sem bóndadagurinn 2018 var þann 19. janúar var auðveldlega hægt að álykta að hann væri þann 18. næst en svo einfalt er það ekki.
Meira

Áhöld eru um hvort brotist hafi verið inn í samlagið í nótt

Samkvæmt óstaðfestum fregnum var farið inn í mjólkursamlag KS í nótt og rótað í ostakerjum, fiktað í próteintanki og að endingu étið upp úr sósutunnum. Þegar lögreglan mætti á staðinn sat þar ófrýnilegur innbrotsþjófur og hámaði í sig majónes af áfergju.
Meira

Guðni þjálfar áfram og nokkrir leikmenn semja

Fyrir skömmu skrifuðu nokkrar heimastúlkur undir nýja samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Þær Bergljót Ásta Pétursdóttir, Eyvör Pálsdóttir og Krista Sól Nielsen skrifuðu allar undir sinn fyrsta samning á ferlinum. Þá framlengdu þær Guðrún Jenný Ágústssdóttir, Birna María Sigurðardóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga sína.
Meira

REKO vörur afgreiddar í vikulokin

Nýlega var sagt frá því í Feyki að stofnaður hafi verið svokallaður REKO hópur á Norðurlandi þar sem neytendum gefst kostur á að gera milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu. Neytendur panta þá vörur í gegnum Facebooksíðuna REKO Norðurland og mæta svo á tiltekinn stað á tilteknum tíma og sækja vöruna. Hér er eingöngu um afhendingu að ræða, aðeins þá daga sem tilgreindir eru og verður að panta allar vörur og greiða fyrir afhendinguna.
Meira

Samstarf um framtíðarskipan úrgangsmála

Nýverið var stofnaður starfshópur um sameiginlegt verkefni um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi á vegum Eyþings og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hér er um að ræða áhersluverkefni fyrir árið 2018. Markmið verkefnisins er að leysa meðhöndlun og förgun úrgangs og sorps á Norðurlandi með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti.
Meira

Töfrar í Króksbíói í kvöld

Einar Mikael töframaður verður með nýja jólasýningu í Króksbíói í kvöld klukkan 19:30 en hann hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Einar segir að sýningin sé troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum og leyfir hann áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni. Það sem ekki er verra velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum svo nú er um að gera að nýta tækifærið og sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði ásamt því verður leynigestur með Einari.
Meira

Hurðaskellir vændur um dónaskap

Eins og allir vita eru jólasveinar býsna kúnstugir og óútreiknanlegir á allan hátt. Þeir þykjast geta blekkt okkur mannfólkið með því að klæðast rauðum fötum og brosa blítt. En gætið ykkar því í nótt kom leiðindadóni sem skellir hurðum, og er í hæsta máta klúr þegar maður vill fá sér kríu. En í tilefni af því að rétt um vika er í það að jólin verða hringd inn syngur Birgitta Haukdal - Eitt lítið jólalag.
Meira

Fimm umferðaróhöpp um helgina Norðurlandi vestra

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra urðu fimm umferðaróhöpp um helgina. Aðallega er um bílveltur að ræða ásamt einni aftanákeyrslu. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á NV kemur fram að sem betur fer urðu ekki alvarleg slys á fólki.
Meira

Landsmótið verður aftur í júlí 2020

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að Landsmótið verði haldið á nýjan leik í júlí árið 2020. Það felur í sér að í upphafi árs 2019 verður skipuð nefnd sem mun hefja undirbúning Landsmótsins sem er á meðal umfangsmestu viðburða Ungmennafélags Íslands. Á heimasíðu UMFÍ segir að mikil ánægja hafi verið með mótið sem haldið var á Sauðárkróki í sumar. Á meðal þess sem nefndin mun gera er að leita til sambandsaðila UMFÍ eftir því hvar Landsmótið verður haldið.
Meira