Fréttir

Vilja auka lífsgæði 50+ í Vestur-Hún

Á heimasíðu Húnaþings vestra: hunathing.is kemur fram að vinna við deiliskipulag svokallaðs lífsgæðakjarna fyrir íbúa sveitarfélagsins, 50 ára og eldri.
Meira

Eins og að horfa á hross keppa í feti í fimm korter

„Veðrið er betra en á Króknum. Líklega um 30 stig, glampandi sól og logn. Þetta er í lagi í smá tíma en svo saknar maður Skarðagolunnar,“ segir Palli Friðriks, fyrrum ritstjóri Feykis, sem nú er staddur í Sviss þar sem hann og fjölskyldan hyggjast styðja dyggilega við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem hefur leik á EM klukkan fjögur í dag.
Meira

Dívur á Króknum í júlí

Þrjár af þekktustu tónlistarkonum landsins munu halda tónleika á Sauðárkróki í júlí. Þetta eru þær: GDRN, Una Torfa og Bríet. Þessar ágætu konur þarf ekki mikið að kynna svo áberandi hafa þær verið í íslensku tónlistarlífi síðustu ár.
Meira

Vatnaveröld smábátasafn

Laugardaginn 21. Júní opnaði formlega smábátasafnið á Ytri-Húsabakka í Skagafirði. Þar býr safnstjórinn Ómar Unason ásamt konu sinni Dóru Ingibjörgu. Snemma byrjaði söfnunarárátta Ómars en elsta hlutinn á safninu eignaðist hann þegar hann var 10 ára.
Meira

Jóna Halldóra varð Landsmótsmeistari í pönnukökubakstri

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27.-29. júní. Vestur-Húnvetningar gerðu gott mót og til að mynda sigraði Jóna Halldóra Tryggvadóttir í pönnukökubakstri. Annar Vestur-Húnvetningur, Jónína Sigurðardóttir, hreppti þriðja sætið í sömu keppni.
Meira

Samtalið rétt að hefjast og áskoranirnar margar

Feykir hefur síðustu daga leitað svara hjá sveitarstjórum sveitarfélaganna fjögurra á Norðurlandi vestra um helst verkefni og framkvæmdir á vegum þeirra nú í sumar. Að þessu sinni svarar Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Auk þess að spyrja Unni út í verkefni þá svaraði hún nokkrum spurningum um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar.
Meira

Eitthvað smávegis á góðan stað

Tónleikarnir Græni salurinn fóru fram síðastliðið föstudagskvöld og vel tókst til að venju en tónleikarnir að þessu sinni voru tileinkaðir minningu listamannsins Gísla Þórs Ólafssonar (Gillons). Þegar tilfallandi kostnaður við tónleikahaldið hafði verið gerður upp var einhver afgangur eftir og í dag fóru tónleikahaldarar og færðu fjölskyldu Gísla það sem út af stóð.
Meira

Bikarkeppni Frí 2025 á Sauðárkróki um næstu helgi

Það verður sprett úr spori, stokkið og kastað á Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins á Sauðákróksvelli 5 – 6 júlí, sem sagt um næstu helgi. Keppt er í 2. flokkum, kvenna og karla, fullorðnir og 15 ára og yngri.
Meira

Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru? | Jóhann Helgi Stefánsson skrifar

Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Meira

Fjóla fór á grásleppu á Skagafirði

Í byrjun júní voru frumfluttir tveir útvarpsþættir á Gömlu gufunni þar sem Króksarinn brottflutti, Fjóla K. Guðmundsdóttir, kynnir sér grásleppuveiði og skellir sér á sjóinn með Guðmundi Hauki frænda sínum, syni Smilla heitins á Þorbjargarstöðum á Skaga og Brynju Ólafsdóttur. Í fyrri þættinum kynnti Fjóla sér undirbúning veiðanna og lærði eitt og annað gagnlegt en í seinni þættinum er haldið út á Skagafjörðinn og grásleppa dregin. Helstu viðmælendur Fjólu eru mæðginin Brynja og Guðmundur og voru samtölin bæði skemmtileg og fróðleg. Eftir að hafa hlýtt á þættina fannst blaðamanni ekki annað hægt en að spyrja Fjólu aðeins út í þáttagerðina og hvernig það var að starfa einn dag sem grásleppukarl.
Meira