Fréttir

Stefnir í hrun í komu skemmtiferðaskipa til Skagafjarðar næsta sumar

Gistináttagjald á skemmtiferðaskip er talsvert til umræðu nú en útlit er fyrir algjört hrun í komu skemmtiferðaskipa til minni hafna landsins og því umtalsvert högg fyrir sveitarfélög, hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni. Gjaldinu var breytt um síðustu áramót og segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar að aðeins sjö heimsóknir skemmtiferðaskipa séu áætlaðar næsta sumar en þær voru 25 í sumar.
Meira

Tilboð sem er varla hægt að hafna?

Það styttist í fótboltavertíðinni og þá sérstaklega karlamegin. Aðeins á eftir að spila eina umferð í 2. og 3. deild en aldrei þessu vant þá er risastór gulrót í sjónmáli hjá báðum liðunum á Norðurlandi vestra. Nefnilega úrslitaleikurinn í Fótbolta.net bikarnum. Leikur sem fyrir suma aðdáendur Kormáks/Hvatar og Tindastóls bliknar reyndar í samanburði við sjálfan undanúrslitaleikinn þar sem liðin mætast innbyrðis á Sauðárkróksvelli.
Meira

Framkvæmdir við Ásgarð á Skagaströnd ganga vel

Hafnarframkvæmdir við endurbyggingu Ásgarðs í Skagastrandarhöfn hafa gengið með ágætum. Fram kemur í frétt á vef Skagastrandar að búið sé að leggja allar vatns- og idrátttarlagnir, klára gróffyllingu og jöfnun ásamt því að setja upp alla tengi- og vatnsbrunna. Framundan er að klára járnabindingar og uppslátt fyrir þekjuna.
Meira

Hjörvar búinn að taka skóflustungu að nýju húsnæði veitu- og framkvæmdasviðs

Fyrsta skóflustunga að nýju aðstöðuhúsi fyrir veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar var tekin nú síðastlðinn mánudag. Það var Hjörvar Halldórsson forstöðumaður veitu- og framkvæmdasviðs sem tók fyrstu skóflustunguna. Um viðbyggingu er að ræða við hús veitnanna að Borgarteig 15 á Sauðárkróki sem fyrst var kallað áhaldahús.
Meira

Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins | Rakel Hinriksdóttir skrifar

Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Meira

Íþróttahátíð í Skagafirði - Allir með!

UMSS og Svæðisstöðvar íþróttahéraða standa fyrir íþróttahátíð í Skagafirði í matsal Árskóla og íþróttahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 11. september og verður dagskráin tvíþætt. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra).
Meira

Sigur í fyrsta æfingaleik haustsins

Fyrsti æfingaleikur Tindastólsmanna í körfunni fór fram sl. mánudagkvöld þegar Arnar þjálfari og lærisveinar hans héldu í háaustur og hittu á endastöð fyrir lið Hattar á Egilsstöðum. Það fór svo að sigur hafðist en lokatölur voru 87-103 fyrir Tindastól.
Meira

Geðlestin stoppar í Gránu í Gulum september

Geðlestin verður á Sauðárkróki í Gulum september, nánar tiltekið þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 í Gránu. Gulur september er forvarnarátak sem er ætlað að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Geðhjálp býður öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og að eiga saman góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.
Meira

Skemmtikraftar Laufskálaréttarballsins kynntir til leiks

Það styttist í Laufskálarétt sem fram fer 27. september sem þýðir að sjálfsögðu að það er jafn stutt í Laufskálaréttarballið sem margur bíður eftir með óþreyju. Ballið verður venju samkvæmt í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Nú er búið að tilkynna hverjir muni sjá um að halda stuðinu í hæstu hæðum á þessu stærsta sveitaballi haustsins.
Meira

Rúmlega 170 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á NV í júlí

Alls voru 605 mál skráð til úrvinnslu hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í júlí og var það svipaður fjöldi og mánuðina á undan. Í yfirferð á síðu LNV segir að júlí sé gjarnan mikill ferðamánuður, veður hafi veirð með besta móti og tvær bæjarhátíðir; Húnavaka og Eldur í Húnaþingi ásamt minni hátíðum, hafi verið haldnar í mánuðinum. Ekki var teljandi aukning verkefna sem má tengja beint við hátíðirnar að öðru leyti en viðamikið samstarf var samkvæmt venju á milli viðburðahaldara og lögreglu.
Meira