Kaupfélag Skagfirðinga eignast M-veitingar
feykir.is
Skagafjörður
20.01.2021
kl. 09.34
Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samruna Kaupfélags Skagfirðinga svf. og M-veitinga ehf. sem annast hefur rekstur Metro-hamborgarastaðanna á höfuðborgarsvæðinu. Í samrunaskrá kemur fram að þann 31. október 2020 hafi fyrirtækin undirritað samning um kaup KS á öllu hlutafé í M-veitingum. Kaupin séu hluti af uppgjöri skulda Álfasögu ehf., systurfélags M-veitinga, og Guma ehf. gagnvart KS og dótturfélögum þess.
Meira