Fréttir

Kaupfélag Skagfirðinga eignast M-veitingar

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samruna Kaupfélags Skagfirðinga svf. og M-veitinga ehf. sem annast hefur rekstur Metro-hamborgarastaðanna á höfuðborgarsvæðinu. Í samrunaskrá kemur fram að þann 31. október 2020 hafi fyrirtækin undirritað samning um kaup KS á öllu hlutafé í M-veitingum. Kaupin séu hluti af uppgjöri skulda Álfasögu ehf., systurfélags M-veitinga, og Guma ehf. gagnvart KS og dótturfélögum þess.
Meira

Nú er hann lagstur í norðanátt

Vetrarveður er nú um landið norðan og austanvert og eru dregur færðin dám af því þó flestir vegir séu reyndar færir. Ófært er um Þverárfjall vegna óveðurs og einnig á Siglufjarðarvegi utan Ketiláss. Þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi. Þungfært er milli Ketiláss og Hofsóss og snjóþekja með skafrenningi og éljagangi milli Hofsóss og Sauðárkróks. Vegurinn um Öxnadalsheiði er þungfær og þar er skafrenningur. Á öðrum vegum er hálka samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is.
Meira

Teitur Björn sækist eftir þingsæti

Teitur Björn Einarsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér fyrir næstu þingkosningar þar sem hann mun sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu.
Meira

24 nemendur stóðust sveinspróf í húsasmíði

Dagana 8.-10. janúar voru haldin sveinspróf í húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og voru niðurstöður prófa kynntar sl. miðvikudag. Metfjöldi nemenda þreytti prófið eða 24 nemendur sem allir gerðu sér lítið fyrir og stóðust verklega prófið.
Meira

Hestamannafélagið Neisti efnir til námskeiðahalds

Hestamannafélagið Neisti býður upp á  námskeið í hestamennsku á Blönduósi í vetur en þau eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku. Tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar á heimasíðu Neista, www.neisti.net, eftir að skráningu lýkur en hún fer fram hjá Önnu Margréti á amj@bondi.is eða í síma 848-6774 fyrir 20. janúar.
Meira

Stólarnir brenndu sig enn og aftur á Loga

Það var boðið upp á háspennu í Síkinu í gær þegar Njarðvíkingar heimsóttu Tindastólsmenn í 3. umferð Dominos-deildarinnar. Því miður þá héldu heimamenn áfram að vera ósannfærandi þrátt fyrir að hafa á að skipa flottum leikmönnum sem virðast enn ekki hafa áttað sig á að það þarf að spila varnarleik til að vinna leiki. Framlengt var í Síkinu og svo virtist sem Antanas Udras hefði tryggt Stólunum sigur þegar tæpar tvær sekúndur lifðu leiks. Njarðvíkingar eru hins vegar með Loga Gunnars í sínu liði og þá er leikurinn ekkert búinn fyrr en lokaflautið gellur. Hann setti þrist í andlitið á heimamönnum um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur 107-108.
Meira

Gærurnar gefa Húnunum sjúkrabörur

Björgunarsveitinni Húnum í Húnaþingi vestra barst góð gjöf nú um áramótin þegar Gærurnar, sem eru hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra mála í samfélaginu, færðu sveitinni þrjár samanbrjótanlegar sjúkrabörur. Verða börurnar settar í jeppa björgunarsveitarinnar,  Húna 1, 2 og 3.
Meira

Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Árlega velja Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra framúrskarandi verkefni á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar. Verkefnin sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni eru Hvammstangi International Puppetry festival og Sölubíll smáframleiðenda á Norðurlandi vestra.
Meira

Hafa áhyggjur af stöðu dýralæknaþjónustu

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra  sl. miðvikudag var lögð fram tillaga að bókun sem samþykkt var samhljóða þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýralæknaþjónustu í sveitarfélaginu og hvetur ráðið jafnframt Matvælastofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið til að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er.
Meira

Ég man, nýtt lag Sverris Bergmanns - Myndband

Sverrir Bergmann Magnússon samdi og gaf út á dögunum nýtt lag, Ég man, sem fengið hefur góða dóma áheyrenda og fjallar um fallegasta stað á jarðríki, Skagafjörð. Nú er komið myndband við lagið sem Helgi Sæmundur Guðmundsson gerði einkar vel en þar leikur Jóhann Daði Gíslason hinn angurværa mann sem lætur hugann reika til æskustöðvanna.
Meira