Fréttir

Baráttumál VG að verða að veruleika

Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi.
Meira

Útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar verður fagnað þriðjudaginn 10. desember, kl. 20:00 á Ketilási en út er komið níunda bindi í ritstjórn Hjalta Pálssonar og fjallar það um Austur Fljót, eða Holtshrepp hinn forna. Lesið verður úr nýju bókinni og flutt ávörp í tilefni útgáfunnar. Bókin verður til sýnis og sölu á staðnum og kostar eintakið 16.000 krónur. Allir eru velkomnir en íbúar í Fljótum og nærsveitum eru sérstaklega boðnir velkomnir og er aðgangur ókeypis og kaffi og meðlæti á boðstólum.
Meira

Stjórnvöld hvött til að leggja áform um þjóðgarð á miðhálendinu til hliðar

Byggðarráð Húnaþings vestra lagði fram bókun á fundi sínum í gær þar sem stjórnvöld eru eindregið hvött til þess að leggja til hliðar fyrirliggjandi áform um lagasetningu vegna stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Bendir byggðarráð á að fjölmörg sveitarfélög hafa gert verulegar athugasemdir við eða hafnað alfarið framkomnum tillögum nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, sem kynntar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Bogfimisamband Íslands stofnað

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. desember sl. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins.
Meira

Ársfundur Norðurstrandarleiðar

Ársfundur Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way var haldinn á Dalvík í síðustu viku. Á fundinum kynntu verkefnastjórarnir Christiane Stadler og Katrín Harðardóttir verkefnið og það starf sem unnið hefur verið á undanförnum misserum ásamt því að segja frá því sem framundan er.
Meira

Kvöldopnun í Aðalgötunni nk. föstudag

Eins og bæjarbúar hafa kannski tekið eftir hafa fyrirtækin í Aðalgötunni á Sauðárkróki verið í samstarfi undanfarin misseri um að hafa aukaopnanir af og til og þá einkum á kvöldin. Hefur þá verið reynt að hafa líf og fjör í gamla bænum og/eða kósý stemningu til að hvetja bæjarbúa til að rölta um bæinn sinn, hittast og spjalla í rólegheitum og njóta samvista með náunganum. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á þessum samvinnuvettvangi sem sumar eru komnar í framkvæmd á meðan aðrar eru í vinnslu og/eða enn á hugmyndastigi.
Meira

Fæðingaorlof í 12 mánuði

Á dögunum mælti félags- og barnamálaráðherra fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof þar sem lagðar eru til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði og er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem foreldrar eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks lengist um þrjá mánuði.
Meira

Jólahátíð Tónadans í dag

Jólahátíð Tónadans verður haldin mánudaginn 2.desember kl. 17:00 í Miðgarði. Þar koma fram nemendur Tónadans sem stundað hafa nám á haustönn. Sérstakir gestir eru strengjanemendur frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Meira

Skíðavertíðin að hefast

Nú fer að styttast í skíða- og brettatímabilið hjá skíðadeild Tindastóls en í tilkynningu segir að stefnt sé á að yngri kynslóðin hittist á skíðasvæðinu 14. desember klukkan 14:00 Heitt kakó og piparkökur verður í boði og vonandi nógur snjór í fjallinu til að geta, alla vega, rennt sér nokkrar ferðir á snjóþotu, eða sem betra væri, að komast á skíði.
Meira

Desemberuppbót atvinnuleitenda 2019

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 83.916 krónur. Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka desemberuppbót fyrir hvert barn yngra en 18 ára.
Meira