Fréttir

Nacho Falcón verður í fremstu víglínu hjá Stólunum

Argentíski Ítalinn Juan Ignacio Falcón, eða í stuttu máli Nacho Falcón, hefur skrifað undir samning við 4. deildar lið Tindastóls.Hann kemur í stað Jordán Basilo Meca (Basi) sem var í markahróksformi með Stólunum í sumar eða allt þar til hann meiddist og var það sameiginleg ákvörðun hans og Tindastóls að hann héldi heim.
Meira

Frá Tónlistarskóla Skagafjarðar

Lokatónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar voru haldnir Í Frímúrarasalnum 20. maí kl.16. Þar komu fram nemendur með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þá voru tveir kennarar kvaddir vegna starfsloka, þeir Rögnvaldur Valbergsson, eftir 43 ár í kennslu, og Thomas R. Higgersson, eftir 30 ár við kennslu.
Meira

Jafntefli í hörkuleik í Kórnum

Það var stórleikur í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi þegar liðin í öðru og þriðja sæti Lengjudeildar kvenna mættust í hörkuleik og skiptu stigunum á milli sín. Eins og leikir Stólastúlkna að undanförnu var þessi ekki frábrugðinn að því leyti að leikur liðsins var kaflaskiptur – fyrri hálfleikur slakur en síðari hálfleikur mun betri. Jafnteflið þýðir að stað þriggja efstu liða er óbreitt en nú geta liðin í fjórða og fimmta sæti blandað sér enn frekar í toppbaráttuna nái þau hagstæðum úrslitum. Lokatölur í Kórnum voru 1-1.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við nýjan þjálfara

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við hinn króatíska Vladimir Anzulovic um að taka við þjálfun meistaraflokks karla auk þess sem hann mun koma að þjálfun unglingaflokks og stjórna Körfuboltakademíu FNV.
Meira

Við bjóðum þér til Sturluhátíðar 13. ágúst

„Hugmyndin er að þessi hátíð verði upphafið að þróunarverkefni sem beinist að því að sett verði upp Sturlusetur sem dragi að sér fólk í framtíðinni”. Þannig komst Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra að orði þegar hann lýsti hugmyndum um Sturluhátíð í Dalabyggð til að minnast þess að 800 ár voru þá liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar, skálds og sagnaritara á Staðarhóli í Dölum.
Meira

Nískasta karfan á Króknum

Á Facebook kennir töluvert margra grasa og þar dúkkar annað slagið upp eitt og annað spaugilegt. Í dag mátti sjá hjá Króksaranum Einari Gísla mynd sem Íris Ísaksdóttir, sonardóttir hans, hafði tekið af körfu í Túnahverfinu á Króknum sem er ólík flestum öðrum. Karfan er nefnilega í nískari kantinum því hún neitar að skila boltanum aftur.
Meira

Melissa Garcia og Rakel Sjöfn til liðs við Stólastúlkur

Á Tindastóll.is segir frá því að nýr bandarískur leikmaður, Melissa Alison Garcia, sé gengin í raðir kvennaliðs Tindastóls í Lengjudeildinni en Melissa er einnig með ríkisborgararétt í Lúxemborg.Hún er fædd árið 1991 og er kunnug næst efstu deild á Íslandi en árið 2020 spilaði hún með Haukum en eftir að hafa spilað einungis fjóra leiki með Hafnfirðingum sleit hún krossbönd og kom ekki meira við sögu.
Meira

Hornsílaráðstefna við Háskólann á Hólum

Nú stendur yfir alþjóðleg hornsílaráðstefna við Háskólann á Hólum. Ráðstefnan hófst 23. júlí og stendur til 29. júlí. Hornsíli er um margt merkilegur fiskur. Hann á uppruna sinn í sjó, en hefur endurtekið numið land í fersku vatni og hefur þar þróað mikinn fjölbreytileika, jafnvel þannig að nýjar tegundir hafi myndast. Hornsílið hefur fjölbreytt atferli, sérstaklega um hrygnimgartímann. Rannsóknir á atferli hornsíla lögðu einn grunninn undir atferlisfræði nútímans og fékk Tinbergen nóbelsverðlaun fyrir þær.
Meira

Aðsent - Valdleysi þolenda gagnvart samfélagi og kerfum sem eru gegnsýrð af þöggun og gerendameðvirkni.

Hér ætla ég að taka aðeins 3 dæmi af ótalmörgum “meintum” kynferðisbrotum úr skagfirskum samtíma. Athugið að dæmin eru mjög einfaldaðar frásagnir af raunverulegri reynslu þolenda og aðeins til þess ætlaðar að gefa almenningi hugmynd um hvernig þessi mál koma þolendum og aktívistum fyrir sjónir.
Meira

Emese Vida til liðs við leikmannahóp Stólastúlkna í körfunni

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við hina serbnesk-ungversku Emese Vida um að leika með kvennaliðinu næstkomandi vetur. Vida er 29 ára og kemur með dýrmæta reynslu í ungt og efnilegt Tindastólsliðið. Hún er líka 1,90m á hæð og kemur því inn í lið Tindastóls með sjaldséða sentimetra.
Meira