Valskonur lagðar í parket í háspennuleik
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
08.01.2026
kl. 09.25
Valskonur heimsóttu Síkið í gærkvöldi og öttu kappi við lið Tindastóls í Bónus deildinni. Fyrir leikinn höfðu gestirnir unnið átta leiki og sátu í fjórða sæti deildarinnar á meðan lið Tindastóls var með fjóra sigurleiki og var í áttunda sæti. Stólastúlkur hafa náð vopnum sínum í síðustu leikjum og þá sérstaklega í Síkinu og í gærkvöldi buðu liðin upp á jafnan og spennandi leik og fjögur síðustu stig leiksins gerði heimaliðið af vítalínunni. Það var akkúrat það sem þurfti og lokatölur 81-79 fyrir Tindastól.
Meira
