Fréttir

Að vera Norðlendingur - Áskorandinn Jón Þorvaldur Heiðarsson

Hvað er það að vera Norðlendingur? Ég er fæddur og uppalinn í Húnavatnssýslu og bý nú í Eyjafirði. Ég dvaldist einn vetur í Skagafirði og einn vetur í Þingeyjarsýslu. Ég er Norðlendingur. Norðurland var áður stærsti landsfjórðungurinn, með flesta íbúana er mér sagt. Þar lágu jafnframt völdin á Íslandi á tímabili, að einhverju leyti má segja að Íslandi hafi verið stjórnað frá Norðurlandi, a.m.k. stjórnuðu Norðlendinga sér sjálfir.
Meira

Nýtt Skagafjarðarkort komið í dreifingu

Nú í vikunni kom nýtt Skagafjarðarkort Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Sveitarfélagsins Skagafjarðar úr prentun. Kemur kortið í stað Skagafjarðarbæklingsins sem gefinn hefur verið út árlega síðustu árin sem og afrifukortanna þar sem var kort af Skagafirði og götukort þéttbýlisstaðanna í sveitarfélaginu. Nýja kortið verður aðgengilegt í öllum helstu upplýsingamiðstöðvum landsins sem og hjá ferðaþjónustuaðilum í Skagafirði.
Meira

Tækniæfingar Tindastóls og Feykis

Þar sem engar hefðbundnar fótboltaæfingar eru í gangi þessa dagana hefur knattspyrnudeild Tindastóls ákveðið að hvetja unga iðkendur til að vera duglega að gera æfingar heimafyrir og meðfram því efnt til skemmtilegrar keppni til að hvetja krakkana til enn meiri dáða.
Meira

Á Facebook með Tónadansi

Eins og svo margir aðrir hefur starfsemi Tónadans raskast af völdum kórónufaraldursins og þar hefur ekki verið hefðbundin kennsla undanfarnar vikur. Til þess að vega upp á móti því hafa kennarar skólans haldið úti virkri Facebook-síðu þar sem nemendum er haldið við efnið.
Meira

Sælkeraýsa og súkkulaðikökur á eftir

Matgæðingar vikunnar í 13. tbl. Feykis árið 2018 voru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, yfirþroskaþjálfi í Árskóla, og Þorgeir Gunnarsson, sölumaður í lagnadeild KS verslunarinnar Eyri. Þau gáfu lesendum girnilegar uppskriftir og sögðu að Þorgeir hefði gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og sæi gjarnan um að matbúa meðan Sigríður Margrét sæi frekar um eftirréttina, sem henni þykja ómissandi. Sælkeraýsuna fann Þorgeir í litlu riti frá kvenfélagi á Álftanesi og er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Meira

Svipa eða pískur - Kristinn Hugason skrifar

Í þessari grein ætla ég að bæta ögn við þann sveig sem ég tók í síðustu grein hvað varðar umfjöllun mína um sögu og þróun hestamennsku og keppni á hestum hér á landi og víkja nú ögn að reiðbúnaði. Í hinni stórfróðlegu bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Reiðtygi á Íslandi um aldaraðir, sem út kom hjá Máli og mynd árið 2002 og ég vitnaði til í síðustu grein, er reiðbúnaði gerð einkar fróðleg skil og verður m.a. stuðst við hana í þessari umfjöllun.
Meira

Betri fréttir fyrir íbúa í Húnaþingi vestra

Almannavarnir á Norðurlandi vestra sendu frá sér tilkynningu nú fyrr í kvöld þar sem líst var yfir að úrvinnslusóttkví sem sett var á í Húnaþingi vestra áum síðustu helgi sé felld úr gildi frá og með miðnætti. Samkomubann er engu að síður í gildi líkt og annars staðar á landinu.
Meira

Tíu ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi

Í dag eru liðin 10 ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi. Sundlaugin var gjöf frá Lilju Pálmadóttur á Hofi og Steinunni Jónsdóttur á Bæ. Óhætt er að fullyrða að sundlaugin hafi slegið í gegn og fáir staðir fjölsóttari í Skagafirði, enda hönnunin mögnuð og útsýnið ómótstæðilegt.
Meira

Við lok annarrar vinnuviku í samkomubanni

Þrátt fyrir miklar raskanir á daglegu lífi flestra íbúa Skagafjarðar í kjölfar samkomubanns, sem nú hefur staðið yfir í 12 daga, þá gengur starfsemi flestra stofnana og fyrirtækja nokkuð vel fyrir sig hér á svæðinu. Frá upphafi þjónustuskerðingarinnar sem hlaust af samkomubanni hefur verið leitast við að gera unga fólkinu okkar eins auðvelt og kostur er að stunda nám og eiga í sem eðlilegustum samskiptum við kennara, aðra starfsmenn og vini, með þeim skorðum sem settar eru af hálfu sóttvarnaryfirvalda. Allir leggja sig fram um að vinna eins vel og unnt er úr þessum aðstæðum og það er til mikillar fyrirmyndar hversu vel það hefur gengið...
Meira

Breytingar á innheimtu gjalda hjá Svf. Skagafirði vegna Covid-19 faraldurs

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærmorgun var samþykkt tillaga byggðarráðs þess efnis að vegna þeirra raskana sem orðið hafa á þjónustu stofnana sveitarfélagsins vegna COVID-19 veirunnar muni greiðsluhlutdeild einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega er nýtt í þjónustu stofnana sveitarfélagsins.
Meira