Fréttir

Tindastólsmönnum kippt niður á jörðina í Tékklandi

Tindastólsmenn voru keyrðir niður í jörðina í gær þegar þeir heimsóttu Opava í Tékklandi en í bænum búa um 55 þúsund manns. Leikið var í Opava-höllinni og voru heimamenn yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu og unnu sterkan sigur, 95-68.
Meira

Snjóþekja og hálka á vegum í austanverðum Skagafirði

Það er komin vetrartíð. Það reyndar er yfir litlu að kvarta hvað varðar færðin hér á Norðurlandi vestra nema þá helst austan megin í Skagafirði. Við Tröllaskagann hefur verið nokkur úrkoma og éljagangur. Samkvæmt umferðarsíðu Vegagerðarinnar er verið að skafa vegi allt frá Hegranesi og norður í Fljót. Á öðrum vegum austan Hegraness eru ýmist hálkublettir eða hálka og því vissara að fara að öllu með gát.
Meira

Er allt að sjóða upp úr? | Leiðari 39. tölublaðs Feykis

Sumarið hefur verið óvanalega langt í ár. Það byrjaði með einstakri hitabylgju í maí og enn höfum við ekki fengið alvöru hausthret. Sennilega eru flestir ánægðir með þetta nema mögulega þeir sem vinna við dekkjaskipti – ekki mikið að gera þar væntanlega. En það styttist í veturinn og þá fer allt á suðupunkt í dekkjabransanum.
Meira

Hyggjast bjóða upp á notalega og einstaka upplifun

Í síðustu viku sagði Feykir frá því að fyrirtækið Aurora Igloo stæði í stórræðum í Húnaþingi vestra. „Við höfum hug á að reisa 15 kúluhús í brekkunni fyrir neðan félagsheimilið með glæsilegu útsýni yfir Víðidalinn. Húsin eru gegnsæ til að hámarka upplifun gesta,“ segja þeir félagar Andri Steinn Guðmundsson og Árni Freyr Magnússon hjá Aurora Igloo þegar Feykir spurði út í framkvæmdina og þjónustuna. Þeir taka þó fram að gestir geta dregið fyrir allan hringinn með gluggatjöldum þegar óskað er eftir næði.
Meira

Kristín Halla ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar

Kristín Halla Bergsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Meira

Skagstrendingar mótmæla öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar mótmæli öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi og hvetur ráðamenn til þess að virða hagsmuni íbúa og sjálfsákvörðunarrétt í eigin málefnum. Erfitt er að sjá fyrir sér að hægt sé að svipta hluta íbúa landsins kosningarétti á grundvelli íbúafjölda.
Meira

Evrópuleikdagur í dag!

Í dag mánudag kl. 16.00 fer fram leikur Tindastóls og BK Opava í ENBL deildinni í Opava Tékklandi. Hópurinn lenti í Tékklandi eftir miðnætti í gærkvöldi. Liðið á svo flug heim aftur snemma í fyrramálið og leik við Njarðvík nk. fimmtudag, klukkan 19:15 og svo þarf að halda á Egilsstaði og spila bikarleik við Hött nk. mánudag.
Meira

Rabb-a-babb 241: Atli Gunnar

Blaðamaður fékk hinn stórskemmtilega mág sinn, Atla Gunnar Arnórsson, í Rabb við sig. Einhverjir vita hver þessi geðþekki maður er en í fjölskyldunni er hann kallaður verkfræðingurinn í eldhúsinu, því vissulega er hann verkfræðingur sem vinnur hjá Stoð ehf. en einnig úrvalskokkur. Svo gegnir hann líka því merkilega hlutverki að vera formaður Karlakórsins Heimis.
Meira

„Heppin að erfa það frá mömmu að vera handfljót“

Örverpið frá Keldudal í Skagafirði þarf nú varla að kynna fyrir lesendum Feykis. Við kynnum hana nú samt, hún heitir Álfhildur Leifsdóttir og á börnin Halldóru, Sindra og Hreindísi Kötlu og að auki hund og ketti svona til að næra áfram sveitastelpuna sem var svo heppin að rata aftur heim í Skagafjörðinn eftir nám í borginni og býr nú á Sauðárkróki. Álfhildur starfar sem kennari við Árskóla og hefur fengið að prófa sig áfram þar með bæði tækni í kennslu og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Í framhaldi af því hefur hún fengið að endurmennta aðra kennara bæði víða um land og erlendis sem hún segir virkilega skemmtilegt. Álfhildur situr einnig í sveitarstjórn og byggðarráði Skagafjarðar ásamt nokkrum öðrum nefndum. En á milli þessara verkefna, sem hún segist svo lánsöm að fá að sinna, grípur hún gjarnan í prjónana og það er prjónakonan Álfhildur sem Feykir hafði samband við og forvitnaðist um hvað hún væri með á prjónunum.
Meira

Gönguferð í garðinum II

Tindastólsmenn skelltu sér í Skógarselið í Breiðholti í gær þar sem Njarðvíkurbanarnir í ÍR biðu þeirra. Það er stutt á milli leikja hjá Stólunum sem þurfa að ströggla við að djöggla á tveimur vígstöðvum; í Bónus deildinni og Evrópudeildinni. Ekki virtist það vera að trufla okkar menn sem voru eins og nýopnuð ísköld Pepsi Max-dós, sprúðlandi fjögurgir og fullir af ómótstæðilegu gosi og ferskleika. Lokatölur voru 67-113 og næst skjótast strákarnir til Tékklands.
Meira