Fréttir

ON fær lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks

Það er heldur farið að rofa til í hleðslustöðvamálum á Sauðárkróki en lengi vel var aðeins ein rafmagnsdæla við N1 á Sauðárkróki.Í vor bættist við orkustöð á lóð Kaupfélags Skagfirðinga við Ártorg og nú í byrjun mánaðar samþykkti byggðarráð Skagafjarðarað stofna lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og úthluta henni til Orku náttúrunnar ehf. sem hafði með bréfi óskað eftir samvinnu við sveitarfélagið um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla.
Meira

Fyrri umferð í 2. og 3. deild lokið

Fyrri umferð Íslandsmótanna í 2. og 3. deild karlafótboltans kláraðist nú um helgina. Lið Tindastól krækti í stig í Kópavogi en lið Kormáks/Hvatar svekkir sig eflaust á því að hafa tapað á heimavelli fyrir einu af botnliðum 2. deildar. Bæði lið hefðu efalaust viljað krækja í fleiri stig í fyrri umferðinni en það er nú eins og það er.
Meira

Alinn upp við klassíska kórtónlist og íslensk dægurlög | EYÞÓR FANNAR

Það er heilmikið kórastarf á Norðurlandi vestra en fyrir einhverja undarlega tilviljun hafa mál þróast þannig í þessum þætti að fáir kórdrengir eða -stúlkur hafa lent í því brasi að svara Tón-lystinni. Eyþór Fannar Sveinsson á Ægistígnum á Sauðárkróki, fæddur 1987, smíðakennari við FNV og annar tenór í Karlakórnum Heimi lét þó tilleiðast eftir að hafa verið fullvissaður um að raddbönd væru nægilega fínt hljóðfæri til að hann væri gjaldgengur svarari þáttarins.
Meira

Rabb-a-babb 236: Sandra Hilmars

Að þessu sinni er það Sandra Hilmarsdóttir, '90 módel, sem svarar Rabbinu í Feyki. Sandra býr á Sauðárkróki og er gift Birki Fannari Gunnlaugssyni og saman eiga þau drengina Hauk Frey 13 ára og Kára Þór 7 ára. Hún er dóttir Hilmars Aadnegard og Höllu Guðleifs. „Ég ólst upp á Króknum og skrapp svo suður á bóginn í nám en var fljót að koma mér heim aftur eftir að því lauk,“ segir Sandra en hún starfar sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun og kennir spinning í 550.
Meira

Ekki mikið svekkelsi í Sviss

„Komiði sæl og blessuð. Hér í Sviss er ekki hægt að greina eins djúpstæð vonbrigði hjá stuðningsmönnum og á netmiðlum íslenskum, þó eitthvert svekkelsi hafi verið að finna eftir leikinn í gærkvöldi,“ sagði Palli Friðriks þegar Feykir náði á honum nú í morgun í Sviss. Það var stór dagur framundan hjá Palla, búðarrölt með kvenþjóðinni en rétt að spyrja hann hvernig stuðningsmenn tækluðu dapurt gengi kvennalandsliðsins..
Meira

Karl Ágúst ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Stólunum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að byggja upp fyrir næsta keppnistímabil. Nú hefur bæst við nýr maður í þjálfarateymið. Sá heitir Karl Ágúst Hannibalsson og mun verða aðstoðarþjálfari auk þess mun hann taka að sér styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna, sjá um þjálfun iðkenda í Varmahlíð og vera yfirþjálfari yngri flokka Tindastól
Meira

FH-ingar bikarmeistarar utanhúss 2025

Bikarkeppni FRÍ fór fram í blíðskaparveðri á Sauðárkróki um helgina og var nóg um að vera á vellinum. Í lok seinni dags voru það FH-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 164 stig og eru þau því bikarmeistarar utanhúss 2025.
Meira

Vorrúllur og Mango Sticky Rice | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 10 voru þau Malen Áskelsdóttir og Bjarki Bernardsson. Malen er dóttir Völu Báru og Áskels Heiðars í Brekkutúninu á Króknum. Bjarki er alinn upp á Akureyri og er hálfur Hollendingur. Malen og Bjarki kynntust sem unglingar í Borgarfirði eystri en þau eiga bæði tengingu við það svæði og hafa búið þar mörg sumur.
Meira

„Stemningin rabarbarasta alveg stórkostleg“

Rabarbarahátíðin í Gamla bænum á Blönduósi fór fram síðasta laugardaginn í júní. Einn af aðstandendum hátíðarinnar, Iðunn Vignisdóttir, kynnti lesendur Feykis fyrir hátíðinni og það var því upplagt að spyrja hana hvernig til hefði tekist. „Alveg svakalega vel. Við höfum enga hugmynd um hversu margir komu en samfélagið tók fallegan og góðan þátt,“ sagði Iðunn.
Meira

Byggréttur og einföld ostakaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 9 var Helga Jóhanna Stefánsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Öldustígnum, úr þeim góða árgangi 1969. Helga býr í 101 Reykjavík, á einn upp kominn son og starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í Landakotsskóla.
Meira