Fréttir

Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn

17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Meira

Styrkir til æskulýðsstarfs vegna COVID-19

Félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta nú sótt um styrki til átaksverkefna í æskulýðsstarfi eða vegna tekjutaps félaga vegna COVID-19. Umsóknafrestur vegna þessa er til og með 24. júní nk. Heildarframlag til þessa verkefnis nemur alls 50 milljónum kr. og er það liður í tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.
Meira

Úrslit í samkeppni um listskreytingu í hús Byggðastofnunar

Nýverið var tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar í samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Samkeppnin, sem var framkvæmdasamkeppni, var haldin í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Umsjón með samkeppninni fyrir hönd Byggðastofnunar hafði Framkvæmdasýsla ríkisins. Var þremur myndlistarmönnum boðin þátttaka og skiluðu allir inn tillögu.
Meira

Guðlaugur Skúlason nýr formaður aðalstjórnar Tindastóls

Þann 11. júní síðastliðinn var haldinn framhaldsaðalfundur aðalstjórnar Tindastóls þar sem eina málið á dagskrá var kosning nýrrar stjórnar. Kosið var um formann og gjaldkera.
Meira

Sólstöðumót GSS

Sólstöðumót GSS fór fram laugardagskvöldið 20. júní í fínu veðri. Mótið hófst kl 21 og spilaðar voru níu holur. Veður var gott og skorið sömuleiðis. Þátttaka var frábær, 30 manns. Margrét Helga Hallsdóttir fór með sigur af hólmi og fékk sérsniðinn bikar.
Meira

Félagsmiðstöð á Hvammstanga í sumar fyrir íbúa 60 ára og eldri

Í sumar verður boðið upp á félagsmiðstöð fyrir íbúa 60 ára og eldri í Húnaþingi vestra. Staðsetning verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga, neðri hæð, þar sem dreifnámið er. „Fyrirhugað er að hafa opið 1-2 í viku og bjóða upp á kaffi, spjall, ráðgjöf, örnámskeið eða gönguhóp. Við viljum bjóða upp á námskeið sem snúa að hreyfingu, andlega líðan og handavinnu,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.
Meira

Skellur í Eyjum og Stólarnir mjólkurlausir út árið

Þriðja umferðin í Mjólkurbikar karla hófst í kvöld með leik ÍBV og Tindastóls í Eyjum. Eylingar voru talsvert sterkari í leiknum, enda eitt besta lið Lengjudeildarinnar, en það var þó sérstakega síðasti hálftími leiksins sem reyndist 3. deildar liði Stólanna erfiður og flóðgáttir opnuðust. Frammistaða gestanna var með ágætum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu þó 1-0 að honum loknum. Þeir bættu við sex mörkum í þeim síðari og lokatölur því 7-0.
Meira

Auglýst eftir styrkumsóknum í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir umsóknum um styrki úr Húnasjóði en en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920.
Meira

Nýtt umhverfismat fyrir Blöndulínu 3

Landsnet hefur sent Skipulagsstofnunar til ákvörðunar tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Blöndulínu 3, háspennulinu frá Blönduvirkjun til Akureyrar sem liggur um 5 sveitarfélög; Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyri.
Meira

Jafntefli hjá norðanliðunum um helgina

Keppni hófst í 3. og 4. deild karla í knattspyrnu nú á dögunum. Tindastólsmenn áttu heimaleik gegn Austlendingum í sameiniðu liði Hugins/Hattar en lið Kormáks/Hvatar fór eitthvað suður á undirlendið og spilaði við Knattspyrnufélag Rangæinga á SS vellinum. Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjunum.
Meira