Svínvetningabraut aftast á merinni í tengivegaáætlun
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
11.12.2025
kl. 14.51
Innviðaráðuneytið hefur svarað erindi Húnabyggðar um stærstu samgönguverkefni Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu en þau eru Vatnsdalsvegur, Skagavegur og Svínvetningabraut. Í frétt í Húnahorninu segir að samkvæmt ráðuneytinu sé Svínvetningabraut öftust í röðinni í tengivegaáætlun Vegagerðarinnar á norðursvæði. Á undan í röðinni eru Svarfaðardalsvegur, Sæmundarhlíðar, Hegranesvegur og Víðidalsvegur. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Svínvetningabraut muni hefjast innan 4-5 ára.
Meira
