Fréttir

FNV áfram sem stigahæsta tapliðið í Gettu betur

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að lið FNV hefði fallið úr leik í Gettu betur spurningaleiknum góða en þá hafði liðið tapað viðureign sinni við Tækniskólann. Það sem Feykir ekki vissi var að eitt lið sem tapaði sinni viðureign í fyrstu umferð færi áfram í aðra umferð. Lið FNV fékk flest stig þeirra skóla sem töpuðu og því ánægjulegt að geta leiðrétt að FNV er ekki úr leik og mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í annarri umferð.
Meira

440 milljón króna nýframkvæmdir við Skagafjarðarhafnir

Skagafjarðarhafnir gera ráð fyrir 440 milljón króna nýframkvæmdum árin 2021-2031 samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar svf. Skagafjarðar. Þar af verður 350 m.kr. varið í nýja viðlegukanta, 50 m.kr. í rafbúnað vegna orkuskipta, 20 m.kr. í flotbryggjur og 20 m.kr. í hafnarbakka/uppland og landfyllingar.
Meira

Helgi Seljan nýr rannsóknarritstjóri Stundarinnar

Fréttamaðurinn og rannsóknarblaðamaðurinn Helgi Seljan hefur gengið til liðs við Stundina. Helgi hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín hérlendis og erlendis, meðal annars þrenn blaðamannaverðlaun Íslands og 9 tilnefningar til sömu verðlauna. Helgi hefur oftast allra, eða fjórum sinnum, verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Meira

Áfram í sókn

Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Um er að ræða einkar vel heppnaða aðgerð þar sem landshlutasamtök sveitarfélaga stofna með sér samráðsvettvang og stilla upp áætlun sem setur fram sýn og markmið sem draga fram sérstöðu svæðanna. Þannig er stutt við ákvarðanir um úthlutun fjármagns og verkefni sem unnin eru undir merkjum sóknaráætlana.
Meira

49 manns í einangrun á Norðurlandi vestra og 88 í sóttkví

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú í morgun segir að 16 ný smit í umdæminu hafi greinst í gær og þar af sex utan sóttkvíar. Alls eru 49 manns í einangrun á Norðurlandi vestra og 88 í sóttkví. „Þetta er verkefni okkar allra, munum sóttvarnirnar,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á riðuveiki, segir í grein Eyþórs Einarssonar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. RML hefur auk Keldna, Karólínu í Hvammshlíð og hópi áhugasamra erlendra vísindamanna, komið að verkefnum sem m.a. miða að því að leita í stofninum að verndandi arfgerðum. Öll sú vinna miðar að því að hafa fleiri verkfæri í baráttunni við riðuveiki með það að markmiði að útrýma henni.
Meira

Auglýst eftir presti í Þingeyraklaustursprestakall

Húnahornið segir af því að biskup Íslands hafi auglýst eftir sóknarpresti í Þingeyraklaustursprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi en það samanstendur af fimm sóknum; Auðkúlusókn, Blönduóssókn, Svínavatnssókn, Undirfellssókn og Þingeyrasókn. Undanfarið hefur Sr. Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur á Skagaströnd, sinnt þessu starfi í afleysingum.
Meira

Boðað til fundar um mótun samstarfs um Textílklasa

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi vinnur nú að mótun Textílklasa í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Með klasasamstarfinu verður skapað vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Í frétt á vef SSNV kemur fram að góðu klasasamstarfi fylgi ákveðinn kraftur sem hraðar ferlum og þróun sem annars tæki lengri tíma að ná fram. Verkefnið er styrkt af Lóu – nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð til morguns í það minnsta

Leiðinda vetrarveður gengur nú yfir landið með hvassviðri og ofankomu. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að Öxnadalsheiðin er ófær, heiðin hefur verið lokuð vegna óveðurs frá því um hádegi og verður ekki opnuð aftur í dag. Áætlað er að staðan verði tekin næst kl. 8 í fyrramálið (fimmtudagsmorgun). Flestir aðrir vegir á Norðurlandi eru færir en víðast hvar er snjóþekja, hálka eða hálkublettir en aðstæður víða slæmar, éljagangur og skafrenningur, og því vissara að hafa varann á.
Meira

Króksblóti 2022 aflýst

Þá er það ljóst að Króksarar fá ekki þorrablótið sitt í ár frekar en í fyrra þar sem búið er að aflýsa Króksblóti 2022 vegna samkomutakmarkana.
Meira