Fréttir

Breytingar á þjónustu Svf. Skagafjarðar og messa fellur niður

Í ljósi Covid-19 smita í Skagafirði verða talsverðar breytingingar á starfsemi sveitarfélagsins frá og með morgundeginum, sunnudeginum 9. maí. Þá fellur niður guðsþjónusta í Sauðárkrókskirkju sem átti að vera kl. 11 sama dag og einnig hefur aðalsafnaðarfundi kirkjunnar, sem vera átti á morgun, verið frestað um óákveðinn tíma.
Meira

Skagfirska sveiflan ruddi brautina

Það vakti athygli á dögunum þegar það fréttist að íslensk hljómsveit hefði tekið sig til og ákveðið að styrkja Aftureldingu í Mosfellsbæ með því að setja nafnið sitt, Kaleo, framan á búninga klúbbsins. Einhverjir töldu að um tímamót væri að ræða. Skömmu síðar fréttist svo að Ed Sheeran hefði gert svipaðan díl við sitt heimafélag, Ipswich Town, en kannski fyrir fleiri krónur. Þetta þóttu auðvitað gömul tíðindi í Skagafirði.
Meira

Yfir 150 skimaðir í dag - Á frívaktinni fellur niður í kvöld

Ljóst er að Covid smitið á Sauðárkróki hefur víða áhrif þar sem fjöldi fólks er komið í sóttkví og mikið að gera í sýnatökum á heilsugæslunni í morgun. Búast má við einhverjum röskunum í fyrirtækjum og stofnunum í bænum á meðan smitrakningu og sóttkví starfsfólks stendur.
Meira

Fjórir smitaðir af Covid í Skagafirði og 72 komnir í sóttkví

Fjórir eru smitaðir af kórónuveirunni og 72 í sóttkví í Skagafirði samkvæmt upplýsingum Almannavarna á Norðurlandi vestra en unnið er að smitrakningu og er af þeim sökum töluverður fjöldi kominn í úrvinnslusóttkví. „Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ er haft eftir Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar í frétt á Vísi.is. Sýnatökur og smitrakning er í fullum gangi.
Meira

Skotfélagið Ósmann 30 ára

Skotfélagi Ósmann fagnar í dag 8. maí 30 ára afmæli sínu. Félagið hefur haldið upp á stórafmæli með einhverjum viðburði fram að þessu, en hefur ákveðið að taka hægt og hljótt á tímamótunum núna. Stærsti hluti starfseminnar í dag er rekstur skotvallarins og að gera góða aðstöðu betri fyrir alla félagsmenn, því að starfsemin snýst að langmestu leyti um þá.
Meira

Lilja Rafney tekur annað sæti VG í NV-kjördæmi

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna lýsti því yfir á landsfundi hreyfingarinnar í gær að hún ætli að taka sæti á lista í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Lilja Rafney bauð sig fram í oddvitasæti í forvali í apríl en varð að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna Jónssyni, varaþingmanni og sveitarstjórnarmanni VG í Skagafirði.
Meira

Pape Mamadou Faye til liðs við Stólana

Fótbolti.net segir frá því að sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye sé genginn í raðir Tindastóls og muni leika með liðinu í 3. deildinni í sumar. Kappinn verður kominn með leikheimild á morgun og gæti tekið þátt í leik Stólanna gegn KFG á sunnudag.
Meira

Barnaskólasalurinn á Sauðárkróki jafnaður við jörðu

Gamli íþróttasalurinn við fyrrum barnaskólann á Sauðárkróki heyrir nú sögunni til en hann var endanlega rifinn niður í gær. Í hans stað verður reist bygging sem hýsa á sex litlar íbúðir og tengist skólahúsinu sem þegar er byrjað að breyta í íbúðarhúsnæði.
Meira

„Í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist“

Tindastólsmenn spiluðu í Grindavík í kvöld og töpuðu tólfta leiknum sínum í Dominos-deildinni en nú er aðeins ein umferð eftir í Dominos-deildinni. Grindvíkingarnir voru sterkara liðið í leiknum og leiddu nánast allan tímann. „Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist,“ sagði Baldur Þór, þjálfari Tindastóls, í samtali við Vísi að leik loknum. Lokatölur voru 93-83 fyrir heimaliðið.
Meira

Raul og Quico með liði Tindastóls í sumar

Samkvæmt fréttum á Tindastóll.is hefur knattspynudeild Tindastóls,samið við tvo spænska leikmenn um að spila með karlaliðinu í sumar en strákarnir hefja senn leik í 3. deild. Um er að ræða framherjann Raul Sanjuan Jorda og Francisco Vañó Sanjuan sem er sókndjarfur miðjumaður.
Meira