Fréttir

Stelpurnar mæta Fjölni í Síkinu í kvöld

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn fyrsta heimaleik í kvöld kl. 18:00 í 1. deildinni þegar Fjölnisstúlkur mæta í heimsókn. Stelpurnar hafa spilað nokkra æfingaleiki síðustu vikur og gengið vel, unnu alla nema einn, en nú tekur alvaran við.
Meira

Er skynsamlegt að hætta urðun sorps?

Nýlega var sett af stað áskorun á vegum Samskipa og Íslenska Gámafélagsins þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta urðun og er almenningur hvattur til að skrifa undir þá áskorun. Undirliggjandi þessari áskorun er að Íslenska Gámafélagið og Samskip vilja bjóða íslenskri þjóð að þessi félög taki að sér þá endanlegu lausn á úrgangsmálum, sem er að flytja allan óflokkaðan úrgang úr landi til brennslu og raforkuframleiðslu á meginlandi Evrópu.
Meira

Matarmikil frétt af frárennslismálum

Á fréttavef RÚV má lesa skemmtilega skrifaða frétt af frárennslismálum frá sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Af fréttinni mátti ætla að mörg hundruð og jafnvel þúsundir máva væru að flögra í kringum útrásarop sem út úr streymdi þykk kjötsúpa frá sláturhúsinu. Með fréttinni fylgdi síðan ljósmynd af fuglageri, sem tekin var í fyrra.
Meira

Viðbygging við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra vígð

Viðbygging við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á Hvammstanga var vígð síðastliðinn þriðjudag að viðstöddu fjömenni. Með viðbyggingunni hefur aðstaða í Íþróttamiðstöðinni batnað til muna og þjónusta við íbúana hefur aukist verulega. Sagt er frá vígslunni á vef sveitarfélagsins, hunathing.is.
Meira

Veiddu hnúðlax í Djúpadalsá í Blönduhlíð

Þeir voru heldur betur undrandi bræðurnir frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð, Stefán Ármann og Helgi Vagnssynir, er þeir litu fiskinn augum sem þeir veiddu upp úr Dalsánni, skammt frá heimili þeirra um síðustu helgi. Var þar kominn, langt fram í Blönduhlíð, hinn undarlegi fiskur hnúðlax sem tilheyrir ættkvísl Kyrrahafslaxa.
Meira

Keflvíkingar reyndust sterkari í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í 1. umferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Óhætt er að fullyrða að talsverð eftirvænting hafi verið hjá stuðningsmönnum Tindastóls að sjá mikið breytt lið sitt mæta til leiks en því miður var fátt sem gladdi augað að þessu sinni. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og frábær byrjun gestanna í síðari hálfleik reyndist of stór biti fyrir lið Tindastóls sem gerði þó sitt besta til að halda spennu í leiknum. Sigur Keflvíkinga var þó sanngjarn en lokatölur voru 77-86.
Meira

Víðidalstungurétt um helgina

Stóðréttir verða í Víðidalstungurétt nú um helgina. Stóðinu verður smalað á morgun, föstudag og það svo rekið til réttar á laugardag. Dagskráin er í grófum dráttum á þá leið að á föstudag eftir að stóðinu hefur verið smalað verður því hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú kl. 14:30. Áð verður að Kolugili og lagt þaðan af stað með stóðið og það rekið í næturhólf kl. 17:30. Hægt verður að kaupa sér hressingu í skemmunni á Kolugili milli kl. 14:00 og 17:00 og frá kl. 17:00 fæst kjötsúpa í réttarskúr kvenfélagsins Freyju við Víðidalstungurétt.
Meira

Lokatölur í laxveiðinni

Veiði er nú lokið í flestum laxveiðiám landsins og hefur lokatölum verið skilað fyrir allar húnvetnsku árnar. Þær eiga það flestar sammerkt að afli þar er umtalsvert minni en síðustu ár og oft þarf að leita langt aftur í tímann til að finna svo léleg sumur.
Meira

Afmælishátíð Höfðaskóla

Höfðaskóli á Skagaströnd á 80 ára afmæli á þessu ári og verður því fagnað í næstu viku. Þessa dagana standa yfir þemadagar þar sem nemendur og starfsfólk vinnur meðal annars að undirbúningi afmælishátíðar sem haldin verður næstkomandi þriðjudag, þann 8. október.
Meira

Stórhuga framtíðarsýn?

Það verður seint sagt að „endurbæturnar“ á Sundlaug Sauðárkróks, sem staðið hafa yfir um nokkur misseri, einkennist af stórhug eða framtíðarsýn. Endurbætt sundlaug Sauðárkróks eins og hún blasir við íbúum nú, er algerlega úrelt mannvirki, hvort sem litið er til þess út frá sjónarhóli sundíþróttarinnar eða óska almennings. Fjölskyldur með börn sækjast gjarnan eftir grunnum heitum barnalaugum og yfirsýn úr heita pottinum yfir í barnalaugina.
Meira