Jákvæð rekstrarniðurstaða í fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir 2026
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.12.2025
kl. 15.07
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2026, sem og þriggja ára áætlun áranna 2027-2029, var samþykkt á sveitarstjórnarfundi á mánudaginn. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.883 milljónir króna árið 2026, rekstrargjöld 2.423 milljónir og afskriftir rúmar 161 milljón. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð jákvæði um 299 milljónir en að teknu tilliti til þeirra, jákvæð um 124 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað rúmar 362 milljónir en afborganir langtímalána tæpar 274 milljónir.
Meira
