Fréttir

Fæðubótarefni fyrirbyggja ekki sýkingar

Matvælastofnun vekur athygli á því að þessa dagana sé mikið um auglýsingar á vörum sem eigi að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir sýkingar, m.a. af völdum kórónuveirunnar. Vill Matvælastofnun vara fólk við slíkum upplýsingum og bendir á að slíkar staðhæfingar séu rangar og villandi fyrir neytendur, fæðubótarefni séu matvæli og ekki megi eigna þeim þá eiginleika að fyrirbyggja sýkingar eða lækna sjúkdóma. Þetta gildi einnig um matvæli almennt.
Meira

Helgi Sæmundur lætur tímann líða

Halló! Á þessum síðustu og skrítnustu tímum þarf fólk að hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki síst ef fólk er í einagrun, sóttkví eða bíður af sér storminn heima. Þá er nú fínt að leita til sérfræðinga í því að láta tímann líða. Af þessu tilefni bankaði Feykir á vegginn hjá Helga Sæmundi Guðmundssyni, öðrum helmingnum í Úlfur Úlfur, og fékk hann til að mæla með einhverju sem við getum hlustað eða horft á.
Meira

Ágætu viðskiptavinir Skagfirðingabúðar - Heimsendingar á Sauðárkróki

Ákveðið hefur verið að hafa fyrirkomulag við heimsendingar á Sauðárkróki óbreyttar frá því sem verið hefur. Við óskum eftir að viðskiptavinir reyni að panta fyrir eina viku í senn til að gera okkur þetta framkvæmanlegra. Ekki verður gjaldtaka fyrir heimsendingar og fyrirkomulag því eins og verið hefur.
Meira

Átta verkefni á Norðurlandi vestra fá styrk úr Safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Úr aðalúthlutun var úthlutað 111 styrkjum til eins árs til 48 aðila að upphæð 139.543.000 króna. Auk þess voru veittir 13 Öndvegisstyrkir til viðurkenndra safna að upphæð 110.400.000 til þriggja ára.
Meira

Bangsaveiðar í Skagafirði

Fólk hefur fundið ýmislegt skemmtilegt sér til dægrastyttingar í samkomubanninu sem nú er í gildi og hafa foreldrar verið duglegir að tileinka sér hina ýmsu afþreyingu með börnum sínum sem mörg hver eru meira heima en venjulega. Einn af þeim skemmtilegu leikjum sem hafa verið settir í gang eru bangsaveiðar í Skagafirði þar sem reynt er að finna sem flesta bangsa í gluggum héraðsins.
Meira

Covid 19 á Norðurlandri Vestra

Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður heimsfaraldur veirusýkingar, COVID-19, og höfum við Íslendingar ekki verið undanþegnir honum. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 800 sýkst hér á landi, þar af 17 á Norðurlandi vestra. Lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna, sem kallar á að allar stofnanir samfélagsins taki höndum saman til að lágmarka tjón af völdum sjúkdómsins.
Meira

Áskorun helgarinnar

Það er nokkuð ljóst að þetta verður ár áskorana. Í dag er verið að skora á fólk að gera hitt og gera þetta fyrir sjálfan sig en mig langar til að skora á ykkur sem eigið unga krakka að prufa þessa áskorun. Ég og minn maður ætlum allavega að prufa hana á okkar krakka um helgina og ef vel tekst til þá fáið þið að sjá afraksturinn:)
Meira

Ingunn dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST

Ingunn Reynisdóttir dýralæknir í Húnaþingi hefur sagt upp þjónustusamningi við MAST og segir hún á Facebook síðu sinni að ástæðan fyrir uppsögninni hafi verið að hlaðast upp á löngum tíma þar sem hún m.a. hafi allt of stóru svæði að sinna og afleysingar engar. Vegna þessa álags hefur Ingunn ekki fengið sumarfrí í átta ár og þá hefur veturinn reynst henni erfiður þar sem aðstæður hafa skapast sem enginn dýralæknir ætti að þurfa að berjast við einn.
Meira

Aðalfundi Tindastóls frestað

Aðalfundi Tindastóls sem vera átti í kvöld klukkan 20:00 í Húsi frítímans hefur verið frestað þangað til 14 dögum eftir að sóttvarnarlæknir afléttir samkomubanni, hvenær sem það verður, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá aðalstjórn félagsins.
Meira

Róm var orðin nokkurs konar draugaborg

Feykir gerði sér lítið fyrir og setti sig á dögunum í samband við Jennýju Leifsdóttur, leikskólaliða og húsmóður í Vesturbænum. Tilefnið var að hún, eiginmaðurinn og yngsti sonurinn forðuðu sér frá COVID-undirlagðri Ítalíu í síðustu viku en þau höfðu dvalið í Róm frá því á haustmánuðum.
Meira