Fréttir

Selatalningin mikla er á laugardaginn

Hin árlega selatalning á Vatnsnesi og Heggstaðanesi fer fram laugardaginn 30. júlí. Talningin er á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga og er óskað eftir sjálfboðaliðum við talninguna.
Meira

Fyrsta Druslugangan á Sauðárkróki heppnaðist vel

Í gær, laugardaginn 23. júlí, var gengin fyrsta Druslugangan á Sauðárkók fyrir tilstilli Tönju M. Ísfjörð En gamanið byrjaði þó kvöldið áður um klukkan átta þegar hist var á Grand-inn bar, þar sem fram fór svo kalla prepp-kvöld, þar sem gerð voru skilti fyrir gönguna og stemmingin var góð.
Meira

Stúkan klædd og komin á ról

Nú nýlega var nýja stúkubyggingin við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki klædd og er hin snotrasta. Allra ánægðastir eru væntanlega stuðningsmenn sem hafa kvartað undan því að ísköld norðangolan hafi kælt á þeim læri og bossa þar sem hún átti greiðan aðgang undir stúkuna ... já og svo framvegis!
Meira

Lið Kormáks/Hvatar á bullandi siglingu

„Heitasta lið 3. deildar komið í 5. sætið með sigrinum í kvöld. Fullt af fastamönnum frá en aðrir stíga upp. Ósigraðir í síðustu sex leikjum. Gaman!“ segir á aðdáendasíðu Kormáks en þar má fylgjast með helstu fréttum af leikjum Kormáks/Hvatar og ævintýrum þeirra í fótboltanum. Í gærkvöldi spilaði lið Húnvetninga á Hvammstangavelli og sá til þess að Vængir Júpiters náðu ekki að hefja sig til flugs. Lokatölur 2-0.
Meira

Stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið Tindastóls fyrir átökin framundan

Senn lokar leikmannaglugginn í íslenska fótboltanum og ljóst að Tindastóll hefur stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið félagsins fyrir átökin framundan. Feykir hafði samband við Donna Sigurðsson, þjálfara beggja liða, og spurði hann út leikmannamálin og hvort hann hafi verið sáttur við úrslit helgarinnar hjá sínum liðum.
Meira

Sjö mörk skoruð í dag og álagið full mikið fyrir vallarkynninn

Lið Tindastóls tók á móti köppum í Knattspyrnufélagi Ásvöllum úr Hafnarfirði í 4. deildinni í dag í glampandi sól á Sauðárkróksvelli. Yfirburðir heimamanna voru talsverðir en gestunum til hróss má segja að þeir hafi spriklað eins og nýveiddir laxar í síðari hálfleik og tekist að trufla Tindastólsmenn við að draga inn stigin þrjú sem í boði voru. Það dugði þó skammt því Stólarnir unnu 5-2 sigur og sennilega má segja að þeir hafi tryggt sér eitt af tveimur efstu sætunum í B-riðli í leiðinni.
Meira

Kristín virkilega sátt með Húnavökuhelgina

„Hátíðin gekk virkilega vel,“ tjáði Kristín Ingibjörg Lárusdóttir Feyki að aflokinni Húnavöku en Kristín er skipuleggjandi Húnavökunnar og starfar sem menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar. „Ég gerði miklar breytingar á staðsetningum á hátíðarsvæði og breytingin hitti í mark. Allir viðburðir voru mjög vel sóttir og mikið af fólki í bænum. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið fjölmennasta Húnavaka hingað til,“ segir Kristín sem var hin ánægðasta þegar Feykir tók púlsinn á henni.
Meira

Sterkt lið Fylkis náði í stig gegn Stólastúlkum

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi og úr varð spennuleikur eins og jafnan hjá Stólastúlkum í sumar. Liðið kom örlítið laskað til leiks en Aldís María og Hrafnhildur gátu ekki hafið leik. Á meðan að lið heimastúlkna er í toppbaráttunni hafa Árbæingar verið í tómu ströggli í sumar en hafa nú styrkt lið sitt og verið að næla í stig í síðustu umferðum, m.a. jafntefli gegn HK. Það fór svo í gær að liðin skiptust á jafnan hlut, lokatölur 1-1.
Meira

Ég fæ gjarnan innblástur af litum úr náttúrunni

Margrét Aðalsteinsdóttir býr á Sauðárkróki og hef verið þar í bráðum 30 ár en er fædd og uppalin á Akureyri. „Maðurinn minn, Örn Ragnarsson er Króksari og 1993 fluttum við í Skagafjörðinn. Við eigum fjögur uppkomin börn og tvö barnabörn. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa í Árskóla og einnig á heilsugæslunni hér“ segir Margrét.
Meira

Claudia Valetta kemur til Stólastúlkna frá Ástralíu

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Claudiu Valletta um að leika með Tindastóli út tímabilið en hún er Áströlsk en er einnig með vegabréf frá Möltu. Claudia er fædd árið 2003 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mikla reynslu.
Meira