Fréttir

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Veðurstofan hefur smellt á okkur gulri veðurviðvörun mest allan laugardaginn og fram á aðfaranótt sunnudags. Gert er ráð fyrir ört hækkandi hita og því má búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gula viðvörunin gildir fyrir Vestfirði og allt Norðurland.
Meira

Venju samkvæmt er Stólastúlkum spáð falli

Það eru nokkrir fjölmiðlar sem spá fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og jafnan er liði Tindastóls spáð falli, ýmist 9. eða 10. sæti. Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna er liðinu spáð níunda sæti en liði Keflavíkur því neðsta. Íslandsmeisturum Vals er aftur á móti spáð titlinum og Blikum öðru sæti. Grönnum okkar í Þór/KA er síðan spáð þriðja sætinu.
Meira

Við erum ótrúlega rík af fólki | LS Lulla í spjalli

„Litla hryllingsbúðin er skemmtilega fjölbreytt verk með miklum söng og er skemmtileg dramatísk hrollvekja,“ segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir (Lulla), formaður Leikfélags Sauðárkróks, þegar Feykir spyr hana hvað hún geti sagt um Sæluvikustykki LS þetta árið. Æfingar standa nú yfir en frumsýnt verður í Bifröst á Sauðárkróki sunnudaginn í Sæluviku en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Feykis er hér um að ræða 146. sýningu Leikfélags Sauðárkróks frá því það var endurvakið árið 1941.
Meira

Alvarleg vanræksla á nautgripum kærð til lögreglu

Í tilkynningu á vef Mat­væla­stofn­unar er greint frá því að MAST hafi kært til lög­reglu alvar­lega van­rækslu eft­ir að 29 naut­grip­ir fund­ust dauðir í gripa­húsi við eft­ir­lit á lög­býli á Norður­landi vestra. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripi sem voru hýstir í húsinu.
Meira

Nærandi ferðaþjónusta | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar

Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar.
Meira

Liðsheildin skilaði þessum sigri - segir Helgi þjálfari

„Þessi leikur var mjög jafn og spennandi allan tímann, algjör naglbítur tveggja góðra liða sem bæði lögðu allt i að vinna,“ sagði Helgi þjálfari Margeirs þegar Feykir bað hann að lýsa leik Tindastóls og Snæfells í gærkvöldi. „Frábær stemning í húsinu en Snæfell var með flotta stuðningsmannasveit og Síkið vel mannað og stuðningsmannasveitin í essinu sínu,“ en samkvæmt leikskýrslu voru um 300 áhorfendur í húsinu sem gerist ekki á hverjum degi í kvennaboltanum.
Meira

Lið Tindastóls sló út Subway-deildar lið Snæfells

Það var gleði og gaman í Síkinu í kvöld en sennilega þó ekki síður stress og naglanögun fram á síðustu sekúndu framlengingar þegar Tindastóll og Snæfell mættust í fjórða leik einvígis síns um réttinn til að spila um sæti í efstu deild. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en gestirnir náðu góðum kafla snemma í fjórða leikhluta, náðu 13 stiga forystu og virtust ætla að tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi. Lið Tindastóls gafst ekki upp og náði að jafna í blálokin og tryggja sér framlengingu þar sem heimaliðið reyndist sterkara. Lokatölur 82-78 og rjúkandi stemning hjá Stólastúlkum.
Meira

Jordyn Rhodes komin með leikheimild

Tindastóll teflir fram liði í þriðja skipti í efstu deild kvennafótboltans eftir ansi gott tímabil síðastliðið sumar. Besta deildin hefst nú á sunnudag og þá kemur FH í heimsókn á Krókinn. Það vita allir að það er bara ein Murr en hún hefur nú skipt um heimavöll og spilar með Fram í sumar í Lengjudeildinni. Jordyn Rhodes tekur hennar stöðu í fremstu víglínu og eru miklar vonir bundnar við hana.
Meira

Snjódýpt í Fljótum yfir meter að jafnaði

„Tíðarfarið hefur verið nokkuð óvenjulegt frá 21. mars en allar helgar síðan þá hafa skollið á norðan stórhríðir en lítill snjór var annars þennan vetur,“ segir Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum en hann sér einnig um skólaakstur í sveitinni. Halldór bætir við að það sé nokkuð óvenjulegt að fá svona mikinn snjó seint og segir að yfirleitt þegar snjóþungt sé í Fljótum hafi sá snjór verið að safnast allan veturinn, oft frá því í október.
Meira

Máttur menntunar | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Það hefur lengi verið sagt að menntun sé máttarstólpi samfélagsins. Fjöreggið. Skólakerfið okkar á að vera öflugasta jöfnunartækið, þar eiga allir að hafa sömu tækifærin. En er það svo? Við getum vissulega fagnað þeim breytingum að fríar skólamáltíðir verða að veruleika, aðgerð sem jafnar leikinn að einhverju leyti og er breyting til batnaðar fyrir öll.
Meira