Fréttir

Tindastólsstrákarnir tóku stigin á Álftanesi

Lið Tindastóls og Álftaness mættust á Bessastaðavelli í fjórðu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Eftir hálf dapurlegt tap gegn liði KFG á sunnudag þurftu strákarnnir að sýna hvar Davíð keypti ölið og það gerðu þeir. Tóku stigin þrjú sem í boði voru með sér norður eftir 1-2 sigur.
Meira

Kristjana og Svavar Knútur fóru á kostum

Í gærkvöldi fóru fram stórmagnaðir tónleikar í Gránu en þar komu fram þau Kristjana Stefáns og Svavar Knútur og heilluðu viðstadda upp úr skónum. Þau fluttu að mestu lög af nýútkomnum geisladiski sem kallast Faðmlög og er stútfullur af snilld, gömlu í bland við nýtt og gleði og fegurð.
Meira

Hvalur í ósi Héraðsvatna

Svo virtist sem hvalur hefði strandað í gær í ósi Héraðsvatna að vestan. Sást til hvalsins þar sem hann sperrti sporðinn í loft upp og barðist um í sjónum. Var hvalurinn þar dágóða stund en hvarf svo á braut. Hvort hann hafi verið fastur eða bara svona glaður yfir að komast í góða fiskitorfu skal ósagt látið.
Meira

Risa hængur veiddist í Blöndu

Í gær veiddist stærsti fiskur sumarsins í Blöndu. Á FB síðunni Blanda-Svartá kemur fram að það hafi verið breski veiðimaðurinn Nigel Hawkins sem tókst að landa 105 sentímetra löngum hæng á Breiðunni að norðanverðu eftir mikla baráttu. Tók fiskurinn rauða Frances með kón. Áður hafði veiðst 101 sentímetra hrygna í júní og tók hún svartan Frances með kón.
Meira

Góður árangur á Meistaramóti

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára fór fram á Sauðárkróksvelli um síðustu helgi. Um 230 krakkar voru skráðir til leiks frá 17 félögum víðsvegar um landið. Þar af voru 22 ungmenni frá ungmennasamböndunum á Norðvesturlandi.
Meira

Unnið að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum með auknu varaafli

Eftir óveðrið í vetur varð ljóst að bæta þyrfti rekstraröryggi fjarskiptastöðva og tryggja að almenningur geti kallað eftir aðstoð í neyðarnúmerið 112 í vá eins og þá skapaðist. Neyðarlínan fór því að vinna að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum víða um land með auknu varaafli og að fjölga færanlegum vararafstöðvum. Þar af eru 36 fastar vararafstöðvar og verða fimm þeirra í Skagafirði og sex í Húnavatnssýslum en annars staðar eru rafgeymar eða tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar. Tilgangurinn er að tryggja rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í vetur.
Meira

Meira en hundrað gönguleiðir komnar á blað

Hnitsetning gönguleiða var meðal átaksverkefna Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, vegna áhrifa Covid-19. Ráðnir voru tveir starfsnemar til verksins með stuðningi frá Vinnumálastofnun, annar með ráðningarsamband við Akrahrepp og hinn við SSNV.
Meira

Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Listakoti Dóru

Næstkomandi laugardag, þann 11. júlí, verður opnuð sýningin Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Vatnsdalshólum. Sýningin er byggð á þjóðsögunni sem varð til þegar Skíðastaðaskriða féll árið 1545.
Meira

Kjarnafæði og Norðlenska í eina sæng

Eig­end­ur Kjarna­fæðis og Norðlenska hafa kom­ist að sam­komu­lagi um helstu skil­mála varðandi samruna fé­lag­anna. Starfsemi Kjarnafæðis fer að mestu fram á Svalbarðseyri auk þess sem félagið á SAH-Afurðir á Blönduósi, sláturhús og kjötvinnslu, og um þriðjungshlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga. Norðlenska rekur stórgripasláturhús og kjötvinnslu á Akureyri, en slátrun og afurðavinnsla sauðfjár er á Húsavík. Einnig rekur Norðlenska sláturhús á Höfn í Hornafirði og söluskrifstofu í Reykjavík.
Meira

Laxveiði í Blöndu borgið í bili

Í síðustu viku var útlit fyrir að laxveiðin í Blöndu væri í hættu þar sem Blöndulón var óðum að fyllast vegna mikilla hlýinda í veðri síðustu daga á Norðurlandi. Veðurguðirnir sáu hins vegar að sér og kólnað hefur í veðri og vatnsborðið því lækkað um 6 sentimetra. Því mun yfirfallið verða seinna en virtist vera fyrir helgi. Vonast er nú til að júlímánuður sleppi en um leið og lónið fer í yfirfall verður áin óveiðanleg.
Meira