Fréttir

Útlit fyrir að Fljótagöng séu komin í forgang

Fjölmiðlar greina frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hafi sett Fljótagöng í forgang en hann mun í dag kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Í frétt RÚV segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar í dag um nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum.
Meira

Sterkari saman - sameiningin skiptir máli | Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar

Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Undirritaður hefur setið í sveitarstjórn Dalabyggðar frá árinu 2018 og var oddviti til ársins 2024. Fyrir þann tíma var ég varamaður í sveitarstjórn og þekki því ágætlega til reksturs og áskorana sveitarfélagsins síðasta áratuginn.
Meira

Ráðgjafi Krabbameinsfélagsins kemur á Sauðárkrók

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki, fimmtudaginn 4. desember. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Meira

Íslandsmeistarar Hauka mæta í Síkið í kvöld

Það er leikur í Síkinu í kvöld en þá taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Hauka í Bónus-deildinni. Tindastólsliðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og því alveg bráðnauðsynlegt að styðja vel við bakið á stelpunum og fjölmenna í Síkið – ekki til að gleðja sérfræðinga í setti heldur til að styðja liðið okkar.
Meira

Jólabakstur í Höfðaskóla

Nemendur á miðstigi Höfðaskóla á Skagaströnd eru að læra um hinar ýmsu vetrarhefðir þessa lotuna og ætla alla mánudaga fram að jólum að prófa rétti sem tengjast jólahefðum í Kína, Indlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Frá þessu segir á heimasíðu Höfðaskóla en í síðustu viku voru bakaðar Lúsíubollur, eða Lussekatter, sem eru hefðbundnar sænskar jólabollur tengdar Lúsíumessu sem er 13. desember.
Meira

Búið að koma fyrir hraðaþrengingum á Króknum

Á Sauðárkróki stóð sveitarfélagið Skagafjörður í nóvember fyrir því að setja upp þrjár hraðaþrengingar og eru þær staðsettar á Sæmundargötu, Hólavegi og Hólmagrund. Markmiðið með uppsetningunni er að draga úr hraða og bæta öryggi allra vegfarenda, sérstaklega í íbúðarhverfum og við svæði þar sem börn og ungmenni eiga leið um.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls nýtur mikils velvilja

Í Viðskiptablaðinu var í nóvember fjallað um þá styrki sem íþróttafélögin og deildir innan þeirra hafa fengið í sinn hlut frá árinu 2021. Það kemur nú sennilega fáum á óvart að körfuknattleiksdeild Tindastóls fær veglega styrki en árin 2022-2024 hefur ekkert félag átt roð í deildina á þessum vettvangi. Styrkir til félaga hafa hækkað jafnt og þétt síðustu ár en árið 2024 stungu Stólarnir keppinauta sína af – fengu 140 milljónir í styrki en í öðru sæti var körfuknattleiksdeild Hattar sem fékk 50 milljónir í styrki,
Meira

Framkvæmdir við nýtt áhaldahús Skagafjarðar ganga vel

Framkvæmdir við byggingu nýs áhaldahúss Skagafjarðar á Borgarteig 15 á Sauðárkróki eru í fullum gangi þessa dagana. Líkt og Feykir greindi frá í haust þá tók Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, fyrstu skóflustunguna 8. september og var byrjað að steypa grunninn þann 15. september. Í frétt á vef Skagfjarðar segir að allri steypuvinnu hafi verið lokið 15. október og var þá hafist handa við að reisa grind hússins. Þeirri vinnu lauk 20. nóvember.
Meira

„Hópurinn sem er til staðar er flottur“

Á dögunum var Svanberg Óskarsson kynntur til sögunnar sem arftaki Donna þjálfara með kvennalið Tindastóls sem spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. Æfingar eru að sjálfsögðu hafnar og styttist í fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þar sem ungir og lítt reyndir leikmenn fá gjarnan að skína í fjarveru erlendra leikmanna. Svanberg er aðeins 27 ára gamall og að mörgu leyti óþekkt stærð í íslenska þjálfaraheiminum. Feykir plataði hann í stutt viðtal.
Meira

Hilmir Rafn norskur meistari með liði Víkings

Aðdáendasíða Kormáks sperrti stél með stolti í gær og óskaði Hilmi Rafni Mikaelssyni til hamingju með Noregsmeistaratitilinn í knattspyrnu en hann spilar nú með liði Víkings frá Stavangrii sem urðu semsagt meistarar um helgina. Eftir því sem tölfræðingar AK segja þá er Hilmir fyrsti landsmeistarinn úr grasrótarstarfi Húnaþings og full ástæða til að fagna því.
Meira