Rafrænt Sjónhorn kom út í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.04.2025
kl. 13.52
Vegna mikillar eftirspurnar var tekin ákvörðun um að gefa út rafrænt eintak af Sjónhorni fyrir Sjónhornþyrsta fólkið á svæðinu. Þetta blað fer því ekki inn um lúgurnar í pappírsformi - það verður einungis hægt að skoða það á netinu. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að gefa út prentað blað er sú að frídagar í þessari viku gerðu það að verkum að ekki var hægt að setja blaðið upp né dreifa því á tilsettum tíma.
Meira