Fréttir

Skrifstofa Húnabyggðar komin á sinn stað

Skrifstofa Húnabyggðar hefur flutt úr tímabundnu húsnæði í Þjónustumiðstöðinni við Ægisbraut 1 og er nú staðsett á efri hæð Stjórnsýsluhússins við Húnabraut 5 á Blönduósi (gamla bankahúsið).
Meira

Árleg Friðarganga Árskóla á föstudaginn

Föstudaginn 28. nóvember verður hin árlega friðarganga þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá Árskóla. Það er mikilvægt á þessum tímum að staldra við og sýna með samstöðu ósk um frið hjá öllum. Við hvetjum foreldra og aðra bæjarbúa til að taka þátt í þessum táknræna og hátíðlega viðburði með okkur.
Meira

Traustur rekstur og miklar fjárfestingar framundan hjá Skagafirði

Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn miðvikudag kynnti Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029. Var áætluninsíðan samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans (B og D) en fulltrúar minnihlutans (L og V) óskuðu bókað að þau sætu hjá við afgreiðslu málsins.
Meira

Ragnar er nýliði í íslenska landsliðshópnum

Það er landsleikjahlé í karlakörfunni og íslenska landsliðið mætir liði Ítala í undankeppni heimsmeistaramótsins í Tortona á Norður-Ítalíu. Fyrr í dag tilkynnti Craig Pederson landsliðsþjálfari hverjir skipa tólf manna hópinn og þá kom í ljós að tveir Tindastólsmenn eru í hópnum; þeir Arnar Björnsson og Ragnar Ágústsson sem er nýliði í hópnum.
Meira

Þjónustustefna Húnaþings vestra samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 18. nóvember var samþykkt þjónustustefna sveitarfélagsins. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að stefnan er sett á grunni sveitarstjórnarlaga en árið 2021 var lögfest ákvæði í þeim þar sem sveitarstjórn er gert að móta stefnu um þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum.
Meira

Tvö alvarleg umferðarslys urðu á stundarfjórðungi í Húnavatnssýslum

Feykir greindi fyrr í kvöld frá því að þriggja bíla árekstur hefði orðið á Þverárfjallsvegi um kaffileytið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra varð slysið við Blöndubakka á Skagastrandarvegi og var tilkynnt um það kl. 16:06. Aðeins 14 mínútum síðar var tilkynnt um annað alvarlegt bílslys en það varð við Hvammstanga.
Meira

Stjórn SSNV fundaði með innviðaráðherra

Stjórn, ásamt framkvæmdastjóra, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) átti fund með innviðaráðherra og embættismönnum ráðuneytisins sl. föstudag þar sem farið var yfir stöðu landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem blasa við á næstu árum.
Meira

Þrír fluttir til Reykjavíkur eftir þriggja bíla árekstur á Þverárfjallsvegi

Mbl.is segir frá því að hópslysaáætlun var virkjuð af hálfu almannavarna eftir þriggja bíla árekstur sem varð á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu á fimmta tímanum í dag. Veginum var í kjölfarið lokað vegna slyssins. Tölf manns voru í bílunum þremur og voru þeir fluttir á Blönduós og þrír voru síðan fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Meira

Stólastúlkur höfðu sigur í jöfnum leik í Síkinu

Það var spilað í Bónus deild kvenna í Síkinu í kvöld en þá kom lið Hamars/Þórs í heimsókn og úr varð jafn og spennandi leikur. Samkvæmt opinberum tölum voru um 200 áhorfendur í Síkinu á þessum botnslag en leikurinn skipti miklu máli fyrir bæði lið. Gestirnir voru án sigurs en Stólastúlkur höfðu unnið einn leik áður en kom að þessum. Það fór svo að heimaliðið náði að landa sigri með góðri frammistöðu í fjórða leikhluta. Lokatölur 80-78.
Meira

Sveitarstjórn vill rifta þróunarsamningi um Freyjugötureitinn

Það er að líkindum mörgum í fersku minni að snemma árs 2021 hófst vinna við að reisa fyrsta húsið af átta sem til stóð að yrðu reist á Freyjugötureitnum á Sauðárkróki. Reiturinn, þar sem bifreiðaverkstæði KS stóð áður, átti að vera fullbyggður á tíu árum. Samningur Skagafjarðar og Hrafnshóls og Bæjartúns þar að lútandi var gerður árið áður en nú er málum þannig háttað að aðeins þetta eina hús var reist, en íbúðirnar voru loks leigðar út fyrri part ársins 2025, og félögin tvö sem hugðust standa að uppbyggingunni eru gjaldþrota.
Meira