Fréttir

Dagbók sveitarstjóra Húnaþings vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra er að finna nýjan efnisflokk - Dagbók sveitarstjóra – en þar mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir, nýráðin sveitarstjóri, birta færslur reglulega og fara yfir það sem efst er á baugi hverju sinni.
Meira

Þeyst um Þingeyjarsveitir : Á mjúkum moldargötum...

Það hefur löngum verið umtalað meðal hestamanna að fá landsvæði séu jafn greið yfirferðar ríðandi mönnum og Þingeyjarsýslur. Eru lýsingar á endalausum moldargötum og skógarstígum slíkar að þeir sem ekki hafa sannreynt, liggja andvaka með vonarneista í brjósti um að brátt muni þeir fá að máta sig við dýrðina.
Meira

„Synda, synda, Tindastóll!“

Sunddeild Tindastóls vinnur nú í því að efla starf deildarinnar enn frekar, bæði með aukinni fræðslu fyrir þjálfarana sem og að bjóða sem flestum að koma og prófa að mæta á æfingar.
Meira

Arnar Már Elíasson skipaður forstjóri Byggðastofnunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Arnar Má Elíasson forstjóra Byggðastofnunar til næstu fimm ára. Frá þessu er greint á heimasíðu stofnunarinnar. Arnar Már var valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og stjórn Byggðastofnunar. Skipan í embættið tók gildi 16. september.
Meira

Jónas og Hannah valin best í meistaraflokkum Tindastóls

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram sl. laugardagskvöld í Ljósheimum. Mikið var um dýrðir, matur, ræður, gamanmál og að sjálfsögðu verðlaunaveitingar. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ og fyrrverandi leikmaður og þjálfari Tindastóls, heiðraði samkomuna með nærveru sinni en hún var mætt á Krókinn daginn áður til að veita sigurvegurum Lengjudeildar kvenna verðlaunabikar eftir úrslitaleik Tindastóls og FH.
Meira

Of ung til að fá bókasafnsskírteini

Ég flutti á Sauðárkrók í sumar og lagði fljótlega leið mín á bókasafn bæjarins. Með í för voru börnin tvö, eins og fjögurra ára. Eldra barnið var spennt að fá að velja sér bók en þegar kom að því að fá bókasafnsskírteini til að geta fengið hana lánaða kom babb í bátinn.
Meira

Arnar Geir valinn í úrvalsdeildina í pílukasti

Arnar Geir Hjartarson, leikmaður Pílu og bogfimideildar Tindastóls, er í hópi 16 pílukastara sem hafa verið valdir til að taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti 2022 sem hefst á miðvikudaginn. Spilað verður á Bullseye, Snorrabraut 34 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Arnar að vera valinn og frábært fyrir píluna á Sauðárkróki. Líka þar sem Pílan er tiltölulega nýtt sport á Króknum,“ skrifar Indriði Ragnar Grétarsson formaður á Facebooksíðu deildarinnar.
Meira

Lið Húnvetninga tryggði sætið í 3. deildinni með öruggum sigri

Síðasta umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu fór fram á laugardaginn. Lið Kormáks/Hvatar var í tæknilegri fallhættu því ef allt færi á langversta veg þá átti lið Vængja Júpíterst möguleika á að skríða upp fyrir Húnvetningana. Svo fór að sjálfsögðu ekki því K/H tók völdin gegn liði KH strax í byrjun leiks og endaði í níunda sæti 3. deildar þegar upp var staðið. Lokatölur í leik þeirra gegn botnliði KH voru 3-0.
Meira

Söfnun og sáning á birkifræi 2022

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og hófst árið 2020. Að baki verkefninu stendur öflugur samstarfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka ásamt stofnununum tveimur. Nú í haust verður enn efnt til söfnunar og sáningar á birkifræi. Til þess að vel takist til er þátttaka almennings lykilatriði.
Meira

Menningarglíma eðlisfræðinema :: Áskorandinn Gunnar Sigurðsson - brottfluttur Króksari

Gunnar Þórðarson afi minn stóð vaktina í lögreglunni á Sauðárkróki með Jóni frá Fagranesi um árabil. Áratugum síðar kynntist ég Jóni Marz, afabarni hans, á skólabekk í FNV. Skemmtileg tilviljun að við höfum báðir nafnið frá öfum okkar. Ég þakka honum fyrir að draga mig út á ritvöllinn og vona að sama skapi að lesendur fyrirgefi honum.
Meira