Stjörnukokkurinn Kristinn Gísli með pop-up á SAUÐÁ 27. desember
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni
26.12.2025
kl. 11.04
Veitingastaðurinn SAUÐÁ á Sauðárkróki stendur fyrir Pop up-viðburði laugardaginn 27. desember þegar matreiðslumaðurinn Kristinn Gísli Jónsson snýr heim í fjörðinn og tekur yfir eldhúsið um kvöldið. Kristinn Gísli mun bjóða gestum upp á fjögurra rétta matseðil þar sem áhersla er lögð á hreint bragð, góð hráefni og nútímalega framsetningu. Kvöldið hefst á bleikju borinni fram með skyri, yuzu og vorlauk. Að því loknu er þorskur með vin jaune sósu, pimento d’espelette og lauk.
Meira
