Fréttir

Litið til baka - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir A-Hún.

Það er óhætt að segja að þetta ár sem nú er að renna sitt skeið hefur heldur betur sett okkur öll á annan stað í lífinu, stað sem að minnsta kosti ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa. Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég ásamt nokkrum góðum vinkonum úr Kvenfélagi Svínavatnshrepps að spóka mig í Crawley á Englandi, svo hamingjusöm og grunlaus um hvað myndi bíða okkar er heim kæmi. Þetta var dásamleg ferð, en við rétt komumst heim þegar skall á óveðrið sem byrjaði 10. desember og olli afar miklum skaða, bæði hér og annars staðar.
Meira

Góðir þorskhnakkar og marengsterta

Uppskriftir 37. tölublaðs 2018 komu úr Skagafirðinum en það voru hjónin Hulda Björg Jónsdóttir og Konráð Leó Jóhannsson sem gáfu okkur þær. Þau búa á Sauðárkróki og starfa bæði hjá FISK Seafood, Konráð sem viðhaldsmaður og Hulda er starfsmanna- og gæðastjóri. Þau telja því vel við hæfi að gefa uppskrift af ljúffengum þorskhnökkum sem þau segja að vel sé hægt að nota spari líka og ekki saki að fá sér marengstertusneið í eftirrétt.
Meira

Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð heillar ekki byggðarráð Skagafjarðar

Byggðarráð Skagafjarðar leggst gegn samþykkt frumvarps til laga um Hálendisþjóðgarð en tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis var tekinn fyrir á síðasta fundi ráðsins þar um en umsagnarfrestur er til 1. febrúar nk. Um afstöðu sveitarfélagsins er vísað til fyrri athugasemda sveitarfélagsins vegna málsins, síðast með sameiginlegri umsögn fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, við frumvarpsdrögin í janúar 2020.
Meira

Til veiga, til veiga vér vekjum sérhvern mann - kominn er illviðrakonungurinn þorri enn.

Í dag er bóndadagur eða fyrsti dagur þorra samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og er hann þar fjórði mánuður vetrar, næstur á eftir mörsugi. Þorri hefst ætíð á föstudegi á tímabilinu 19.-25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar en næsti mánuður, góan, heilsar á sunnudegi.
Meira

Ámundakinn eignast húsnæði Arionbanka á Blönduósi

Ámundakinn ehf. hefur eignast húseign Arion banka hf. að Húnabraut 5 á Blönduósi en fulltrúar þeirra undirrituðu um miðjan desember samning um kaupin.
Meira

Kirkjan á Sauðárkróki lýst appelsínugul í tilefni vitundarvakningar Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hóf vitundarvakningu og fjáröflunarherferð í gær sem stendur til 4. febrúar nk. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.
Meira

Fróðleiksfundur um COVID úrræði stjórnvalda

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og KPMG bjóða til gagnvirks fræðslufundar um COVID úrræði stjórnvalda þann 29. janúar næstkomandi.
Meira

Tindastólsmenn bíða eftir nýjum degi

Þegar ekið er frá Sauðárkróki til Egilsstaða tekur ferðin, sem er 385 kílómetra löng, ríflega fjóran og hálfan tíma ef við gerum ráð fyrir að meðalhraðinn sé 84 kmh. Ef meðalhraðinn er 96 kmh, sem er nota bene ekki löglegur hraði, tekur ferðalagið fjóra tíma. Þá gerum við ráð fyrir að það sé búið að fylla rútuna af bensíni áður en lagt er af stað.
Meira

Mótmæla fyrirhuguðum jarðakaupum í Miðfirði

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra í síðustu viku var tekin til umfjöllunar beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna kaupa einkahlutafélagsins Flaums á jörðinni Núpsdalstungu í Miðfirði. Flaumur og tengdir aðilar eiga alls 5.548 hektara lands fyrir kaupin en í jarðalögum er kveðið á um ákveðin skilyrði fyrir kaupum á jörð ef kaupandi og tengdir aðilar fara yfir ákveðið hámark í fjölda jarða og hektara.
Meira

Blönduósbær með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands birti nýlega upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2020. Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga, frá rúmum 44% niður í 1% en að jafnaði er hlutfallið um 14% sé horft til allra sveitarfélaga.
Meira