Fréttir

Covid 19 á Norðurlandri Vestra

Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður heimsfaraldur veirusýkingar, COVID-19, og höfum við Íslendingar ekki verið undanþegnir honum. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 800 sýkst hér á landi, þar af 17 á Norðurlandi vestra. Lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna, sem kallar á að allar stofnanir samfélagsins taki höndum saman til að lágmarka tjón af völdum sjúkdómsins.
Meira

Áskorun helgarinnar

Það er nokkuð ljóst að þetta verður ár áskorana. Í dag er verið að skora á fólk að gera hitt og gera þetta fyrir sjálfan sig en mig langar til að skora á ykkur sem eigið unga krakka að prufa þessa áskorun. Ég og minn maður ætlum allavega að prufa hana á okkar krakka um helgina og ef vel tekst til þá fáið þið að sjá afraksturinn:)
Meira

Ingunn dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST

Ingunn Reynisdóttir dýralæknir í Húnaþingi hefur sagt upp þjónustusamningi við MAST og segir hún á Facebook síðu sinni að ástæðan fyrir uppsögninni hafi verið að hlaðast upp á löngum tíma þar sem hún m.a. hafi allt of stóru svæði að sinna og afleysingar engar. Vegna þessa álags hefur Ingunn ekki fengið sumarfrí í átta ár og þá hefur veturinn reynst henni erfiður þar sem aðstæður hafa skapast sem enginn dýralæknir ætti að þurfa að berjast við einn.
Meira

Aðalfundi Tindastóls frestað

Aðalfundi Tindastóls sem vera átti í kvöld klukkan 20:00 í Húsi frítímans hefur verið frestað þangað til 14 dögum eftir að sóttvarnarlæknir afléttir samkomubanni, hvenær sem það verður, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá aðalstjórn félagsins.
Meira

Róm var orðin nokkurs konar draugaborg

Feykir gerði sér lítið fyrir og setti sig á dögunum í samband við Jennýju Leifsdóttur, leikskólaliða og húsmóður í Vesturbænum. Tilefnið var að hún, eiginmaðurinn og yngsti sonurinn forðuðu sér frá COVID-undirlagðri Ítalíu í síðustu viku en þau höfðu dvalið í Róm frá því á haustmánuðum.
Meira

Besta leiðin til að spara klósettpappír? - Myndband

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að fólk um víða veröld hefur hamstrað klósettpappír í skugga Covid19 verunnar og enginn leið að skilja hvers vegna. Margir brandarar og sögur hafa orðið til vegna þessa og jafnvel vídeó. Feykir rakst á skemmtilegan fróðleik um það hvernig komast má hjá hamstri með einföldum sparnaðaraðgerðum heima hjá sér.
Meira

Reglur um sóttkví gilda einnig í sveitinni

Eitthvað mun hafa borið á því að fólk sem er í sóttkví dvelji í sumarhúsum sínum úti á landsbyggðinni og gleymi því að sömu reglur gilda um þá þar og í þéttbýlinu. Því vill Lögreglan á Norðurlandi vestra koma þessum skilaboðum á framfæri:
Meira

Sæborg á Skagaströnd fær góða gjöf

Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd barst góð gjöf í vikunni þegar nokkur fyrirtæki tóku sig saman og færðu heimilismönnum Ipad ásamt öllu því sem til þarf svo íbúar geti haft samband í mynd við ættingja og vini.
Meira

COVID sýni úr Höfðaskóla neikvætt

Á þriðjudag var tilkynnt um hugsanlegt COVID-19 smit í Höfðaskóla á Skagaströnd og var skólanum lokað í framhaldi af því. Nú hafa niðurstöður borist úr sýnatöku og kom í ljós að sýnið var neikvætt.
Meira

Plokkað í samkomubanninu

Það er ýmislegt gert til að láta tímann líða í samkomubanninu vegna COVID-19. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að fara vel með sig og forðat smit, spritta á sér hendurnar og muna að bros er betra en koss og knús. Engu að síður er mælst til þess að fólk hreyfi sig og þessir dugnaðarforkar nýttu útiveruna í gær til að plokka á Króknum. Afraksturinn fóru þau með í Flokku.
Meira