Fréttir

Ísak Óli og Jóhann Björn valdir í landsliðshóp fyrir Evrópubikarinn

Evrópubikar landsliða í frjálsíþróttum verður haldin 10. – 11. ágúst á þjóðarleikvangi Makedóníu sem tekur 34.500 manns í sæti. Mótafyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í fjórum deildum; ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild.
Meira

Líklegt að Félagsleikar Fljótamanna verði endurteknir að ári

Félagsleikar Fljótamanna voru haldnir í fyrsta sinn um verslunarmannahelgina og tókust með afbrigðum vel og var góð stemmning allan tímann, að sögn skipuleggjandans, Hermanns Sæmundssonar, sem ættir sínar rekur í Fljótin. „Veðrið var bara fínt og þó þokan hafi líka viljað fá að taka þátt í þessu með okkur þá vék hún fyrir sólinni á mikilvægum augnablikum,“ segir hann.
Meira

Stórleikur á Sauðárkróksvelli

Tveir leikir fara fram annað kvöld hjá Tindastólsliðunum tveim. Leikirnir báðir eru á sama tíma klukkan 19:15 en auðvitað ekki á sama stað. Stelpurnar eiga heimaleik meðan strákarnir spila á Dalvík. Þessir leikir eru virkilega mikilvægir og vill Feykir hvetja alla stuðningsmenn að kíkja á völlinn hvort það sé á Króknum eða á Dalvík.
Meira

Króksmót 2019

Daganna 10. og 11. ágúst verður haldið hið árlega Króksmót. Mótið er haldið í 33. skipti og var mótið haldið fyrst árið 1987 og hefur mótið stækkað heilmikið frá þeim tíma. Króksmótið í ár verður með sama eða svipuðu sniði og fyrri ár. Þetta er mót fyrir stráka í 6. og 7. flokki. Feykir hafði samband við Helgu Dóru Lúðvíksdóttur sem er í stjórn Knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Met jafnað á miðvikudagsmótinu í golfi

Golfmót að Hlíðarenda, miðvikudaginn í síðustu viku var sennilega fjölmennasta miðvikudagsmót í sögu GSS, 40 þátttakendur.
Meira

Grín dagsins

Nú verða nokkur myndbönd sýnd úr þættinum Spaugstofan.
Meira

Lag dagsins/Segðu já

Í dag fáum við að heyra nýjasta smellinn hjá Stjórninni. Lagið heitir Segðu já og kom lagið út fyrr í sumar.
Meira

Grillir í Fljótum - Torskilin bæjarnöfn

Þannig er bærinn alment kallaður nú. Rjetta nafnið er Grindill, því „á Grindli“ stendur í Landnámu (Landnáma, bls. 148), er sýnir, að nefnifall er Grindill. Og þannig á að rita það. Breytingin hefir að líkindum orðið á tímabilinu frá 1350 til 1450.
Meira

Prýðileg reiðtygi frá liðnum öldum – Kristinn Hugason skrifar

Í þessum pistli verður tekið hlé frá umfjölluninni um hin margbreytilegu hlutverk íslenska hestsins á vegferð hans með þjóðinni frá landnámi til nútíma en að afloknu sumarhléi, nú í september, verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið hér á síðum blaðsins og fjallað áfram um sögu keppna á hestum hér á landi.
Meira

Grín dagsins

Í dag verða nokkrir brandarar og fyndin atriði úr Áramótaskaupinu
Meira