feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
19.04.2025
kl. 09.00
gunnhildur@feykir.is
Sigrún Alda Sigfúsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði, örverpið í stórum barnahópi þeirra Sigfúsar og Guðrúnar í Stóru-Gröf syðri. Sigrún flutti til Reykjavíkur þegar hún var 17 ára og hefur búið þar síðan. Í dag býr hún í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldunni sinni. Sigrún er í sambúð með Arnari Jónssyni, verkefnastjóra og eiganda fyrirtækisins Parallel. Saman eiga þau þrjú börn, Rebekku Eik sem er 7 ára og tvíburadrengina Jón Ými og Sigfús Orra sem eru 4 ára. „Við Arnar ætlum loksins eftir tíu ára samband að ganga í hjónaband í sumar og ætlum að sjálfsögðu að gera það á fallegasta staðnum, Skagafirði.“ Sigrún er talmeinafræðingur sem gaf nýverið út bók sem hugsuð er til að auka orðaforða barna í gegnum sögulestur. Feykir spjallaði við Sigrúnu um nýju bókina og lífið.
Meira