Fréttir

Ísak Óli valinn Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn

Nú á dögunum fór fram val í íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í Skagafirði en um er að ræða samstarfsverkefni UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var valinn Íþróttamaður ársins, kvennalið Tindastóls í knattspyrnu var valið lið ársins og þjálfarar þess, gamla tvíeykið, Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, voru valdir þjálfarar ársins.
Meira

Jarðvegssýni tekin á Hofsósi í síðustu viku

Starfsmaður Verkfræðistofunnar Eflu, ásamt starfsmanni Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnu að því í síðustu viku að taka sýni úr jarðvegi á svæði umhverfis bensínstöð N1 á Hofsósi þar bensínleki uppgötvaðist síðla árs 2019. Skipt var um tanka og jarðveg umhverfis þá síðasta sumar.
Meira

Fyrstu alíslensku þorralögin aðgengileg á Spotify

Bóndadagurinn er á morgun og gengur þá þorri í garð. Árni Björnsson segir í riti sínu Saga daganna að um fyrsta dag þorra hafi Jón Halldórsson í Hítardal (f. 1665) skrifað til Árna Magnússonar 1728, að sú hefð væri meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tiginn gest væri að ræða. Þau tímamót verða nú að fyrstu alíslensku þorralögin eru aðgengileg á Spotify og geta hljómað allan þorramánuðinn.
Meira

Gul viðvörun til hádegis

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi og verður svo fram til hádegis. Hvöss norðan og norðaustan átt er á landinu og verður áfram næstu daga. Spáin gerir ráð fyrir stífri norðan og norðaustan átt en hvassari á stöku stað með talsverðri snjókomu, einkum á Tröllaskaga þar sem er óvissustig vegna snjóflóða og hættustig á Siglufirði.
Meira

KS framlengir matvælaaðstoð sína

Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að framlengja fram yfir páska matvælaaðstoð sína við þá sem eiga í erfiðleikum vegna atvinnumissis af völdum COVID-19 faraldursins eða fjárhagsvanda af öðrum ástæðum. 
Meira

Guðni Þór og Óskar Smári þjálfa Stólastúlkur

Gengið var frá samningum sl. sunnudag við nýtt þjálfarateymi kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu sem mun spila í efstu deild í fyrsta sinn í sumar. Teymið skipa þeir Guðni Þór Einarsson og Óskar Smári Haraldsson. Guðni, sem er Króksari, hefur þjálfað kvennalið Tindastóls síðustu þrjú ár í félagi við Jón Stefán Jónsson sem ekki gat haldið áfram þjálfun Stólastúlkna. Guðni fær nú gamlan Tindastólsfélaga til liðs við sig, Óskar Smára, sem líkt og fyrirliði Tindastólsliðsins er frá Brautarholti. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þá félaga eftir undirskrift samninga í Húsi frítímans.
Meira

Tíu Stólastúlkur skrifa undir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls

Síðastliðinn sunnudag skrifuðu tíu heimastúlkur undir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Stúlkurnar skrifuðu undir í Húsi frítímans á Króknum á sama tíma og þjálfarateymið gekk frá sínum samningum. „Ég er gríðarlega sáttur við að búið sé að klára þessar undirskriftir við leikmenn og þjálfara og stefnum við á að klára samninga við restina af hópnum á allra næstu dögum,“ sagði Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, í samtali við Feyki.
Meira

Geðhjálp býður 30 skammta af G-vítamíni á þorranum

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt,“ segir í tilkynningu frá Geðhjálp sem býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Á næstu dögum mun dagatal með G-vítamínsskömmtum verða sent inn á hvert heimili á Íslandi en einnig verður hægt að nálgast dagatalið í völdum sundlaugum og verslunum um allt land.
Meira

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu auglýsir laust starf

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu óskar eftir að ráða starfsmann í samstarfi við Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða fjölbreytt starf sem tengist að mestu skjalamálum og skjalavinnslu undir leiðsögn héraðsskjalavarðar, en einnig afgreiðslu á bókasafni.
Meira

Forval VG í NV-kjördæmi

Kjördæmisþing Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma á fjölmennum fundi í gærkvöldi að halda forval til að velja á framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir á Sauðárkróki var endurkjörin formaður kjördæmisráðsins.
Meira