Ísak Óli valinn Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.01.2021
kl. 10.50
Nú á dögunum fór fram val í íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í Skagafirði en um er að ræða samstarfsverkefni UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var valinn Íþróttamaður ársins, kvennalið Tindastóls í knattspyrnu var valið lið ársins og þjálfarar þess, gamla tvíeykið, Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, voru valdir þjálfarar ársins.
Meira