Fréttir

Ágætis veður áfram í kortunum

Það er miðvikudagurinn 12. nóvember í dag, styttist óðfluga í aðventuna og fólk þarf að fara að grafa upp jólalagalistana sína fyrr en varir. Jafnaðargeð hefur helst einkennt Vetur konung síðustu vikuna og útlit er fyrir að lítil breyting verði á því fram yfir helgi. Þó gæti aðeins bætt í vind seinni partinn á morgun - fimmtudag - og jafnvel boðið upp á lítils háttar snjókomu. Á föstudag lægir og sólin brýst fram.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgaði um 69 milli ára

Fjölda íbúa í sveitarfélögum á Íslandi fjölgaði um 1,3% milli ára samkvæmt tölum Þjóðskrár en miðað er við tímabilið frá 1. nóvember 2024 til 1. nóvember 2025. Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 60 milli ára, eða um 0,8%, en mest var fjölgunin í Skagafirði. Þar töldust íbúar vera 4.500 nú í byrjun mánaðar og hafði fjölgað um 69 frá fyrra ári en það er 1,6% fjölgun. Þá fjölgaði sömuleiðis í Húnaþingi vestra um 1% og teljast íbúar þar nú vera 1.362 en voru ári áður 1.249.
Meira

Sungið til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Sannkölluð tónlistarveisla verður í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardag 15. nóvember þegar tríóið Hljómbrá heldur tónleika ásamt hljómsveit og gestasöngvurum.
Meira

Sagan er skrifuð í Síkinu

Það er langt frá því á hverjum degi sem lið Tindastóls og Manchester mætast á íþróttavellinum og sennilega má slá því föstu að leikur liðanna í Síkinu í kvöld sé í fyrsta sinn sem þess stórveldi í boltanum leiða saman hesta sína. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna í Síkið og hvetja Stólana til sigurs, það er rennifæri og veðurspáin fín og hlýtt og gott í Síkinu.
Meira

Æskulýðsbikar LH til Skagfirðings

Skagfirðingur hlaut á dögunum Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga sem veittur er árlega því félagi sem hefur skarað fram úr í æskulýðsstarfi á liðnu ári. Valið byggir, á innsendum æskulýðsnefndaskýrslum, og er það æskulýðsnefnd LH sem hefur það verkefni að velja handhafa bikarsins.
Meira

Birgitta og Elísa í landsliðshópnum hjá Donna

Fyrir helgi var tilkynnt um val Halldórs Jóns Sigurðssonar (Donna), landsliðsþjálfara U19 kvenna í knattspyrnu, á hópnum sem tekur þátt í undankeppni EM 2026. Tveir leikmanna Tindastóls, þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir, eru í hópnum auk þess sem Hrafnhildur Salka Pálmadóttir sem lék með Stólastúlkum í sumar, en var að láni frá Val, er í hópnum.
Meira

Jón Björnsson fjallaði um engla

Sunnudaginn 9. nóvember flutti Jón Björnsson frá Húnsstöðum, sálfræðingur og rithöfundur, fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sem bar yfirskriftina Um Engla. Fjallaði Jón þar um margs konar engla sem sagðir eru ósýnilegar verur sem þjóna drottni og vegsama hann og gegna mismunandi hlutverkum í boði drottins. Þrátt fyrir ósýnileikann hafa listamenn um aldir myndgert engla og sýndi Jón fjölmörg dæmi um þá merkilegu listsköpun.
Meira

Kajakræðarar í Miðfirði komust í hann krappan

Kajakræðari lenti í vandræðum innst í Miðfirði um helgina rétt við ósa Miðfjarðarár og var viðkomandi bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæsunnar. Í frétt á Húnahorninu segir að Neyðarlínunni hafi verið gert viðvart og félagar úr Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga voru boðaðir út á hæsta forgangi.
Meira

Álagningarhlutfall fasteigna í Skagafirði lækkað

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 22. október sl. var ákveðið að lækka álagningarhlutfall fasteigna í A-flokki úr 0,47% í 0,435%. Til þess flokks teljast öll íbúðarhús, sumarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, ásamt jarðeignum.
Meira

Pétur Sighvats úrsmiður og stöðvarstjóri á Sauðárkróki | 150 ára afmæli 6. nóvember 2025

Á þessu herrans ári, þann 6. nóvember 2025, verða liðin 150 ár frá fæðingardegi Péturs Sighvats, úrsmiðs og símstöðvarstjóra á Sauðárkróki, sem fæddist þennan dag árið 1875 á Höfða í Dýrafirði. Vegna þessara tímamóta hafa eftirfarandi minningabrot verið tekin saman til þess að rifja upp söguna sem hann var þátttakandi í en sú saga og saga Sauðárkróks og nærsveita áttu sér farsæla samleið.
Meira