Fréttir

JÓLIN MÍN | „Skreytum frekar mikið með alls konar gömlu skrauti“

Auður Björk Birgisdóttir er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Hún býr á bænum Grindum í Deildardal með eiginmanni sínum, Rúnari Páli Dalmanni Hreinssyni, en þar búa þau með sauðfé og hross. „Við eigum þrjú börn, Bjarkey Dalrós, 17 ára, Sigurrós Viðju, 11 ára, og Birgi Smára Dalmann, 7 ára.
Meira

Uppáhalds manneskjan að spila í uppáhalds liðinu

Þóranna Ósk er 29 ára, fædd og uppalin á Sauðárkróki, og býr með kærastanum, Pétri Rúnari, og syni þeirra, Jóni Birgi, sem fæddist núna í sumar. Þegar Þóranna er ekki í fæðingarorlofi vinnur hún sem hjúkrunarfræðingur á HSN. Þóranna er dóttir Steinunnar Daníelu Lárusdóttur og Sigurjóns Viðars Leifssonar. Þóranna og Pétur eru bæði fædd og uppalin í Skagafirðinum. Spurð út í áhugamálin eru þau íþróttir, ferðast og vera með vinum en er á sama tíma voðalega heimakær.
Meira

Á Þorláksmessudag kom út lag

Í dag Þorláksmessudag, var að koma út lag- Sigvaldi Helgi Gunnarsson einn af óskabörkum Skagafjarðar var að gefa út á öllum helstu streymisveitum lagið Jól einu sinni enn.
Meira

Drangey er og verður eign Skagfirðinga

Óbyggðanefnd kvað 22. desember 2025 upp úrskurði í þjóðlendumálum á eyjum og skerjum umhverfis landið, á svonefndu svæði 12 við málsmeðferð nefndarinnar. Um er að ræða síðustu úrskurði nefndarinnar.
Meira

Ný hringrásarverslun á Sauðárkróki

Eva Rún Dagsdóttir er 22 ára, dugleg, umhyggjusöm, jákvæð og lífsglöð íþróttakona frá Sauðárkróki sem opnaði nýverið verslun á Sauðárkróki. Feykir hafði samband við Evu Rún og forvitnaðist aðeins um þessa nýju búð.
Meira

Litrík veðurkort næstu daga

Veðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.
Meira

JÓLIN MÍN | „Var örugglega jólaálfur í fyrra lífi“

Helena Mara Velemir býr á Skagaströnd með Elvari Geir, Láreyju Möru og hundinum Mola sæta. Spurð út í hvað hún vinni við þá segir hún að það fari eftir því hvaða dagur er.
Meira

Jólaböllin árlegu

Við höldum okkur við jólahefðirnar og nú eru það jólaböllin sem mörgum finnst ómissandi partur af jólum og verður heldur betur hægt að skella sér á jólaball um þessi jólin og sennilega eiga einhverjir sitt uppáhalds ómissandi jólaball.
Meira

Blása til aukatónleika

Miðasala á Áramótatónleika Heimismanna þann 28. des. næstkomandi hefur gengið vonum framar og nú um helgina var komin upp sú staða að það var orðið uppselt á tónleikana.
Meira

Gerði heiðarlega tilraun til að heimsækja söguslóðir Outlander bókanna

Hrund Jóhannsdóttir er fædd í Reykjavík, búsett á Hvammstanga, uppalin á Gauksmýri, gift, móðir tveggja barna og fædd á áratug áratuganna. Við vitum öll að tugurinn er 80 og árið er sjö. Hrund er veitingahúsaeigandi á Hvammstanga, á og rekur Sjávarborg og er framtíðar víngerðarkona. Hrund svaraði Bók-haldi Feykis um miðjan nóvember en þá var hún að gera sig klára í Edinborgarferð með hluta af bókaklúbbnum sínum sem farin var í byrjun desember. Bók-haldið birtist fyrst í JólaFeyki.
Meira