Fréttir

Hólahátíð tókst einstaklega vel

Um liðna helgi fór fram hin árlega Hólahátíð. Að þessu sinni hófst hátíðin á laugardaginn með Hólahátíð barnanna sem að mestu leyti fór fram utan dyra og fór hún vel fram við leik og söng í einstakri veðurblíðu. Að sögn sr. Gísla Gunnarssonar Vígslubiskups sem hafði veg og vanda að hátíðinni ásamt auðvitað mörgum fleiri, einkenndi ljúf og góð stemning þessa daga og sagði hann í spjalli við Feyki að honum hefði orðið á orði að heilagur andi hefði greinilega gert sér ferð í Hóla.
Meira

Ævisaga Guðrúnar frá Lundi á 80 ára útgáfuafmæli Dalalífs

Ævisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalaífs, sem enn er meðal mest lesnu bóka landsins, kom út.
Meira

Fjögur ár síðan Atli Dagur stóð síðast í markinu

Feykir sagði í morgun frá góðum sigri Tindastóls á liði Fjallabyggðar í leik á Ólafsfirði í gærkvöldi. Aðalmarkvörður Stólanna, Nikola Stoisacljevic, var í banni í leiknum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið gegn Magna á dögunum. Það þurfti því að kalla til Atla Dag Stefánsson sem var nýfluttur suður og farinn að starfa sem tónmenntakennari við Salaskóla í Kópavogi.
Meira

Rafmagn fór af mestöllum Skagafirði

Rafmagnið fór af mestum hluta Skagafjarðar klukkan tvær mínútur yfir tvö í dag. Í til­kynn­ingu frá Rarik kom fram að raf­magns­leysiðhafi verið rakið til út­leys­inga hjá Landsneti á Rangár­valla­línu 1. Rafmagnið var komið á að nýju um kl. 15 og stóð því yfir í tæpan klukkutíma.
Meira

Ekki fundust eldixlaxar í Miðfjarðará og Vatnsdalsá

Norskir kafarar, sem komu til landsins í fyrradag til að leita uppi og fjarlægja eldislax úr ám, voru mættir í Hrútafjarðará, Miðfjarðará og Vatnsdalsá í gær. Í frétt á Húnahorninu segir að fjöldi manns hafi fylgst með athöfnum þeirra en enga eldislaxa fundu þeir í Miðfjarðará eða Vatnsdalsá en í Hrútafjarðará skutu þeir með skjótbyssum sínum fjóra meinta eldislaxa.
Meira

Addi Ólafs og Kolbeinn Tumi tryggðu Stólunum sigur á Ólafsfirði

Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Ólafsfjörð í gærkvöldi og hirtu öll stigin í sjö marka spennutrylli. Stólarnir héldu nokkuð þunnskipaðir á Tröllaskagann en þrír af fjórum erlendum leikmönnum liðsins voru ekki með; tveir voru í banni og einn meiddur. Tvívegis lentu Stólarnir tveimur mörkum undir en það dugði að skora þrjú síðustu mörk leiksins til að krækja í stigin. Lokatölur 3-4 og Stólarnir príluðu á ný upp í efri hluta 3. deildar.
Meira

Forvitnilegt myndskeið frá heimsókn Kristjáns Eldjárns til Skagafjarðar fyrir 56 árum

Kvikmyndasafn Íslands hefur sett inn mikið efni eftir Vigfús Sigurgeirsson á vef sinn islandafilmu.is. Feyki barst ábending frá safninu um myndskeið frá opinberri heimsókn forsetahjónanna Kristjárns og Halldóru Eldjárns á Norðurlandi í ágúst árið 1969. Það er örugglega gaman fyrir fólk fætt fyrir og um 1960 að vita hvort það þekkir ekki einhver þeirra mýmörgu andlita sem ber fyrir sjónir.
Meira

Sjáumst, skokkum og skálum!

„Náðir þú ekki að nota sumarkjólinn eða hlaupaskóna eins oft og þú stefndir að í sumar? Engar áhyggjur, núna skellir þú þér bara í kjólinn og reimar á þig hlaupaskóna og hittir okkur á pallinum við Sauðá kl. 15 á laugardaginn 23. ágúst...“ Þannig hefst kynning á þeim ágæta viðburði Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum sem dömurnar í 550 rammvilltum standa fyrir í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá. Ein rammvillt, Vala Margeirs, svaraði nokkrum spurningum Feykis.
Meira

Skagfirðingurinn Almar Orri í íslenska hópinn

Breyting hefur verið gerð á landsliðshópi Íslands sem er á leið á EuroBasket í Póllandi þar sem reynsluboltinn öflugi, Haukur Helgi Pálsson, þurfti að druga sig út úr hópnum sökum meiðsla. Í hans stað kemur Vesturbæingurinn skagfirski, Almar Orri Atlason, sem margir vildu reyndar sjá í tólf manna hópnum hjá Craig Pedersen.
Meira

Ástand Svínvetningabrautar engan veginn ásættanlegt

Ástand Svínvetningabrautar, á vegakaflanum frá Stóra Búrfelli að veginum fram í Blöndudal að vestan verðu, er ekki gott. Í frétt í Húnahorninu, þar sem vitnað er í fundargerð byggðarráðs Húnabyggðar, segir að nokkrir aðilar hafi kvartað undan skemmdum á bílum og að vegurinn sé engan veginn ásættanlegur.
Meira