Fréttir

Aðgengi takmarkað að Lyfju á Sauðárkróki

Frá og með deginum í dag mun Lyfja á Sauðárkróki takmarka aðgengi viðskiptavina sinna inn í apótekið en þess í stað mun afgreiðslan fara fram í gegnum dyrnar. Viðskiptavinum er bent á að nota www.lyfja.is til þess að panta lyf, eða taka upp símann og hringja á undan sér.
Meira

Skín við sólu slær í gegn

Það er ekki að spyrja að því þegar Ómar Bragi Stefánsson fær einhverja hugmynd – þær eiga það til að vinda duglega upp á sig. Ómar er til dæmis höfundur Króksblóts og Jólahlaðborðs Rotary, svo eitthvað sé nefnt, en nú um helgina stofnaði hann síðuna Skín við sólu á Facebook. Þar hvatti hann fólk til að ganga til liðs við sig og smella einhverju skemmtilegu á síðuna og þá ekki síst myndum eða myndböndum. Undirtektirnar létu ekki á sér standa og liggur við allir Skagfirðingar fyrr og síðar séu mættir til leiks með efni, sér og öðrum til ánægju á þessum sérkennilega tíma sem við lifum.
Meira

Farskólinn býður upp á fjarnámskeið

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, býður á næstu dögum íbúum Norðurlands vestra upp á fimm gerðir fjarnámskeiða. Er það gert í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og stéttarfélögin Ölduna, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki, Samstöðu og Kjöl.
Meira

Íslenskir sóldýrkendur í vanda - Myndband

Þrátt fyrir alvarleika COVID-19 veirunnar hefur þríeykið í aðgerðarteymi Landlæknisembættisins hvatt fólk til að halda áfram að lifa lífinu og hafa gaman. Margir hafa sett á Facebook síður sínar eða á YouTube, hinar ágætustu vídeósketsa í viðleitni sinni til að gleðja fólk. Hér er einn sprenghlægilegur um íslenska sóldýrkendur og langþreytta Púllara.
Meira

Afgreiðslum lokað hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Afgreiðslum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra hefur verið lokað tímabundið en það er liður í auknum smitvörnum vegna Covid-19 faraldursins. Hægt er að hafa samband í síma 444-0700 ef ná þarf sambandi við skrifstofu lögreglunnar á Norðurlandi vestra, milli klukkan 9 og 15 alla virka daga, eða í gegnum netfangið nordurland.vestra@logreglan.is. Ef ná þarf sambandi við lögreglu á að hafa samband við 1-1-2
Meira

Heimsendingar frá Skagfirðingabúð

Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og Almannavarnir á Norðurlandi vestra vilja benda fólki á, vegna Covid 19, að hafa nokkur tilmæli að leiðarljósi þegar versla þarf inn til heimilisins. M.a. er bent á að aðeins einn komi frá hverju heimili til að versla og vera með tilbúinn innkaupalista til að innkaupin gangi hraðar fyrir sig.
Meira

1150 milljóna kr. innspýting í menningu, íþróttir og rannsóknir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun verja viðbótar 750 milljónum kr. í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum, til að sporna við efnahagsáhrifum COVID-19 faraldursins. Þá verður 400 milljónum kr. varið í rannsóknartengd verkefni. Alls er því um ræða 1.150 milljónir kr., sem koma til viðbótar við fjárveitingar í fjárlögum ársins 2020.
Meira

Höfðaskóla lokað fram að helgi vegna gruns um kórónasmits

„Eins og allir vita geta hlutirnir breyst hratt á þessum skrítnu tímum. Upp er kominn grunur um Covid-19 smit í Höfðaskóla og því hefur verið tekin ákvörðun um að færa kennslu alfarið yfir í fjarkennslu frá og með morgundeginum 25. mars. Mun það fyrirkomulag vara á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd.
Meira

Atvinnuráðgjafar SSNV bjóða fram þjónustu sína

Atvinnuráðgjafar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða fram þjónustu sína fyrir atvinnurekendur í landshlutanum. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að margir atvinnurekendur standi nú frammi fyrir óvissu með rekstur sinn og óvíst um framkvæmd þeirra úrræða sem kynnt hafa verið og hvað þau þýði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Atvinnuráðgjafar munu fylgjast grannt með og miðla upplýsingum til fyrirtækja í landshlutanum.
Meira

Bankaþjónusta með breyttu sniði

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir Landsbankans aðeins fengið afgreiðslu í útibúi ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram en breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag, þriðjudagsins 24. mars 2020, og gilda þar til samkomubanni stjórnvalda verður aflétt.
Meira