Fréttir

Starfsleyfi bensínstöðvarinnar á Hofsósi rann út 1. janúar sl.

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra í gær var N1 gefinn frestur til 10. febrúar nk. til þess að skila fyrstu niðurstöðum í mengunarmáli olíustöðvar fyrirtækisins á Hofsósi. Samkvæmt fundargerð nefndarinnar kynnti N1 bréfleg að gert hefði verið samkomulag við verkfræðistofu um að hefja forrannsókn á útbreiðslu og umfangi mengunar.
Meira

Fisk Seafood hlýtur jafnlaunavottorð

FISK Seafood á Sauðárkróki hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðli til næstu þriggja ára en á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að BSI á Íslandi hafi gefið út staðfestingu þess efnis á dögunum. Í kjölfarið sendi Jafnréttisstofa fyrirtækinu leyfi til að nota merki vottunarinnar.
Meira

Skýrsla um kolefnisspor Norðurlands vestra komin út

Út er komin skýrslan Kolefnisspor Norðurlands vestra sem er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra árin 2018-2019. Skýrslan er unnin af Stefáni Gíslasyni hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV.
Meira

Sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggjast gegn frumvarpi um hálendisþjóðgarð

Sveitarstjórnir fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra; Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, hafa samþykkt sameiginlega umsögn við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um Hálendisþjóðgarð. Málið hefur verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en sveitarfélögin hafa fjallað um málið á fyrri stigum og leggjast gegn framgangi þess í núverandi mynd.
Meira

Stólarnir komnir í undanúrslit Geysis-bikarsins eftir laufléttan sigur á Þór

Það var reiknað með hörkuleik í gærkvöldi þegar lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri mættust í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins í Síkinu. Í öðrum leikhluta stungu Stólarnir granna sína frá Akureyri af og voru 20 stigum yfir í hálfleik og í síðari hálfleik náðu gestirnir aldrei að ógna liði Tindastóls sem bætti bara í frekar en hitt. Lokatölur 99-69 og það eru Stjörnumenn sem mæta liði Tindastóls í undanúrslitum í Laugardalshöll í febrúar.
Meira

Samningur um sjúkraflutninga í Skagafirði undirritaður

Undirritaður hefur verið nýr samningur til næstu fimm ára um sjúkraflutninga á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og munu Brunavarnir Skagafjarðar sjá um framkvæmd samningsins líkt og undanfarin ár.
Meira

Norðlenskur nágrannabikarbardagi í Síkinu

Það verður væntanlega hart barist í kvöld í Síkinu þegar lið Tindastóls og nágranna okkar í Þór Akureyri mætast í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins. Sigurvegarinn hlýtur að launum miða á mögulega helgarferð í Laugardalshöllina þar sem undanúrslitaleikir og úrslitaleikur keppninnar fara fram um miðjan febrúar.
Meira

Tvö töp í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu kvenna fór af stað í upphafi árs og hefur lið Tindastóls þegar spilað tvo leiki í Boganum á Akureyri. Báðir hafa leikirnir tapast en fimm lið taka þátt í mótinu og flest eru liðin skipuð ansi ungum leikmönnum og gott ef meðalaldur leikmanna nær 20 árum.
Meira

Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð

UNICEF á Íslandi afhenti í gær Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, 11.430 undirskriftir úr nýlegu ofbeldisvarnarátaki sem bar yfirskriftina ,,Stöðvum feluleikinn” og var ætlað að vekja athygli á ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að átakinu hafi verið hrundið af stað í kjölfar birtingar UNICEF síðastliðið vor á tölum sem gáfu til kynna að af þeim rúmlega 80 þúsund börnum sem búa á Íslandi verði rúmlega þrettán þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Í ljósi alvarleika málsins kallaði UNICEF á Íslandi eftir vitundarvakningu og aðgerðum.
Meira

26.116 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls voru 231.145 manns skráðir í Þjóðkirkjuna þann 1. janúar síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.634 einstaklinga og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.006 meðlimi. Mest fjölgaði í Kaþólsku kirkjunni eða um 80 manns í desember mánuði.
Meira