Fréttir

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Annar hluti :: The Icelandic Old Star National team

Íþróttafélagið Molduxar var stofnað í nóvember 1981 með það að markmiði að iðka körfuknattleik af meiri kappi en forsjá, en það var ekki síðri tilgangur félagsmanna að hafa gaman af lífinu í góðum félagsskap. Síðan þá eða í tæp 41 ár hafa félagsmenn æft körfuknattleik allan ársins hring og sótt mót bæði hérlendis og til útlanda og skemmt sér og öðrum með alls kyns uppákomum með anda ungmennafélaganna að leiðarljósi.
Meira

Sérstakar þakkir fær hún mamma mín sem er enn að aðstoða mig og segja mér til

Ólöf Herborg Hartmannsdóttir, alltaf kölluð Lóa, býr á Sauðárkróki. Hún er reyndar fædd á Flateyri en er alin upp á Króknum og hefur búið þar meira og minna allt sitt líf. Í fjölskyldunni er mikil handavinnuhefð og eru mamma hennar og systur allar liðtækar hannyrðakonur.
Meira

World Explorer annað skemmtiferðaskipið í sumar

Fram kemur á skagafjordur.is að skemmtiferðaskipið World Explorer lagði að höfn á Sauðárkróki í morgun.
Meira

U18 karla hefja leik gegn Dönum

U18 ára landslið drengja í körfubolta leikur nú gegn Danmörku á Evrópumótinu í Rúmeníu.
Meira

Skagaströnd semur við Vinnuvélar Símonar um fráveitu

Sveitarfélagið Skagaströnd og Vinnuvélar Símonar skrifuðu í dag undir verksamning um fyrsta áfanga fráveituframkvæmda sem munu hefjast í lok ágúst næstkomandi. Samkvæmt frétt á vef Skagastrandar er heildarkostnaður við verkefnið um 123 mkr. en ríkið leggur styrk til verkefnisins sem nemur 30% af kostnaði.
Meira

Kári hafði betur gegn Kormáki/Hvöt í hörkuleik

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í Akraneshöllinni í gærkvöldi þar sem Kári beið þeirra. Heimamenn höfðu greinilega reiknað með erfiðum leik og lögðu allt í sölurnar til að vinna hann og bættu við sig fimm leikmönnum áður en leikmannaglugginn lokaði. Hvort það var það sem skóp sigurinn skal ósagt látið en Akurnesingarnir höfðu betur að þessu sinni og unnu 3-2 og jöfnuðu þar með lið Húnvetninga að stigum í 3. deildinni.
Meira

Stjórn SSNV gerir athugasemdir við frumvarp til laga um sýslumann

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa sent umsögn um drög að frumvarpi til laga um sýslumann í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin voru birt 13. júlí en frestur til umsagnar er til 15. ágúst. Í umsögninni kemur fram að ekki hafi verið brugðist við áðursendum áhyggjum eða athugasemdum samtakanna sem settar voru fram á fyrri stigum.
Meira

Paolo Gratton er síðasta púslið í karlalið Tindastóls

Bandaríski Ítalinn Paolo Roberto Gratton er genginn til liðs við Tindastól og verða hann og Nacho Falcón klárir í slaginn eftir mánaðamótin en næsti leikur er 5. ágúst. Er þá innkaupmánuði Donna þjálfara lokið í bili og bæði meistaraflokkslið Tindastóls væntanlega sterkari en áður.
Meira

Fyrirhuguð stækkun Hlíðarendavallar

Nýlega var samþykkt deiliskipulag þar sem fram kemur að stækka eigi Hlíðarendavöll. Lengi hafa kylfingar sem nýta sér völlinn haft orð á því að gaman væri að stækka völlinn.
Meira

Bjarni Jónsson um jarðgangagjald: hugnast illa mismunun eftir búsetu

„Mér hugnast illa hverskyns gjaldheimta af samgöngum sem mismunar fólki eftir búsetu. Til þess hefur innviðaráðherra ekki sérstakar heimildir svo ég viti til og slíkt hefur ekki verið rætt í tíð þess þings sem nú situr eða samgöngunefnd alþingis sem ætti að véla um slíkar ákvarðanir“ segir Bjarni Jónsson alþm. um áform um gjaldtöku af umferð um jarðgöng.
Meira