Fréttir

Íslandsmeistaratitill norður og alls þrjú á verðlaunapalli

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í húsakynnum TBR um nýliðna helgi. Badmintondeild Tindastóls sendi tólf keppendur til leiks og átti fulltrúa í öllum aldursflokkum. Í frétt á heimasíðu Tindastóls segir að aldrei hafi fleiri keppendur tekið þátt fyrir hönd Tindastóls! Tindastólskrakkarnir, sem margir hverjir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti, stóðu sig með stakri prýði og náðu frábærum árangri á mótinu.
Meira

Kúst og fæjó í Síkinu

Tindastólsmönnum reyndist ekki flókið að tryggja sig áfram í undanúrslit í úrslitakeppni Bónus deild karla þegar þeir tóku á móti liði Keflavíkur í þriðja leik liðanna. Einhvernveginn virkuðu gestirnir annars hugar og gerðu sig á köflum seka um vandræðaleg mistök. Stólarnir leiddu frá furstu körfu og gestirnir virkuðu aldrei líklegir til stórræða. Lokatölur 100-75 og nú er bara beðið eftir að sjá hverjir andstæðingar Tindastóls verða í undanúrslitunum.
Meira

Vel heppnað ársþing SSNV fór fram í Gránu í gær

33. ársþing SSNV var haldið í gær í Gránu á Sauðárkróki og tókst vel til. Í frétt á vef SSNV segir að góð mæting hafi verið á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og fjöldi annarra góðra gesta.
Meira

Húsfyllir á opnum fundi með Hönnu Katrínu og Bændasamtökunum

Húsfyllir var í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær á opnum fundi atvinnuvegaráðherra og Bændasamtakanna, sem ber heitið Frá áskorunum til lausna. Húnahornið segir frá því að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Bændasamtök Íslands hafi hafið fundaröð um landið sl. mánudag en tilgangurinn er að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði. Alls verða fundirnir sjö á landsbyggðinni.
Meira

Keflvíkingarnir koma!

Það er leikdagur! Tindastóll og Keflavík mætast í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Bónus deildar karla í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst á slaginu sjö í kvöld en stemningin og upphitun er í þann mund að hefjast í partýtjaldinu góða þar sem Helgi Sæmundur kemur öllum í gírinn.
Meira

Geta ærsladraugar gengið of langt? | Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir kíkti í leikhús

Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Meira

Jón Oddur komst í átta manna úrslit á Akureyri Open

Um síðustu helgi var haldið stærsta, fjölmennasta og flottasta pílumót ársins á Íslandi, Akureyri Open, sem fram fór í Sjallanum. Skráðir keppendur voru 222 talsins, 192 karlar og 30 konur. Pílukastfélag Skagafjarðar átti að sjálfsögðu sína keppendur á þessu móti, fjóra í karlaflokk og tvo í kvennaflokki.
Meira

Skandall í Sauðárkrókskirkju

Það er óhætt að segja að hefð sé orðin fyrir því að tónleikar séu haldnir að kvöldi skírdags í Sauðárkrókskirkju og verður ekki breyting á því í ár.
Meira

Tónleikar, utanlandsferð og upptökur á döfinni

„Við byrjuðum á að fara austur á land; Eskifjörð og Egilsstaði og fengum ljómandi aðsókn en það var nánast fullt á Egilsstöðum,“ segir Hinrik Már Jónsson kórfélagi þegar Feyki spyr út í flandrið á Heimismönnum og hvernig hafi gengið. „Reykavíkurferðin var frá föstudegi til sunnudags. Við byrjuðum á föstudagskvöldi á Akranesi og var aðsókn prýðileg. Síðan var aðalstöffið í Langholtskirkju á laugardaginn og var fullt út úr dyrum og mikið klappað. Við fluttum þrjú aukalög sem er óvenjulega mikið. Um kvöldið gerðu Heimisdrengir sér síðan glaðan dag á Hótel Grand.“
Meira

Tindastóll er mitt lið og því fær enginn breytt

Stuðningsmenn Tindastóls í körfunni er sumir hverjir eiginlega alveg ga-ga. Í bílferð um daginn hleraði Feykir alveg óvart samtal þar sem fram kom að viðmælandinn, sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hafði aðeins misst af einum eða tveimur leikjum Tindastóls í vetur. Þá erum við ekki að tala um í sjónvarpinu heldur hefur hann í öllum tilfellum mætt á pallana með raddböndin í lagi og hjartað á réttum stað. Að símtali loknu var því spurst fyrir um hver viðmælandinn var og það reyndist hafa verið Halldór Ingi Steinsson. Það var því borðleggjandi að ná tali af honum.
Meira