Fréttir

Laxveiði hafin í Blöndu

Sagt er frá því á fréttavefnum huni.is í dag að laxveiði sé hafin í Blöndu. Það var veiðimaðurinn Brynjar Þór Hreggviðsson sem landaði fyrsta laxinum kl. 7:20 í morgun en það var 78 sentímetra löng hrygna, grálúsug. Var henni sleppt eftir átökin en veiðistaðurinn var Dammurinn að sunnanverðu.
Meira

Íbúum Skagabyggðar fjölgar hlutfallslega mest

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 17 einstaklinga frá 1. desember til 1. júní sl. samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mesta fjölgunin í landshlutanum á þessu tímabili var í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem fjölgaði um níu manns en hlutfallslega varð mest fjölgun í Skagabyggð þar sem átta nýir íbúar bættust við og nemur það 8% fjölgun. Það er jafnframt mesta hlutfallslega fjölgunin á landsvísu yfir tímabilið.
Meira

Þeyst á brimbrettum í ölduróti við Borgarsand

Þeir vöktu sannkallaða athygli brettakapparnir sem þeystu eftir sjávaröldunum við Borgarsand um helgina, hangandi í vinddrekum. Kite surfing er þetta kallað upp á enskuna en gott íslenskt heiti vantar yfir þessa íþrótt. Kite grúbban, er hópur áhugasamra Kite surfara á Íslandi og héldu þeir árhátíð sína á Bjórhátíðinni á Hólum um helgina og tóku að sjálfsögðu allan búnað til brettaiðkunar með.
Meira

Uppbygging flutningskerfis raforku - Hver er staðan í þinni heimabyggð ?

Kynnt verða drög að nýrri kerfisáætlun Landsnets 2019 – 2028 á opnum kynningarfundi í Menningarhúsinu Miðgarði á morgun fimmtudaginn 6. júní. Áætlað er að hefja vinnu við Sauðárkrókslínu 2 í haust.
Meira

Rafmagnslaust í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins

Vegna vinnu í aðveitustöð Varmahlíð verður rafmagnslaust í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 7. júní frá miðnætti til kl 04:00. Varaafl verður keyrt á Sauðárkrók en ekki er hægt að útiloka rafmagnstruflanir eða mögulega langvarandi rafmagnsleysi.
Meira

Fasteignamat 2020 hækkar um 6,7% á Norðurlandi vestra

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020 sem Þjóðskrá Íslands kynnir í dag. Í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands segir að þetta sé mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna í landinu hækkaði um 12,8%.
Meira

Fersk og örugg matvæli

Við erum það sem við borðum. Fyrir tíu árum gerðumst við aðilar að matvælalöggjöf EES. Tilgangur matvælalöggjafar EES snýr að því að auka gæði matvæla og bæta stöðu neytenda. Við gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og í þeirri stöðu eiga neytendur rétt á því að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla.
Meira

DÓSA og FLÖSKUSÖFNUN

Stelpurnar í 3. flokki Tindastóls eru nú að fara í dósasöfnun á Sauðárkróki í dag, morgun og fimmtudaginn 6. júní og er hún lokahnykkurinn í fjáröflun þeirra í knattspyrnuskóla á Spáni.
Meira

Hitaveituvæðing Óslandshlíðar, Viðvíkursveitar og Hjaltadals hlýtur styrk

Á fundi Byggðastofnunar og framkvæmdastjóra og formanna landshlutasamtaka sveitarfélaga á Laugarbakka í Miðfirði í gær, þann 3. júní sl., voru undirritaðir samningar um styrki til sex landshlutasamtaka sveitarfélaga til sjö verkefna. Eru styrkirnir veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var úthlutað 71,5 milljón króna fyrir árið 2019 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.illjónir króna fyrir árið 2019.
Meira

Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Húnaþings vestra verður haldin laugardagskvöldið 8. júní nk. í Félagsheimilinu Hvammstanga. Á vefsíðu Menningarfélags Húnaþings vestra segir að keppnin eigi sér langa sögu en sé nú haldin í annað sinn af Menningarfélaginu.
Meira