Fréttir

Áherslubreytingar á skrifstofu og þjónustumiðstöð Blönduósbæjar

Frá áramótum hefur verið unnið að áherslubreytingum á skrifstofu og þjónustumiðstöð Blönduósbæjar. Breytingarnar ná yfir verkaskiptingu, starfsheiti og ábyrgð lykilstarfsmanna eftir þær starfamannabreytingar sem gerðar hafa verið. Tilkynnt er um breytingarnar á vef Blönduósbæjar en þær hafa þegar tekið gildi.
Meira

Um handspritt og persónuvernd

Herra Hundfúll hélt að hann hefði himinn höndum tekið þegar handspritt-flaska var það fyrsta sem blasti við honum þegar hann kom inn í kjörbúð á dögunum. Og bara ein eftir í hillunni. Svo hann setti brúsann glaður í bragði í körfuna og gerði rogginn sín innkaup. ...
Meira

Upplýsingar um verkefni gærdagsins hjá Húnaþingi vestra vegna úrvinnslusóttkvíar

Upplýsingar um verkefni gærdagsins hjá Húnaþingi vestra vegna úrvinnslusóttkvíar voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins í gær. Þar er einnig minnt á að aðeins einn af hverju heimili hefur heimild til að fara út til að afla nauðsynja og gildir einungis um þá sem ekki voru í sóttkví áður en úrvinnslusóttkví var sett á.
Meira

Leiðrétt uppskrift að laxarúllum

Í matarþætti vikunnar í nýjasta tölublaði Feykis (11.2020) urðu þau mistök að eitt orð féll niður. Það var í uppskrift að laxarúllum en laxinn í þeim á að vera REYKTUR. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist uppskriftin hér að neðan eins og hún á að vera:
Meira

Lokað fyrir áður opna tíma í endurhæfingu á HSN Sauðárkróki vegna neyðarstigs almannavarna

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 hefur viðbragðsstjórn HSN á Sauðárkróki tekið þá ákvörðun að loka áður opnum tímum í æfingarsal og sundlaug endurhæfingar stofnunarinnar. Er það gert til að draga úr smithættu þeirra sem nýta sér þjónustuna og starfsfólks endurhæfingar.
Meira

Einnar nætur gaman - Beggó Pálma blæs lífi í glóðheitan smell

Tónlistarmaðurinn af Króknum Beggó Pálma hefur nú sett lag sitt Einnar nætur gaman á allar helstu streymisveitur en það lag naut gífurlegra vinsælda á Króknum á sínum tíma, og segist Breggó vera að reyna að blása lífi í lagið. „Ég flutti suður til að elta drauma mína í tónlist en hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og vonað var eftir og áform mín söltuð. En núna er ég að gera eina tilraun enn til að koma mér á framfæri,“ segir Beggó.
Meira

Sungið fyrir heimilisfólk HSN - Myndband

Heimilisfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands var boðið á tónleika í gær þrátt fyrir að samkomu- og heimsóknarbann væri í gildi á stofnuninni. Var þetta gert að fyrirmynd annarra listamanna sem hafa einmitt stillt saman strengi og skemmt fólki sem sæta þurfa fyrirmælum almannavarna um að sitja í nokkurs konar sóttkví meðan Covid 19 ógnar heilsu þjóðarinnar og alls heimsins.
Meira

Allir íbúar Húnaþings vestra sæta úrvinnslusóttkví

Vegna grunsemda um víðtækt smit í Húnaþingi vestra verður að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax. Frá og með kl. 22:00 í kvöld, laugardaginn 21. mars 2020, skulu allir íbúar sveitarfélagsins sæta úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.
Meira

Þegar Norðurlandi var lokað

Ýmislegt hefur verið nefnt til sögunnar sem möguleiki í baráttunni gegn útbreiðslu og smitleiðum COVID-19 kórónaveirunnar og þar á meðal er að setja heilu landshlutana eða byggðarlögin í sóttkví. Þetta gerði Jónas Kristjánsson, læknir á Sauðárkróki, í félagi við fleiri lækna á Norðurlandi, árið 1918 í baráttunni við hina illræmdu spænsku veiki sem er talin hafa lagt að velli um 50 milljón manns og þar af um 484 Íslendinga.
Meira

Hægeldaðir lambaskankar

Uppskrift vikunnar birtist í tólfta tölublaði ársins 2018. Hún kemur frá Kristni Bjarnasyni og móður hans, Guðlaugu Jónsdóttur, á North West Hóteli í Víðigerði en fjölskyldan hefur rekið hótel og veitingasölu þar frá árinu 2014. Þau buðu upp á hægeldaða lambaskanka með rauðvínssoðsósu, basil-parmesan kartöflumús, sykurgljáðum gulrótum og pikkluðu salati. Uppskriftin er fyrir tvo.
Meira