Metnaðarfull sumarsýning hjá Heimilisiðnaðarsafninu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
13.06.2025
kl. 08.06
Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins Halla, Hún er ég – Prjónatilveran var opnuð laugardaginn 7. júní að viðstöddum fjölda gesta. Að þessu sinni er það Halla Lilja Ármannsdóttir sem er með fjölbreytta prjónasýningu. Um er að ræða prjónaðar flíkur og margs konar nytjahluti og skúlptúra.
Meira