Fréttir

Torskilin bæjarnöfn Páfastaðir á Langholti

Þetta nafn finst í stofnskrá Reynistaðarklausturs, sem talin er frá árinu 1295. Er skráin sögð að vera næstelzt af íslenzkum frumbrjefum (Reykholtsmáldagi elzt). Er þetta þá líklega elzta heimildin um Páfastaðanafnið. Meðal þeirra jarða, sem Jörundur biskup Þorsteinsson leggur til klaustursins „á Stað í Reynisnesi“ standa Pauastaðir. Telja má víst, að nafnið sje misritað í skránni, sem ýms önnur bæjanöfn, því aðeins 20 árum síðar, eða árið 1315, er afnið ritað Pafastaðir í staðfestingarbrjefi Auðuns biskups um stofnun klaustursins (Dipl. Ísl. II. b., bls. 301 og 398). Rúmri öld síðar, eða 1446, í „Reikningi Reynistaðarklausturs“, eru klausturjarðirnar taldar, þar á meðal Pafvestaðir.
Meira

„Það er gaman þegar gestirnir okkar eru ánægðir“

Frostastaðir sveitagisting í Blönduhlíð í Skagafirði er í eigu Þórarins Magnússonar, bónda, og Söru R. Valdimarsdóttur, kennara, sem búsett eru á Frostastöðum, um 12 kílómetra frá Varmahlíð. Þau sjá bæði um reksturinn en einnig hafa tvær dætra þeirra, Inga Dóra og Þóra Kristín, hjálpað til við framkvæmdir og rekstur ásamt tengdasonunum Edu og Rúnari. Það er ekki langt síðan gamla húsið var tekið í gegn og farið var að bjóða gistingu í þremur vel útbúnum íbúðum.
Meira

Konni og Luke í liði ársins

Það náðist að ljúka um það bil 20 umferðum í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar og haust. Niðurstaðan eftir að KSÍ flautaði mótið af er sú að lið KV og Reynis Sandgerði fara upp í 2. deild en Álftanes og Vængir Júpiters falla í 4. deild. Tindastóll endaði hins vegar í sjöunda sæti með 25 stig, vann sex leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði sjö leikjum. Í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni var lið sumarsins valið.
Meira

Ný netverslun smáframleiðenda í loftið

Vörusmiðjan BioPol á Skagaströnd hóf starfsemi haustið 2017 en þar er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur og einstaklinga sem geta leigt rýmið með tólum og tækjum og framleitt það sem þeir óska sér þó innan leyfilegra marka. Þórhildur M. Jónsdóttir er verkefnastjóri smiðjunnar og segir mikla grósku í starfseminni. Nýlega opnaði netverslun á heimasíðu Vörusmiðjunnar þar sem smáframleiðendur bjóða upp á sínar vörur.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður fær leyfi til að urða riðufé á Skarðsmóum við Sauðárkrók

Í gær var allt fé á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð skorið niður vegna riðusmits sem greindist á bænum fyrr í vetur og gekk sú framkvæmd vel eftir plani, að sögn Jóns Kolbeins Jónssonar, héraðsdýralæknis Matvælastofnunar. Allt fullorðið fé auk nokkurra lamba fór í sorpeyðingarstöðina Kölku í Reykjanesbæ en annað sem ekki komst þangað verður urðað á Skarðsmóum við Sauðárkrók.
Meira

Setti á sig svuntuna og reyndi sitt besta

Matgæðingur vikunnar í tbl 39 var Magnús Ásgeir Elíasson sem býr á Stóru Ásgeirsá í Húnavatnssýslunni. Þar stundar hann smá búskap ásamt því að reka hestaleigu og gistingu. Vinkona hans á næsta bæ, Sigríður Ólafsdóttir í Tungu, skoraði á hann að taka þetta verkefni að sér því hún taldi hann vera betri kokk.
Meira

Kosið á milli fimm nafna á sorpmóttökustöð í Varmahlíð

Nú er hægt að velja á milli fimm nafna á nýju sorpmóttökustöðina í Varmahlíð en nýverið óskaði Sveitarfélagið Skagafjörður eftir hugmyndum Skagfirðinga um nafngift á hana. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að undirtektir fólks hafi verið afskaplega ánægjulegar því alls bárust inn 62 tillögur.
Meira

Lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar í uppsetningu

Hafin er vinna í prentsmiðjunni Nýprent á Sauðárkróki við að setja upp lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar en þar er á ferð 10. bindið í ritröðinni. Meðal efnis þess eru verslunarstaðirnir Hofsós, Grafarós og Haganesvík en einnig fá eyjarnar Málmey og Drangey umfjöllun en Drangeyjartexti er ritaður af Kristjáni Eiríkssyni frá Fagranesi.
Meira

Vinnustofur Uppbyggingarsjóðs færðar í fjarfund

Vinnustofur fyrir þá sem eru að vinna að umsóknum í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra hafa verið færðar í fjarfund í ljósi aðstæðna. Á heimasíðu SSNV kemur fram að boðið verður upp á vinnustofu í gegnum fjarfundaforritið Zoom mánudaginn 9. nóvember, kl. 16-17. Þar er einnig minnt á að umsóknarfresturinn renni út kl. 16:00 mánudaginn 16. nóvember nk.
Meira

Pannavöllur á Skagaströnd

„Nú dreifum við gleðinni um allt land. Við erum búin að bíða mjög lengi eftir þessum pannavöllum. Þeir voru að koma. Við umpökkuðum þeim og sendum áfram til viðtakanda,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ en verið er að koma tíu slíkum völlum um landið. Einn þeirra mun verða settur niður á Skagaströnd.
Meira