Fréttir

Golfklúbbur Sauðárkróks verður Golfklúbbur Skagafjarðar

Aðalfundur GSS 2019 var haldinn í golfskálanum á Hlíðarenda a Sauðárkróki í gær, mánudaginn 25. nóvember. Stjórnin gaf kost á áframhaldandi setur og verður því óbreytt næsta árið en í henni sitja Kristján Bjarni Halldórsson, formaður, Halldór Halldórsson, varaformaður, Kristján Eggert Jónasson, gjaldkeri, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, ritari, Guðmundur Ágúst Guðmundsson, formaður vallarnefndar, Andri Þór Árnason, formaður mótanefndar og Helga Jónína Guðmundsdóttir, formaður unglinganefndar. Vallarstjóri er Guðmundur Þór Árnason.
Meira

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga 2019

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin föstudaginn 22. nóvember í Ljósheimum. Þar voru veitt verðlaun fyrir kynbótahross ættuð úr Skagafirði sem hlutu hæstu kynbótadóma sem einstaklingar á árinu 2019, hrossaræktarbú og kynbótaknapa í Skagafirði sem náð höfðu framúrskarandi árangri á árinu. Alls voru 116 hross með skagfirskan uppruna fulldæmd í kynbótadómi á árinu og af þeim fóru 79 einstaklingar eða 68% í 8 eða hærra í aðaleinkunn. Það var því hörð samkeppnin um efstu sætin og eftirfarandi hross voru verðlaunuð sem einstaklingar. Það eru eingöngu félagar í HSS sem geta hlotið verðlaun sem ræktendur.
Meira

Nú er hægt að lesa Stólinn á netinu

Út er kominn splunkunýr kynningarbæklingur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn, og var ritinu dreift í öll hús í Skagafirði í síðustu viku. Þetta er annað árið sem Kkd. Tindastóls og Nýprent gefa út ríkulega myndskreyttan Stólinn.
Meira

Tónlistarskóli Húnaþings vestra fagnar 50 ára afmæli

Tónlistarskóli Húnaþings vestra fagnaði 50 ára afmæli sínu síðastliðinn laugardag með dagskrá og veglegri veislu að hætti Húsfreyjanna á Vatnsnesi. Samkoman var haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Meira

Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.
Meira

Njarðvík hafði betur í uppgjöri toppliðanna

Stólastúlkur renndu í Njarðvík í gær þar sem þær léku við lið heimastúlkna í Njarðtaks-gryfjunni. Lið Tindastóls náði frábærum 13-0 kafla í öðrum leikhluta en leiddu þó aðeins með tveimur stigum í hléi. Í lokafjórðungnum reyndust Njarðvíkingar sterkari og sigruðu að lokum með tíu stigum, lokatölur 66-56, og náðu þar með toppsæti 1. deildar af liði Tindastóls en bæði lið eru með 12 stig.
Meira

Nemendur lutu í gras fyrir starfsfólki FNV

Árleg golfkeppni nemenda og starfsfólks Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fór fram á Hlíðarendavelli í haust. Fyrirkomulagið var Texas scramble og hafði starfsfólkið betur að þessu sinni og fékk nöfn sín á bikarinn.
Meira

Mamma Mía á fjalir Bifrastar - Falleg sýning og bráfyndin

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.
Meira

Jólagjafakassi Kiwanisklúbbsins Freyju kominn í sölu

Nú munu Freyjur fara af stað með árlega jólagjafakassann og er innihald hans gómsætt Freyju sælgæti. Allur ágóði sölunnar rennur til góðgerðastarfsemi í heimahéraði, fyrir börnin.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 30. nóvember nk. Þetta er stærsta samfélagsverkefni klúbbsins og hefur verið haldið með svipuðum hætti undanfarin ár við frábærar móttökur.
Meira