Veður versnar í kvöld og færð gæti spillst
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.04.2025
kl. 17.49
Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum nú kl. 18:00 en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan 13-20 m/s á svæðinu með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Viðvörunin stendur til kl. 14:00 á morgun, mánudag.
Meira