Fréttir

Keflvíkingar einfaldlega besta liðið

Nýkrýndir deildarmeistarar Keflavíkur komu í Síkið í gær í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn hófu leik með ágætum, voru yfir eftir fyrsta fjórðung en svo kom það bersýnilega í ljós að Keflavík er með langbesta liðið í deildinni því þó svo að þeir væru án Harðar Axels þá var tilfinningin sú að þeir væru alltaf með leikinn í höndum sér. Þegar upp var staðið fóru þeir dökkbláu heim með stigin tvö. Lokatölur 71-86.
Meira

Reiðkennsla eflist – réttindi verða til - Kristinn Hugason skrifar

Lengi vel var það svo að álitið var að hestamennskuhæfni væri meðfædd; sumir væru bornir reiðmenn en aðrir jafnvel klaufar og yrðu ekki annað. Vissulega er það svo að þeir sem ætla að ná færni á þessu sviði sem öðrum þurfa að búa yfir áhuga og elju og ákveðnum líkamlegum forsendum en að því gefnu gildir hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.
Meira

Stelpurnar með seiglusigur gegn Vestra

Stólastúlkur brunuðu á Ísafjörð í gær þar sem þær léku við lið Vestra í 1. deild kvenna. Lið Ísfirðinga hafði aðeins hlotið tvö stig í leikjum vetrarins en lið Tindastóls hafði unnið fimm leiki af14. Raunar höfðu þær vestfirsku unnið annan leikinn í svokölluðum tvíhöfða hér á Króknum sl. haust en í kjölfar kófsins var leikjum í 1. deild kvenna fækkað og úrslitin í leiknum sem Vestri vann strikuð út. Þær voru því æstar í að næla í glötuðu stigin tvö en frábær tíu mínútna kafli Tindastóls seint í leiknum skóp fínan sigur gestanna. Lokatölur 64–73.
Meira

Fjölmenni á Skagfirskum tónum í gær

Það má með sanni segja að fólk hafi fengið að gleyma kórónu- og kóvídástandi um stund í gærkvöldi þegar tónleikar Huldu Jónasardóttur fóru fram í húsakynnum sýndarveruleika 1238 á Sauðárkróki. Nýr salur, ætlaður tónleikum og öðrum sviðsuppákomum, var þéttsetinn, innan sóttvarnareglna að sjálfsögðu, og lofar góðu upp á framhaldið.
Meira

Úrslit Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Úrslit vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga hafa verið kunngjörð en á heimasíðu Sæluviku er hægt að sjá útsendingu á heimasíðu Sæluviku þar sem tíndir eru til nokkrir botnar og vísur er bárust í keppnina. Skarphéðinn Ásbjörnsson sendi inn verðlaunabotn og Sigurlín Hermannsdóttir átti vísuna sem hlaut fyrstu verðlaun.
Meira

Hreppsnefnd Akrahrepps ekki einhuga um sameiningarviðræður

Ekki er samstaða innan hreppsnefndar Akrahrepps um að þekkjast boð Sveitarfélagsins Skagafjarðar til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði en hreppsnefndin tók málið fyrir á fundi sínum fyrir helgi. Varaoddviti telur Akrahrepp hafa fjárhagslegt bolmagn, mannauð og þekkingu til að reka gott samfélag áfram.
Meira

Geggjað veður og brjálæðislega góð mæting

Umhverfisdagur Fisk Seafood og knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram á Sauðárkróki í dag í björtu og stilltu veðri. Var rusl plokkað og tekið til frá klukkan tíu í morgun og stóð í fjóra tíma. Þátttaka tuðrusparkara og aðstandenda þeirra var „brjálæðislega góð“ eins og Feykir hafði eftir einum þátttakenda.
Meira

Stefán R. Gíslason hlýtur samfélagsverðlaun Skagafjarðar

Fyrir stundu var upplýst í netútsendingu á heimasíðu Sæluviku hver hlýtur samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þessu sinni en þann heiður fellur Stefáni R. Gíslasyni, tónlistarkennara og kórstjóra í Varmahlíð, í skaut. Stefán hefur verið leiðandi í tónlistarlífi Skagfirðinga um áratuga skeið og gildir þar einu hvort um er að ræða kennslu, kórstjórn eða menningarviðburði þar sem tónlistin hefur verið aðalatriðið og er Stefán alltaf tilbúinn að koma að slíku, sagði Ingibjörg Huld Þórðardóttir, varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins, við afhendinguna.
Meira

Sama orð, mismunandi skilningur - Áskorandi Anna Elísabet Sæmundsdóttir

Það var mikil lífsreynsla þegar ég fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna árið 1984 þá 17 ára gömul og margt sem var öðruvísi en ég átti að venjast. Ég lenti hjá yndislegu fólki og gekk sambúðin alveg ágætlega fyrir sig þrátt fyrir einhverja árekstra sem eðlilegt er en þegar fólk opnar heimili sitt fyrir skiptinema þá þarf skiptineminn að beygja sig undir reglur á nýja heimilinu.
Meira

Kærkominn Stólastúlknasigur á liði Þórs/KA

Lið Tindastóls og Þórs/KA mættust á Sauðárkróksvelli í gær í skítakulda en leikurinn var liður í Kjarnafæðismótinu. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og þær gerðu eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir heimastúlkur þá var um sjálfsmark að ræða. Lið Tindastóls vann því leikinn 1-0 og ekki ósennilegt að um hafi verið að ræða fyrsta sigurleik Stólastúlkna gegn Þór/KA.
Meira