Fréttir

Metnaðarfull sumarsýning hjá Heimilisiðnaðarsafninu

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins Halla, Hún er ég – Prjónatilveran var opnuð laugardaginn 7. júní að viðstöddum fjölda gesta. Að þessu sinni er það Halla Lilja Ármannsdóttir sem er með fjölbreytta prjónasýningu. Um er að ræða prjónaðar flíkur og margs konar nytjahluti og skúlptúra.
Meira

Tekið vel í tillögu um árlega viðurkenningu til Listamanns Skagafjarðar

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar sem fram fór þann 5. júní síðastliðinn var lögð fram tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur fulltrúa VG og óháðra í byggðarráði þar sem hún lagði til að komið verði á árlegri viðurkenningu til handa listamanni í Skagafirði sem hefur skarað fram úr í listsköpun sinni eða stuðlað að menningarstarfi í héraðinu.
Meira

Nú streymir heita vatnið um Austur-Húnavatnssýslu sem aldrei fyrr

Ný vinnsluhola, RR-38, verður formlega vígð föstudaginn 13.júní að Reykjum í Húnabyggð. Þar með lýkur umfangsmiklu verkefni sem hófst árið 2021 með það markmið að auka afkastagetu hitaveitunnar og tryggja nægjanlegt framboð á heitu vatni fyrir ört vaxandi eftirspurn á svæðinu. Hitaveitan að Reykjum þjónar nú öllu þéttbýli á Blönduósi og Skagaströnd auk dreifbýlis í Húnabyggð. Með tilkomu nýju vinnsluholunnar er rekstraröryggi aukið og tryggt að veitan geti sinnt núverandi og framtíðareftirspurn á svæðinu.
Meira

Meistari Arnar Björns semur til tveggja ára

Dagur Þór og kompaní hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls halda áfram að skreyta gómsæta hnallþóruna sem karlalið Tindastóls á að verða á næsta keppnistímabili. Nú hefur Sigtryggur Arnar Björnsson hripað nafn sitt á nýjan samning og ætlar að fara með okkur kátur og hress í körfuboltaferðalag næstu tvö tímabil.
Meira

Stefnir í sameingarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Á sveitarstjórnarfundi í Húnaþingi vestra í dag verður tekin endanleg ákvörðun um hvort ákveðið verði að hefja formlegar sameiningarviðræður við Dalabyggð. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur þegar samþykkt að hefja sameiningarviðræður en sú ákvörðun var endanlega samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 10. júní sl.
Meira

Ungmenna og íþróttafélagið Smári 30 ára

Ungmenna og íþróttafélagið Smári sem starfar í Varmahlíð og sveitunum í kring er 30 ára um þessar mundir. Smári varð til við sameiningu fjögurra ungmennafélaga...
Meira

Smábæjarleikar að hefjast á Blönduósi

Smábæjaleikarnir á Blönduósi fara fram um helgina og er þetta í 21. skiptið sem þeir eru haldnir. Keppt er í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 8., 7., 6. og 5. flokki.
Meira

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í fimmta sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna og rannsókna sem bætt geta geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.
Meira

Fæðingardeildin 50 ára

Einn af föstu punktunum í tilverunni á Króknum er fæðingardeild Sauðárkrókshesta sunnan við bæinn. Sauðárkrókshestar er ræktunarnafn Guðmundar Sveinssonar og fjölskyldu. Sveinn faðir Guðmundar lagði grunninn að þessari ræktun með þeim mæðgum, Ragnars Brúnku og Síðu frá Sauðárkróki.
Meira

Saga Sjöfn er nýr formaður Leikfélags Sauðárkróks

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks var haldinn fimmtudagskvöldið 5. júní sl. í Leikborg, Borgarflöt 19D. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf en helst bar til tíðinda að formannsskipti urðu á fundinum þar sem Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir lét af störfum eftir langa og farsæla formannssetu.
Meira