Fréttir

Skagafjörður auglýsir til leigu grunnskólann á Hólum

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Hólar Grunnskóli F2142800, 409 fermetra húsnæði ásamt íbúðarhluta sem er að auki 135 fermetrar, staðsett á Hólum í Hjaltadal Skagafirði. Húsnæðið var áður notað sem skólabygging og hentar því vel fyrir ýmsa starfsemi.
Meira

Byggðaleið valin fyrir Holtavörðuheiðarlínu 3

Landsnet hefur ákveðið hvaða línuleið verði farin vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 en fara á svokallaða byggðaleið með áfangaskiptingu. Í frétt í Húnahorninu segir að áfangaskipting verði þannig útfærð að línan verði byggð í fyrsta áfanga frá Blöndu að Laxárvatni og tekin í rekstur þegar sá áfangi er tilbúinn, en í beinu framhaldi yrði línan byggð að tengivirki á Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Landsnet hefur sent til landeigenda á fyrirhugaðri línuleið.
Meira

Stórleikur Maddiar dugði ekki til gegn Keflvíkingum

Tindastóll og Keflavík mættust í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Það kom svo sem ekki á óvart að lið Keflavíkur reyndist sterkara en heimaliðið enda við fyrrverandi Íslandsmeistara að etja. Gestirnir sigu fram úr þegar leið á þriðja leikhluta og innbyrðu nokkuð öruggan sigur. Lokatölur 88-96.
Meira

Síkið í kvöld!!

Nú er búið að taka til í Síkinu eftir árshátíð ársins og leikdagur framundan hjá meistaraflokki kvenna. Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum. 
Meira

Gleði og gaman á Kótilettukvöldi í Eyvindarstofu

Það var ekki bara Kaupfélag Skagfirðinga sem stóð fyrir veislu um helgina, Valli í Húnabyggð lét ekki deigan síga og stóð fyrir 51. kótilettukvöldinu sem fram fór í Eyvindarstofu á Blönduósi. „Mikil gleða og en meira gaman,“ skrifar Valli á Facebook sem segir að Helgi Páll veislustjóri hafi farið á slíkum kostum að hann var umsvifalaust ráðinn til að endurtaka leikinn að ári.
Meira

Sýningin 1238: Baráttan um Ísland er til sölu

Í gær mátti sjá á heimasíðu 1238: Baráttan um Ísland að sýningin væri til sölu en rétt rúm sex ár eru síðan opnað var með pomp og prakt í nýuppgerðu húsnæði í Gránu og gamla samlaginu við Aðalgötuna á Sauðárkróki. Sannarlega metnaðarfull og glæsileg sýning sem jók fjölbreytnina í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Feykir hafði samband við Freyju Rut Emilsdóttur sem er framkvæmdastjór Sýndarveruleika ehf, sem meðal annars á og rekur sýninguna 1238 og spurði hana út í málið.
Meira

Glæsileg árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga

Árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga var haldin sl. laugardagskvöld og er alveg óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar Síkinu á Sauðárkróki var bókstaflega breytt í höll. Gestir mættu á rauða dreg-ilinn og ekki nokkur leið að þekkja íþróttahúsið og ætlar blaðamaður að leyfa sér að fullyrða að svona hafi Síkið aldrei litið út.
Meira

Erfiðlega gengur að manna leikskóla í Skagafirði

Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í síðustu viku var starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði til umfjöllunar. Þar kom m.a. fram að erfiðlega gangi að manna fjölmarga vinnustaði í sveitarfélaginu og þar á meðal leikskóla. Því til skýringar er bent á að atvinnuleysi á Norðurlandi vestra mælist undir 1%. „Leitað er allra leiða til að fá fólk til starfa á leikskólum sem hafa skilað nokkrum árangri. Jafnframt hefur verið auglýst eftir dagforeldrum, en engar fyrirspurnir hafa borist vegna þess,“ segir í fundargerðinni.
Meira

Eldri borgarar í Húnaþingi funda á Blönduósi í dag

Haustfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi í dag, 4. nóvember klukkan 13. Gestir fundarins verða Björn Snæbjörnsson formaður Landsambands eldri borgara og Oddný Árnadóttir framkvæmdastjóri og munu þau kynna félögum starfsemi landsambandsins.
Meira

Ós US: Vefnaður samfélags og sköpunar | Morgan Bresko skrifar

Sýning fór fram í Hillebrandtshúsi í Gamla bænum í Blönduósi og veitti gestum innsýn í skapandi samtal sem myndaðist þegar alþjóðlegir listamenn kynntu sér landslag, menningu og textílhefðir Íslands. Hver listamaður setti fram einstakt sjónarhorn og skoðaði hugtök eins og sjálfsmynd, ferli og stað í gegnum efni, vefnað og tilraunir með textíl.
Meira