Fréttir

Stólarnir settu níu mörk í Hafnarfirðinum

Það voru skoruð 35 mörk í fimm leikjum í næstsíðustu umferð 3. deildar í gær og tæplega þriðjungur markanna var gerður í leik ÍH og Tindastóls sem fram fór í Skessunni í Hafnarfirði. Stólarnir hafa nú gert 17 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum og heldur betur hresst upp á markatöluna í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar. Lokatölur í gær 2-9.
Meira

Rabb-a-babb 239: Peta

Það er Péturína Laufey Jakobsdóttir, fædd árið 1980, sem svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Peta býr á Skagaströnd og er gift Reyni Lýðs Strandamanni en saman eiga þau þrjú börn; Jóhann Almar 23 ára, Anton Loga 16 ára og Katrínu Söru 12 ára. „Ég er dóttir Katrínar Líndal og Jakobs Jónssonar sem búa á Bakka í Vatnsdal. Ég er fædd og uppalin á Blönduósi, átti sama herbergið til 16 ára aldurs á Hlíðarbrautinni. Þá flutti ég að heiman, mjög fullorðin að eigin mati, og ekki búin að átta mig á hversu ómetanlegt það er að vera á hótel mömmu. Mamma og pabbi eru nýlega flutt í sveitina en pabbi er frá Bakka í Vatnsdal og mamma er frá Bakkakoti í Refasveit.“
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í fjórða sætið

Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta heimaleik sinn þetta sumarið í dag en þá komu gaurar í Garðabænum í heimsókn á Blönduós. Gestirnir voru í fallbaráttu og þurftu því meira á stigunum að halda en húnvetnskir heimamenn sem sigla lygnan sjó í efri hluta 2. deildar. Það var þó engin miskunn hjá Birni bónda og bætti lið Kormáks/Hvatar þremur stigum í sarpinn og situr í fjórða sæti fyrir lokaumferðina.
Meira

Aðeins 54 laxar hafa veiðst í Blöndu

„Laxveiði í húnvetnsku ánum mallar rólega, líkt og hún hefur gert í allt sumar, en full rólega að mati margra laxveiðimanna,“ segir í frétt í Húnahorninu en flestar helstu laxveiðiár í Húnavatnssýslum loka í þessum mánuði og haustveiðin því hafin. Mest hefur veiðin verið í Miðfjarðará í sumar en hún ætti að vera komin upp fyrir þúsund laxa múrinn eftir helgi.
Meira

„Bækur eru þolinmóðastir hluta“ | Hallgrímur Helgason svarar Bók-haldi

Það er myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason sem fer yfir bók-haldið sitt í Feyki að þessu sinni. Hallgrímur er einn ástsælasti höfundar þjóðarinnar, margverðlaunaður og liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann er fæddur árið 1959, býr í 104 Reykjavík, er í sambúð og faðir fjögurra barna og afi tveggja barnabarna.
Meira

Erum við að láta fjársjóð renna okkur úr greipum?

Helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum er ferðaþjónustan og eftir nokkru að slægjast fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög að eigna sér hlutdeild í því ævintýri. Í Glefsum á heimasíðu SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) hefur Vífill Karlsson farið yfir vægi ferðaþjónustu í útsvarsgrunni sveitarfélaga á Íslandi og þar má sjá að láninu – ef svo mætti kalla – ser annarlega misskipt. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra skora ekki hátt í þeirti úttekt en aðeins Húnaþing vestra er í efri hluta töflunnar en á botninum er Skagaströnd.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2025

Þann 4. september sl. voru veittar umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar í Húsi Frítímans. Veitt voru að þessu sinni átta verðlaun í sex flokkum. Í 21 ár hefur sveitarfélagið Skgafjörður og Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar verið í samstarfi um að velja og veita umhverfisviðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja.
Meira

Undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum næsta sumar í fullum gangi

Landsmót hestamanna verður á Hólum í Hjaltadal næsta sumar og er miðasala á mótið hafin fyrir löngu á vef mótsins, landsmot.is og fer vel af stað. Sérstakt forsölutilboð er í gangi til áramóta. Í færslu á Facebook-síðu Landsmóts í gær var sagt frá því að framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna á Hólum 2026 kom saman til fundar á Hólum í vikunni. Erindið var að hitta fulltrúa Háskólans á Hólum og fulltrúa mannvirkjanefndar LH og skoða þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á væntanlegu mótssvæði í sumar.
Meira

Nanna Rögnvaldar hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Skagfirðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, sem ættuð er úr Djúpadal, hlaut í gær Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Nönnu verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Alls bárust 71 handrit í keppnina og bar handrit Nönnu sigur úr býtum en það nefnist „Flóttinn á norðurhjarann“.
Meira

Stólastúlkur mörðu mikilvægan sigur gegn Fram

Það voru um 200 manns sem sóttu leik Tindastóls og Fram í Bestu deild kvenna á Króknum í gærkvöldi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir lið Tindastóls sem varð hreinlega að vinna leikinn til að koma sér betur fyrir í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni og að halda liði Fram í seilingarfjarlægð. Það hafðist því Stólastúlkur uppskáru 1-0 sigur eftir baráttuleik þar sem Gen í marki Tindastóls var hreint frábær.
Meira