Fréttir

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju í kvöld

Sjaldan hefur jafn stór hópur framhaldsnemenda verið í flautusamspili Tónlistarskólans á Akureyri. Dagana 24.-29. apríl ætla sex nemendur þaðan og einn píanónemandi að fara til Frakklands í tónleika- og menningarferð. Kennararnir Petrea Óskarsdóttir (flauta) og Þórarinn Stefánsson (píanó) hafa undirbúið nemendurna fyrir tónleikana og verða fararstjórar. Hópurinn hélt tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 9. apríl sl. og á Skagaströnd í kvöld og hitar upp fyrir utanlandsferðina.
Meira

Leikurinn gegn Völsungi gefur góð fyrirheit

Feykir sagði frá því um helgina að Tindastólsmenn urðu að sætta sig við tap gegn Lengjudeildarliði Völsungs í Mjólkubikar fótboltans. Úrslitin réðust í æsispennadi og dramatískum bráðabana í vítaspurnukeppni. „Ég var mjög ánægður með leik minna manna, við sýndum mikinn vilja og dugnað,“ sagði Konráð Freyr Sigurðsson (Konni), þjálfari Tindastóls þegar Feykir spurði hann út í leikinn.
Meira

Það lengist í gulu veðurviðvöruninni

Nokkuð snjóaði í snarpri norðanátt í nótt hér Norðvestanlands en þó ekki meira en svo að varla er hægt að tala um hvíta jörð í byggð. Reiknað var með að gul veðurviðvörun dytti niður upp úr hádegi í dag en Veðurstofan hefur framlengt í þeirri viðvörun sem stendur nú fram á aðfaranótt þriðjudags. Veðrið gengur að mestu niður í dag en áfram verður hvasst á Ströndum fram yfir miðnætti og af þeim sökum hangir viðvörunin inni.
Meira

Páskamót Molduxa 2025 er á laugardaginn

Glöggir hafa eflaust tekið eftir því að það styttist í páskana og allir vita hvað gerist á páskum... jú, Páskamót Molduxa. Það verður haldið í Síkinu á Sauðárkróki laugardaginn 19. apríl og ótrúlegt en satt þá er þetta aðeins fjórða Páskamótið en áður var vormót Molduxa í Sæluvikunni. Molduxum þykir rétt að áhugasamir dusti rykið af stökkskónum og skrái lið til leiks – núna strax!
Meira

Boðað til samverustundar í FNV á þriðjudaginn

Drengirnir fjórir sem lentu í alvarlegu umferðaóhappi við Grafará í fyrrakvöld voru allir lagðir inn á gjörgæslu á Landspítalanum. Mbl.is hefur eftir Þorkeli V. Þorsteinssyni, settum skólameistara FNV, að þrír piltanna séu nemendur við skólann. Skólinn hefur því boðað til samverustundar í Bóknámshúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 15. apríl kl. 17 og er öllum velkomið að mæta.
Meira

Húnvetningar lögðu Sandgerðinga í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar spilaði loks síðari heimaleik sinn í Lengjubikarnum í dag og var leikið í Skessunni í Hafnarfirði. Um var að ræða frestaðan leik en mótherjinn var lið Reynis Sandgerði sem var sæti ofar Húnvetningum í riðli 1 í B-deild keppninnar – með eitt stig. Heimaliðið hafði því tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til en þeir nældu í fyrsta sigur undirbúningstímabilsins og lögðu Sandgerðinga 3-2.
Meira

Veður versnar í kvöld og færð gæti spillst

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum nú kl. 18:00 en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan 13-20 m/s á svæðinu með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Viðvörunin stendur til kl. 14:00 á morgun, mánudag.
Meira

Skandall sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd MA

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í kvöld í Háskólabíói í Reykjavík. Í fyrra var það Emelíana Lillý sem söng til sigurs fyrir FNV en hljóðneminn góði fór ekki langt því stúlknabandið Skandall, sem er hálfhúnvetnskt og keppti fyrir hönd MA, gerði sér lítið fyrir og sigraði með lagið Gervi ástin mín sem MUSE gerðu vinsælt undir nafninu Plug In Baby. Til hamingju Skandall!
Meira

Völsungur hafði betur í vító

Tindastóll og Völsungur Húsavík mættust í Mjólkurbikarnum á Króknum í dag í fínu fótboltaveðri. Tvær deildir skilja liðin að þar sem Húsvíkingar spila í Lengjudeildinni í sumar en Stólarnir í 3. deild. Það var akki að sjá á spilamennsku liðanna lengi leiks. Það fór svo að leikurinn fór í vító og þar höfðu gestirnir betur í bráðabana, nýttu sjö af níu spyrnum sínum eða einni meira en Stólarnir.
Meira