Skipulagslýsing fyrir Hofsós - Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann
feykir.is
Skagafjörður
10.01.2026
kl. 11.10
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 44. fundi sínum þann 10. desember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn á Hofsósi skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Hofsós – Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn. Tilgangurinn með gerð skipulagslýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipu-lagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði og skila betri og markvissari skipulagsvinnu.
Meira
