Líflegar umræður á íbúafundum í Dalabyggð og Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni
22.10.2025
kl. 14.01
Opnir íbúafundir voru haldnir í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í liðinni viku þar sem fram fór kynning á vinnu sameiningarnefndar og vinnustofur þar sem þeir sem sóttu fundina gátu komið sínum hugmyndum að og haft áhrif á mótun stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi. Enn á að sjálfsögðu eftir að klára að vinna úr hugmyndum íbúa og að kjósa um sameininguna. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, voru fundirnir vel sóttir og umræður fjörugar á þeim báðum. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Unni.
Meira
