Fréttir

Húnvetningar töpuðu gegn Elliða og Aco lætur af störfum

Í síðustu viku lutu Húnvetningar í sundpollinn í Garði þegar lið Víðis hafði betur og þá var ákall frá fréttaritara heimasíðu Kormáks/Hvatar um færri víti og færri spjöld. Ekki virtust hans menn hafa lesið pistilinn því spjöld og víti voru meðal annars uppskera Kormáks/Hvatar þegar liðið tók á móti Árbæingum í Elliða í óvenju þéttri suðvestanátt með tilheyrandi rigningarslettum á Sauðárkróksvelli. Niðurstaðan 1-3 tap og áfram gakk.
Meira

Mikið um að vera á atvinnulífssýningu á Króknum : Myndasyrpa

Í dag heldur atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins áfram þar sem fjölbreytileiki héraðsins er kynntur í hinum ýmsu málum er viðkemur góðu samfélagi.
Meira

Lífið í sveitinni :: Áskorandapenninn Valgerður Kristjánsdóttir Mýrum

Nú vorar og sól hækkar á lofti, náttúran vaknar öll. Fuglarnir eru að koma, hér eru túnin full af gæsum og helsingjum á morgnana þegar maður vaknar. Morgnarnir eru fallegasti tími dagsins hér á Mýrum, þá er logn og oft sól á lofti. Loftið er svo tært og hreint og maður getur ekki annað en teygt úr sér og notið þess að vera bara til. Allt lítur betur úr þegar fer að vora.
Meira

Óli Arnar næsti ritstjóri Feykis

Breytingar verða á ritstjórn Feykis, svæðisfréttablaði Norðurlands vestra, þegar Óli Arnar Brynjarsson tekur við ritstjórastarfinu þann fyrsta ágúst nk. af Páli Friðrikssyni, sem gegnt hefur því embætti í tíu ár samanlagt. Ekki þurfti langt að leita að eftirmanni Páls því Óli Arnar hefur starfað hjá Nýprenti í 18 ár og unnið að einu eða öðru leyti við Feyki í tæp 20 ár.
Meira

Menningarhús verður byggt á Sauðárkróki - Áætluð verklok verði 2027

Á atvinnulífssýningunni „Skagafjörður : Heimili Norðursins“ sem sett var í morgun í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki, rituðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, undir samkomulag um byggingu Menningarhúss á Sauðárkróki en það var einmitt á atvinnulífssýningu á sama stað sem viljayfirlýsing var undirrituð um framkvæmdina 2018.
Meira

Stólarnir máttu þola tap í Egilshöllinni

Önnur umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu var spiluð í gærkvöldi og lið Tindastóls heimsótti Vængi Júpíters í Egilshöllina í Grafarvogi. Markalaust var í hálfleik en mörkin komu í síðari hálfleik og það voru heimamenn sem höfðu sigur. Lokatölur 3-1.
Meira

Sýnishorn af innsendum botnum og vísum í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Eins og fram hefur komið í Feyki voru úrslit Vísnasamkeppni Sæluvikunnar kynnt við setningu Sæluvikunnar 30. apríl sl. Búið er að birta sigurvísurnar en samkvæmt venju voru veitt verðlaun fyrir besta botninn og eins fyrir bestu vísuna þar sem efnistök voru gefin fyrirfram sem að þessu voru tíðar sólalandaferðir Íslendinga og áhrif þeirra á verðbólgudrauginn.
Meira

Tindastólsmönnum vel fagnað á Króknum

Íslandsmeistarar Tindastóls tóku nettan meistararúnt í gegnum Krókinn skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld en fánar blöktu á ljósastaurum í tilefni dagsins. Rúta Suðurleiðar stoppaði svo til móts við Síkið en þar hafði dágóður hópur fólks safnast saman þrátt fyrir lítinn fyrirvara og fagnaði vel þegar hetjurnar birtust með bikara á lofti.
Meira

„Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævi minni“

Feykir heldur áfram að athuga með heilsu og ástand stuðningsmanna og leikmanna Tindastóls eftir stóra sigurinn á Hlíðarenda. Einn frægasti Króksarinn er væntanlega Auðunn Blöndal og það mátti sjá hann angistarfullan í fremstu röð á Hlíðarenda og í Síkinu í einvígi Vals og Tindastóls. Það leit ekki út fyrir að hann hefði náð að spennujafna fyrir úrslitaleikinn og því rétt að tékka á honum.
Meira

Allt að verða klárt fyrir atvinnulífssýninguna um helgina

Atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins opnar tíu í fyrramálið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en setningarathöfnin hefst kl. 11. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta mæta að sjálfsögðu á svæðið og full ástæða til að mæta og fagna liðinu okkar en þeir eru væntanlegir á svið kl. 16 á laugardag.
Meira