Fréttir

Norðanátt og kólnandi veður næstu daga

Veðurútlitið næstu daga minnir frekar meira á haustspá en sumarspánna sem við óskum eftir. „Norðan­átt­in ger­ir sig aft­ur heim­an­komna um helg­ina og verður all­hvöss norðvest­an til og á Suðaust­ur­landi. Henni fylg­ir að venju úr­koma, nú í formi rign­ing­ar með svölu veðri á norðan- og aust­an­verðu land­inu en úr­komu­mest verður á sunnu­dag,“ seg­ir veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í hug­leiðing­um sín­um um veðrið næstu daga.
Meira

Orðsending til sláturleyfishafa

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu fagnar þeim tíðindum að samruni Kjarnafæðis og Norðlenska sé í farvegi. Vonandi hefur þessi samruni í för með sér hagræðingu sem getur skilað sér í hærra afurðaverði til sauðfjárbænda. Stjórnin hvetur alla sláturleyfishafa til að borga ekki lægra verð heldur en viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda á komandi sláturtíð (viðmiðunarverð birt á heimasíðu LS, 16. júlí 2020).
Meira

Stuðmenn á Hvammstanga í kvöld

Áfram heldur stuðið á Eldi í Húnaþingi á Hvammstanga. Stuðmenn, ein ástsælasta hljómsveit landsins, heldur tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, á þriðja degi Elds í Húnaþingi. Húsið opnar klukkan 20 en tónleikarnir sjálfir hefjast hálftíma síðar og standa til 23. Aldurstakmark er 18 ár og Eldsbarinn verður á staðnum.
Meira

Undurfagurt spilerí Ásgeirs og Júlíusar í Sauðárkrókskirkju

Vestur-Húnvetningarnir Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn mættu í Sauðárkrókskirkju í gær og sungu og léku undurfagra tónlist sína af einstakri list. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásgeir heldur tónleika á Króknum. Kirkjan var sneisafull og ekki var annað að sjá en kirkjugestir hafi notið frábærs flutnings á lágstemmdum lögum Ásgeirs.
Meira

Langspilsleikur og Pilsaþytur í Glaumbæ í dag

Í dag, 24. júlí, kl 16:00 verður boðið upp á skemmtilegan viðburð í Glaumbæ, Langspilsleik og Pilsaþyt. „Konurnar í Pilsaþyt munu gleðja gesti með nærveru sinni og Eyjólfur mun koma til okkar á ný og spila á langspil en langspilsleikur hans vakti mikla lukku þegar hann kom til okkar síðasta sumar,“ segir í lýsingu á viðburðinum á Facebook.
Meira

Leynist lag í skúffunni? -Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum

Nú er það ljóst að Sæluvika Skagfirðinga vrður haldin í haust og eru ýmsir farnir að undirbúa þátttöku. Hulda Jónasdóttir hefur verið iðin við að setja upp söngdagskrá í sínum gamla heimabæ og verður svo nú og ætlunin að flytja lög eftir skagfirskar konur.
Meira

Úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða

Þann 9. júlí sl. var 40 milljónum úr Öndvegissjóði Brothættra byggða úthlutað til sex verkefna í Brothættum byggðum. Á heimasíðu Byggðastofnunar kemur fram að fjórtán umsóknir hafi borist um styrki að upphæð kr. 162,5 milljónir en aðeins sex verkefni hlotið styrki.
Meira

Sauðárkróksrallý um helgina

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram í Skagafirði um næstu helgi eða laugardaginn 25. júlí. Keppendur verða ræstir frá Skagfirðingabúð á Sauðárkróki kl. 8 og munu koma í endamark um kl. 16:45 við stjórnstöð keppninnar sem verður við N1 á Sauðákróki. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal og verða því vegir lokaðir fyrir almennri umferð þennan dag svo sem hér segir:
Meira

Eldur í Húnaþingi - Hörku dagskrá framundan

Eldur í Húnaþingi er nú tendraður í 18. sinn en dagskrá hófst í gærmorgun, miðvikudag, með dansnámskeiði fyrir börn og stendur hátíðin fram á sunnudag. Hver viðburðurinn rekur annan og óhætt að telja að tónlistarfólk eigi eftir að halda uppi stemningu.
Meira

Þrenna frá Luke Rae tryggði þrjú stig

Karlalið Tindastóls mætti Elliða á Króknum í kvöld en þeir eru nokkurs konar b-lið Fylkis. Stólarnir fengur fljúgandi start en Luke Rae skilaði þrennu í hús á fyrsta hálftímanum. Leikurinn var þó jafn og spennandi en 3-1 sigur var þó sanngjarn þegar upp var staðið en lið Tindastóls fékk fín færi til að gulltryggja sigurinn í síðari hálfleik.
Meira