Fréttir

Nú mæta allir í Síkið

Íslandsmeistarar Tindastóls taka á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:30 en miðasala fer fram á Stubb. Nú er um að gera að fjölmenna í Síkið og styðja strákana okkar til sigurs. Grindvíkingar rúlluðu yfir okkar menn í fyrsta leik og nú þurfa allir Stólar að gera betur.
Meira

Séra Sigríður skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá og með deginum í dag, 15. apríl 2024. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ en hún lét af störfum þann 1. desember síðastliðinn.
Meira

Undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðs tjaldsvæðis við Sauðárgil

Um miðjan mars auglýsti skipulagsfulltrúi Skagafjarðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki. Staðsetning tjafldsvæðis á Króknum hefur löngum verið bitbein íbúa og lengi verið leitað að hentugri staðsetningu. Tjaldsvæðið við sundlaugina verður senn að víkja vegna byggingar væntanlegs menningarhúss sunnan Safnahúss Skagfirðinga en tillaga um að gera tjaldsvæði við Sauðárgil, norðan Hlíðarhverfis, er umdeild. Hefur nú verið sett af stað undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem hægt er að mótmæla fyrirhuguðum breytingum.
Meira

List á ferð / Art travels

Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari. Þannig höfum við betri stuðningskerfi almennt sem leiðir til betri heilsufars.
Meira

Snæfell heldur í vonina með sigri á Stólastúlkum í kvöld

Tindastóll og Snæfell léku þriðja leik sinn í úrslitakeppni um sæti í efstu deild nú í kvöld og var leikið í Stykkishólmi. Stólastúlkur höfðu unnið góða sigra í fyrstu tveimur leikjunum og hefðu því getað sópað liði Snæfells úr keppni í kvöld en það fór á annan veg. Lið Tindastóls sá ekki til sólar í fyrri hálfleik og þrátt fyrir smá klór í síðari hálfleik tókst stelpunum ekki að minnka muninn að ráði. Lokatölur 67-54.
Meira

Ný stjórn kosin hjá Björgunarfélaginu Blöndu

Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 10. apríl síðastliðinn. Starf félagsins hefur gengið mjög vel sem og rekstur þess. Ný stjórn var kosin á fundinum
Meira

Vel heppnaðir tónleikar Heimis og Fóstbræðra

Það var þétt staðið á sennunni í Miðgarði í gærkvöldi þegar Karlakórinn Heimir og Karlakórinn Fóstbræður héldu sameiginlega tónleika. „Bráðgóðir tónleikar og þökkum við gestum og Fóstbræðrum kærlega fyrir komuna,“ segir í færslu á Facebook-síðu Heimis en þar er einnig að finna lauflétt myndband af samsöng kóranna í Ljómar heimur loga fagur.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Kormáks/Hvatar heimsóttir Fífuna í dag þar sem lið Augnabliks beið þeirra. Um var að ræða leik í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Eftir ágæta byrjun fór allt í skrúfuna hjá gestunum og það voru heimamenn sem höfðu 5-2 sigur og ævintýri Húnvetninga í Mjólkurbikarnum því lokið þetta árið.
Meira

Stólarnir reyndust sterkari á vítapunktinum

Tindastóll og Magni Grenivík mættust í dag í 2. umferð Mjólkurbikars karla og fór leikurinn fram við fínar aðstæður á Króknum. Grenvíkingar eru deild ofar en Stólarnir en urðu að sætta sig við að kveðja bikarinn eftir að hafa lotið í lægra haldi eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni þar sem Stólarnir reyndust sterkari á svellinu.
Meira

Grindvíkingar Kane-lausir í Síkinu á mánudaginn

Íslandsmeistarar Tindastóls leika annan leik sinn í úrslitakeppni Subway-deildarinnar á mánudagkvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Grindvíkingar verða þá án eins af lykilmönnum sínum þar sem aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í gær DeAndre Kane í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar eftir leik í 21. umferð deildarkeppninnar.
Meira