Fréttir

Árskóli á Tenerife

Laugardaginn 4. júní lagði 94 manna hópur frá Árskóla/tónlistarskólanum í náms- og kynnisferð til Tenerife. í hópnum voru 66 starfsmenn, þrír starfsmenn FNV og 25 makar. Þessar ferðir eru fastur þáttur í starfsemi Árskóla sem varð til 1998 við sameiningu Barna- og Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki. Þá var strax sett á stefnuskrána að nýta endurmenntunarsjóði stéttarfélaganna til þess að kynnast öðrum skólum bæði innanlands og erlendis.
Meira

Malbikað á Króknum

Sumarið er tíminn og þá ekki síst til að malbika. Á dögunum var malbikað á Skagaströnd en nú er verið að malbika á Sauðárkróki. Á fésbókarsíðunni sívinsælu, Skín við sólu, stendur Ómar Bragi vaktina og hann skellti inn mynd af malbikunarframkvæmdum í nýjustu götunni á Króknum, Nestúni, en þar er einnig búið að taka nokkra grunna og allt að gerast.
Meira

Nýútkomin bók Jóhanns F.K. Arinbjarnarsonar

Nú í júní kom út bókin ÓGNAREÐLI – GLÆPSAMLEG ÁSTARSAGA eftir rithöfundinn og Húnvetningurinn Jóhann F.K. Arinbjarnarson. Bókin ÓGNAREÐLI – GLÆPSAMLEG ÁSTARSAGA er sannkallaður sumarsmellur og hentar vel í hvaða tjaldvagn, hjólhýsi eða sumarbústað sem er.
Meira

Jón sigraði á Húnavökumótinu

Húnahornið segir af því að Húnavökumót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi fór fram síðastliðinn laugardag á Vatnahverfisvelli í ljómandi góðu veðri. Fimmtán keppendur voru skráðir til leiks og var mótið bæði skemmtilegt og spennandi frá upphafi til enda. Það fór svo að lokum að Jón Jóhannsson úr GÓS stóð uppi sem sigurvegari með 38 punkta.
Meira

Edda Björg gæti alveg hugsað sér að verða rithöfundur

Lífið er fullt af leikjum og nú á meðan á EM2022 í knattspyrnu fer fram hefur staðið yfir súpereinfalt og skemmtilegt átak fyrir krakka undir yfirskriftinni Tími til að lesa. Þátttakendur gerðu samning um að lesa heilan helling meðan á keppninni í Englandi stendur og skrifa fullt af skemmtilegum boltasögum. Nú í vikunni fékk Edda Björg Einarsdóttir, tíu ára (en alveg að verða ellefu), frá Syðra-Skörðugili í Skagafirði, óvænt símtal frá Gunna Helga, uppáhalds rithöfundinum sínum. Hann tilkynnti henni að hún væri sigurvegari í sögukeppni Tíma til að lesa og vinningurinn var ekki af verri endanum – ferð á landsleik með íslenska kvennalandsliðinu.
Meira

Dögun nýtir styrk Orkusjóðs til að minnka kolefnisspor

Eins og fram kom í frétt hér á Feykir.is fékk Dögun 20 milljóna styrk frá Orkusjóð. Dögun mun nýta þann styrk til að skipta út olíukatli sem er notaður til að keyra sjóðarann og fleiri tæki sem nýtt eru í framleiðslu Dögunar. Í staðinn kemur nýr rafmagnsketill, er þetta gert til að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti og nota í staðinn endurnýjanlega íslenska orku.
Meira

Ingibjörg Huld ráðin í stöðu kennslustjóra

Fram kemur á heimasíðu Háskólans á Hólum að Ingibjörg Huld Þórðardóttir hafi verið ráðin í stöðu kennslustjóra við Háskólann á Hólum og að hún komi til starfa þann 1. ágúst nk. Inga Huld mun hafa faglega umsjón með kennslumálum skólans, svo sem þróun nýrra námsleiða, samræmingar á kennsluskrám og starfi kennslunefndar.
Meira

Rebekka og Inga Sólveig verða með Stólastúlkum í vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimakonurnar Rebekku Hólm Halldórsdóttur og Ingu Sólveigu Sigurðardóttur um að leika með kvennaliðinu komandi tímabil. Níu lið eru skráð til leiks í 1. deild kvenna og verður spiluð þreföld umferð. Fyrsti leikur Tindastóls verður í Síkinu 23. september en þá kemur b-lið Breiðabliks í heimsókn.
Meira

Hefur þú öskrað?

Hefurðu tekið þátt í mótmælum? Verið með skilti og öskrað? Tekið þátt í samstöðufundum? Flest svara játandi, enda eiga Íslendingar heimsmet í mótmælum miðað við okkar frægu höfðatölu.Rétturinn til mótmæla er líka sterkur hér og flest fara mótmæli friðsamlega fram...
Meira

Ljómarallið í Skagafirði

Laugardaginn 23. júlí næstkomandi Verður Ljómarall í Skagafirði ræst af stað. Fyrsti bíll fer af stað frá Vélavali í Varmahlíð klukkan átta og verða eknar fjórar leiðir um Mælifellsdal og tvær leiðir um Vesturdal. Úrslitin verða birt í Vélavali klukkan þrjú.
Meira