Fréttir

Heilsueflandi móttökur settar á fót um allt land

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Framlagið kemur til viðbótar 130 milljónum króna sem ráðherra hefur ákveðið að verja til að efla þjónustu heimahjúkrunar.
Meira

Dósa- og flöskusöfnun Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Næstkomandi mánudag, 2. desember, munu börn og unglingar frá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls ganga í hús og safna flöskum og dósum. Samkvæmt tilkynningu frá Tindastóli er á ætlað að þau verði á ferðinni milli kl. 17:00 – 20:00.
Meira

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku fór fram á Alþingi mánudaginn 25. nóvember. Málshefjandi var Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, og til andsvara var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, félags- og nýsköpunarráðherra.
Meira

Flettu JólaFeyki á netinu

Jólablað Feykis rann af stað á færibandinu í gær og er hluti upplagsins klár og kominn á Póstinn. Það er töluverð vinna við samsetningu blaðsins og lýkur henni ekki fyrr en í dag, þannig að það verða því miður ekki allir komnir með blaðið í hendur fyrir helgi. Beðist er velvirðingar á því.
Meira

Tendruð ljós á jólatré á Blönduósi

Ljósin verða tendruð á jólatrénu við Blönduósskirkju í dag klukkan 17:00. Tréð sem reist hefur verið við kirkjuna er fengið í Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur – Húnvetninga og er það hið glæsilegasta á að líta.
Meira

Jón Gísli og Skagastrákarnir úr leik í Evrópu

Síðustu tvö sumur hefur sameinað lið ÍA, Kára og Skallagríms orðið Íslandsmeistari í knattspynu í 2. flokki karla. Liðinu bauðst í sumar að taka þátt Unglingadeild UEFA og hefur liðið spilað nokkra leiki í þeirri keppni en féll loks úr leik í gær þegar þeir mættu liði Englandsmeistaranna, Derby County, á Pride Park. Með liðinu spilar Króksarinn Jón Gísli Eyland Gíslason.
Meira

Þórsarar mæta Stólunum í Síkinu í kvöld

Körfuboltinn heldur áfram að skoppa í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna í Síkið og hvetja lið Tindastóls gegn þrautreyndum Þórsurum úr Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eflaust verður hægt að gæða sér á sjóðheitum hömmurum fyrir leik.
Meira

Umsókn um fjölgun hjúkrunarrýma á Sæborg hafnað

Heilbrigðisráðuneytið telur sér ekki fært að verða við beiðni hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá því í september þess efnis að fá úthlutað einu hjúkrunarrými til viðbótar við þau níu sem fyriri eru . Öll hjúkrunarrými á Sæborg eru fullnýtt og hefur svo verið í nokkur ár.
Meira

Álfhildur spyr um húsaleigu RKS hússins

Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir rúmar fjórar milljónir króna í leigu á mánuði vegna húsnæðis undir fjölþætta starfsemi. Einna helst beinist athyglin að húsaleigu vegna fasteignarinnar Borgarflöt 27 á Sauðárkróki, svokallað RKS hús, þar sem áhaldahús eða þjónustumiðstöð sveitarfélagsins er staðsett, en greidd hefur verið rúm 71 milljón í leigu þau níu ár sem sveitarfélagið hefur með húsið að gera. Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskaði eftir svörum þar um í bréfi dagsettu 17. nóvember sem opinberuð voru á fundi byggðaráðs í gær og birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Konukvöld Húnabúðarinnar á sunnudaginn

Húnabúðin á Blönduósi heldur árlegt konukvöld sitt nk. sunnudag, 1. desember, klukkan 20:00. Þetta er í fjórða skipti sem Húnabúðin stendur fyrir konukvöldi og hafa þau alltaf verið vel afar sótt.
Meira