Fyrsta húsið rís á Freyjugötureit
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
10.02.2021
kl. 14.22
Hafin er vinna við uppbyggingu fjölbýlishúss við Freyjugötu á Sauðárkróki, hið fyrsta af mörgum ef fram fer sem horfir með uppbyggingu verktakafyrirtækisins Hrafnshóls á svokölluðum Freyjugötureit. Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk á síðasta ári úthlutað stofnframlagi f.h. húsnæðissjálfseignarstofnunar sem komið hefur verið á laggirnar, Bæjartún hses, vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki en um er að ræða íbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Nýjatún ehf., sem er í eigu Hrafnshóls, er stofnandi Bæjartúns og tekur yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins gagnvart Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira