Fréttir

Valsmenn spilltu skagfirska draumnum

Það er einhver bið á því að Tindastólsmenn lyfti Íslandsmeistaratitlinum en síðasti sénsinn þetta árið verður í Origo-höllinni á Hlíðarenda nú á fimmtudaginn. Valsmenn gerðu sér nefnilega lítið fyrir og eyðilögðu draumapartý Stólanna með seiglusigri í Síkinu í kvöld. Heimamenn áttu hreint klikkaðan fyrsta leikhluta og voru eiginlega orðnir meistarar að honum loknum en svo bara gerðist eitthvað og sllt small í baklás. Í þremur síðustu leikhlutunum skoruðu Stólarnir 31 stig en höfðu gert 38 í þeim fyrsta. Lokatölur 69-82 og oddaleikur bíður liðanna en Stólarnir geta huggað sig við að þeir eru búnir að vinna þrjá leiki í röð í garði meistaranna.
Meira

Allra síðasta sýning á Á svið nk. miðvikudag

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá gamanleikinn Á svið sem Leikfélag Sauðárkróks hefur sýnt á fjölum Bifrastar undanfarnar tvær vikur. Allra síðasta sýning næsta miðvikudag.
Meira

„Erum ekki búnir að vinna neitt, það er mjög mikilvægt að hausinn sé þar,“ segir Svavar Atli um rimmu kvöldsins

Eins og alþjóð er kunnugt um verður einn mikilvægasti körfuboltaleikur sem fram hefur farið á Sauðárkróki spilaður í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti ríkjandi meisturum í Val í úrslitakeppni Subway-deildar. Með sigri hampa heimamenn bikarnum en vinni Valur fer fram oddaleikur nk. fimmtudag syðra. Svavar Atli Birgisson, einn þjálfara Stóla segir mikilvægt að spennustigið fari ekki yfir hina fínu línu.
Meira

Fjölmargir mættu í opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það var slegið upp opnunarteiti á Hótel Blönduósi á laugardag og í dag var hótelið opnað gestum. Fjölmargir heimsóttu hótelið á laugardag enda mikið um dýrðir og eflaust margir forvitnir um hvernig tekist hefur til með þær breytingar sem gerðar hafa verið á hótelinu síðan félagarnir Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson keyptu það af Byggðastofnun í fyrra og hófu í kjölfarið framkvæmdir.
Meira

Holtavörðuheiði opnuð á ný

Rétt upp úr klukkan 12 í dag var Holtavörðuheiðinni lokað út af slæmum akstursskilyrðum. Reiknað var með því að vegurinn myndi opna á ný um hálf þrjú en upp úr klukkan hálf tvö var heiðin opnuð á ný en vegfarendur hvattir til að aka varlega.
Meira

Leikskólafólk í Skagafirði samþykkti verkfall auk starfsfólks sundlauga

Yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks á leikskólum í fimm sveitarfélögum á félagssvæði Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþágu, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Vinnustöðvanir munu vera frá 30. maí til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní.
Meira

25 ára afmælishátíð Árskóla á morgun

Afmælishátíð Árskóla verður haldin á morgun, þriðjudaginn 16. Maí frá kl. 16:00 til 19:00 með opnu húsi í tilefni af því að Árskóli er 25 ára á þessu skólaári.
Meira

Gamla góða dagsformið skiptir nær öllu máli

Það er mögulega meistaraverk hjá almættinu að kæla Krókinn aðeins niður í dag því nægur er hitinn í brjóstum stuðningsmanna Tindastóls og sumar og sól mundi sennilega bræða úr mannskapnum. Fjórði leikurinn í einvígi Vals og Tindastóls fer nefinlega fram í Síkinu í kvöld og með sigri verður lið Stólanna Íslandsmeistari og það í fyrsta sinn. „Við eigum ekkert ennþá. Við þurfum að sækja þetta,“ segir Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls í stuttu spjalli við Feyki.
Meira

Hundaeigendur í þéttbýli Skagafjarðar athugið

Að gefnu tilefni eru hundaeigendur í þéttbýli í Skagafirði (Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum, Steinsstöðum) beðnir um að láta ekki hunda ganga lausa, hvorki sína eigin né þá sem kunna að vera gestkomandi.
Meira

Leiðindarkuldi og vetrarfærð á fjallvegum

Gul viðvörun er í ennþá gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra til klukkan 15:00 í dag, norðan og norðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða skafrenningur og lítið skyggni með köflum, einkum á fjallvegum. Varsamt vanbúnum ökutækjum.
Meira