Fréttir

Systkinin Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS

Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 8. - 11. júlí í góðu veðri. Þátttaka var góð og var keppt í sjö flokkum. Klúbbmeistarar GSS árið 2020 eru systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir.
Meira

Lárperuforréttur, lambasteik og ömmurabarbaradesert

Matgæðingar vikunnar í 27. tölublaði Feykis árið 2018 voru þau Ásdís S. Hermannsdóttir og Árni Ragnarsson á Sauðárkróki. Ásdís er kennari á eftirlaunum og hafði þá síðustu tvö árin unnið í afleysingum við kennslu og í gamla læknaritarastarfinu sínu og sagðist alltaf mjög glöð þegar „kallið kæmi“ að hitta gamalt samstarfsfólk og rifja upp gamla takta. Annars er uppáhaldsiðjan að vera amma og njóta barnabarnanna. Árni er arkitekt og starfaði sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.
Meira

Leikur tveggja ólíkra hálfleikja þegar Stólastúlkur misstigu sig í Mjólkurbikarnum

Tindastólsstúlkur féllu úr leik í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi eftir hörkuleik við Pepsi Max-deildar lið KR á Meistaravöllum. Stólastúlkur voru 0-1 yfir í hálfleik eftir að hafa fengið fjölmörg góð færi en lið KR refsaði grimmilega í síðari hálfleik, gerðu þá fjögur mörk á 18 mínútna kafla.
Meira

Atli orðinn markahæstur HK-manna í efstu deild

Atli Arnarson hefur verið á skotskónum, eða kannski helst vítaspyrnuskónum, það sem af er tímabilinu í Pepsi Max deild karla. Atli er Króksari, sonur Möggu Aðalsteins og Ödda læknis Ragnarssonar og því alinn upp með Tindastólsmerkið á brjóstinu. Atli skoraði í vikunni tvö mörk fyrir lið sitt HK gegn ÍA á Skipaskaga og varð þar með markahæsti leikmaður HK í efstu deild, frá upphafi, með átta mörk.
Meira

Ein gömul og góð sönn saga:: Áskorandapenninn Sólrún Fjóla Káradóttir frá Sauðárkróki

Hver er konan: Sólrún Fjóla Káradóttir. Maki: Sigurður Guðmundsson. Hverra manna: Miðju barn Kára Steindórssonar og Gerðar Geirsdóttur. Hvar elur þú manninn: Borgarnesi og flutti þangað af því að bæjarstjórinn var Króksari og meira að segja upp alinn á Hólmagrundinni. Afkomendur: Alma Rut, Kári Jón, Ingunn og tvö barnabörn, Halldór og Sóllilja. Áhugamál: Útivist, handavinna og matreiðsla. Heima er: Fjaran á Króknum.
Meira

„Við erum að spila mjög vel sem lið“

Feykir hafði samband við Jamie McDonough þjálfara karlaliðs Tindastóls þegar fjórum umferðum er lokið í 3. deildinni. Lið Tindastóls er í efri hluta deildarinnar með sjö stig eftir tvo sigurleiki, eitt jafntefli og eitt tap. Hann var fyrst spurður um leikinn gegn Álftanesi. „Við áttum aftur frábæran leik ... í 60-70 mínútur. Við stjórnuðum leiknum, vorum 70% með boltann og sköpuðum okkur ágæt færi. En líkt og í leikjunum gegn liðum Hugins/Hattar og Vængjum Júpíters þá verðum við að klára leikina þegar við höfum svona yfirburði,“ segir Jamie.
Meira

Framleiðendur á ferðinni

Tólf smáframleiðendur á Norðurlandi vestra og Vörusmiðja BioPol hafa tekið höndum saman um skemmtilegt verkefni en þeir hyggjast verða á ferðinni um svæðið í sumar á smábíl sínum og bjóða vörur sínar til sölu.
Meira

Tindastólsstúlkur mæta KR í Mjólkurbikarnum í kvöld

„Leikurinn leggst vel í okkur. Þetta verður auðvitað svona dæmigerður leikur það sem nákvæmlega allt er að vinna og akkúrat engu að tapa,“ segir Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, í spjalli við Feyki. Leikurinn umræddi er í Mjólkurbikarnum en Tindastólsstúlkur brenna suður í borgina í dag og leika við lið KR á Meistaravöllum Vesturbæinga. Leikurinn hefst kl. 19:15 og allt ólseigt Tindastólsfólk er hvatt til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar.
Meira

Lagningu lokið á rafstreng og ljósleiðara um Kjöl

Lokið er lagningu 67 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara um Kjöl en hann er einn af fjórum stofnvegum hálendis Íslands. Hingað til hafa ferðaþjónustuaðilar reitt sig á díselvélar en með tilkomu nýja strengsins verða þær nú óþarfar. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að þetta gerbreyti rekstrargrundvelli fyrir ferðaþjónustu á Kili og auki fjarskiptaöryggi til mikilla muna á þessari fjölförnu hálendisleið sem í gegnum aldirnar hefur verið annáluð fyrir draugagang.
Meira

Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið að fresta Unglingalandsmóti UMFÍ, sem fyrirhugað var að halda á Selfossi nú um verslunarmannahelgina, um ár. Ákvörðunin var tekin í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni en skipulag mótsins er flókin og ljóst að erfitt yrði að tryggja öryggi gesta á mótinu.
Meira