Hægt að hefjast handa um byggingu menningarhúss á Sauðákróki
feykir.is
Skagafjörður
12.05.2022
kl. 09.13
Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í gær var samningur við menningar- og viðskiptaráðuneytið um byggingu menningarhúss í Skagafirði lagður fram og samþykktur. Um er að ræða endurbætur á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það og er ætlað að hýsa bókasafn, listasafn, skjalasafn auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Meira