Fréttir

Fyrsta húsið rís á Freyjugötureit

Hafin er vinna við uppbyggingu fjölbýlishúss við Freyjugötu á Sauðárkróki, hið fyrsta af mörgum ef fram fer sem horfir með uppbyggingu verktakafyrirtækisins Hrafnshóls á svokölluðum Freyjugötureit. Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk á síðasta ári úthlutað stofnframlagi f.h. húsnæðissjálfseignarstofnunar sem komið hefur verið á laggirnar, Bæjartún hses, vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki en um er að ræða íbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Nýjatún ehf., sem er í eigu Hrafnshóls, er stofnandi Bæjartúns og tekur yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins gagnvart Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira

Skagafjörður í 4. sæti hamingjulistans yfir búsetuskilyrði - Ný könnun landshlutasamtaka

Sagt var frá því hér á Feyki.is í gær að Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður væru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Vífill Karlsson, annar skýrsluhöfunda, hefur tekið saman helstu niðurstöður fyrir Norðurland vestra.
Meira

Brottflogin grágæs frá Blönduósi dúkkar upp í Ålbæk

Nú í vikunni var í fjölmiðlum sagt frá ferðum íslensku grágæsarinnar NAV sem merkt var á Blönduósi sumarið 2017. Haft er eftir Arnóri Sigfússyni, dýravistfræðingi hjá Verkís, að rétt fyrir áramót hafi hún verið stödd á Norður-Jótlandi og að þetta sé í fyrsta skipti sem íslensk grágæs sjáist í Danmörku, svo vitað sé. Í frétt Húnahornsins segir að Arnór séBlönduósingum kunnugur því hann hefur staðið fyrir merkingum íslenskra grágæsa þar og fylgst með ferðum þeirra.
Meira

VALDÍS með enn eina rós í hnappagatið

Eftir eina viku er öskudagur og þá er líklegt að Gamli Nói muni meðal annars poppa popp. Það gerir líka skagfirska söngdívan VALDÍS en hún gaf á dögunum út sitt fimmta lag, sérdeilis áheyrilegt eitís-skotið dansvænt nútímapopp, sem kallast Piece Of You.
Meira

Öðruvísi öskudagur

Nú fer að líða að skemmtilegustu dögum ársins, bollu-, sprengi- og öskudegi en samkvæmt almanakinu verða þeir í næstu viku. Eins og svo oft áður setur kórónuveirufaraldurinn strik í reikninginn og hafa Almannavarnir af þeim sökum gefið út hugmyndir að öðruvísi öskudegi. Mælt er með að haldið verði upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.
Meira

Vestmannaeyingar, Akureyringar og Eyfirðingar ánægðastir í nýrri könnun landshlutasamtaka

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum.
Meira

Rúnar Már kominn til CFR Cluj í Rúmeníu

Íslenski landsliðsmaðurinn og Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur komist að samkomulagi við Astana um að rfita samningi sínum við félagið og hefur nú fært sig um set því í framhaldinu skrifaði hann undir tveggja ára samning við rúmenska stórliðið CFR Cluj sem hefur af og til leitt gæðinga sína fram á sparkvelli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.
Meira

Sveitarstjórnarráðherra vill auka svigrúm sveitarfélaga

Húnahornið flytur frétt af því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Markmið frumvarpsins eru einkum þríþætt: Að auka svigrúm sveitarfélaga til að ráðast í auknar fjárfestingar, auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila í greiðsluerfiðleikum og að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað og tekið ákvarðanir við óvenjulegar aðstæður, m.a. á tímum heimsfaraldurs.
Meira

Góður sigur gegn Völsungi

Lið Tindastóls og Völsungs mættust í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gær. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur reyndust talsvert sterkari aðilinn og skoruðu tvö mörk í sitt hvorum hálfleik og lokatölur því 4-0.
Meira

Drangey aflahæst í janúar

Togarar Fisk Seafood á Sauðárkróki áttu góðu gengi að fagna í síðasta mánuði en Drangey SK2 varð aflahæst skipa á Íslandi í sínum flokki (botnvarpa) í janúarmánuði og eina skipið sem veiddi meira en 800 tonn í mánuðinum. Málmey SK1 var ekki langt undan þar sem það vermdi í 6. sæti á lista Aflafrétta.is með um 668 tonn.
Meira