Fréttir

Áskorendaleikur skilaði knattspyrnudeildinni hálfri milljón

Eins og allir hafa orðið varir við hefur íþróttalíf í gjörvöllum heiminum legið á hliðinni vegna Covid ástandsins sem enn vofir yfir okkur. Hefur þetta haft mikil áhrif á rekstur íþróttafélaga sem brugðist hafa við á ýmsan hátt. Þá hefur stuðningsfólk lagt sín lóð á vogarskálarnar og m.a. hrundið af stað áskorendaleikjum á Facebook.
Meira

Mótmæla niðurskurði á fé til viðhalds varnargirðinga

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var um fjarfundarbúnað miðvikudaginn 6. maí síðastliðinn var tekið til umræðu ástand sauðfjárveikivarnagirðinga í sveitarfélaginu.
Meira

Kalt í veðri næstu daga

Það er varla hægt að segja þessa dagana að „viðmjúk strjúki vangana vorgolan hlý" eins og segir í kvæðinu og hlýrabolir og stuttbuxur mega bíða þess inni í skáp að þeirra tími komi enn um sinn en treflar og lopapeysur koma áfram í góðar þarfir. Þó gæti tíðarfarið eitthvað farið að breytast til batnaðar í byrjun næstu viku ef spár rætast.
Meira

Kaupfélagið endurgreiðir

Tekin hefur verið ákvörðun um að dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, endurgreiði u.þ.b.17 milljóna króna stuðning sem Vinnumálastofnun hefur veitt vegna starfsfólks vinnslunnar á grundvelli hlutabótaleiðar. Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega.
Meira

Ræsing Norðurlands vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, leitar nú að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í sveitarfélögunum. Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um hugmyndavinnu, vöru- og þjónustuþróun, fjármögnun og áætlanagerð. Verkefnið verður unnið í júní og verða áætlanir rýndar í ágúst.
Meira

Slæmt ástand vega á Norðurlandi vestra

Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar, vekur athygli á slæmu ástandi þjóðvegar frá Blönduósi að Þverárfjallsvegi á Facebook síðu sinni í síðustu viku. Þar segist hann hafa tekið smá rúnt að Þverárfjallsvegi og telur hann veginn nánast stórhættulegan. „Skagastrandarvegur er að verða í vægast sagt slæmu ástandi, eiginlega stórhættulegur þar sem gert er ráð fyrir að hann megi aka á 90 km hraða. Þar sem á að skila hönnun á nýjum vegi með breyttri legu og nýju brúarstæði á Skagastrandarvegi núna 15. maí þá þykir mér einboðið að sá vegur verði boðinn út hið snarasta,“ skrifar Guðmundur.
Meira

Tónlist Ouse sótt 1,4 milljón sinnum á mánuði

Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins kemur fram að samtals hafi verið veitt 18.000.000 kr. til 67 mismunandi hljóðritunarverkefna. Skiptast styrkveitingar þannig að 39 þeirra fara til ýmiss konar rokk-, hip-hop- og poppverkefna, 22 styrkveitingar til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og sex jazzverkefni voru styrkt.
Meira

Ný slökkvistöð Brunavarna Austur-Húnvetninga afhent

Formleg afhending nýrrar slökkvistöðvar á Blönduósi fór fram sl. föstudag en Brunavarnir Austur-Húnvetninga (BAH), sem er byggðarsamlag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps um brunavarnir í sveitarfélögunum, festi kaup á húsnæðinu sem stendur stakt að Efstubraut 2 á Blönduósi, þar sem áður var lager fyrirtækisins Léttitækni. Á Facebooksíðu BAH kemur fram að húsnæðið hafi verið byggt árið 2007 og er 486 fm.
Meira

Dagur hjúkrunar – takk hjúkrunarfræðingar

Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi.
Meira

Hófu umhverfisdaga 2020 í gær

Starfsfólk ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók forskot á Umhverfisdaga 2020 og hóf áskorendaleikinn í gær er það hreinsaði rusl við strandgarðinn og í kring við Strandveg, fyrir neðan Sæmundargötu. Eftir góðan dag og mikinn afla var ákveðið að skora á Byggðastofnun og Tengill að bregða sér út í vorið og fegra umhverfið.
Meira