Fréttir

Stökkmót Smára verður laugardaginn 12. apríl

Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á Sjónhorni vikunnar að vitlaus dagsetning var í auglýsingu frá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára. Hér kemur rétta auglýsingin en þau ætla að halda Stökkmót Smára í öldungaflokkum kvenna og karla innanhúss í Íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 12. apríl 2025, kl. 11.
Meira

Pétur Jóhann mætir á Blönduós

Nú er Pétur Jóhann Sigfússon að koma í Húnavatnssýsluna með uppistand. Hann þarf nú sennilega ekki  að kynna fyrir fólki og alveg óhætt að fullyrða að um einn allra fyndnasta mann landsins er að ræða. 
Meira

Fermingar-Feykir kominn út

Fermingar-Feykir fer í dreifingu í dag. Blaðið er 28 síður og má segja að efnistök séu sígild; rætt er við væntanleg fermingarbörn og nokkra sem fermdust fyrir einhverjum árum síðan og síðan má finna í blaðinu viðtöl og umfjallanir. Sumt tengist fermingum en annað ekki.
Meira

Stólastúlkur úr leik eftir rimmu við meistaralið Keflavíkur

Stólastúlkur sóttu Keflvíkinga heim í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í gærkvöldi. Stúlkurnar okkar voru með bakið upp að vegg, voru 2-0 undir í einvíginu og ekkert nema sigur kom til greina ætluðu þær sér lengra í úrslitakeppninni. Það vantaði ekki viljann en niðurstaðan var sú að þær mættu ofjörlum sínum í Blue-höllinni, Íslandsmeistararnir gáfu hvergi eftir og kæmi hreinlega ekki á óvart að eftir brambolt yfir tímabilið þá endi þær keflvísku á að verða meistarar enn og aftur. Lokatölur í gær voru 88-58.
Meira

Ungir Skagstrendingar í fjársjóðsleit

Það segir frá því á vef Höfðaskóla á Skagaströnd að í dag tóku nemendur þátt í skemmtilegu útinámi þar sem þeir æfðu kortalæsi, upplýsingalestur og leiðsögn. Verkefnið fór fram á tjaldsvæðinu og var unnið í fimm hópum.
Meira

Dalalíf á Hofsósi

Unglingastig GaV setur á svið Dalalíf, leikgerð eftir Ragnheiði Halldórsdóttur kennara á unglingastigi og nemendur. Leikgerðin er byggð á kvikmyndinni sígildu eftir Þráin Bertelsson. Sýningar verða á morgun miðvikudaginn 9. apríl klukkan 18:00 og fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00. 
Meira

Góð mæting á kótilettukvöld á Hvammstanga

Kótilettukvöld, þar sem safnað var fyrir framkvæmdum við Norðurbraut og Bangsabát, fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 5. apríl. Að sögn Guðmundar Hauks Sigurðssonar mættu um 240 manns í veisluna og gæddu sér á ljúffengum kótilettum ásamt meðlæti. Hann segir að safnast hafi á fjórðu milljón króna en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir.
Meira

Skagfirðingabók 44 komin út

Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga, er komið út enn einu sinni. Nú er það 44. bindið sem berst félögum Sögufélagsins en bókin hefur komið út frá árinu 1966 og flutt lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Á kápu segir að nú hafi verið birtar um það bil 460 greinar eftir rúmlega 200 höfunda á meira en 8.600 blaðsíðum í bókunum 44. Að venju er bókin fjölbreytt að efni en Feykir spurði Hjalta Pálsson út í nýjustu bókina.
Meira

Viggó Jónsson hlaut Starfsbikar UMFT

Aðalfundur Aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls fór fram mánudaginn 31. mars í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Þar fór fram hefðbundin dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum var veitt sérstök viðurkenning og Starfsbikarinn fyrir óeigingjarnt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Féll sá heiður í hlut Viggós Jónssonar.
Meira

Kiwanismenn í nýju húsnæði

Nýtt húsnæði undir starfsemi Kiwanisklúbbsins Drangey í Skagafirði var tekið í notkun á dögunum en þeir félagar festu kaup á neðri hæð að Aðalgötu 14, þar sem Blómabúðin var. Félagið hefur verið húsnæðislaust í talsverðan tíma og er því stórum áfanga náð með þessum kaupum. Félagarnir í klúbbnum eru núna 22 og hafa þeir unnið hörðum höndum sl. vikur við að standsetja og gera fínt innandyra ásamt því að merkja húsið að utan. Allt þetta náðist fyrir 800 fundinn sem haldinn var þann 26. mars sl. en félagið var stofnað árið 1978. 
Meira