Fréttir

Hvalir með stórsýningu í Skagafirði

Það hefur heldur betur verið buslugangur í Skagafirði undanfarna daga en nokkrir hnúfubakar hafa gert sig heimakomna og sótt í æti sem virðist vera nóg af. Hafa þeir verið með sýningu hvern dag eins og fjöldi mynda ber með sér hjá Facebooknotendum. Feykir fékk leyfi til að sýna myndbönd Kristjáns Más Kárasonar og Soffíu Hrafnhildar Rummelhoff en Kristján nálgaðist hvalina á fleyi sínu meðan Soffía naut nærveru þeirra í fjörunni austast á Borgarsandi.
Meira

Eric Clapton nýr hluthafi í Vatnsdalsá

Tónlistarmaðurinn þekkti, Eric Clapton, er orðinn þriðjungshluthafi í hlutafélaginu GogP ehf. sem hefur Vatnsdalsá á leigu en þrír eig­end­ur eru nú í fé­lag­inu að því er fram kemur á veiðivef mbl.is, Sporðaköstum. Þar segir einnig að á sama tíma sé Pét­ur Pét­urs­son að selja sig út úr fé­lag­inu og seg­i þar með skilið við Vatns­dal­inn sem hann hef­ur fóstrað frá 1997.
Meira

Mikið um framkvæmdir í Skagafirði

Með hækkandi sól og betra tíðarfari er rétti tíminn til framkvæmda og Skagafjörður er þar engin undartekning. Mikið eru um framkvæmdir í firðinum þessa dagana og mikið að sjá fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með uppganginum.
Meira

Holtastaðakirkja og Sveinsstaðaskóli hlutu styrk úr Húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður hefur úthlutað styrkjum til 36 verkefna en hér er um aukaúthlutun að ræða sem er þáttur í aðgerðum til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins. Ríkisstjórnin veitti 100 milljónum króna sem viðbótarframlagi í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins.
Meira

Spor - sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

Sumaropnun hefur nú tekið gildi hjá Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og er nú opið frá klukkan 10-17 alla daga. Hefð er fyrir því að bjóða upp á nýja sérsýningu í safninu við hverja sumaropnun og að þessu sinni er það sýningin Spor sem sett er upp hjá safninu. Að sýningunni stendur Arkir bókverkahópur, sem telur ellefu íslenskar listakonur, Auk þess eiga nokkrar erlendar listakonur verk á sýningunni en þær eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Textílsetrinu/Textílmiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Meira

Sýrlendingarnir komnir með íslensk ökuréttindi

Þau gleðitíðindi birtust á vef Húnahornsins fyrir helgi, að sýrlenska flóttafólkið sem kom til Blönduóss og Hvammstanga á síðasta ári, er nú flest allt komið með ökuréttindi. Var það ökukennarinn Selma Svavarsdóttir sem sá um kennsluna og nefnir hún að verkefnið hafi ekki verið einfalt.
Meira

Fornminjafundur á Grófargili í Skagafirði

Fornt og áður óþekkt bæjarstæði uppgötvaðist nýlega á bænum Grófargili í Skagafirði þegar unnið var við að taka riðugröf en riðuveiki kom upp á bænum fyrr á árinu. Í bæjarstæðinu fundust fornminjar sem eru frá því vel fyrir árið 980 af gjóskulögum að dæma.
Meira

Breytingar :: Áskorandapenninn - Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum

Það eru ártugir síðan ég fermdist. Það var bjartur og fallegur dagur þegar ég stóð við altarið í Þingeyrakirkju eftir undirbúning hjá sr. Þorsteini, prófasti á næsta bæ. Það var fámennt við altarið, þá sveið að skarð var fyrir skyldi. Jafnaldri sem átti að standa þarna með okkur hafði verið hrifinn burt úr þessum heimi, fyrsta dráttavélaslysið sem ég kynntist af raun. Hafði þau sterku áhrif að vinar var saknað á fermingadegi, en varð til þess að ávallt síðar umgekkst ég hættur vélknúinna tækja af virðingu.
Meira

Tveir sigrar Stóla í Mjólkurbikar

Það var kátt á gervigrasinu á Króknum í gær þegar meistaraflokkar Tindastóls unnu báða sína leiki í annarri umferð Mjólkurbikarskeppninnar og komu sér áfram í keppninni. Stelpurnar fengu Völsung frá Húsavík í heimsókn og strákarnir lið Samherja úr Eyjafirði en ljóst er að mótherjar næstu umferðar verða mun erfiðari. Stelpurnar mæta Pepsí-deildarliði KR syðra og strákarnir mæta ÍBV í Vestmannaeyjum en þeir leika í Lengju-deildinni í ár.
Meira

Breyttar reglur vegna COVID-19 á morgun

Á morgun, mánudaginn 15. júní, tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Í frétt á vef heilbirgðisráðuneytisins segir að meginbreytingin felist í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.
Meira