Fréttir

Sæluvikan blásin af

Ekkert verður af Sæluviku sem ráðgert hafði verið að halda í lok september þar sem atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa henni. Segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þyngst vegur í þeirri ákvörðun hertar sóttvarnaraðgerðir almannavarna og ekki fyrirséð hvenær þeim verður aflétt.
Meira

Vinnuhópur um bóluefni gegn Covid-19

Undirbúningur sem snýr að framkvæmd kaupa á bóluefni gegn Covid-19 er hafinn í vinnuhópi sem heilbrigðisráðherra skipaði 26. ágúst síðastliðinn og er verið að skoða hvaða leiðir eru færar í þessum efnum. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur, líkt og kynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag.
Meira

Sauðárkróksbakarí 140 ára

Í gær var haldið upp á þau tímamót í Sauðárkróksbakaríi að 140 ár eru liðin frá því að brauðgerð var sett á laggirnar á Sauðárkróki. Hefur verið bakað á Króknum óslitið síðan. Í tilefni dagsins var 30% afsláttur af öllu bakkelsi, brauði, kaffi, kæli- og gjafavöru í bakaríinu væna við Aðalgötuna. Bakarameistarinn Róbert Óttarsson var bljúgur þegar Feyki heyrði í honum í morgun en fjöldi fólks heimsótti bakaríið á afmælisdaginn og líf í tuskunum. Opnuviðtal er við Róbert í Feyki dagsins.
Meira

Norðan hríð í kortunum og gular veðurviðvaranir í gildi

Það er ekki bjart framundan í veðrinu því spáð er vaxandi norðanátt á morgun með rigningu á norður- og austanverðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla um kvöldið og segir í athugasemd veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar að færð gæti því spillst á fjallvegum annað kvöld. Einnig er spáð hvössum vindstrengjum undir Vatnajökli og á Austfjörðum annað kvöld, sem getur reynst varasamt ökutækjum með aftanívagna.
Meira

Sigurmark á elleftu stundu

Það var heilmikill hasar og dúndrandi dramatík á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Tindastóll og Álftanes mættust í 3. deildinni. Það er búið að vera hálfgert skrölt á Stólunum síðustu vikur og alveg nauðsynlegt að krækja í stigin þrjú sem í boði voru. Álftnesingar, sem sitja í neðsta sæti deildarinnar, reyndust hins vegar sýnd veiði en ekki gefin. Liðin í 3. deild eru ansi jöfn að getu og það vinnst enginn leikur fyrirfram í þessari deild. Luke Rae poppaði upp með sigurmark á síðustu stundu fyrir lið Tindastóls og lokatölur 3-2 í fjörugum leik.
Meira

Hvað er málið með stjórnarskrána ?

,,Á Íslandi er lýðræði” og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann.
Meira

Brunavarnir Skagafjarðar með nýjan sjúkrabíl

Brunavarnir Skagafjarðar hafa tekið í notkun nýjan sjúkrabíl, en um er að ræða einn af 25 bílum sem Rauði krossinn er að afhenda um þessar mundir. Á Facebooksíðu Brunavarna segir að starfsmenn hafi verið að koma fyrir búnaði af ýmsu tagi í bílnum og að óhætt sé að segja að útkoman sé stórgóð.
Meira

Séra Magnús Magnússon kominn í námsleyfi

Frá og með deginum í dag 1. september fer sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli, í níu mánaða námsleyfi þ.e. til og með 31. maí 2021. Á þeim tíma mun sr. María Gunnarsdóttir gegna prestsþjónustu í Breiðabólsstaðarprestakalli.
Meira

Góð aðsókn í Háskólann á Hólum

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefst nú um mánaðarmótin. Um 200 nemendur sækja nám við skólann og virðast heimtur á eldri nemendum ætla að verða með albesta móti. Heildarfjöldi umsókna um skólavist helst nánast óbreyttur frá síðasta ári og vonast skjólastjórnendur til þess að m.t.t. sóttvarnarráðstafana náist að halda úti óskerti kennslu hjá staðarnemum þrátt fyrir Covid 19.
Meira

Jafnt í Garðabænum eftir drama í uppbótartíma

Tindastólsmenn spiluðu á laugardaginn við lið KFG í Garðabænum í 12. umferð 3. deildar. Stólarnir þurftu að næla í sigur eftir tvo tapleiki í röð og lengi vel leit út fyrir að mark frá Luke Rae snemma leiks mundi duga en hasarinn var mikill í uppbótartíma og fór svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem gerði lítið fyrir liðin í baráttunni um sæti í 2. deild.
Meira