Fréttir

Halla Signý og Stefán Vagn bítast um 2. sætið á lista Framsóknar

Það verða Alþingiskosningar á næsta ári og stjórnmálamenn sem legið hafa undir feldi og íhugað framboð stíga nú fram í ljósið með hækkandi sól og kynna sín plön. Útlit er fyrir spennandi kosningu hjá framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi en í gær tilkynntu bæði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður, og Stefán Vagn Stefánsson, varaþingmaður, að þau muni sækjast eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins.
Meira

Fordómar á brennuna

„Nú hafa allar brennur verið bannaðar þetta árið, svo manni er vandi á höndum,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson ritstjóri Húnahornsins með meiru þegar Feykir spyr hann hverju hann vilji henda á brennuna. Raggi er naut, er Blönduósingur en býr í Hafnarfirði og lýsir 2020 sem ári sóttvarna og takmarkana.
Meira

Komugjöld á heilsugæslu lækka

Þann 1. janúar næstkomandi munu almenn komugjöld í heilsugæslu lækka úr 700 krónum í 500 krónur. Sem fyrr greiða börn, öryrkjar og aldraðir ekkert komugjald. Fellt verður niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Heilsugæslan um allt land tekur um áramót við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Gjald fyrir leghálsstrok lækkar þá úr 4.818 krónum í 500 krónur.
Meira

Rekstraröryggi hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar aukið

Undanfarin ár hefur verið unnið að viðbótar vatnsöflun á Reykjum við Húnavelli fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Lokið var við að bora fjórðu vinnsluholuna fyrr á þessu ári. Sú hola er 1.200 metra djúp og auk þess var eldri borhola endurfóðruð niður á 350 metra dýpi.
Meira

Ekkert gamlárshlaup á Sauðárkróki í ár

Gamlárshlaupið sem haldið hefur verið á Sauðárkróki mörg undanfarin ár og fjöldi manns tekið þátt í, fellur niður að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Árni Stefánsson, sem haldið hefur utan um skipulagningu mótsins, vill þó hvetja fólk til að fara út og hreyfa sig og nýta daginn til góðra hluta, jafnframt því sem hann biður fyrir góðar nýárskveðjur með von um að framtíðin beri mörg fleiri gamlárshlaup í skauti sér.
Meira

Skemmdir unnar í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkróks

Sagt er frá því að vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ófögur sjón hafi blasað við starfsmönnum þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins í byrjun desember þegar farið var um Skógarhlíðina fyrir ofan vatnshúsið á Sauðárkróki. Svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi leikið sér að því að höggva niður tré með öxi eða álíka verkfærum til þess eins að skemma. Um tíu tré voru felld og meirihluti þeirra falleg og stæðileg tré.
Meira

Fyrstu skammtarnir af bóluefni komnir til landsins

Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn kórónuveirunni bárust til landsins um níuleytið í morgun þegar vél með tíu þúsund skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech lenti á Keflavíkurflugvelli.
Meira

Engir í einangrun eða sóttkví á Norðurlandi vestra

Aðeins greindust þrjú ný kórónuveirusmit innanlands í gær og voru tveir þeirra sem greindust í sóttkví við greiningu. Samkvæmt upplýsingum á vefnum Covid.is liggja nú 25 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og er einn þeirra á gjörgæslu. 239 einstaklingar eru í sóttkví og 143 eru í einangrun. Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því veiran greindist fyrst á Íslandi.
Meira

Þungt, lærdómsríkt og óútreiknanlegt

„Hljóðið á Akureyri,“ segir Rakel Hinriksdóttir þegar Feykir spyr hvað hafi verið broslegast á árinu. Rakel býr á Akureyri, er grafískur hönnuður en starfar við dagskrárgerð og verkefnastjórn hjá N4. Hún notar skónúmer 38 og er í tvíburamerkinu. Í þremur orðum var árið þungt, lærdómsríkt og óútreiknanlegt að mati Rakelar.
Meira

Kosið um Jólahús ársins á Blönduósi

Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Samkeppnin um Jólahúsið 2020 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 19. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi.
Meira