Fréttir

Karlakórarnir Heimir og Fóstbræður saman í Miðgarði

Laugardaginn 13.apríl næstkomandi tekur Karlakórinn Heimir á móti kollegum sínum í Fóstbræðrum í Miðgarði. Slá þeir saman til tónleika sem hefjast kl.17.00. 
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2024

Nú, sem áðurgengin ár, stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni. Má segja að hún sé mörgum árviss upphitun fyrir Sæluviku. Reglur eru sem fyrr skýrar og einfaldar; í fyrsta lagi að botna fyrirfram gefna fyrriparta og í öðru lagi að semja vísu um tiltekið efni. Ekki er nauðsynlegt að botna alla fyrripartana og allsendis í lagi að senda inn einungis eina vísu. Nauðsynlegt er þó að þáttakendur haldi sig við ferskeytluformið.
Meira

Einn Íslandsmeistaratitill í badminton kom norður

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram um nýliðna helgi í húsnæði TBR í Reykjavík. Fram kemur í frétt á síðu Badmintondeildar Tindastóls að félagið sendi þrjá keppendur til leiks. Það voru þau Karl, sem keppir í U11B, Júlía Marín, sem keppir í U13A og Emma Katrín, sem keppir í U17A.
Meira

Stólastúlkur unnu mikilvægan útisigur á Snæfelli

Stólastúlkur hófu leik í úrslitakeppni um sæti í Subway-deild kvenna á Stykkishólmi í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar en það virtist ekki trufla lið Tindastóls á nokkurn hátt. Þær komu helgrimmar til leiks, náðu fljótt undirtökunum í jöfnum og spennandi leik og létu sér hvergi bregða í þau örfáu skipti sem heimaliðið komst yfir. Stólastúlkur náðu tíu stiga forystu fyrir lokaleikhlutann og héldu gestgjöfunum í seilingarfjarlægð allt til loka. Mikilvægur sigur, 73-82, og næst verður heimaleikur í Síkinu á miðvikudagskvöld.
Meira

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls

Í morgun birti DV frétt þess efnis að tvær stúlkur í æfingaferð með Bestu deildar liði Tindastóls á Spáni hafi verið hætt komnar í sjónum nærri Alicante á Spáni sl. laugardag. „Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið,“ sagði í fréttinni. Feykir leitaði viðbragða hjá Adam Smára Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Tindastóls, og barst fyrir skömmu fréttatilkynning frá knattspyrnudeildinni.
Meira

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024?

Það styttist í Sæluviku Skagfirðinga en við setningu hennar hafa síðustu átta árin verið veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Svo verður einnig í ár em nú verða þau veitt í níunda sinn. Setning Sæluviku fer fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl nk. en nú vantar aðeins að íbúar sendi inn tilnefningar.
Meira

Ófærð á vegum og leik frestað á Stykkishólmi

Þriðju helgina í röð er leiðindaveður á landinu með erfiðri færð. Nú um klukkan eitt í dag voru Öxnadalsheiði og vegurinn yfir Þverárfjall lokaðir vegna óveðurs og víða skafrenningur og hvassviðri. Af þessum sökum hefur leik kvennaliða Snæfells og Tindastóls, í fyrstu umferð í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild, verið frestað um sólarhring og verður leikinn annað kvöld.
Meira

Sýning Nemendafélags FNV komin á YouTube

Leikhópur Nemendafélags FNV setti fyrr í vetur upp leiksýninguna og söngleikinn Með allt á hreinu og var verkið byggt á hinni klassísku kvikmynd Stuðmanna sem fjallaði um samkeppni Stuðmanna og Gæra á sveitaballarúntinum og eitt og annað fleira. Nemendur á Kvikmyndabraut FNV tóku upp verkið og klipptu og nú er hægt að líta dýrðina á YouTube.
Meira

Stólastúlkur æfa á Spáni fyrir komandi tímabil

Bestu deikdar lið Stólastúlkna er um þessar mundir í æfingaferð á Spáni, eða nánar tiltekið á Campoamor svæðinu sem er í um 45 minútna spottafæri frá Alicante. Þar leggja Donni þjálfari og hans teymi síðustu línurnar fyrir keppnistímabilið sem hefst sunnudaginn 21. apríl eða eftir sléttar tvær vikur. Þá mætir lið FH í heimsókn á Krókinn.
Meira

Lillý söng til sigurs

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir gerði sér í kvöld lítið fyrir og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Stapanum á Selfossi og var sýnd í Sjónvarpinu í beinni útsendingu. Alls voru fulltrúar frá 25 framhaldsskólum sem tóku þátt í keppninni en Lillý var hreint mögnuð og söng af fádæma öryggi lagið Aldrei, íslenska útgáfu af laginu Never Enough – lag sem er ekki á hvers manns færi að koma frá sér. Til hamingju Lillý og til hamingju FNV!
Meira