Fréttir

Hægt að hefjast handa um byggingu menningarhúss á Sauðákróki

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í gær var samningur við menningar- og viðskiptaráðuneytið um byggingu menningarhúss í Skagafirði lagður fram og samþykktur. Um er að ræða endurbætur á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það og er ætlað að hýsa bókasafn, listasafn, skjalasafn auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Meira

Menntun án staðsetningar - Tækifæri í heimabyggð

Að ljúka framhaldsnámi er sterkur grunnur til framtíðar bæði fyrir þá sem fara beint út á vinnumarkaðinn og þá sem fara í frekara nám. Þegar nýútskrifaðir framhaldsskólanemar ákveða að fara í framhaldsnám leiðir það til flutninga til svæða sem bjóða upp á slíkt. Samfélagið okkar verður fyrir tímabundnum og oft varanlegum missi af þessum völdum. Hjá þessu unga fólki verður tengingin við gamla samfélagið alltaf til staðar en tengsl myndast við það nýja sem verður erfitt að rjúfa.
Meira

Leikur Vals og Tindastóls sýndur í Króksbíói

Uppselt er á þriðja leik úrslita Subway deildar karla milli Vals og Tindastóls sem fram fer á morgun í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Af þeim sökum munu KKÍ kort ekki gilda á leikstað og ekki er lengur hægt að sækja miða á KKÍ kort í Stubb. Þeir aðilar sem þegar höfðu sótt sér miða í gegnum KKÍ kortin eiga gildan miða og geta notað hann á leikstað á morgun.
Meira

Lengri opnunartími utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 14. maí 2022. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 15. apríl sl. og lýkur kl. 17:00 á kjördag. Fimmtudaginn 12. maí nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofu sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og sýsluskrifstofu Suðurgötu 1, Sauðárkróki.
Meira

Lærdómssamfélag í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur-Húnavatnssýslu hafa í vetur unnið að þróunarverkefni um lærdómssamfélag undir handleiðslu Önnu Kristínar Sigurðardóttur prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsmenn fengu tækifæri til að dýpka þekkingu sína á áhugasviðum þvert á skóla og skólastig.
Meira

Tækifæri til sóknar í Húnaþingi vestra

Í Húnaþingi vestra hefur alltaf verið gott að vera en betur má ef duga skal. Síðustu fimmtán ár hef ég komið reglulega heim og haldið góðum tengslum við mitt fólk hér á svæðinu, hvort sem það er með heimsókn á Hvammstanga í foreldrahús eða í sumarbústað í Vesturhópinu.
Meira

Hugvarpið, hlaðvarpsþáttur um geðheilsu, fer í loftið á föstudag

Fyrsti hlaðvarpsþáttur Hugrúnar geðfræðslufélags, Hugvarpið, verður sendur næstkomandi föstudag þann 13. maí. Félagið er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu.
Meira

Íþróttamannvirki í Skagafirði

Uppbygging íþróttamannvirkja er mikið hagsmunamál fyrir íbúa Skagafjarðar. Hér hefur á liðnum árum og áratugum verið staðið myndarlega á bak uppbyggingu slíkra mannvirkja og er skemmst að minnast nýs upphitaðs gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki, uppbyggingu glæsilegs landsmótssvæðis hestamanna á Hólum í Hjaltadal, nýrrar lyftu og snjótroðara á skíðasvæðinu í Tindastóli, gagngerra endurbóta á sundlaug Sauðárkróks, auk fyrirhugaðra áforma um byggingu nýs íþróttahúss á Hofsósi og lagfæringa á íþróttavelli í Varmahlíð.
Meira

Dalbæingar búast við köldum maí með einhverjum hretum

„Eins og fram kom í viðtali Síðdegisútvarps Rásar2 þriðjudaginn 26. apríl síðastliðinn, eftir aukafund klúbbsins, þá eigum við von á frekar hæglátum en köldum maí en þó með einhverjum hretum,“ segir í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar.
Meira

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.
Meira