Fréttir

Tindastólsstelpur fá stórveldið í Mjólkurbikarnum.

Dregið var í gær í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins bæði hjá karla og kvenna liðunum. Tindastóll var með eitt lið í pottinum og voru það stelpurnar eftir sigur á Augnablik í 16-liða úrslitunum. Mikil tilhlökkun var þegar dregið var úr pottinum, því liðin sem eru eftir í keppninni eru ekkert af verri endanum.
Meira

Dagskrá júnímánaðar í Glaumbæ

Gamli bærinn í Glaumbæ opnar dyr sínar alla daga frá kl. 9-18 í sumar og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Áskaffi er opið frá kl. 10-18.
Meira

Opnun Norðurstrandarleiðar

Opnunarhátíð Norðurstrandarleiðar, eða Arctic Coast Way, verður haldin á degi hafsins, laugardaginn 8.júní. Norðurstrandarleið er um 900 kílómetrar og liggur milli Hvammstanga í vestri og Bakkafjarðar í austri. Leiðin liggur um 21 bæ eða þorp meðfram ströndinni og undan landi eru sex eyjar sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Verkefninu er ætlað að virka sem aðdráttarafl fyrir þá ferðamenn sem vilja ná betri tengslum við náttúruna og menningarlíf svæðisins.
Meira

Úrslit í félagsmóti Hestamannafélagsins Skagfirðings

Félagsmót Hestamannafélagsins Skagfirðings var haldið þann 1. júní á Fluguskeiði, félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á heimasíðu félagsins segir að mótið hafi farið vel fram þar sem knapar voru prúðir og tímanlegir og endað var á grilli í félagsheimilinu Tjarnabæ að móti loknu.
Meira

Blóðbankabíllinn kemur á Sauðárkrók

Daganna 4.-5. júní mun Blóðbankabíllinn koma á Sauðárkrók. Að sögn Þorbjargar Eddu Björnsdóttur þá gaf Rauði krossinn Blóðbankanum Blóðbankabílinn árið 2002. Í honum eru fjórir söfnunarbekkir og góð aðstaða til blóðsöfnunar.
Meira

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki 2019

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki var haldinn hátíðlegur laugardaginn 1. júní með fínustu dagskrá á hafnarsvæðinu.
Meira

Penninn á lofti hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls. Tess áfram í Síkinu og fleiri heimastúlkur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við fjóra leikmenn til viðbótar hjá meistaraflokki kvenna sem munu spila með liðinu á næsta tímabili.
Meira

Jóhann Björn gat ekki hlaupið vegna meiðsla á síðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna

Frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum 2019 lauk í Svartfjallalandi sl. föstudag með frábærum árangri Íslands. Þrenn gullverðlaun, fern silfurverðlaun og sex bronsverðlaun hjá íslensku keppendunum á lokadegi. Jóhann Björn Sigurbjörnsson hafði unnið sér inn sæti í úrslitum en gat ekki hlaupið vegna meiðsla.
Meira

Björgum kirkjugarðsveggnum

Stjórn Kirkjugarðs Blönduóss vinnur hörðum höndum við að bjarga kirkjugarðsveggnum frá eyðileggingu en í honum er listaverk mótað í steypuna eftir myndlistamanninn Snorra Svein Friðriksson frá Sauðárkróki. Á Húna.is kemur fram að verkefnið sé dýrt og þess vegna leitar stjórnin eftir stuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum undir kjörorðinu góða, „margt smátt gerir eitt stórt.“
Meira

Stólastúlkur komnar í átta liða úrslitin í Mjólkinni

Í dag fór fram síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Þá mættust lið Augnabliks og Tindastóls innanhúss í Fífu þeirra Kópavogsbúa. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1-2 og eru því komnar í átta liða úrslit í Mjólkurbikarnum sem er frábær árangur. Tvö lið úr Inkasso-deildinni eru í 8 liða úrslitunum, lið ÍA, en annars eru það aðeins Pepsi-deildar lið sem verða í pottinum góða þegar dregið verður á morgun.
Meira