Fréttir

Héraðsvötn í bið eða vernd, jafnvel nýtingu?

Nú berast þær fréttir að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð.
Meira

Ungmennafélagar vilja koma upp strandblakvelli á Skagaströnd

Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd sendi sveitarstjórn Skagastrandar erindi þar sem óskað er eftir leyfi til þess að koma upp strandblakvelli á lóð sveitarfélagsins. Í frétt á Húnahorninu segir að í erindinu komi fram að tilgangur verkefnisins sé að bæta aðstöðu til útivistar og hreyfingar fyrir almenning á Skagaströnd.
Meira

Fótbolti.net bikarinn fer af stað á Króknum í kvöld

Það er fótbolti á Króknum í dag en fyrsti leikurinn í Fótbolti.net bikarnum fer í gang kl. 18 í kvöld þegar Árborg kemur í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Lið Kormáks/Hvatar verður einnig í eldlínunni í þessari bikarkeppni neðri deildar liða en Húnvetningar heimsækja Grenivík annað kvöld.
Meira

Silver Wind mætt til Hofsóss

Þeir sem eru að rumska á Hofsósi nú um níuleytið og kíkja út á sjóinn ættu að geta barið augum skemmtiferðaskipið Silver Wind sem lagðist við akkeri fyrir utan Hofsós kl. 8 í morgun. Í frétt á Facebook-síðu Skagafjarðarhafna segir að skipið muni heimsækja Hofsós fimm sinnum í sumar.
Meira

Myndlistin blómstrar á Höfðaströndinni

Hesturinn, stelpan og hálendið. Svo nefnist myndlistarsýning sem núna er í gangi á Listamiðstöðinni í Bæ á Höfðaströnd.Listakonan Michelle Bird, sem kemur upphaflega frá Bandaríkjunum, sýnir þar verk sín.
Meira

Súpuröltið sló rækilega í gegn á Hofsós heim

Það kom fram í viðtali vegna Hofsós heim í Feyki að gengið hefði verið frá pöntun á góðu veðri fyrir helgina. Það skilaði sér upp á tíu því veðursæld var allan tímann – aðeins hálftíma hellidemba á laugardagskvöldinu til að kæla gesti niður.
Meira

Fótboltastelpur voru í aðal hlutverki á Króknum um helgina

Stelpu hluti Króksmóts ÓB 2025 fór fram um helgina og tókst gríðar vel. Á Fb. Síðunni ÓB mót Tindastóls má finna eftirfarandi:
Meira

Tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli í dag

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls vill vekja athygli á því að í dag, mánudaginn 23. júní, verða spilaðir tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli. Fyrri leikurinn byrjar kl. 16:00 en þá tekur THK á móti Þór í 4. flokki karla. Seinni leikurinn er hjá 3. flokki karla og taka þeir á móti KA kl. 19:00. Allir á völlinn!
Meira

Páll Leó sigraði á Húnabyggð Open 2025

Opna skákmótið Húnabyggð Open 2025 fór fram í Krúttinu á Blönduósi á föstudaginn og var leikið eftir svissnesku aðferðinni. Tefldar voru fimm umferðir með tímamörkunum 5+2.
Meira

Vignir Vatnar varð Íslandsmeistari í skák

Æsispennandi Íslandsmóti í skák lauk í gær á Blönduósi með sigri Vignis Vatnars Stefánssonar, stórmeistara í skák, og hann stóð því uppi sem Íslandsmeistari í skák með sex og hálfan vinning að loknum átta umferðum. Fyrir lokaumferðina voru fjórir skákmenn efstir og jafnir með 5,5 vinning.
Meira