Fréttir

Sterkur sigur Stólanna á Njarðvíkingum

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í Síkinu í gærkvöldi í fjörugum leik. Liðin voru jöfn í 3.-4. sæti Dominos-deildarinnar fyrir leikinn, bæði með 16 stig, en lið Tindastóls hafði unnið viðureign liðanna í Njarðvík í haust og gat því styrkt stöðu sína í deildinni með sigri. Stólarnir náðu yfirhöndinni strax í upphafi leiks og leiddu allan leikinn og lönduðu sterkum sigri eftir efnilegt áhlaup gestanna á lokakaflanum. Lokatölur 91-80.
Meira

Tveir gómsætir kjúklingaréttir

Matgæðingar vikunnar eru þær Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir og Díana Dögg Hreinsdóttir. Þær búa á Sauðárkróki og eiga tvær dætur, sex og tveggja ára. Dúfa vinnur hjá Steinull en Díana í íþróttahúsinu. Þær segjast ætla að gefa okkur uppskriftir að tveimur réttum sem séu mikið eldaðir á þeirra heimili, kannski vegna þess að Dúfa elskar kjúkling.
Meira

Gult ástand og mikil hálka á vegum

Nú er allvíða slæmt veður á landinu en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendi. Gert er ráð fyrir batnandi veðri síðdegis og heldur rólegra veður á morgun, sunnudag. Suðvestan hvassviðri eða stormur er á Norðurlandi vestra með éljum og skafrenningi. Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði. Holtavörðuheiði lokuð vegna þverunar flutningabíls.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Ípishóll eða Íbishóll í Seyluhreppi.

Ekki hefi jeg getað fundið eldri heimildir fyrir nafninu en frá 15. öld. En telja má víst, að jörð þessi sje bygð nokkrum öldum fyr. Í jarðaskrá Reynistaðaklausturs árið 1446 (Dipl. Ísl. IV., bls. 701) er nafnið ritað Ypershol. En tæplega verður mikið bygt á þeim rithætti, því að jarðaskráin er mjög norskuskotin og nöfnin afbökuð, t.d. Rögladal fyrir Rugludal, Rökerhole fyrir Reykjarhóli, Ravn fyrir Hraun o.s.frv. Einstöku nöfn eru rétt rituð.
Meira

Hálendisþjóðgarður – opinn kynningarfundur í Húnavallaskóla

Kynningarfundur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, um áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, verður haldinn á morgun, sunnudaginn 12. janúar, kl. 16:00 í Húnavallaskóla. Um er að ræða fund sem til stóð að halda 7. janúar sl. en fresta þurfti vegna veðurs.
Meira

Tvær rútur enduðu utan vegar í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Seinni partinn í dag varð alvarlegt umferðarslys á þjóðvegi 1, skammt sunnan Blönduóss er hópbifreið endaði utanvegar og valt. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang og hafa farþegar verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Samkvæmt Facbooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru einhverjir slasaðra fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Þjóðvegur 1. var lokaður vegna þessa.
Meira

Njarðvíkingar á leiðinni á Krókinn

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mætast að öllum líkindum í Síkinu í kvöld í 13. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Eftir því sem Feykir kemst næst þá er lið Njarðvíkinga komið langleiðina á Krókinn og dómararnir loks lagðir af stað eftir að hafa verið stopp vegna lokunar á þjóðvegi 1 í Kollafirði.
Meira

Króksamóti frestað um hálfan mánuð

Til stóð að Króksamótið í körfubolta færi fram á Sauðárkróki á morgun en þar sem færð er ekki upp á marga fiska og veðurspáin ekki sérlega aðlaðandi fyrir morgundaginn þá hefur verið ákveðið að færa mótið aftur um hálfan mánuð. Það er því stefnt að því að krakkar í 1.-6. ekk geti skemmt sér saman í körfu á Króknum þann 25. janúar nk.
Meira

Kaup og sala greiðslumarks í sauðfé

Innlausn greiðslumarks í sauðfé og úthlutun til þeirra framleiðenda sem óskuðu eftir kaupum hefur farið fram og segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að framkvæmdin sé í samræmi við breytingar sem gerðar voru á sauðfjársamningi við endurskoðun hans sl. vetur og tóku gildi þann 19. nóvember sl.
Meira

Umhleypingasamt og ofankoma og ekkert þar á milli

Þriðjudaginn 7. janúar komu saman til fundar 14 félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sammála um það að „skotið“ sem spámenn áttu von á var öflugra og hraustara en við var búist. „Engu líkara en það væri „heimahlaðið skot,““ eins og einum félaga varð að orði en því miður gekk síðasta spá ekki eftir.
Meira