Fréttir

Meistararúntur klukkan hálf sjö í kvöld

Íslandsmeistarar Tindastóls munu fara rúntinn í gegnum Sauðárkrók klukkan 18:30 í dag á leið sinni fram í Miðgarð þar sem uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fer fram með pomp og prakt í kvöld. Á leiðinni mun fararskjóti meistaranna nema staðar við Síkið í skamma stund og því möguleiki að fagna köppunum.
Meira

Við upphaf skal endinn skoða

Á 46. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar var lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Samkomulag þetta byggði á viljayfirlýsingu sem var undirrituð 5. maí 2018. Samkomulagið felur í sér að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Meira

Æfðu reykköfun um borð í HDMS Vædderen

Slökkvilið Skagastrandar fékk það einstaka tækifæri að æfa reykköfun um borð í danska strandgæslu skipinu HDMS Vædderen en á Facebook-síðu slökkviliðsins kemur fram að æfingin hafi verið í samstarfi við Björgunarsveitina Strönd. „Við látum myndirnar tala sínu máli,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook en eins og sjá má er hér hörkulið á ferðinni.
Meira

Þarf ekki aftur inn á Stubb fyrr en í haust

„Að vakna í morgun var yndislegt og það fyrsta sem kom upp í hugann var að ég þarf ekkert meira inn á stubb.is fyrr en í haust,“ sagði Stefán Jónsson, fyrrum formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvernig það væri að vakna sem Íslandsmeistari. Að öðrum ólöstuðum þá ber Stebbi talsverða ábyrgð á þeim metnaði sem hefur tengst Tindastólsliðinu síðustu árin og setti óhikað stefnuna á að vinna titil þegar hann tók við stýrinu.
Meira

Vilja reisa gróðrarstöð í Húnaþingi vestra sem framleitt getur 15 milljón plöntur árlega

Á vef KVH (Kaupfélags Vestur-Húnvetninga) er sagt frá því að síðastliðið ár hafi félagið verið þátttakandi í verkefni sem nefnist Skógarplöntur en það snýst um að koma á fót gróðrarstöð sem framleiðir trjáplöntur til gróðursetningar. Fjölmargir aðilar komið að verkefninu en þeir sem hafa drifið það áfram eru Magnús Barðdal frá SSNV, Björn Líndal Traustason frá KVH, Hafberg Þórisson garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga og Skúli Húnn Hilmarsson eigandi Káraborgar ehf.
Meira

„Þessar sekúndur í lokin eru þær lengstu í mínu lífi“

„Það var stórkostlegt, loksins loksins loksins!“ Þannig lýsir Guðný Guðmundsdóttir því hvernig var að vakna í morgun sem Íslandsmeistari en Króksarinn Guðný er eins og kunnugt er úr Þingeyjarsýslu en er gift Gunna Gests, formanni UMSS. Hún er einn af þessum máttarstólpum sem alltaf er hægt að stóla á þegar Stólarnir eru annars vegar.
Meira

Sigtryggur Arnar í úrvalsliði Subway-deildar

Í hádeginu í dag stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir eftir tímabilið í körfunni. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á því tímabili sem lauk nýverið. Þar komst Sigtryggur Arnar Björnsson í úrvalslið Subway-deildar, ásamt Ólafi Ólafssyni Grindavík, Styrmi Snæ Þrastarsyni Þór Þ. og Völsurunum Kristófer Acox og Kára Jónssyni, sem einnig var valinn leikmaður ársins.
Meira

„Eins og mörg tonn af gleði hafi verið leyst úr læðingi“

Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið í vegferð Tindastóls að titlinum fallega. Í gærkvöldi sigruðu Tindastólsmenn fyrrum meistara Vals í hreinum úrslitaleik í Reykjavík og eru því Íslandsmeistarar í fyrsta skipti. Í morgun vaknaði Axel því í fyrsta sinn sem Íslandsmeistari. „Þetta er svakalega góð tilfinning, dásamlegt að Tindastóll sé kominn í þennan hóp,“ segir kappinn í spjalli við Feyki.
Meira

Vaknaði með bikarnum í morgun

„Maður er kannski svolítið enn að reyna að átta sig bara á þessu. Ég var svo heppinn að geyma bikarinn hjá mér þannig að það var góð tilfinning að opna augun og það fyrsta sem maður sá var Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, herra Skagafjörður, þegar Feykir spurði hann í morgun hvernig væri að vakna sem Íslandsmeistari.
Meira

LIÐ TINDASTÓLS ÍSLANDSMEISTARI :: Uppfærð frásögn

Var einhver að vonast eftir spennu? Kannski dramatík? Það var allur pakkinn á Hlíðarenda í kvöld þegar Stólarnir sóttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, lentu undir, voru undir lengi, komu til baka en voru fimm stigum undir þegar ein og hálf mínúta var eftir. Og svo bara rættust allar óskir Tindastólsmanna, allir voru bænheyrðir og í leikslok mátti heyra flugelda springa á Króknum – eða var það ekki annars? Það var Keyshawn Woods sem reyndist svo svellkaldur á vítalínunni í lokin að það var óraunverulegt. Hann kom Stólunum stigi yfir þegar rúmar fjórar sekúndur voru eftir, hafði fengið þrjú vitaskot og setti þau öll niður eins og að drekka vatn. Það síðasta með fallegasta skoppi körfuboltasögunnar. Lokatölur 81-82 og fagnaðarlátum gestaliðsins á Hlíðarenda ætlaði aldrei að linna. Til hamingju Tindastólsfólk nær og fjær!
Meira