Fréttir

Ráðstefna um menningarferðaþjónustu og ferðamálastefnu til 2030

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), sem Háskólinn á Hólum er stofnaðili að, stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar. Í frétt á vef Háskólans á Hólum segir að ráðstefnan sé um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030. Ráðstefnan erður haldin þann 14. maí í Hofi á Akureyri.
Meira

Þriðji áfangi við nýjan leikskóla í Varmahlíð boðinn út

Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið Varmahlíð Leikskóli – Áfangi 3. Opnunardagur tilboða er 9. maí 2025. Verkinu í heild skal lokið 15. september 2025. Uppsteypa sér um fyrsta áfanga leikskólabyggingarinnar sem er langt komin og nú er það Trésmiðjan Stígandi sem annast framkvæmdir innanhúss en því verki á að vera lokið 1. september nk .
Meira

Friðrik Henrý pílaði til sigurs

Það var mikið um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar sl. fimmtudag en þá mætti Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari í heimsókn til að kíkja á yngstu pílukastara PKS og taka út hið flotta barna- og unglingastarf sem PKS stendur fyrir. Í tilefni heimsóknarinnar var hennt í grillveislu og svo í alvöru mót eftir matinn.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju í kvöld

Sjaldan hefur jafn stór hópur framhaldsnemenda verið í flautusamspili Tónlistarskólans á Akureyri. Dagana 24.-29. apríl ætla sex nemendur þaðan og einn píanónemandi að fara til Frakklands í tónleika- og menningarferð. Kennararnir Petrea Óskarsdóttir (flauta) og Þórarinn Stefánsson (píanó) hafa undirbúið nemendurna fyrir tónleikana og verða fararstjórar. Hópurinn hélt tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 9. apríl sl. og á Skagaströnd í kvöld og hitar upp fyrir utanlandsferðina.
Meira

Leikurinn gegn Völsungi gefur góð fyrirheit

Feykir sagði frá því um helgina að Tindastólsmenn urðu að sætta sig við tap gegn Lengjudeildarliði Völsungs í Mjólkubikar fótboltans. Úrslitin réðust í æsispennadi og dramatískum bráðabana í vítaspurnukeppni. „Ég var mjög ánægður með leik minna manna, við sýndum mikinn vilja og dugnað,“ sagði Konráð Freyr Sigurðsson (Konni), þjálfari Tindastóls þegar Feykir spurði hann út í leikinn.
Meira

Það lengist í gulu veðurviðvöruninni

Nokkuð snjóaði í snarpri norðanátt í nótt hér Norðvestanlands en þó ekki meira en svo að varla er hægt að tala um hvíta jörð í byggð. Reiknað var með að gul veðurviðvörun dytti niður upp úr hádegi í dag en Veðurstofan hefur framlengt í þeirri viðvörun sem stendur nú fram á aðfaranótt þriðjudags. Veðrið gengur að mestu niður í dag en áfram verður hvasst á Ströndum fram yfir miðnætti og af þeim sökum hangir viðvörunin inni.
Meira

Páskamót Molduxa 2025 er á laugardaginn

Glöggir hafa eflaust tekið eftir því að það styttist í páskana og allir vita hvað gerist á páskum... jú, Páskamót Molduxa. Það verður haldið í Síkinu á Sauðárkróki laugardaginn 19. apríl og ótrúlegt en satt þá er þetta aðeins fjórða Páskamótið en áður var vormót Molduxa í Sæluvikunni. Molduxum þykir rétt að áhugasamir dusti rykið af stökkskónum og skrái lið til leiks – núna strax!
Meira

Boðað til samverustundar í FNV á þriðjudaginn

Drengirnir fjórir sem lentu í alvarlegu umferðaóhappi við Grafará í fyrrakvöld voru allir lagðir inn á gjörgæslu á Landspítalanum. Mbl.is hefur eftir Þorkeli V. Þorsteinssyni, settum skólameistara FNV, að þrír piltanna séu nemendur við skólann. Skólinn hefur því boðað til samverustundar í Bóknámshúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 15. apríl kl. 17 og er öllum velkomið að mæta.
Meira

Húnvetningar lögðu Sandgerðinga í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar spilaði loks síðari heimaleik sinn í Lengjubikarnum í dag og var leikið í Skessunni í Hafnarfirði. Um var að ræða frestaðan leik en mótherjinn var lið Reynis Sandgerði sem var sæti ofar Húnvetningum í riðli 1 í B-deild keppninnar – með eitt stig. Heimaliðið hafði því tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til en þeir nældu í fyrsta sigur undirbúningstímabilsins og lögðu Sandgerðinga 3-2.
Meira