Fréttir

Mjög gaman að skipuleggja veisluna

Árelía Margrét Grétarsdóttir býr á Hólmagrundinni á Króknum og verður fermd af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Árelía Margrét fermist þann 13. apríl í Sauðárkrókskirkju og er dóttir Ásu Bjargar Ingimarsdóttur og Grétars Þórs Þorsteinssonar. Hún sagði Feyki frá undirbúningi fermingarinnar og ýmsu öðru tengt deginum.
Meira

„Hann skildi fá peysu í jólagjöf þó það væri ekki nema partar af henni“

Ása Björg Ingimarsdóttir er hornóttur Skagfirðingur og býr á Sauðárkróki ásamt kærasta og barnsföður sínum honum Grétari Þór Þorsteinssyni, hreinræktuðum Skagfirðingi langt aftur (ef hann væri hross fengist örugglega mikið fyrir hann, segir Ása), ásamt kærleikskraftaverkunum þeirri þremur og tíkinni Þoku. Ása er kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaskóla Íslands, ferðamálafræðingur og viðburðastjórnandi frá Háskólanum á Hólum. Þau fjölskyldan fluttu aftur heim á Sauðárkrók seint á Covid-árinu 2020, eftir margra ára búsetu í Reykjavík og Keflavík.
Meira

„Ég var skotin í öllum strákunum“

Vala Kristín Ófeigsdóttir er frá Hofsósi og býr þar á Kirkjugötunni. Vala er gift Helga Hrannari Traustasyni frá Syðri-Hofdölum og á með honum fimm börn. Vala vinnur í Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi. Hún svaraði nokkrum spurningum Feykis um fermingardaginn sinn. „Ég fermdist í Hofskirkju 19. maí 2001 með Silju vinkonu minni frá Hofi.“
Meira

Tekist á um Húnavelli í sveitarstjórn Húnabyggðar

Húnahornið segir frá því að eignir Húnabyggðar á Húnavöllum séu ennþá til sölu og hafa áhugasamir aðilar verið að sýna þeim mikinn áhuga og tilboð hafa borist. Þetta hefur miðillinn upp úr fundargerð sveitarstjórnar frá fundi hennar sl. þriðjudag. Fram kemur að ekki hafi þó náðst að gera endanlegt samkomulag og því hefur verið ákveðið að leigja eignirnar tímabundið.
Meira

Alvarlegt umferðarslys við Grafará í gærkvöldi

Alvarlegt umferðarslys varð á Siglufjarðarvegi, við Grafará skammt sunnan við Hofsós, um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar og þrír farþegar slösuðust.
Meira

Er að safna pening til að kaupa matarvagn

Egill Rúnar Benediktsson verður fermdur í Sauðárkrókskirkju þann 13. apríl af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Foreldrar Egils Rúnars eru Ásbjörg Ýr Einarsdóttir (Obba á Wanitu) og Benedikt Rúnar Egilsson. Egill svaraði spurningum Feykis varðandi undirbúning fermingarinnar og eitt og annað tengt deginum.
Meira

Húsvíkingar heimsækja Stóla í Mjólkurbikarnum

Á morgun, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00, verður flautað til leiks á Sauðárkróksvelli en þá taka Tindastólsmenn á móti liði Völsungs frá Húsavík í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Tindastólsmenn tefla fram liði í 3. deild Íslandsmótsins en Húsvíkingar gerðu sér lítið fyrir í fyrra og tryggðu sér sæti í Lengjudeildinni (1. deild) og því ætti að öllu jöfnu að vera talsverður getumunur á liðunum.
Meira

Fólk hafði mikinn áhuga á nýrri aðkomu að Sauðárkróki

Miðvikudaginn 2. apríl var opinn kynningarfundur í Miðgarði í Varmahlíð á breytingum á aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Að sögn Sæunnar Kolbrúnar Þórólfsdóttur, skipulagsfulltrúa Skagafjarðar, gekk fundurinn vel, 56 manns mættu, en það var kannski ekki til að auka mætinguna að sama kvöld var fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni körfunnar í Síkinu. Það hefur áhrif.
Meira

Ragnhildur Sigurlaug og Skandall taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Háskólabíó. Keppnin verður í beinni útsendinu í Sjónvarpinu og verður mikill metnaður lagður í keppnina í ár. Allt stefnir í glæsilega hátíð framhaldsskólanema en í það minnsta tvö atriði eru rösklega tengd Norðurlandi vestra. Fulltrúi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er Blöndhlíðingurinn Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir og síðan er það hljómsveitin Skandall sem keppir fyrir hönd MA en hún er að hálfu leyti skipuð húnvetnskum stúlkum.
Meira

LNV og Sýslumaður hlutu Byggðagleraugun 2025

Á ársþingi SSNV sem fór fram í Gránu á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag voru Byggðagleraugun 2025 afhent. Að þessu sinni kom viðurkenningin í hlut tveggja skildra aðila; Lögreglunnar á Norðurlandi vestra og Sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra. Björn Hrafnkelsson staðgengill sýslumanns, Ásdís Ýr Arnardóttir sérfræðingur og Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn tóku við viðurkenningunni fyrir hönd embættanna.
Meira