Fréttir

Ný stjórn kosin hjá Björgunarfélaginu Blöndu

Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 10. apríl síðastliðinn. Starf félagsins hefur gengið mjög vel sem og rekstur þess. Ný stjórn var kosin á fundinum
Meira

Vel heppnaðir tónleikar Heimis og Fóstbræðra

Það var þétt staðið á sennunni í Miðgarði í gærkvöldi þegar Karlakórinn Heimir og Karlakórinn Fóstbræður héldu sameiginlega tónleika. „Bráðgóðir tónleikar og þökkum við gestum og Fóstbræðrum kærlega fyrir komuna,“ segir í færslu á Facebook-síðu Heimis en þar er einnig að finna lauflétt myndband af samsöng kóranna í Ljómar heimur loga fagur.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Kormáks/Hvatar heimsóttir Fífuna í dag þar sem lið Augnabliks beið þeirra. Um var að ræða leik í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Eftir ágæta byrjun fór allt í skrúfuna hjá gestunum og það voru heimamenn sem höfðu 5-2 sigur og ævintýri Húnvetninga í Mjólkurbikarnum því lokið þetta árið.
Meira

Stólarnir reyndust sterkari á vítapunktinum

Tindastóll og Magni Grenivík mættust í dag í 2. umferð Mjólkurbikars karla og fór leikurinn fram við fínar aðstæður á Króknum. Grenvíkingar eru deild ofar en Stólarnir en urðu að sætta sig við að kveðja bikarinn eftir að hafa lotið í lægra haldi eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni þar sem Stólarnir reyndust sterkari á svellinu.
Meira

Grindvíkingar Kane-lausir í Síkinu á mánudaginn

Íslandsmeistarar Tindastóls leika annan leik sinn í úrslitakeppni Subway-deildarinnar á mánudagkvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Grindvíkingar verða þá án eins af lykilmönnum sínum þar sem aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í gær DeAndre Kane í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar eftir leik í 21. umferð deildarkeppninnar.
Meira

Brimskaflar lífsins | Leiðari 12. tbl. Feykis

Að liggja á spítala getur verið góð skemmtun. Undirritaður þurfti í ársbyrjun að leita sér hjálpar vegna augnvandamála og fékk að dvelja á Landspítalanum í ellefu daga. Eftir að hafa séð allt í móðu í nokkrar vikur tók augnlæknirinn minn fram galdraverkfærin sín og smám saman varð ljós. Hann vildi hafa auga með mér, vandræðagarminum, og fannst rétt að ég tæki gluggasæti á 12G.
Meira

Ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt á ársþingi SSNV

Í gær var 32. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlanid vestra haldið í félagsheimilinu á Blönduósi og samkvæmt frétt á vef SSNV heppnaðist þingið vel. Mæting var góð en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Háskólinn á Hólum hlaut á þinginu viðurkenninguna Byggðagleraugun 2024.
Meira

Ferriol mættur á miðjuna hjá Stólunum

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Spánverjann Manuel Ferriol Martínez um að leika með liðinu út komandi tímabil í 4. deildinni. Ferriol er miðjumaður að upplagi, 180 sm á hæð og 25 ára gamall, og getur leyst margar stöður á vellinum. Kappinn er kominn til landsins og mun líklegast taka þátt í leiknum á morgun þegar lið Tindastóll tekur á móti Magna í annarri umferð Mjólkurbikarsins.
Meira

Tæplega 3000 gestir sóttu árshátíðir Árskóla

Á Facebook-síðu Árskóla segir að rík áhersla sé lögð á leiklist í skólanum. Fram kemur að í gær fóru fram síðustu árshátíðarsýningar nemenda á þessu skólaári en alls luku nemendur við 31 metnaðarfulla og vel heppnaða sýningu í Bifröst.
Meira

Kormákur Hvöt leikur á Sjávarborgarvellinum í sumar!

Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og hinn rómaði veitingastaður Sjávarborg hafa með bros á vör skrifað undir samning þess efnis að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar leiktíðina 2024. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila.
Meira