Fréttir

Árhólarétt á Höfðaströnd fékk veglega andlitslyftingu

Í sumar hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á Árhólarétt í landi Ljótsstaða á Höfðaströnd, en þar er réttað fé úr Unadalsafrétt. Réttin var byggð árið 1957 og leysti af hólmi grjóthlaðna rétt á Spánáreyrum í Unadal, sem byggð var árið 1900.
Meira

Maríuerla er Fugl ársins 2022

Þetta árið kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóð nú fyrir annað árið í röð. Fimm fuglanna höfðu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigingjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini. Maríuerlan kynnti sig þó sjálf með hlýlegri nærveru sinni um allt land og þurfti ekki talsmann til að sigra keppnina með yfirburðum og 21% atkvæða. Í öðru og þriðja sæti lentu hinir ólíku en glæsilegu fuglar, himbrimi og auðnutittlingur, með 14% atkvæða hvor um sig. Alls kusu 2100 manns um fugl ársins 2022.
Meira

Hilmar Þór markahæstur og bestur í liði Kormáks/Hvatar

Aðdáendasíða Kormáks (og sennilega Hvatar líka) bíður ekki boðanna og hefur nú þegar tilkynnt val aðdáenda Kormáks/Hvatar á leikmanni, efnilegasta leikmanni og stuðningsmanni ársins 2022, þrátt fyrir að enn eigi liðið eftir að spila einn leik í 3. deildinni. Leikmaður ársins er Hilmar Þór Kárason sem hefur verið duglegur að setj'ann í sumar.
Meira

Hlífar Óli verður á mæknum í Síkinu

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá því að samið hefur verið við Hlífar Óla um að taka að sér hlutverk vallarkynnis á leikjum karla- og kvennaliða Tindastóls í vetur. „Hlífar Óla þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en tilþrif hans i kynningum urðu landsfræg í úrslitakeppni síðasta tímabils,“ segir í laufléttri fréttinni.
Meira

Eva Rún blæs á slæma spá um gengi Stólastúlkna í körfunni

Á kynningarfundi Subway deildar kvenna, sem haldinn var í Laugardalshöll í gær, var m.a. kynntar spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Subway- og 1. deild kvenna, og spá fjölmiðla fyrir Subway deild kvenna. Þar má sjá að Tindastól er ekki spáð góðu gengi í vetur.
Meira

Lygamælir?

Það haustar. Í morgun sýndi hitamælirinn í bíl Herra Hundfúls 0 gráður. Ekki þurfti hann þó að skafa rúðurnar sem mögulega hefði alveg farið með daginn. Þegar hann fór úr vinnu fyrir hádegi sýndi mælirinn 18 gráður en þegar hann kom heim til sín var hitinn 9 gráður. Kannski er þetta ekki hitamælir sem er í bílnum heldur lygamælir? Eða er mælirinn kannski bara fullur?
Meira

Hvert stefnir þjóðkirkjan? Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar

Það eru breytingar að verða í þjóðkirkjunni, sem ekki fara framhjá neinum, ekki heldur fyrrv. sveitpresti, komnum á eftirlaun, sem bregður í brún og finnst erfitt að átta sig á ýmsu, sem þar er að gerast. Stjórnsýslu kirkjunnar hefur verið skipt upp í tvö aðgreind svið, frá síðustu áramótum, sem kann að vera til bóta. Prestaköll sameinuð samkv. ákvörðunum kirkjuþings og biskupafundar
Meira

Ríflega hálf milljón safnaðist í kringum knattspyrnuleik í Kópavogi

Kormákur/Hvöt sótti lið Augnabliks heim í Kópavog síðasta laugardag en liðin áttust við í 3. deildinni. Augnablik ákvað að standa fyrir söfnun í kringum leikinn en allur aðgangseyrir rann til aðstandenda harmleiksins á Blönduósi en jafnframt var fólk sem ekki komst á leik liðanna hvatt til að leggja málstaðnum lið. Þegar upp var staðið safnaðist ríflega hálf milljón króna.
Meira

Nýprent fékk rekstarstuðning vegna Feykis

Í frétt á RÚV segir af því að 25 einkareknir fjölmiðlar hafi fengið rekstrarstuðning árið 2022. Úthlutunarnefnd veitti þremur fjölmiðlaveitum; Árvakri, Sýn og Torgi, hæstu úthlutunarupphæðina, tæplega 67 milljónir. Þessar þrjár veitur hlutu því rúmlega 200 milljónir af þeim tæpu 381 milljón sem úthlutað var. Nýprent á Sauðárkróki, sem gefur út Feyki og heldur úti Feykir.is, fær stuðning sem nemur 4.249.793 kr.
Meira

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu - Steinn Kárason gefur út skagfirska skáldsögu

Brottflutti Skagfirðingurinn Steinn Kárason sendi nýlega frá sér skáldsöguna „Glaðlega leikur skugginn í sólskininu.“ Sögusviðið er Sauðárkrókur og austan-Vatna árin 1962-1964. „Ungur drengur vex upp í sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar blómlegar sveitir. Nánd við sjó og sjómenn, bændur og búalið, mynda bakgrunn sögunnar. Leiksviðið er bærinn, gömul hús, fjaran, bryggjurnar, sveitin,“ segir á bókarkápu.
Meira