Fréttir

Bárukliður frá Blönduósi

Þessar fyrstu vetrarvikur njóta orlofsdaga við Blönduós, hjón komin sunnan af Selfossi, áttu sumarið sitt uppi á Skeiðum, einnig orðin amma og afi en sú kynslóð notar síður þetta vinnutengda orð, orlof.
Meira

Mótmæla harðlega hækkunum Póstsins

Félagsfundur Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, miðvikudaginn 10. nóvember 2021, mótmælir harðlega þeim hækkunum Póstsins sem settar eru á landsbyggðina með nýrri gjaldskrá sem tók gildi 1. nóvember sl.
Meira

Guðni á ferð og flugi, í Kakalaskála á sunnudaginn

Kynning verður á bókinni Guðni á ferð og flugi klukkan 14.00 sunnudaginn 14. nóvember í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði. Þangað mætir Guðni Ágústsson sjálfur og kynnir bókina ásamt Guðjóni Ragnari Jónassyni sem skrásetti hana. Auk þeirra félaga kemur Geirmundur Valtýsson með nikkuna svo búast má við skemmtilegri stund.
Meira

Utís menntaráðstefnan haldin á Sauðárkróki í sjötta sinn

Síðastliðinn föstudag fjölmenntu kennarar og skólastjórnendur á Utís menntaráðstefnuna á Sauðárkróki sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur veg og vanda af. Að þessu sinni mættu um 190 kennarar og skólastjórnendur frá u.þ.b. 70 skólum landsins til leiks en níu erlendir fyrirlesarar og þrír íslenskir voru með fyrirlestra og vinnustofur. Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga og tókst með miklum ágætum.
Meira

Skagafjörður var lýstur upp

Þau voru mörg ljósin sem loguðu í gærkvöldi til minningar um Erlu Björk Helgadóttur en nemendur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra höfðu hvatt fólk til að lýsa upp Skagafjörðinn og heiðra þannig minningu Erlu Bjarkar og sýna um leið fjölskyldu hennar samhug. Sjá mátti á samfélagsmiðlum að Skagafjörður er víða – eins og komist var að orði – því það var ekki bara í Skagafirði sem fólk tendraði ljós í minningu hennar.
Meira

Árni á Uppsölum dundar sér við smáhýsasmíði í bílskúrnum - Fullsetnar kirkjur og speglalagðir burstabæir

Árni Bjarnason, fyrrum bóndi á Uppsölum í Skagafirði, varð 90 ára sl. mánudag og fagnaði tímamótunum með fjölskyldu sinni á laugardaginn. Árni segist reyna að vera sperrtur og ekki er annað sjá en svo sé á meðfylgjandi mynd sem tekin var af kappanum sl. laugardag í bílskúrnum á Uppsölum. Þar unir hann sér vel við að smíða m.a. burstabæi og kirkjur.
Meira

Molduxar heimsóttu Garðinn hans Gústa

Um liðna helgi fór (h)eldri deild Íþróttafélags Molduxa frá Sauðákróki í skemmti- og menningarferð til Húsavíkur – ásamt Gilsbungum. Þeir kumpánar kíktu í leiðinni á Garðinn hans Gústa en garður þessi er veglegur körfuboltavöllur sem reistur hefur verið við Glerárskóla á Akureyri til minningar um Ágúst H. Guðmundsson sem segja má að hafi borið körfuboltalíf Akureyringa á herðum sér síðustu árin.
Meira

Öll börn verða stór - öll nema eitt - Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp Pétur Pan

Þegar leiðtogi týndu barnanna, Pétur Pan, týnir skugga sínum í heimsókn til Lundúna, hjálpar hin ákveðna Vanda honum að festa skuggann aftur við sig. Í staðinn er henni boðið til Hvergilands. Þetta ævintýri fá áhorfendur að upplifa í Félagsheimili Hvammstanga 11. – 14. desember nk. en Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp þetta sígilda ævintýri um eilífðarstrákinn hrekkjótta.
Meira

Hroki, öfund og reiði – Leiðari Feykis

„Guð býr í glötuninni amma,“ söng Megas forðum daga og jafnvel var hann í gaddavírnum líka. Þá get ég ekki annað en látið mér detta í hug að Guð sé einnig á Facebook. Og ef hann er á Facebook er Djöfullinn ekki langt undan, því þeir tveir eru meira teymi en við gerum okkur almennt grein fyrir.
Meira

Stóllinn 2021-2022 kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira