Prjónagleði 2025 verður haldin frá 30. maí til 1. júní
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.04.2025
kl. 11.12
Helgina 30. maí til 1. júní verður Prjónagleðin haldin í níunda sinn á Blönduósi í Húnabyggð en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem og lengra komnum. Undanfarin ár hefur Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga haldið utanum Prjónagleðina en í ár er skipulag og framkvæmd hátíðarinnar í umsjón Húnabyggðar.
Meira