Fréttir

Kvenfélagið Freyja færði skólanum hjartastuðtæki

Í síðustu viku kom Dagný Ragnarsdóttir, formaður kvenfélagsins Freyju, og færði Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki. Í frétt á netsíðu skólans er tekið fram að vonandi muni gjöfin aldrei koma að notum „…en erum við þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans.“
Meira

Airfryer námskeið Farskólans slær í gegn

Fyrsta námskeiðið í Eldað í Airfryer var haldið í fyrrakvöld og vakti mikla lukku. „Vel heppnað, mikil ánægja, mikið hlegið, mjög gagnlegt, út fyrir þægindaramman í tilraunastarfsemi og dásamlega góður matur, eru þær lýsingar sem við höfum heyrt frá þeim sem tóku þátt,„ segir á Facebook-síðu Farskólans
Meira

Færa þurfti Onnann vegna komu áburðarskips til Skagastrandar

Færa þurfti Onnann í Skagastrandarhöfn í gærmorgun og var það gert með viðhöfn á meðan veður var hagstætt fyrir slíkar æfingar. Fram kemur á netsíðu hafnarinnar að ástæðan fyrir þessu brambolti hafi verið sú að von er á áburðarskipinu Frisian Octa til hafnar á Skagaströnd um miðjan aprílmánuð.
Meira

Stólastúlkur í stuði og komnar í lykilstöðu

Í kvöld mættust lið Tindastóls og Snæfells öðru sinni í fjögurra liða úrslitum um sæti í efstu deild körfunnar. Lið Tindastóls sótti sterkan sigur á heimavöll Snæfells í fyrsta leik og í kvöld bættu Stólastúlkur um betur og unnu öruggan sigur þar sem þær leiddu allan leikinn. Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrsta leikhluta þar sem heimastúlkur náðu 16 stiga forystu. Lokatölur voru 75-60 og staðan í einvíginu því 2-0 fyrir Tindastól.
Meira

Rakel nýr leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar

Á vef Skagafjarðar segir að starf leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar hjá Skagafirði var auglýst laust til umsóknar þann 20. mars sl. Alls bárust sex umsóknir um starfið. Rakel Kemp Guðnadóttir hefur verið ráðin í starfið.
Meira

Ný stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hélt aðalfund í gær og segir í tilkynningu á Facebook-síðu sveitarinnar að góð mæting hafi verið á fundinn og félagar sammála um að reksturinn gangi vel og tækifæri séu fyrir sveitina til að halda áfram að vaxa og dafna. Á fundinum var ný stjórn kjörin og var Einar Ólason kosinn formaður.
Meira

Sóldísir í Höfðaborg og Gránu

Kvennakórinn Sóldís heldur tvenna tónleika í Skagafirði í apríl. Þetta söngárið hefur kórinn verið að syngja lög eftir Magnús Eiríksson við frábærar undirtektir. Nú þegar hafa þær haldið tónleika í Miðgarði, Blönduóskirkju og Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og aðsókn verið frábær.
Meira

NÓTAN í Miðgarði

NÓTAN 2024 - uppskeruhátíð tónlistarskólanna verður haldin næstu helgi með hátíðartónleikum á fjórum stöðum um landið. Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Norðurlandi fer fram í Menningarhúsinu Miðgarði sunnudaginn 14. Apríl kl. 14.00 og eru allir velkomnir. 
Meira

Fjölskyldufjör í Varmahlíð

Feykir sagði frá því, ekki margt fyrir löngu, að nemendur á miðstigi í Varmahlíðarskóla hefðu kynnt hugmyndir sínar um hvernig skólalóð þau vildu hafa fyrir foreldrum sínum, skólaliðum og sveitarstjóranum Sigfúsi Inga. Í kjölfar kynningar hafði formaður sveitarstjórnar Einar Eðvald Einarsson samband og lagði til að nemendur veldu minni leiktæki sem hægt væri að færa á milli ef að breyta ætti skólalóðinni seinna. Nem- endur gerðu könnun um hvaða leiktæki þau vildu helst fá.
Meira

Góðar gjafir í málmsmíða- og vélfræðistofu Varmahlíðarskóla

Málmsmíða- og vélfræðistofu Varmahlíðarskóla hafa borist góðar gjafir í vetur. Fyrir áramótin fékk stofnan að gjöf nýja og fullkomna mig/mma suðuvél, sem var mikil breyting frá gömlu suðuvélinni, sem var orðin því sem næst ónothæf.
Meira