Fréttir

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra fyrir árið 2022 voru veittar í miðri vikunni við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt um 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Að þessu sinni voru þrjár viðurkenningar.
Meira

Ævintýraferð nemenda unglingastigs Grunnskólans austan Vatna

Skólarnir eru komnir á fullt að hausti eins og lög og reglur gera ráð fyrir og þar er ávallt líf og fjör. Á heimasíðu Grunnskólans austan Vatna segir varaformaður nemendaráðs, Ingunn Marín B. Ingvarsdóttir, hressilega frá hinni árlegu Ævintýraferð nemenda unglingastigs skólans. Áð var á Fjalli í Kolbeinsdal og mun ferðin hafa heppnast vel í alla staði.
Meira

Pálina Fanney ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Pálína Fanney Skúladóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra og tekur við starfinu 1. október. Áheimasíðu Húnaþings vestra segir að Pálína var skipuð tímabundið í starfið í haust en ráðin til frambúðar á fundi sveitarstjórnar þann 8. september sl. Pálína er heimamönnum að góðu kunn en hún hefur um langt árabil verið organisti í héraðinu, stjórnað kórum, kennt tónmennt við Grunnskóla Húnaþings vestra auk þess að hafa um árabil starfað sem kennari við tónlistarskólann. Hún þekkir því starf skólans vel.
Meira

Öll börn fá bókasafnsskírteini óháð aldri

Lára Halla Sigurðardóttir á Sauðárkróki sendi Feyki grein á dögunum þar sem hún sagði frá viðskiptum sínum við bókasafnið á staðnum. Eldra barnið hennar, fjögurra ára, var spennt að fá að velja sér bók en þegar kom að því að fá bókasafnsskírteini til að geta fengið hana lánaða kom babb í bátinn þar sem barninu var neitað um slíkt. Nú hefur orðið breyting á þar sem öll börn munu í framtíðinni geta fengið skírteini í bókasafninu, óháð aldri.
Meira

Arnar Geir gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum riðil í pílunni

Keppni í Úrvalsdeildinni í pílukasti hófst á Bullseye við Snorrabrautina í Reykjavík í gærkvöldi en þá kepptu þeir fjórir kappar sem skipa riðil 1. Nýlega stofnuð pílu- og bogfimideild Tindastóls átti þar einn keppanda því Arnar Geir Hjartarson, sem fór að daðra við pílurnar fyrir tveimur árum, var mættur til leiks. Hann stimplaði sig rækilega inn því kappinn gerði sér lítið fyrir og sýndi stáltaugar þegar hann sigraði alla þrjá andstæðinga sína í riðlinum; tvo landsliðsmenn og núverandi landsliðsþjálfara.
Meira

Skaðaminnkandi frumvarp um afglæpavæðingu lagt fram í fjórða sinn

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lagði í gær fram frumvarp á Alþingi um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna í fjórða sinn. Markmið þess er að stjórnvöld hætti að reka skaðlega stefnu í vímuefnamálum og hætti að refsa fólki fyrir að nota ólögleg vímuefni eða vera með vímuefni á sér.
Meira

Elísa Bríet valin í U15 landsliðshóp Íslands

Í dag kom tilkynnti KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) hverjir skipa hóp U15 kvenna fyrir UEFA Development mótið sem fram fer í Póllandi dagana 2.-9. október. Þjálfari liðsins er Ólafur Ingi Skúlason og hann valdi 20 leikmenn til þátttöku fyrir Íslands hönd. Ein stúlknanna í hópnum er Elísa Bríet Björnsdóttir frá Skagaströnd , alin upp hjá Umf. Fram en skipti yfir í Tindastól síðasta vetur.
Meira

Laufskálaréttarhelgi framundan í allri sinni dýrð

Eftir tveggja ára Covid-hlé er loksins hægt að gleðjast saman á ný á Laufskálaréttarhelgi sem fer fram um helgina. Mikið húllumhæ verður þá í Skagafirði, hestasýning, réttarstörf, kráarstemning og stórdansleikur svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Litlu mátti muna að illa færi er gangnamaður lenti í sjálfheldu

Gangnamaður lenti í sjálfheldu í klettabelti í fjalllendi í Unadal í austanverðum Skagafirði sl. föstudag. Björgunarsveitir í Skagafirði, auk fjallabjörgunarfólks í Eyjafirði, voru kallaðar út og segir í Facebook-færslu Skagfirðingasveitar að verkefnið hafi verið krefjandi. „Til allrar lukku komst þyrlan fljótlega á vettvang og sigmaður hennar seig eftir manninum,“ segir í færslunni.
Meira

Dagbók sveitarstjóra Húnaþings vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra er að finna nýjan efnisflokk - Dagbók sveitarstjóra – en þar mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir, nýráðin sveitarstjóri, birta færslur reglulega og fara yfir það sem efst er á baugi hverju sinni.
Meira