FNV úr leik í Gettu betur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.01.2026
kl. 12.00
Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra keppti í gærkvöldi í 16 liða úrslitum Gettu betur gegn Borgarholtsskóla í beinni útsendingu á rás 2. Lið FNV lét í minni pokann eftir jafna og skemmtilega keppni. Liðið náði sér ekki á strik í hraðaspurningunum og leiddi Borgarholtsskóli með sjö stigum gegn þremur að þeim loknum.
Meira
