Fréttir

Spjallað um landbúnað á Facebooksíðu SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra efna til spjalls um landbúnað á Facebooksíðu sinni dagana 1. – 5. febrúar næstkomandi. Samtökin fá til liðs við sig nokkra viðmælendur sem hafa ýmislegt til málanna að leggja hvað landbúnað varðar og eiga við þá hálftíma spjall um landbúnaðarmálin sem eru íbúum Norðurlands vestra svo mikilvæ
Meira

Eyþór Stefánsson – tónskáldið í Fögruhlíð

Eitt hundrað og tuttugu ár eru nú frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar – tónskáldsins í Fögruhlíð. Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901 og lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 3. nóvember 1999, 98 ára að aldri. Eiginkona hans var Sigríður Anna Stefánsdóttir sem fæddist 29. september 1905 og lést 20. júní 1992.
Meira

Njarðvíkurstúlkur sterkar í Síkinu

Eftir góðan sigur gegn liði sameinaðra Sunnlendinga (Hamar/Þór Þ) í 1. deild kvenna í körfubolta um síðustu helgi voru Stólastúlkur tæklaðar gróflega í parket í dag þegar fjallgrimmir en góðir gestir úr Njarðvík mættu í Síkið okkar. Heimastúlkur sáu ekki til sólar, frekar en aðrir Skagfirðingar síðustu dagana, og máttu þola stórt tap. Lokatölur 39-77.
Meira

Enn óvissu­stig vegna snjóflóðahættu á Norður­landi

Veður hefur verið með versta móti í Skagafirði síðustu daga þó ekki hafi það náð hæðum óveðranna sem dundu yfir síðasta vetur. Heldur hefur nú dregið úr vindi og ofankomu en veður hefur verið vont nánast alla vikuna þó færð hafi fyrst farið að spillast á miðvikudag. Nokkur snjóflóð hafa fallið Norðanlands og var þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði til dæmis lokað þar sem flóð hafa fallið á hann og þá féll flóð fyrir ofan bæinn Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Það flóð féll að líkindum í gærmorgun eða í fyrrinótt.
Meira

Málaralistin heillar alltaf

Dóra Sigurðardóttir, handverkskona og listamaður sem býr ásamt manni sínum í Vatnsdalshólum í Vatnsdal sagði lesendum Feykis frá því sem hún hefur helst verið að sýsla við í höndunum í 38. tbl. Feykis árið 21018. Dóra hefur lagt stund á margs konar handverk um dagana en þó er það málaralistin sem er henni hugleiknust og m.a. selur hún listilega skreytt kerti sem hún hannar og málar munstrin á.
Meira

„Frábær fyrirmynd og hverju samfélagi nauðsynlegur“

Húnahornið segir frá því að lesendur miðilsins hafi valið Valdimar Guðmannsson sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2020. Valdimar hefur unnið mikið og óeigingjarna starf fyrir kirkjugarðinn á Blönduósi og verið jákvæður og hvetjandi á margan hátt fyrir samfélagið sitt. Hann hefur meðal annars staðið fyrir vinsælum kótelettukvöldum á Blönduósi, stutt samfélagsverkefni á svæðinu og verið óþreytandi að tala jákvætt um allt sem húnvetnskt er.
Meira

Vinsæll kúrekapottréttur og eplakaka með marengs

Matgæðingar 38. tölublaðs Feykis árið 2018 voru Ósk Jóhannesdóttir og Guðmann Valdimarsson, búsett á Blönduósi en Guðmann er Blönduósingur að upplagi og Ósk er fædd og uppalin á Akureyri. Guðmann vinnur hjá Rafmagsverkstæðinu Átak en Ósk er heimavinnandi ásamt því að vinna með fötluðum. Þau eiga tvö börn, Valdimar Loga og Stefaníu Björgu.
Meira

Þrautseigja, þol og hugvit

Ég er fæddur og uppalinn á Stað, Súgandafirði. Barnæskan á Suðureyri var yndisleg, ég get ekki ímyndað mér betri stað til að alast upp á. Við notuðum allt þorpið sem leikvöll, hvort sem það var í byssó, fallin spýta eða að reyna að svindla pening af þorpsbúum með því að mála steina gulllitaða og selja þá sem alvöru gull. Svo varð ég eldri, byrjaði að vinna í fiski og hlusta á karlana tala um pólitík. Það var alltaf neikvætt; „Hvað eru þessi börn inn á Alþingi eiginlega að hugsa?“ þá byrjaði ég að taka eftir því að það var ákveðið vonleysi yfir fullorðna fólkinu. Þegar bankahrunið kom og fréttirnar sögðu: „Nú er komin kreppa“ þá heyri ég: „Kreppan var löngu komin vestur, enda erum við alltaf á undan í tískunni“.
Meira

Val á framboðslista hjá Framsóknarflokki

Kjördæmasambönd Framsóknarflokks hafa ákveðið aðferð við val á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Í fjórum kjördæmum geta allir þeir sem skráðir voru í flokkinn 30 dögum fyrir valdag tekið þátt í valinu. Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi verða með lokuð prófkjör en póstkosning fer fram í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Í Reykjavík verður uppstilling og framboðslistar afgreiddir á aukakjördæmaþingi. 
Meira

Bækur eins og eðalvín og sérvitringar, batna með aldrinum

Það var Fljótakonan, Arnþrúður Heimisdóttir, túristabóndi og hrossaræktandi með öllu sem því tilheyrir, sem svarðir spurningum Bók-haldsins í 18. tölublaði Feykis 2020. Hún hefur fjölbreyttan bókmenntasmekk þó sögur af mannraunum og svaðilförum heilli hana einna mest. Þar sem eldri bækur höfða mikið til Arnþrúðar kemur það sér vel að þurfa ekki að fara langt til að komast í fornbókaverslun en ein slík er einmitt rekin á næsta bæ, hjá Erni Þórarinssyni á Ökrum, og er hún að sjálfsögðu uppáhalds bókabúð Arnþrúðar.
Meira