Árni Björn hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.12.2025
kl. 14.09
Jólamót Molduxa er einn af þessum föstu punktum í lífinu sem margur bíður spenntur eftir og það fór venju samkvæmt fram á annan í jólum í Síkinu. Við setningu mótsins hefur frá árinu 2015 verið veitt Samfélagsviðurkenning Molduxa en hana hlýtur einstaklingur sem innt hefur af hendi dugmikið og óeigingjarnt starf til heilla samfélaginu í Skagafirði. Í ár var ákveðið að hana ætti skilið Árni Björn Björnsson, jafnan kenndur við veitingastað sinn Hard Wok.
Meira
