Fréttir

FNV úr leik í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra keppti í gærkvöldi í 16 liða úrslitum Gettu betur gegn Borgarholtsskóla í beinni útsendingu á rás 2. Lið FNV lét í minni pokann eftir jafna og skemmtilega keppni. Liðið náði sér ekki á strik í hraðaspurningunum og leiddi Borgarholtsskóli með sjö stigum gegn þremur að þeim loknum.
Meira

Arnar afhenti Guðjóni treyju

Arnar Björnsson leikmaður Tindastóls tók þátt í verkefninu „Gleðjum saman“ fyrr í janúar. Verkefnið „Gleðjum saman“ í verkefni sem Orri Rafn Sigurðarson fór af stað með þetta í í samstarfi við atvinnumenn í íþróttum og snýst um að gefa af sér og gleðja þá sem eiga það skilið.
Meira

Miðasala hafin á undanúrslit í bikar

Dregið var í 4-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna 19. janúar sl. Leikið verður dagana 3. og 4. febrúar 2026 en svo fer úrslitaleikurinn fram 7. febrúar. Miðsala er hafin og hægt er að nálgast miða á Stubb. 
Meira

Ingimar er nýr sviðsstjóri hjá Húnaþingi vestra

Ingimar Ingimarsson hefur tekið við af Þorgils Magnússyni sem sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Ingimar er skrúðgarðyrkjufræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands og með BA í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst.
Meira

Grindavíkurliðið stal stigunum í Síkinu

Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar lið Tindastóls tók á móti Grindvíkingum í Bónus deild kvenna en þetta eru einmitt liðin sem mætast í undanúrslitum VÍS bikarsins í byrjun febrúar. Líkt og aðrir leikir Stólastúlkna í Síkinu var þessi æsispennandi en Grindvíkingar stálu sigrinum með þristi frá Abby Beeman tæpri sekúndu fyrir leikslok. Lokatölur 84-87.
Meira

Húnvetningar ekki á eitt sáttir með Holtavörðuheiðarlínu 3

Mbl.is segir frá því að byggðarráð Húnabyggðar fagni ákvörðun Landsnets um að fara svonefnda byggðaleið með nýja Holtavörðuheiðarlínu 3. Þessi leið hafi verið baráttumál Húnabyggðar síðustu árin. Fram kemur í fréttinni að þessi afstaða sé að skjön við bókun byggðarráðs Húnaþings vestra en þar var ákvörðun Landsnets mótmælt og tekið undir með samtökum landeigenda á svæðinu að frekar ætti að fara svonefnda heiðarleið, frá tengivirki á Holtavörðuheiði að Blöndustöð.
Meira

Árlega garðfuglahelgin um helgina

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Þetta árið fer þetta formlega fram dagana 23. – 26. janúar 2026. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Fyrsta tapið á heimavelli í ENBL deildinni

Það var vel mætt og mikil stemning í Síkinu þegar Tindastóll tók á móti króatíska félaginu Dinamo Zagreb í gærkvöldi. Tindastóll varð að sætta sig við sex stiga tap í leiknum og lokatölur urðu 104-110 fyrir þeim króatísku. Þetta var næstsíðasti leikur Tindastóls í riðlakeppni Norður-Evrópu-deildarinnar.
Meira

Lið FNV mætir liði Borgarholtsskóla í kvöld

Sextán liða úrslit Gettu betur, spruningakeppni framhaldsskólanna, hófust á mánudaginn. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpi. Í kvöld fara aðrar fjórar viðureignir fram en þá mætir m.a. lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra lið Borgarholtsskóla.
Meira

Þorleifur Feykir tók silfrið í sínum flokki á Norðurlandamótinu í MMA

„Ég er bara ungur sveitastrákur úr Skagafirði með stóra drauma að keppa í blönduðum bardagaíþróttum,“ segir Þorleifur Feykir sem er nýjasta íþróttahetja Skagfirðinga. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði og bjó lengi á sveitabænum Eyhildarholti í Hegranesinu og á Sauðárkróki þegar ég varð eldri. Sumarið 2024 flutti ég suður til að elta langþráðan draum, að keppa í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) fyrir Mjölni, enda hef ég verið stór aðdáandi íþróttarinnar og Gunnars Nelson síðan ég var lítill,“ segir Þorleifur í spjalli við Feyki.
Meira