Fréttir

Starfsfólk Húnabyggðar kom saman og efldi tengslin

Starfsmenn Húnabyggðar voru saman á starfsdegi þann 28. nóvember síðastliðinn í félagsheimilinu á Blönduósi. „Hafdís og Eva frá Rata stýrðu okkur í gegnum daginn með allskonar spurningum og æfingum. Við erum hægt og rólega að verða helvíti þétt teymi! Áfram Húnabyggð!“ segir í færslunni. Feykir spurði Pétur Arason sveitarstjóra hvað starsfólk taki sér fyrir hendur á starfsdegi.
Meira

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir | Hannes S. Jónsson skrifar

Íþróttafólkið okkar á landsbyggðinni þarf að ferðast mun meira til keppni en þau sem eru höfuðborgarsvæðinu og þarf af leiðandi er ferðakostnaður og fjarvera frá heimili mun meiri hjá þeim. Íþróttafélögin og iðkendur félaganna á landsbyggðinni verða þannig fyrir töluverðum ferðakostnaði við að taka þátt í mótum eða einstaka leikjum. Einnig bætist við gisti og uppihaldskostnaður hjá þeim félögum og einstaklingum sem þurfa að leggja á sig þessi ferðlög.
Meira

Sjáum styrkleikann í Árskóla

Nemendur í Árskóla hafa unnið með styrkleika í vetur í verkefni sem nefnist Sjáum styrkleikann (See the Good) sem er finnskt að uppruna og snýr að því að efla nemendur og starfsfólk til að þekkja og nýta styrkleika sína við mismunandi aðstæður. Verkefnið er byggt á grunni jákvæðrar sálfræði og er ætlað að styrkja sjálfsmynd og andlega vellíðan.
Meira

Skagstrendingar kveikja ljósin á jólatrénu í dag

Víðast hvar á Norðurlandi vestra hafa ljós á jólatrjám sveitarfélaganna verið tendruð en þó með undantekningum. Í dag, mánudaginn 8. desember kl. 17:00, stökkva Skagstrendingar hinsvegar til og tendra ljósin á jólatrénu á Hnappstaðatúni.
Meira

Vel heppnað fræðsluerindi

Þann 25. nóvember sl. bauð fjölskyldusvið sveitarfélagsins upp á fræðslu fyrir alla áhugasama um velferð barna. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að yfirskrift fræðslunnar hafi verið Hvað liggur á bak við erfiða hegðun og var það Aðalheiður Sigurðardóttir, tengslaráðgjafi á sviðinu, sem flutti erindið.
Meira

Alvarlegt umferðarslys á Sauðárkróki í gær

Ekið var á hjólreiðamann á Sauðárkróki seinnipartinn í gær nálægt gatnamótum Skagfirðingabrautar og Sauðárkróksbrautar. Um alvarlegt slys var að ræða og var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann Borgarsjúkrahús mikið slasaður samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Allt upp á ellefu í Miðgarði í gær

Hin árlega tónlistarveisla, Jólin heima, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöld fyrir troðfullu húsi gesta sem voru vel með á nótunum frá fyrstu til síðustu mínútu. Og þvílíka veislan! Þessir snillingar sem við eigum toppuðu sig út kvöldið með hverjum gæsahúðarflutningnum á eftir öðrum og þá erum við að tala um allan pakkann; söngvarana, tónlistarmennina, hljóð og ljós. Þetta var allt upp á ellefu.
Meira

Um 900 þúsund söfnuðust í Bangsaleiknum

„Mér fannst Bangsakeikurinn heppnast alveg frábærlega. Það söfnuðust um 900.000 kr fyrir Einstök börn og það var frábært að sjá hvað börnin voru glöð í lok leiks. Við erum staddir núna á Akureyri þar sem við vorum að færa barnadeildinni á sjúkrahúsinu bangsa sem verður svo hægt að gefa börnum sem þurfa að liggja inni í kringum hátíðarnar,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir náði í skottið á honum í dag.
Meira

Þriggja mínútna glanskafli skóp sigur Stólanna gegn ÍA

Lið Tindastóls fékk nýliða ÍA í heimsókn í Síkið í gær í Bónus deildinni en um svokallaðan Bangsaleik var að ræða þar sem safnað var fyrir Einstök börn. Fyrir fram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en leikurinn var jafn og bæði lið sóttu vel en þriggja mínútna glanskafli Stólanna undir lok fyrri hálfleiks tryggði gott forskot sem gestunum gekk ekkert að vinna á í síðari hálfleik. Lokatölur 102-87 og nú skjótast strákarnir okkar til Eistlands.
Meira

Sýningunni 1238: Baráttan um Ísland verður lokað um áramótin

Í aðsendri grein sem birtist á Feyki.is síðastliðinn fimmtudag sagði Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Sýndarveruleika 1238: Baráttan um Ísland, að tekin hafi verið ákvörðun um að loka sýningunni. Samkvæmt upplýsingum Feykis verður sýningunni lokað um næstu áramót og leitaði Feykir eftir viðbrögðum frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Skagafjarðar vegna þessara tíðinda.
Meira