Fréttir

„Leggst með rassinn framan í mig“

Á Hólmagrundinni á Króknum búa krakkarnir Árelía Margrét, Ingimar Hrafn og Hafþór Nói ásamt foreldrum sínum, Ásu Björgu og Grétari Þór. Á heimilinu leynist einnig ferfætlingur, hundur sem ber nafnið Þoka og er af gerðinni Schnauzer. Þetta er reyndar ekki í fyrsta eða annað skiptið sem Schnauzer heimsækir okkur í gæludýraþáttinn því við höfum t.d. fengið að kynnast þeim Herberti, Tobba, Hnetu og Freyju sem eru af þessari tegund. Það er reyndar mismunandi hvort þau flokkist sem miniature, standard eða giant en hún Þoka er standard.
Meira

Fyrsta meistararitgerðin frá Hestafræðideildinni á Hólum varin

Þann 12. desember síðastliðinn varði Johannes Amplatz Meistararitgerð sína frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Sagt er frá því á heimasíðu skólans að þessi meistaravörn hafi markað tímamót við deildina þar sem Johannes varð fyrsti neminn til að ljúka meistaragráðu frá deildinni en hann mun formlega útskrifast í maí í vor.
Meira

Ákveðið að peningar frá Héraðsnefnd Strandasýslu renni í Riis-húsið

Húnaþing vestra hefur ákveðið að verja þeim fjármunum sem sveitarfélagið fékk við slit Héraðsnefndar Strandasýslu til endurbyggingar Riis-hússins á Borðeyri. Í frétt á Húnahorninu segir að Héraðsnefnd Strandasýslu hafi nýverið verið slitið en Húnaþing vestra varð aðili að nefndinni við sameiningu sveitarfélagsins við Bæjarhrepp. Við slitin var bankainnistæðum nefndarinnar skipt á milli þeirra sveitarfélaga sem áttu aðild að henni.
Meira

Ákveðið að semja við Fúsa Ben og Sigurlaugu Vordísi um að taka við Bifröst

Eins og fram hefur komið í Feyki þá höfðu húsverðirnir í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki, Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson, tekið þá ákvörðun að nú væri rétti tíminn til að rétta öðrum húsvarðarkeflið og bónkústinn góða. Á fundi sínum þann 19. desember sl. samþykktu fulltrúar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar að ganga til samninga við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Sigfús Arnar Benediktsson til og með 31. desember 2027 með möguleika á árs framlengingu.
Meira

Árni Björn hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa

Jólamót Molduxa er einn af þessum föstu punktum í lífinu sem margur bíður spenntur eftir og það fór venju samkvæmt fram á annan í jólum í Síkinu. Við setningu mótsins hefur frá árinu 2015 verið veitt Samfélagsviðurkenning Molduxa en hana hlýtur einstaklingur sem innt hefur af hendi dugmikið og óeigingjarnt starf til heilla samfélaginu í Skagafirði. Í ár var ákveðið að hana ætti skilið Árni Björn Björnsson, jafnan kenndur við veitingastað sinn Hard Wok.
Meira

Heita vatnið hækkar í verði í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið segir frá því að um síðustu mánaðamót hækkaði Rarik gjaldskrá sína fyrir sölu á heitu vatni. Fyrir meðalheimili á Blönduósi og Skagaströnd nemur hækkunin 6,8%. Á vef Rarik kemur fram að markmið hækkunarinnar sé að fylgja almennri verðlagsþróun og tryggja eðlilega endurheimt fjárfestinga, ásamt því að stuðla að jafnræði viðskiptavina eftir því sem unnt sé.
Meira

BIFRÖST 100 ÁRA | Var algjörlega heilluð og hugfangin á Kardemommubænum

„Í stuttu máli já …hummmm ég hef eiginlega fært lögheimili mitt í Bifröst nokkra mánuði á ári í nærri 30 ár. Byrjaði að anda að mér tónlist og leiklist á unglingsaldri og fór að leika með Leikfélagi Sauðárkróks þegar ég var 16 ára og lék því allavega í tveimur leikritum á ári,“ segir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, kennari, tónlistarmaður og leikstjóri, þegar Feykir spyr hana út í tengslin við Bifröst.
Meira

Árlega Gamlárshlaupið á sínum stað

Hið árlega Gamlárshlaup á Sauðárkróki hefur heldur betur fest sig í sessi og orðin hefð hjá ansi mörgum. Hlaupið verður á sínum stað í ár og hefst á slaginu kl. 12:30 á sjálfan Gamlársdag. Mæting og ræs við íþróttahúsið (á bílastæði Árskóla). Vegalengd er sem fyrr að eigin vali en öll þurfa að vera komin til baka í íþróttahúsið kl. 13:30 þegar happdrættið hefst.
Meira

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 | Björn Snæbjörnsson skrifar

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira

BIFRÖST 100 ÁRA | Dansað í kringum jólatréð á jólaskemmtun Kvenfélagsins

Margeir Friðriksson, fjármálastjóri Skagafjarðar og bassaleikari, segir tengsl sínvið Félagsheimilið Bifröst hafa verið nokkur í gegnum árin. „Annars vegar hef ég verið njótandi og hins vegar hef ég verið þátttakandi í ýmsum viðburðum, s.s. spila á dansleikjum, undirleikur í sýningum Leikfélags Sauðárkróks, tónleikahald og eitthvað smálegt annað.“
Meira