Fréttir

Sniglarækt möguleg hliðarbúgrein bænda?

Fyrir nokkru var Sigurður Líndal forstöðumaður Eims í viðtali á RÚV vegna frétta af því að Eimur hefði fengið styrk úr Lóu nýsköpunarsjóði sem er opinber sjóður til að styrkja nýsköpun á landsbyggðinni. Styrkinn fékk Eimur til að undirbúa kynningar á sniglarækt sem hliðarbúgrein en við hana mætti nýta umframorku og affall af hitaveitu. Einhvers misskilnings hefur gætt um að húnveskir bændur séu komnir á fullt í sniglarrækt. Hið rétta er að verkefnið er á frumstigi.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Húnasjóð

Nú auglýsir Húnaþing vestra eftir umsóknum í Húnasjóð fyrir árið 2025. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að aðeins sé tekið á móti umsóknum sem skráðar eru á íbúagátt, undir fjölskyldusvið. Það voru hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir stofnuðu Húnasjóð til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920.
Meira

Vorverkin í Brimnesskógum

Skemmst er frá því að segja að vorverkum Brimnesskógarmanna í Skagafirði þetta árið er lokið. Hugað var að girðingunni umhverfis ræktunarsvæðið og hún lagfærð, en heita má árvisst að snjór sligi hana á fáeinum stöðum. Landið sem sem ræktað er á er um 23 hektarar að flatarmáli og er í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og er skógurinn gjöf félagsmanna til samfélagsins.
Meira

Loftur frá Kálfsstöðum ein af stjörnum Íslandsmóts

Glæsilegu Íslandsmóti í hestaíþróttum lauk í gær með úrslitum í öllum hringvallagreinum. Á vef Landssamband hestamannafélaga, lh.is, segir: „ Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.”
Meira

Verið velkomin á Sturluhátíð 12. júlí í Tjarnarlundi

Hin árlega Sturluhátíð, kennd við sagnaritarann mikla, Sturlu Þórðarson, verður haldin annars vegar á Staðarhóli og hins vegar í félagsheimilinu Tjarnarlundi, Saurbæ í Dölum, laugardaginn 12. júlí nk. Hátíðin hefst kl 14 á Staðarhóli, þar sem stóð bær Sturlu Þórðarsonar. Sturlunefndin hefur haft forgöngu um að setja þar upp söguskilti og hafa þau að geyma margvíslegan fróðleik sem í senn tengist sögu staðarins en umfram allt auðvitað Sturlungu.
Meira

Fiskeldi og samfélagsábyrgð | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt er að fiskeldið spilar hér lykilhlutverk. Fiskeldi hefur verið mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og er líklega ein mikilvægasta byggðaaðgerð síðustu ára.
Meira

Þemasýning um Þórdísi spákonu í Listakoti Dóru

Laugardaginn 5. júlí næstkomandi kl. 13.00 opnar Dóra Sigurðardóttir listakona áhugaverða sýningu í galleríinu sínu Listakoti Dóru á jörð sinni, Vatnsdalshólum í Húnabyggð, aðeins 2 km suður af Hringveginum. Sýningin er opin á opnunartíma Listakots Dóru, frá kl. 13–18 alla daga nema mánudaga en sýningin sjálf stendur til 20. september.
Meira

Sexí sjö mörk hjá Stólunum í dag

Nú stendur yfir sex vikna sumarhátíð í Hafnarfirði. Það má því kannski spyrja sig að því hvort Hafnfirðingar hafi ekki veirð klárir í alvöru norðansudda og svínerí þegar þeir mættu á Krókinn í dag því það stóð ekki steinn yfir steini í leik þeirra fyrsta hálftímann. Þá gerðu Stólarnir sex mörk og já, þrjú stig í höfn. Lokatölur á Sauðárkróksvelli í dag 7-0.
Meira

Húnvetningar máttu sætta sig við tap í Garðabænum

Lið Kormáks/Hvatar sótti Garðabæinn heim og spilaðði við lið KFG á Samsungvellinum í dag og var leikið fyrir framan 63 áhorfendur. Garðbæingar voru sæti neðar en Húnvetningar og mátti því reikna með jöfnum leik og spennandi. Það fór svo að heimamenn höfðu betur og liðin skiptu því um sæti í deildinni. Lokatölur 2-1 fyrir KFG.
Meira

Sveinbjörn sprettir úr spori

Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum gerði góða ferð til Maribor í Sloveníu þar sem það keppti í 3. deild Evrópubikarssins í frjálsum. Ísland sigraði með yfirburðum sem þýðir að Ísland keppir í 2. deild eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu og leiddi stigakeppnina strax frá fyrstu grein, þetta var bara spurning um með hve miklum mun íslenska liðið myndi vinna. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti.
Meira