Guðný Zoëga lætur tímann líða

Að þessu sinni leitum við ráða hjá Guðnýju Zoega varðandi tímaeyðslu. Guðný starfar nú sem lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum en áður starfaði hún sem fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Svo var Guðný í Útsvars-liði Skagafjarðar sem náði ágætum árangri á sínum tíma.

Annars er Guðný ættuð að austan, nánar tiltekið frá Norðfirði/Neskaupstað. Guðný segir að helstu áhugamál hennar séu fornleifar, lestur, kórsöngur og zúmba. Tékkum á hvaða tímaeyðslu hún mælir með...

Hvaða tónlist, plötu eða playlista á ég að hlusta á...
1. Það er alltaf gaman að hlusta á plötuna Mutter með Rammstein. Þýskt þungarokk sem er niðurdrepandi á mjög hressandi hátt.
2. Best of the 80‘s er lagalisti á Spotify. Gleði og stemming alla leið og ekki eitt einasta lag spilað á panpípur. Endist í 14klst. 45mín.   
3. Platan Gunfighter Ballads and Trail Songs með Marty Robbins. Ballöður um kúreka og sexhleypur. Einfaldlega núvitund í plötuformi.

Hvaða kvikmyndir er nauðsynlegt að horfa á...
1. Fargo, misheppnaðir glæpir detta aldrei úr tísku
2. Martian/Marsverjinn – fjallar um útsjónarsaman strandaglóp á plánetunni Mars. Fremur auðvelt að koma sér inn í persónur og leikendur.   
3. Monty Python and the Holy Grail, ekkert svo raunsönn, en bráðfyndin, söguleg úttekt á leitinni að hinu heilaga Grali. 

Hvaða poddköstum mælirðu með...
1. Í ljósi sögunnar sem Vera Illugadóttir sér um – hægt að hlusta á aftur og aftur og finna alltaf eitthvað nýtt.
2. Dolly Parton´s America er hlaðvarp í níu þáttum sem segir frá lífi og ferli Dollýjar Parton og kryfur þá staðreynd að það er bara ekki hægt að vera í nöp við hana.
3. Freakonomics radio – hlaðvarp um hina hliðina á eiginlega öllu. 

Bækur sem þú mælir með...
1. Byggðasaga Skagafjarðar. Nú hafa menn nógan tíma til að kynna sér betur sögu héraðsins að fornu og nýju.
2. Híbýli vindanna. Þessi frábæra skáldsaga Böðvars Guðmundssonar fjallar um hvernig fólk bregst við áskorunum og á einkar vel við núna.  
3. Lífsins tré er sjálfstætt framhald Híbýla vindanna og því upplagt að lesa hana næst!  

Hvað þáttaraðir eru fínar í hámhorfið...
1. Star-Trek feilar ekki og Netflix býður upp á margra daga hámhorf af bæði því gamla og nýja í þessari klassík.
2. The Norsemen (Vikingene)– á Netflix – alveg grimmilega fyndnir norskir þættir um Víkinga. Má alls ekki rugla saman við The Vikings sem er eitthvað allt annað.
3. Club de Cuervos á Netflix. Fjallar um fjölskylduerjur og fótbolta í Mexíkó, en er samt einhverra hluta vegna alveg bráðskemmtilegt.

Þrjár mannbætandi Jútjúbb-slóðir...
1. Þetta er rás fylkissjónvarpsins í Wyoming sem segir frá því sem þar er helst á döfinni, landbúnaði, sögu og umhverfi. Upplýsandi og róandi í senn og það er ákaflega fallegt í Wyoming.
2. Tækni, gamansemi og mjög slæmur söngur, allt á einum stað.
3Þýsk rás sem framleiðir góða heimildaþætti um sögu, pólitík og daglegt líf víða um heim. Vel gerðir þættir án uppskrúfunar og tæknibrella.   

Hvað væri fínt að hafa á kantinum...
1.  Til dæmis mætti leggja kapal upp á gamla mátann, með spilum. 
2.  Það er hægt að rifja upp gamla (og nýja) tölvuleiki með að horfa á þá heildarspilaða á jútjúb.
3. Svo má bara stara út í loftið og gera ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir