Hertari sóttvarnarráðstafanir í sundlaugum

Sundlaugin á Sauðárkróki. Mynd: skagafjordur.is
Sundlaugin á Sauðárkróki. Mynd: skagafjordur.is

Vegna nýrra áherslna í sóttvarnaraðgerðum hafa sveitarfélögin Skagafjörður, Húnaþing og Húnaþing vestra gefið út tilkynningar um hertari reglur í sundlaugum svæðanna. Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum skal gestafjöldi laugarsvæða takmarkast  við 100 manns hverju sinni næstu tvær vikurnar. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin.

Almennt eru gestir beðnir um að virða tveggja metra regluna. Spritt verður í boði fyrir gesti í öllum laugum og þrif á snertiflötum aukin. Saunum og eimböðum hefur verið lokað sem og íþrótta- og þreksölum. Vinsamleg tilmæli eru til gesta að þeir séu ekki lengur í heitum potti en 15 til 20 mínútur og takmarki tíma sinn í sundi svo fleiri fái að njóta. Vinsamlega sýnið hvert öðru og starfsfólki skilning og þolinmæði. Í einhverjum tilfellum hefur hitastigi í heitum pottum og sundlaugum verið breytt.

Sundlaugar Skagafjarðar

Sundlaug Blönduóss

Sundlaug Hvammstanga 

Gerum þetta saman, við erum öll Almannavarnir.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir