MAST auglýsir dýralæknastöður í Húnaþingi

Matvælastofnun hefur framlengt auglýsingu eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins og er markmiðið að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður eða verkefni dýralækna af skornum skammti.

Starfið felur í sér að gegna dýralæknisþjónustu fyrir búfé og gæludýr á afmörkuðu landsvæði og að taka að sér tiltekin störf fyrir Matvælastofnun. Gerðir verða tveir samningar, annars vegar þjónustusamningur og hins vegar verkkaupasamningur, hvoru tveggja eru verktakasamningar við Matvælastofnun. Almennri dýralæknaþjónustu tilheyrir einnig að standa vaktir kvöld, nætur og helgidaga, en að tilteknu hámarki. Nýtt og breytt fyrirkomulag felur í sér möguleika til hefðbundinna afleysinga.

Á heimasíðu MAST segir að samningar séu gerðir til fimm ára og gildi frá og með 1. maí nk. „Dýralæknir sem gerir þjónustusamning skal vera með eða hafa aðgang að starfsstöð innan hlutaðeigandi þjónustusvæðis til að tryggja eftir föngum að dýraeigendur fái þjónustu innan hæfilegs tíma.  Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á staðháttum og sjúkdómastöðu á viðkomandi svæði.  Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu.“

Meðal þjónustu svæða sem um ræða er Húnaþing vestra (nema fyrrum Bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. Ein og hálf staðaruppbót.

Sjá nánar HÉR

Tengd frétt: Ingunn dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir