Útsvarstekjur hækka mest á Norðurlandi vestra

Skjáskot af Wikipedia.
Skjáskot af Wikipedia.
Útsvarstekjur sveitarfélaga hækkuðu hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra síðustu sex mánuði frá sama tímabili í fyrra í samanburði við aðra landshluta. Tekjur einstakra sveitarfélaga sveifluðust mismikið til hækkunar og lækkunar. Þannig lækkuðu útvarstekjur Skagabyggðar um 15,5% sem er mesta lækkun á landinu öllu. Samanlagðar útsvarstekjur hjá sveitarfélögunum í Húnavatnssýslum hækkuðu um 9,5% en um 2,3% ef tekur allra sveitarfélaga í landshlutanum er skoðaðar.
 

Tímabilið sem um ræðir er frá febrúar til júlí síðastliðinni sem er tími kórónuveirufaraldurs og hertra sóttvarnaaðgerða.

Þessar tölur má finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga um tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu. Janúar er ekki tekinn með þar sem útsvar sem greitt er í janúar er að mestum hluta lagt á launagreiðslur ársins á undan. Í gögnunum má sjá að útvarstekjur 35 sveitarfélaga jukust á tímabilinu en minnkuðu í 36 sveitarfélögum.

Útsvarstekjur Blönduósbæjar námu 229,2 milljónum síðustu sex mánuði ársins en voru 224,7 á sama tímabili í fyrra og hafa því hækkað um 2%. Í Húnaþingi vestra námu þær 268,6 milljónum en voru 258,1 milljón í fyrra og hækka um 4%. Á Skagaströnd námu þær 137 milljónum en voru 133,3 í fyrra og hækka um 2,8%. Í Húnavatnshreppi námu þær 72,8 milljónum en voru 71,6 og hækka um 1,6%. Útsvarstekjurnar í Skagabyggð námu 14,9 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en voru 17,6 á sama tímabili í fyrra og hafa því lækkað um 15,5% eins og áður sagði.

Hvað aðra landshluta varðar þá hækkuðu útsvarstekjur um 1,5% á Vestfjörðum, um 0,1% á Norðurlandi eystra og um 1,2% á Suðurlandi. Útsvarstekjur lækkuðu um 0,7% á Vesturlandi, um 0,2% í Reykjavík, um 2,5% á Suðurnesjum og um 0,1% á Austurlandi. Þannig hækkuðu útsvarstekjur mest á Norðurlandi vestra eða um 2,3%.

Húni segir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir