V-Húnavatnssýsla

Framkvæmd til að tryggja öryggi og bæta upplifun

Í síðastliðnum desember var bætt í grjótgarðinn meðfram Hafnarbraut við höfnina á Hvammstanga. Þetta mun vera liður í framkvæmd sem fékk styrk frá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða en verkið felur í sér að gera öruggan göngustíg, með mögulegum pollum og köðlum, frá höfninni áleiðis að Selasetri Íslands. Þetta er gert til að tryggja öryggi og bæta upplifun ferðamanna jafnt sem heimafólksen grjótgarðurinn er fyrsta skrefið í því verki.
Meira

Ný vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka tekin í gagnið

Vinna við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka til að leysa vatnsskort sem þar hefur ítrekað verið að koma upp hefur staðið yfir frá því í sumar. Í frétt á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að nú hefur vatni loks verið hleypt á lögnina.
Meira

Nú er frost á fróni, frýs í...

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum beina þeir þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið. Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.
Meira

Unnið að borun á 1.200 m vinnsluholu að Reykjum

RARIK var með níu jarðstrengsverkefni með samtals 123 km af strengjum á Norðurlandi á síðasta ári en þetta kemur fram í yfirferð um verkefni ársins 2023 á heimasíðu RARIK. Sjö verkefnum er þegar lokið en þar af voru þrjú hér á Norðurlandi vestra; í Hrútafirði, Miðfirði og Fitjárdal.
Meira

Það hvessir og spáð er lítilsháttar snjókomu

Eftir stillt veður síðustu daga snýr veturkonungur aðeins upp á sig í nótt og á morgun. Spáð er 10-18 m/sek á morgun og ef nebba er stungið út fyrir dyrakarm má berlega finna að blástur er þegar hafinn. Norðanáttinni fylgir lítilsháttar snjókoma á svæðinu en bæði vindur og éljagangur gengur niður á miðvikudagsmorgni.
Meira

Flúðabakkaverkefnið kynnt

Á upphafsdögum janúarmánaðar var sagt frá því að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um byggingu átta íbúða fyrir 60 ára og eldri við Flúðabakka á Blönduósi. Nú liggur fyrir að kynna verkefnið fyrir fólki og verður opinn fundur haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 18. janúar klukkan 20:00.
Meira

„Nú reynir á okkur öll“

Vofveiflegir atburðir eiga sér nú stað í Grindavík en eins og vafalaust landsmenn allir hafa fylgst með í fjölmiðlum í dag þá hófst eldgos í túnfæti Grindvíkinga í morgun, fyrst utan varnargarðsins nýreista, en í hádeginu opnaðist jörð innan hans og hraun hóf að renna inn í bæinn. Það er ljóst að hugur landsmanna er nú hjá Grindvíkingum sem mega upplifa þá hörmung að horfa á hús sín brenna í beinni útsendingu en þegar þetta er ritað hefur hraunið kveikt í þremur húsum. Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Húnaþings vestra hafa þegar sent Grindvíkingum góðar kveðjur.
Meira

Konur til liðs við Brunavarnir Húnaþings vestra í fyrsta sinn

Fimm einstaklingar gengu formlega til liðs við Brunavarnir Húnaþings vestra nú í vikunni. Í tilkynningu frá Vali Frey Halldórssyni slökkviliðsstjóra á heimasíðu Húnaþings vestra segir hann þetta vera ákaflega góða viðbót við þann góða hóp slökkviliðsmanna sem fyrir er í liðinu. Hann segir það vera frábærar fréttir fyrir samfélagið að tveir nýliðanna eru konur en þetta er í fyrsta skipti sem konur ganga í hópinn.
Meira

Lögregluvarðstöð á Hvammstanga formlega vígð

Í gær fór fram vígsla nýrrar lögregluvarðstöðvar á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Fjölmenni kom saman í stöðinni að Höfðabraut 6 til að fagna þessum tímamótum. Það hefur verið baráttumál sveitarstjórna um langa hríð að bæta löggæslu í sveitarfélaginu með opnun mannaðrar lögregluvarðstöðvar. Stöðin opnaði í haust en formleg opnun var semsagt í gær.
Meira

Ísland mætir Serbíu í dag

Fyrsti leikur strákanna okkar í handboltalandsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi er í dag, þegar íslensku strákarnir mæta Serbíu og hefst leikurinn klukkan 17:00.
Meira