Starf leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga laust til umsóknar
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.06.2025
kl. 10.08
Sveitarfélagið Húnaþing vestra óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við Leikskólann Ásgarð. Í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins segir að ráðið sé í stöðuna frá 1. ágúst 2025 eða fyrr, eftir samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.
Meira