V-Húnavatnssýsla

Auglýst eftir umsóknum í Hátíðarpottinn

Hátíðapotturinn er stuðningur fyrir íslenskar tónlistarhátíðir til þess að bjóða erlendum blaðamönnum til landsins með það að markmiði að koma íslenskum tónlistarhátíðum og tónlist á framfæri og efla alþjóðleg tengsl. Auk blaðamanna geta hátíðir einnig sótt um fyrir þátttöku listrænna stjórnenda eða annarra lykilaðila ef það þjónar því markmiði að koma íslenskri tónlistarmenningu á framfæri.
Meira

Húnaþing vestra úthlutar úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði

Á 1237. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var 10. febrúar sl. var úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Alls bárust sex umsóknir og sótt var um alls kr. 8.470.000. Til úthlutunar voru kr. 2.500.000 sem er hækkun um 500 þúsund frá fyrra ári.
Meira

Sláturhús | Guðrún Lárusdóttir bóndi skrifar

Þessa dagana er deilt um hvort eigi og megi hagræða í slátrun sauðfjár og nautgripa á Íslandi. Síðustu ár hefur verið rekin slátrun fyrir sauðfé í fimm sláturhúsum á Norðurlandi og nautgripum slátrað í fjórum sláturhúsum. Það er því augljóst að tækifæri eru fyrir hendi til að hagræða í slátrun á svæðinu, bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira

Spánverjar höfðu betur gegn Íslandi

Íslenska U17 landslið stúlkna lék annan leik sinn í seinni umferð riðlakeppninnar í dag þegar þær mættu liði heimastúlkna frá Spáni. Þær spænsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum en tókst aðeins að koma boltanum í mark Íslands í eitt skipti. Lokatölur því 1-0 fyrir Spán og Ísland hefur því tapað báðum leikjum sínum hingað til með eins marks mun.
Meira

1238:The Battle Of Iceland á ITB ferðasýningu í Berlín

ITB Berlin ferðasýningin var haldin dagana 3. - 6. mars í Berlín Þýskalandi en þessi sýning er stærsta sinnar tegundar í heimi fyrir ferðamannaiðnaðinn þ.e. hótel, ferðamálaráð, ferðaskrifstofur, ferðaþjónustuaðila, bílaleigur ásamt ýmsu öðru sem tengist honum. Á staðnum voru hátt í 5.600 sýnendur að kynna sig og sitt fyrirtæki frá 190 löndum og segir á síðunni þeirra að yfir 100.000 manns hafi sótt sýninguna heim að þessu sinni.
Meira

Starfsfólk Textílmiðstöðvarinnar heimsækir Borås í Svíþjóð

Stelpurnar í Textílmiðstöð Íslands, Þekkingasetrið á Blönduósi, sögðu frá því í byrjun mars á Facebook-síðunni sinni að þær séu nýkomnar heim frá Svíþjóð, nánar tiltekið Borås, vegna fundar í ,,Norðurslóðarverkefninu" Threads sem er mjög áhugavert verkefni. THREADs - Interreg NPA (,,Þræðir") er þriggja ára verkefni þar sem markmiðið er að draga verulega úr textílúrgangi.
Meira

Fjögur verkefni fá styrk frá Norðurlandi vestra

Á vef Stjórnarráðsins segir að Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum kr. til þrettán fjölbreyttra verkefna til að efla byggðir landsins. Framlag til styrkjanna kemur af byggðaáætlun (aðgerð C.1 – Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða). Alls bárust nítján umsóknir fyrir um 437 m.kr. en heildarkostnaður verkefnanna var rúmlega 800 m.kr. Af þessum þrettán verkefnum eru fjögur þeirra frá Norðurlandi vestra: Orkuskipti í Húnaþingi vestra (7,2 m.kr.), Gamli bærinn á Blönduósi (13,4 m.kr.), Þekkingagarðar á Norðurlandi vestra (8 m.kr.) og Hjólin eru að koma (4,8 m.kr.).
Meira

Úthlutun styrkja úr Húsafriðunarsjóði 2025

Minjastofnun Íslands bárust alls 242 umsóknir um styrki úr Húsafriðunarsjóði vegna verkefna árið 2025, samtals að upphæð 1.243.927.679 kr. Styrkir eru veittir til 178 verkefna, samtals að upphæð 265.500.000 kr. Á Norðurlandi vestra fengu fjórtán verkefni styrk upp á alls 29,2 milljónir. Hæstu styrkirnir sem voru veittir að þessu sinni voru upp á fjórar milljónir og fóru til Silfrastaðakirkju í Blönduhlíð og Hús Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. 
Meira

Kennsluefni fyrir STEM-vinnubúðir þróaðar á Norðurlandi vestra

Samstök Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) segja á heimasíðu sinni frá skemmtilegu verkefni sem fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði. Um er að ræða nýtt kennsluefni fyrir STEM-vinnubúðir sem hefur verið þróað hér á Norðurlandi vestra. STEM stendur fyrir science, technology, engineering & math eða vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði. Verkefnið snérist um að búa til aðgengilegar og skýrar kennsluleiðbeiningar fyrir verklegar tilraunir sem hægt er að framkvæma í hvaða skólastofu sem er, óháð sérhæfðum verkgreinastofum.
Meira

Samstaða um markaðsmál - Fundaröð í mars og apríl á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands býður upp á fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025 og er yfirskrift fundanna Samstaða um markaðsmál. Þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu og markaðsmálum eru hvattir til að koma og eiga spjall við starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands. Þá verður einnig farið yfir ýmis verkefni MN og skerpt á mikilvægustu áherslum norðlenskrar ferðaþjónustu. 
Meira