V-Húnavatnssýsla

Grunnskóli Húnaþings vestra tekur þátt í hæfileikakeppninni Fiðringurinn

Þann 7. maí nk. fer fram hæfileikakeppnin Fiðringurinn á Norðurlandi sem er fyrir nemendur í 8.-10. bekk og er í anda Skrekks í Reykjavík og Skálftans á Suðurlandi. Er þetta í fjórða sinn sem þessi keppni fer fram og verður hún haldin í Hofi á Akureyri. Í ár taka tíu skólar þátt og er Grunnskóli Húnaþings vestra einn af þeim en þetta er í fyrsta skipti sem skólinn tekur þátt og einnig sá eini frá Norðurlandi vestra. Það eru Samtök sveitarfélaga á Norðulandi eystra og Menningarfélag Akureyrar sem styrkja þetta verkefni.
Meira

Styrkir til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni

Byggðastofnun auglýsir styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Í tilkynningunni segir að aðgerð B.7. á byggðaáætlun hefur það markmið að búsetufrelsi verði eflt með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Þannig geta ríkisstofnanir nú sótt um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum.
Meira

Elís og Hafdís voru fyrst til að ná mynd af lóunni í ár

Sveitarfélagið Skagaströnd efndi til ljósmyndasamkeppni þar sem leikskólabörn og krakkar í 1.-4. bekk í grunnskólanum á Skagaströnd voru hvött til þess leita að fyrstu lóunni og ná af henni mynd. Það er ekki annað að sjá en að lóan sé mætt í allri sinni dýrð á Skagaströnd, segir á heimasíðu sveitarfélagsins. 
Meira

Ert þú í Verslunarmannafélagi Skagafjarðar?

Verslunarmannafélag Skagafjarðar hefur ákveðið að bjóða félagsfólki sínu á leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks í Sæluvikunni. Sýndur verður farsinn FLÆKTUR Í NETINU sem er ærslafullur gamanleikur eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Frumsýning var sunnudaginn 27. apríl kl. 20:00 og er listi yfir félagsfólk Verslunarmannafélagsins í miðasölunni. Þeir sem ætla að nýta sér boðsmiðann þurfa að kaupa miða inni á tix.is en þegar þeir mæta á sýninguna þurfa þeir að tilkynna sig í miðasölunni og láta haka við sig. Stjórn Verslunarmannafélagsins verður svo í sambandi við þá aðila sem nýttu sér miðann til að endurgreiða miðakaupin. 
Meira

Karlakórinn Lóuþrælar með sína árlegu vortónleika

Það er komið að vortónleikum Karlakórsins Lóuþræla en þeir verða haldnir þann 23. apríl kl. 20:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Tónleikarnir eru orðnir fastur liður á vorin en kórinn var stofnaður í febrúar 1985 og eru því 40 ára á þessu ári og er því um afmælistónleika að ræða í ár. Aðgangseyrir er 5.000 krónur og er því miður enginn posi á staðnum en hægt er að greiða með millifærslu á reikning 0159-05-400630 kt. 511194-2029.
Meira

130 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur yfir páskahelgina

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að talsverður erill hafi verið í embættinu yfir páskahátíðina en alls voru skráð rúm 240 mál frá miðnætti á miðvikudag, fram til miðnættis á mánudag. Mikið var um skemmtanahöld sem fóru að mestu vel fram og var fylgst gaumgæfilega með ástandi og réttindum ökumanna.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps býður til kaffisamsætis á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af eitthundrað ára afmæli Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps býður kórinn til kaffisamsætis fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, í Húnaveri klukkan 15  og eru allir velkomnir.
Meira

Forsala hefst á morgun

Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni.  Nú hefur verið ákveðið að halda tónleika í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn.
Meira

Langar að vera með spurningakeppi í veislunni

Guðni Þór Alfreðsson býr á Hvammstanga og er sonur Alfreðs Alfreðssonar og Unnar Valborgar Hilmardóttur. Alfreð verður fermdur þann 8. júní í Hvammstangakirkju af sr. Magnúsi Magnússyni.
Meira

Langar að útbúa krossgátu um sjálfa sig fyrir gestina

Álfhildur Þórey Heiðarsdóttir býr á Bæ 1 í Húnaþingi vestra. Álfhildur fermist þann 15. júní í Prestbakkakirkju og mun sr. Magnús Magnússon sjá um ferminguna. Foreldrar hennar eru Sigrún Eggertsdóttir Waage og Heiðar Þór Gunnarsson.
Meira