V-Húnavatnssýsla

Fundum um Hálendisþjóðgarð frestað

Kynningarfundum umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð, sem halda átti í Borgarnesi og Húnavatnshreppi í dag og í Reykjadal og á Egilsstöðum á morgun er frestað vegna veðurs. Nýjar tímasetningar fyrir fundina verða auglýstar á næstu dögum.
Meira

Stafrænt forskot NMÍ á Sauðárkróki

Stafrænt forskot, markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök og markaðsstofur um allt land með stuðningi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. „Fyrir fyrirtæki er þetta gríðarleg tækifæri sem liggja í því að nýta stafræna tækni í markaðssetningu,“ segir í tilkynningu frá NMÍ.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 97 á liðnu ári

Nú í upphafi árs eru íbúar Norðurlands vestra alls 7.324, þremur færri en fyrir mánuði, 1. desember en 97 fleiri en 1. janúar 2019 þegar þeir voru 7230 talsins. Íbúum fækkaði í 20 sveitarfélögum af 72 í síðastliðnum mánuði en auk Norðurlands vestra fækkaði einnig á Vesturlandi.
Meira

Vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður

Þjóðveginum um Holtavörðuheiði var lokað skömmu fyrir klukkan hálf fjögur í dag eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Þar er mikil hálka er og nokkuð hvasst sem gert hefur ökumönnum erfitt fyrir. Vegurinn er enn lokaður þegar þetta er ritað.
Meira

Starf slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra laust til umsóknar

Húnaþing vestra hefur auglýst starf slökkviliðsstjóra til afleysingar í eitt ár laust til umsóknar. Um er að ræða 75% starf auk bakvakta. Þar af er áætlað að um 25% starfsins sé akstur með eldri borgara í dagvistun.
Meira

Bechamel kjúklingaréttur og glútenlaus súkkulaðiterta

Fyrstu matgæðingar ársins 2018 voru þau Róbert Mikael Gunnarsson og Natalia Grociak, búsett á Hvammstanga. Þau segjast elska mat og matargerð og sameina því vinnu og áhugamál á vinnustað sínum, veitingastaðnum Sjávarborg. Þegar þátturinn var gefinn út í byrjun janúar 2018 voru þau í fríi í Mílanó á Ítalíu og þegar Feykir heyrði frá þeim voru þau á leið á ekta ítalskt pastanámskeið. ”Við ætlum að gefa ykkur uppskrift að kjúklingarétti sem tengdamamma mín eldar oft fyrir okkur,” sagði Róbert, ”frábær réttur sem svíkur ekki.
Meira

Ráðherra kynnir Hálendisþjóðgarð á fundum um allt land

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fer á næstu dögum í hringferð um landið og kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en frumvarp þar að lútandi er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Einn fundur verður á Norðurlandi vestra nk. þriðjudag 7. janúar í Húnavallaskóla.
Meira

Sigurður Hansen er Maður ársins 2019 á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vetra. Gafst fólki kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum en nú bárust sex tilnefningar sem teknar voru til greina. Sigurður Hansen í Kringlumýri í Blönduhlíð hlaut flest atkvæði og ber því titilinn Maður ársins á Norðurlandi vestra.
Meira

Gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir allt landið en hvasst er á Norður- og Austurlandi í dag, hríð og kalt í veðri. Suðaustan stormur með úrkomu verður á öllu landinu á morgun og hlýnar en hríðarviðvaranir eru í gildi á öllu landinu fyrir morgundaginn. Í athugasemd veðurfræðings segir að síðdegis á morgun hláni, svo gott sé að athuga með niðurföll þannig að vatn eigi greiða undankomuleið.
Meira

Dagbjört Dögg Íþróttamaður USVH árið 2019

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 en útnefningin fór fram á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember sl. Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður liðsins á tímabilinu og eins og fram kemur á heimasíðu USVH varð Dagbjört Íslands-, bikar- og deildarmeistari á liðnu ári.
Meira