V-Húnavatnssýsla

Nautasteik og eplaeftirréttur með kókos og súkkulaði

Á Mýrum 3 við austanverðan Hrútafjörð búa þau Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir ásamt fleira fólki. Á bænum er búið með fjölda nautgripa, 60 kýr og kálfa og einnig á þriðja hundrað fjár, einn kisa og einn hund ásamt þremur hestum.
Meira

Tún víða skemmd á Norðurlandi vestra

Ljóst er að víða koma tún illa undan snjóþungum vetri á Norðurlandi vestra samkvæmt heimildum Feykis og þá helst nýræktir og yngri tún. Á mörgum bæjum er verulegt kal og sum staðar taka tún hægt við sér þar sem enn er mikill klaki í jörðu og eiga því eftir að þorna.
Meira

Sumarstörf námsmanna hjá SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa tvö sumarstörf fyrir námsmenn. Störfin eru studd úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa.
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra auglýsir eftir styrkumsóknum

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Meira

Uppstigningardagur

Í dag er upprisudagur, uppstigudagur eða uppstigningardagur, eins og hann er oftast nefndur, og haldinn hátíðlegur ár hvert á fimmtudegi 40 dögum eftir páska til að minnast himnaför Jesú Krists. Einnig er dagurinn kirkjudagur aldraðra á Íslandi.
Meira

Opinber störf á landsbyggðinni

Varnir, vernd og viðspyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnulífi. Það er svo sannlega tími til að virkja þann mikla mannauð sem býr í landsmönnum. Við höfum allt til staðar, viljann, mannauðinn og tæknina. Samgöngur fara batnandi og með allt þetta að vopni náum við viðspyrnu um allt land.
Meira

Vilja uppræta fátækt

Samtök launafólks sýndu í verki að þau standa með Öryrkjabandalagi Íslands en í gær undirrituðu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, yfirlýsingu og kröfur um bættan hag öryrkja.
Meira

Naglana burt!

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á að nú er svo sannarlega kominn tími til að skipta yfir á sumardekkin en byrjað verður að sekta fyrir notkun negldra hjólbarða eftir morgundaginn. Í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir:
Meira

Sundstaðir opna á ný

Það er engin spurning að margir hafa glaðst í morgun þegar sundlaugar landsins opnuðu á ný eftir átta vikna lokun. Flestar sundlaugar á Norðurlandi vestra tóku á móti gestum árla morguns, aðrar verða opnaðar síðar í dag en Blönduósingar þurfa þó að bíða enn um sinn þar sem ekki tókst að ljúka viðhaldi á sundlaugarsvæðinu í tæka tíð.
Meira

Fjölgaði um 60 manns á Norðurlandi vestra á fimm mánaða tímabili

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 60 frá 1. desember sl. og eru nú orðnir alls 7387 talsins sem gerir fjölgun upp á 0,8%. Fjölgun varð í öllum sveitarfélögunum á svæðinu utan eins, samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands.
Meira