V-Húnavatnssýsla

Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ákvað á fundi sínum laugardaginn 20. mars að viðhafa prófkjör við uppröðun á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 16. og 19. júní nk. Haraldur Benediktsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson hafa öll lýst yfir framboði.
Meira

Kæri kjósandi í Norðvesturkjördæmi

Ég heiti Björn Guðmundsson og er 64 ára gamall húsasmiður, búsettur á Akranesi en fæddur í Miðfirði við Húnaflóa. Ég gef kost á mér í 1.-4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Samfélagið okkar :: Áskorendapenninn Sigríður Ólafsdóttir Víðidalstungu

Í upphafi langar mig til að þakka kærlega fyrir áskorunina, ég er nefnilega þeim hæfileika gædd að vera aldrei andlausari í skrifum en þegar skorað er á mig að skrifa eitthvað, hæfileiki sem væri nú líklega sérstakt rannsóknarefni en það er annað mál.
Meira

Ég gef kost á mér í 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norð-vestur kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í haust.

Ég heiti Gylfi Þór Gíslason f. 8. Apríl 1963 í Reykjavík. Ég er lögregluvarðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjöðum. Foreldrar: Gísli Jón Ólafsson, f. 1931 d. 2000 frá Ísafirði og Margrét Berndsen, f. 1927 d. 1986 frá Reykjavík. Ég hef búið á Ísafirð frá 1997. Kona mín heitir Sóley Veturliðadóttir og er dóttir Sveinfríðar Hávarðardóttur frá Bolungarvík og Veturliða G. Veturliðasonar frá Ísafirði. Við Sóley eigum tvö börn, Veturliða Snæ f. 1998 og Margréti Ingu f. 2001. Fyrir átti ég dótturina Elsu Rut f. 1989.
Meira

Markaveislur í Lengjudeild karla

Karlaliðin tvö af Norðurlandi vestra, Tindastóll og Kormákur Hvöt, sprettu úr spori í gær í Lengjubikarnum. Stólarnir náðu í sín fyrstu stig með fínum sigri gegn liði Kára frá Akranesi, 4-1, en Húnvetningar fengu skell gegn Úlfunum þar sem liðið laut í gras, 7-4, eftir að hafa verið yfir, 1-4, í hálfleik.
Meira

Stefán Vagn Stefánsson efstur Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi

Talningu atkvæða í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmivestra lauk í gærkvöldi en tíu aðilar gáfu kost á sér í póstkosningunni. Kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögreglumaður á Sauðárkróki, hlaut flest atkvæði.
Meira

Magnús Davíð Norðdahl efstur í prófkjöri Pírata Norðvesturkjördæmis

Prófkjöri Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmum lauk klukkan 16 í dag. Kosningin var rafræn og greiddu rúmlega 280 manns atkvæði í því fyrrnefnda, þar sem sjö voru í framboði, og 400 í Norðvesturkjördæmi þar sem sex frambjóðendur sóttust eftir efstu sætunum. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður í Reykjavík, leiðir lista Norðvestur.
Meira

Mette Mannseth og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi

Annað mótið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt var í Gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein og var í fyrsta skipti í gær keppt á þriðja stigi í gæðingafimi LH. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum eru á feikna flugi en þær stóðu uppi sem sigurvegarar gær annað mótið í röð.
Meira

Svínakjötspottréttur og kladdkaka með Rolokremi

Matgæðingur vikunnar í tbl 47, 2020 var Margrét Petra Ragnarsdóttir, dóttir Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur og Ragnars Péturs Péturssonar. Margrét er því Króksari í húð og hár þó hún hafi tekið nokkrar pásur frá firðinum fagra í gegnum lífsævina en í dag býr hún á Hólum í Hjaltadal ásamt Sveini Rúnari Gunnarssyni og tveimur dætrum, þeim Emmu Dallilju og Viktoríu Rún.
Meira

Óhapp við flutning hræja til brennslu vegna riðu

Í gær kom upp atvik við flutning á riðusmituðum úrgangi sem flytja átti til brennslu í Kölku á Suðurnesjum en samkvæmt frétt á Mast.is myndaðist mikill þrýstingur af völdum gasmyndunar úr úrganginum í einum gámnum á meðan á flutningi stóð. Varð það til þess að hleri á ofanverðum gámnum gaf sig en atvikið uppgötvaðist áður en komið var að Hvalfjarðargöngum.
Meira