V-Húnavatnssýsla

Þakka traustið

Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem mér og Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú okkur og þeim stefnumálum sem flokkurinn berst fyrir. Einnig því hugarfari og nálgun sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins.
Meira

Austan Vatna meðal átta verkefna Vaxtarrýmis

Átta nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 4. október næstkomandi. Á heimasíðu SSNV er sagt að teymin átta séu kraftmikil en fjölmargar umsóknir bárust víðsvegar af Norðurlandi af fjölbreyttum verkefnum.
Meira

Appelsínugul veðurviðvörun á morgun

Veðurstofan spáir versnandi veðri á norðanverðu landinu á morgun allt frá Vestfjörðum að Austurlandi að Glettingi og hefur virkjað bæði gula og appelsínugula viðvörun fyrir svæðið. Búist er við norðan og síðar vestan hríð á Norðurlandi vestra og bálhvössu veðri.
Meira

Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar

Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Meira

Oddviti Pírata vill endurtaka kosningarnar í Norðvesturkjördæmi

Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Kæran verður lögð fram formlega á næstu dögum. Eftir atvikum verður kæra einnig send til lögreglu.
Meira

Framsókn og ríkisstjórnin sigurvegarar kosninganna

Kosið var til Alþingis í gær og þegar atkvæði höfðu verið talin var ljóst að niðurstaða var sigur Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar sem bætti við sig tveimur þingmönnum frá því í kosningunum 2017. Það var Framsókn sem ber ábyrgð á bætingunni því flokkurinn náði inn 13 þingmönnum nú en hafði átta fyrir. Í Norðvesturkjördæmi hlaut Framsókn þrjá þingmenn undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, fékk 25,8% atkvæða sem er ríflega 7% meira en 2017.
Meira

Stór dagur í dag

Í dag eru alþingiskosningar. Þá er mikilvægt að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn. Það er alltaf mikilvægt, en ekki síst núna þegar kannanir benda til þess að níu flokkar geti náð kjöri, og margir þeirra eru eins, og sumir undan hvorum öðrum. Þá er mikilvægt að breiðfylking sé til staðar á pólitíska litrófinu.
Meira

Sögulegt tækifæri

Á kjördegi stöndum við frammi fyrir sögulegu tækifæri til breytinga á Íslandi. Ég kalla það sögulegt tækifæri því í dag getum við ákveðið að hafna þeim stjórnarháttum sem hér hafa verið viðhafðir í 26 ár af síðustu 30 og velja í staðinn stjórnvöld sem eru tilbúin til að ráðast í stóru verkefnin framundan með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Meira

Kæri kjósandi og kæri lesandi, nú er komið að því

Nú er komið að því að velja og val þitt virðist erfitt. Í dag á að velja flokk eða kannski að velja það sem að sumir segja fokk því þeir eru allir eins þessir stjórnmálamenn, það er sami rassinn undir þeim öllum. Ef að svo væri þá liti minn allt öðruvísi út en hann gerir.
Meira

Kæri kjósandi

Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni.
Meira