V-Húnavatnssýsla

Forsetafrúin á brúðulistahátíð í Húnaþingi vestra

Um liðna helgi var alþjóðlega brúðulistahátíðin Hip festival haldin á Hvammstanga og var Forsetafrúin Eliza Reid heiðursgestur á hátíðinni ásamt Eddu dóttur sinni, en Eliza er verndari menningarverðlauna Eyrarrósarinnar sem Handbendi atvinnubrúðuleikhús á Hvammstanga er núverandi handhafi af. Að sögn Gunnars Rögnvaldssonar, sem fylgdi Elizu í heimsókninni, voru fjölmargir viðburðir á dagskránni sem sannarlega eru á heimsmælikvarða.
Meira

Nördamoli Byggðastofnunar um ferðalög íþróttaliða

„Íslandsmótið í knattspyrnu var háð í sumar eins og undanfarin rúmlega hundrað ár. Að horfa á einn fótboltaleik er góð skemmtun sem tekur kannski tvo tíma með öllu fyrir okkur áhorfendur. Fyrir leikmenn og starfsmenn leiksins tekur þetta mun lengri tíma eins og gefur að skilja,“ segir í færslu Byggðastofnunar frá því fyrir helgi þar sem ferðalög meistaraflokka karla og kvenna eru tekin fyrir með skemmtilegum hætti.
Meira

Yfirlýsing stjórnar Miðflokksins

Stjórn Miðflokksins harmar þá ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa þingflokk Miðflokksins nú strax að loknum kosningum og áður en þing hefur verið sett. Brotthvarf þingmannsins er fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi og unnið mikið og óeigingjarnt starf í kosningabaráttunni. Í því samhengi er ákvörðun þingmannsins mikil vonbrigði.
Meira

Af kynbótum :: Áskorandapenninn Ármann Pétursson Neðri-Torfustöðum í Húnaþingi vestra

Ég vil byrja á því að þakka Elísabetu fyrir þessa brýningu á mikilvægi þess að velja barninu nafn sem er til þess fallið að dóttir bóndans hinum megin við ána geti loks varpað öndinni léttar.
Meira

Falsaðir peningaseðlar í umferð

Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru almenningur og verslunareigendur beðnir um að vera vel á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum sem eru í umferð.
Meira

Gul viðvörun í dag en Haustkálfar boða milt haust

Nú hefur Veðurklúbburinn á Dalbæ tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og segir í skeyti til fjölmiðla að nýr starfsmaður hafi tekið við stjórn klúbbsins. Þá kemur einnig fram að með nýju fólki megi búast við breytingum og nýjungum. Jákvætt er að spáð er mildum október með suðlægum áttum.
Meira

Ekkert kæruleysi hér :: Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er í smíðum er ekki enn komin niðurstaða um það hvað á að gera í sambandi við talningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi eftir kosningar til Alþingis. Eins og kunnugt er kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað við talninguna með þeim afleiðingum að heilmikil hringekja fór af stað hjá uppbótarþingmönnum landsins alls. Ekki breytist fjöldi þingmanna hvers flokks heldur fengu einhverjir inni á þingi á kostnað flokksfélaga sem áður hafði hlotið kjörgengi í öðru kjördæmi.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar 2021

Í ár var haldið haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar. Sveitarfélögin skiptast á að halda þingið og sjá skólastjórnendur í sveitarfélögunum um skipulagningu. Í ár sá Húnaþing vestra um skipulagningu og var haustþingið haldið á Hótel Laugarbakka í september.
Meira

Vísindi eða hindurvitni

Eins og margir vita kom nú á haustdögum upp nýtt riðutilfelli í kind í Skagafirði. Áfallið er mikið fyrir bændur á viðkomandi bæ og miðað við núverandi reglur er niðurskurður alls fjárstofnsins á bænum framundan með tilheyrandi fjárhagstjóni og andlegu álagi, en flestir sauðfjárbændur sem stunda sinn búskap af alúð tengjast dýrunum tilfinningaböndum.
Meira

Vísindi og grautur á fimmtudaginn

Fyrirlestur verður í fyrirlestraröðinni Vísindi og grautur á vegum ferðamáladeildar Háskólans á Hólum fimmtudaginn 7. okt. milli 9-10. Fyrirlesari er Robert O. Nilsson, doktorsnemi í Landfræði hjá Umeå háskóla í Svíþjóð. Fyrirlesturinn nefnist „Artification through naming and language use“.
Meira