V-Húnavatnssýsla

Haraldur oftast strikaður út í Norðvesturkjördæmi

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk flestar útstrikanir, eða færslu neðar á sæti á lista, en nokkur annar í Norðvesturkjördæmi eða 69 sinnum í nýliðnum kosningum eftir því sem fram kemur í skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins til landskjörstjórnar og Hagstofu Íslands. Næstflestar voru hjá Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki, 63 og 46 hjá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins og fv. ráðherra.
Meira

Magnús Þór Jónsson sækist eftir formannssæti í Kennarasambandi Íslands

„Í kjölfar afskaplega fallegra áskorana undanfarna daga og vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til að leiða breiðfylkingu íslenskra kennara í Kennarasambandi Íslands,“ skrifar Magnús Þór Jónsson í tilkynningu til fjölmiðla.
Meira

„Birta á að fá þessa bók“

Bók-haldið bankaði upp á hjá Birtu Ósmann Þórhallsdóttur, rétt rúmlega þrítugum bókaútgefanda hjá Skriðu bókaútgáfu, á vordögum. Birta hafði verið búsett á Hvammstanga en var að flytja til Patreksfjarðar á þessum tíma. Hún er að auki rithöfundur og þýðandi en hafði einnig verið í hlutastarfi við skráningu gripa fyrir Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna.
Meira

Af hlýju sumri 2021 :: Hjalti Þórðarson skrifar

Hásumarið 2021 fer í einhverjar metabækur hvað varðar hlýindi og hafa íbúar á vestanverðu Norðurlandi ekki farið varhluta af þeim hlýindum. Sumarið skall á með látum 24. júní sl. eftir verulega svalan maí og stærstan hluta júnímánaðar. Snjór var þó almennt lítill frá vetrinum.
Meira

Vanda kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands fyrst kvenna

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands segir að Vanda sé fyrsta konan sem er kosin formaður KSÍ og verður hún fyrst kvenna til þess að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA. Hún verður tíundi formaður KSÍ og tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði nýverið af sér en ljóst er að verkefnin fram undan fyrir formann KSÍ eru mörg hver afar brýn og erfið.
Meira

Saga hrossaræktar – upphafið :: Kristinn Hugason skrifar

Íslenski hesturinn kom hingað til lands við landnám. Upprunastofninn hefur verið blandaður eins og mannfólkið en þó að uppistöðu til frá Noregi vestanverðum.
Meira

Hvað á barnið að heita?

Mannanöfn er einn angi íslenskunnar sem reynir á þetta fallega tungumál, já og landann. Hver hefur ekki skoðun á nafngift frumburðar frænku nágrannans? Það má ekki heita of gamaldags nafni en heldur ekki of nýmóðins, og hvað sem þú gerir, ekki segja að þú sért að bíða eftir úrskurði mannanafnanefndar. Sameinumst nú á hinni heilögu nafnamiðju svo að allir geti sofið rótt og kvíði ekki næstu skírn.
Meira

Slagarasveitin sendir frá sér Koss Bylgju

Húnvetningarnir í Slagarasveitinni hafa í ár unnið að upptöku nýs efnis sem líta mun dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum. Fyrsta lagið sem Slagarasveitin sendir frá sér að þessu sinni, en sveitin var endurvakin nýlega eftir að hafa legið í dvala í ein 15 ár, er Koss Bylgju sem má nú finna á Spotify.
Meira

Góðan daginn, frú forseti

Alexandra Chernyshova, sem Norðlendingar þekkja vel vegna starfa hennar í sönglistinni, hefur ráðist í það stórvirki að semja óperu í þremur þáttum um ævi og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem fyrst kvenna var kjörin þjóðarleiðtogi í heiminum. Alexandra semur bæði tónlist og handrit en ljóðin eiga Sigurður Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Barðason, og Elísabet Þorgeirsdóttir auk Alexöndru sjálfrar.
Meira

Börn á Vatnsnesi þurfa væntanlega að hossast um ónýtan veginn alla sína skólagöngu

Vatnsnesvegur í Húnaþingi vestra hefur oft ratað í fréttirnar enda afar slæmur yfirferðar oft á tíðum, holóttur og mjór. Umferð ferðamanna um nesið hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og ekki er langt síðan hann markaði upphaf Norðurstrandarvegar vestan megin. Ef til vill upplifir ferðamaðurinn akstur sinn um veginn sem skemmtilegt ævintýri en það sem skiptir öllu máli er umferð íbúa nessins sem um hann fer dags daglega. Þar fara börnin fremst í flokki sem ferðast með skólabílnum drjúga stund á leið í skólann.
Meira