V-Húnavatnssýsla

Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti

Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu fyrr í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Kyntar voru breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita. Hertar aðgerðir munu taka gildi á miðnætti og um allt land, sambærilegar og settar voru þann 30. október sl. Það var þungt hljóð í forystusveit ríkisstjórnarinnar á fundinum vegna þeirra tíðinda sem flutt voru en þar var þó þær jákvæðu fréttir færðar að bóluefni Astra Zeneca yrði notað á ný.
Meira

Gunnar Rúnar Kristjánsson gefur kost á sér í 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ágætu félagar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi. Nafn mitt er Gunnar Rúnar og ég gef kost á mér í 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er fæddur og uppalin í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugarnesinu en lengst af búið utan höfuðborgarsvæðisins m.a. í Danmörku, Hvanneyri og Selfossi. Frá 1997 hef ég búið á Akri í Húnavatnshreppi. Ég er giftur Jóhönnu Erlu Pálmadóttur og eigum við tvö uppkomin börn. Ég er menntaður í búvísindum frá landbúnaðarháskólanum í Danmörku. Auk þess hef ég verið í mastersnámi í opinberri stjórnsýslu í HÍ og á ritgerðina eftir. Við höfum rekið lítið sauðfjárbú á Akri en auk þess starfa ég hjá Rarik á Blönduósi.
Meira

Valgarður Lyngdal Jónsson sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég heiti Valgarður Lyngdal Jónsson, er grunnskólakennari á Akranesi og forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Ég býð mig fram í fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2021. Eiginkona mín er Íris Guðrún Sigurðardóttir aðstoðarleikskólastjóri og eigum við þrjú börn og einn dótturson.
Meira

Akrahreppur og Húnaþing vestra fá ljósleiðarastyrki

Fjarskiptasjóður hefur lokið yfirferð á styrkumsóknum í B-hluta Ísland ljóstengt 2021 og vegna ljósleiðarastofnstrengja. Þrettán sveitarfélögum stendur til boða samtals 180 milljónir króna og eru tvö sveitarfélög á Norðurlandi vestra með þeirra, Akrahreppur og Húnaþing vestra.
Meira

Góð þátttaka í Ullarþon – Enn er hægt að skrá sig

Nú hafa hátt í 100 teymi skráð sig til leiks í Ullarþonið sem hefst á morgun fimmtudaginn, 25. mars og er spenningur mikill hjá keppnishöldurum að sjá hvað kemur inn í lokaskilum en þau eru nk. mánudag. Það eru Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem halda Ullarþon nýsköpunarkeppni, sem haldin er á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna.
Meira

Vísindi og grautur á föstudaginn

Föstudaginn 26. mars klukkan 13 mun dr. Jessica Aquino, lektor ferðamáladeildar Háskólans á Hólum flytja erindi í fyrirlestraröð Vísinda og grautar. Erindi hennar ber heitið The Garden Project: Approaches to Youth Community Development and Placed-Based Education og fjallar um rannsóknaverkefni í samfélagsþróun þar sem unglingar eru í forgrunni sem hún vinnur að á Norðurlandi vestra.
Meira

Sigurður Orri Kristjánsson býður sig fram á lista Samfylkingar

Ég, Sigurður Orri Kristjánsson, býð mig fram í 1. – 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021. Ég var í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar til Alþingis árið 2017.
Meira

Áttu bókað flug út degi eftir niðurstöðu seinni skimunar

Við almennt eftirlit um helgina hafði lögreglan á Norðurlandi vestra afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví. Höfðu þeir við komuna til landsins farið í fyrri skimun, eins og reglur kveða á um, og svo haldið til í sumarbústað í umdæminu. Fengu sektir fyrir að virða ekki sóttvarnareglur.
Meira

Fúin viðhorf frambjóðandans

Það eru fúin verkfærin sem Teitur Björn Einarsson reynir að handleika í grein sinni í Feyki á dögunum. Upp úr töskunni tínist eitt og annað gamalkunnugt s.s. slagorðin um aðför að landsbyggðinni, niðurrif, skattaáráttu og vanþekkingu á lögmálum í greininni. Allt er þetta harla aumkunarvert og hittir Teit og kumpána hans í Sjálfstæðisflokknum illilegast fyrir sjálfa.
Meira

1800 sjálfboðaliðar hreinsa íslensku strandlengjuna

Fjölmargir sjálfboðaliðar Veraldarvina hafa gengið fjörur um allt land í vetur og safnað rusli sem safnast hefur við íslensku strandlengjuna. Veraldarvinir eru íslensk sjálfboðasamtök sem setja umhverfismál í öndvegi. Samtökin fagna 20 ára afmæli á þessu ári en Þórarinn Ívarsson stofnaði samtökin árið 2001. Markmið Veraldarvina er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfið.
Meira