Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Það var lagið
24.03.2021
kl. 16.32
Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu fyrr í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Kyntar voru breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita. Hertar aðgerðir munu taka gildi á miðnætti og um allt land, sambærilegar og settar voru þann 30. október sl. Það var þungt hljóð í forystusveit ríkisstjórnarinnar á fundinum vegna þeirra tíðinda sem flutt voru en þar var þó þær jákvæðu fréttir færðar að bóluefni Astra Zeneca yrði notað á ný.
Meira