V-Húnavatnssýsla

Átt þú von á barni ? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Aðgangur að heilbrigðisþjónustu

Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Meira

Rósirnar frá Starrastöðum bræða blómahjartað

Það er fátt sem hefur yljað manni eins mikið á þessum skringilegu tímum eins og rósirnar frá Starrastöðum. Þær eru hreint út sagt algjört æði og það sem toppar þetta allt saman er hversu vel þær standa eftir að maður kaupir sér einn til tvo vendi. Sú sem á heiðurinn að því að koma þessum fallegu rósum á markað er hún María Ingiríður Reykdal.
Meira

Steikarsamloka og smá sætt í eftirrétt

Ég veit um fátt betra en góða steikarsamloku með nautakjöti, bearnaise og fröllum. Þegar ég var að vinna í Reykjavík, nánar tiltekið á Laugarveginum, elskaði ég að rölta á veitingastaðinn Vegamót í hádeginu og fá mér eina slíka – því hún klikkaði aldrei. Við Binni gerum stundum svipaða samloku þegar við komumst yfir gott nautakjöt því það skiptir svo miklu máli ásamt sósunni.
Meira

Vilja aukinn veganisma

Lögð var fram í morgun ný þingsályktun undir forystu Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, ásamt öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar um markvissar aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis (vegan) í þeim tilgangi að auka dýravelferð, draga úr hamfarahlýnun, stuðla að bættri auðlindanýtingu og bæta heilsufar fólks.
Meira

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar ljósmæðrafélags Íslands vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif er fjörutíu og fimm ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, með diplómu í opinberri stjórnsýslu, gift Aðalsteini Ingólfssyni og samtals eiga þau átta börn. Sem stendur starfar hún sem ljósmóðir í mæðravernd og sinnir heimafæðingaþjónustu.
Meira

NFNV býður í bílabíó

Nemendafélag FNV býður almenningi í bílabíó í kvöld, fimmtudaginn 18. mars, kl. 23:00 en sýnd verður uppsetning nemendafélagsins á leikritinu Footloose sem sett var á svið fyrir skömmu í Bifröst. Sýningin verður á suðurvegg Fisk Seafood á Sauðárkróki og er aðgangur ókeypis.
Meira

Viltu njóta fræðslu í öflugu félagi?

U3A eða háskóli þriðja æviskeiðsins eru alþjóðleg samtök fólks sem komið er yfir miðjan aldur eða 50+. Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30-40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima. Áhersla er á virkni og fræðslu til að viðhalda og efla andlega og líkamlega heilsu. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin.
Meira

Svartþrestir bárust til Norðurlands með óveðri síðustu viku

Svo virðist vera sem lægðin, er skall á landið fyrir helgi, hafi gripið með sér fjölda farfugla sem væntanlega hafa verið á leið yfir Norðursjó milli Bretlandseyja, Danmerkur og Noregs, og beint þeim til landsins. Sagt er á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra að sennilegast hafi fuglarnir í fyrstu borist langt í norður og svo smám saman rangsælis um lægðarmiðjuna frá norðri til vesturs og svo aftur til suðurs upp að norðurströnd Íslands. Margir þeirra enduðu á Norðurlandi vestra.
Meira

Guðjón S. Brjánsson gefur ekki kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef setið á Alþingi Íslendinga frá alþingiskosningunum 2016 fyrir Samfylkinguna – Jafnaðarmannaflokk Íslands í Norðvesturkjördæmi. Á þeim tíma hef setið sem 1. varaforseti Alþingis og unnið í allsherjar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd ásamt því að hafa verið formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
Meira

Erfitt að sækja sjóinn í síðustu viku

Það var rólegt á miðunum í síðustu viku enda sóttu fáir sjóinn. Það héldu margir að vorið væri komið en þó það styttist óðfluga í það þá minnti vetur konungur allhressilega á sig seinni part vikunnar og var því aðeins hægt að sækja sjóinn í byrjun síðustu viku.
Meira