V-Húnavatnssýsla

Rakel og Harri Karlson – Leiðari Feykis

Mörg ævintýrin hafa skemmt fólki um allan heim í gegnum aldirnar og ekki síst um hinar ýmsu almúgastúlkur sem á endanum giftust konungsonum eftir ýmis misalvarleg atvik. Nærtækt dæmi er ævintýrið um Öskubusku sem átti fremur leiðigjarna ættingja er lögðu hana í grimmt einelti. En eins og í góðu ævintýri höguðu örlögin því þannig að hún kynntist prinsinum fagra að endingu og þau lifðu hamingjusöm upp frá því.
Meira

Öllum skylt að sótthreinsa hendur áður en matur er sóttur á hlaðborðið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars og byggja í meginatriðum á tillögum sóttvarnalæknis sem fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. Þá eru einnig gerðar ríkari kröfur til sóttvarnaráðstafana þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Meira

Grískur matarþáttur

Matgæðingur í tbl 44, 2020 var Rakel Sunna Pétursdóttir. Hún er ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið Þórukoti í Víðidal. Rakel Sunna býr núna í Reykjavík með kærastanum sínum og litla bróður en þar stundar hún nám við snyrtifræðibraut Fjölbrautaskóla Breiðholts.
Meira

25,4 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður opinberaði fyrir helgi styrkveitingar sínar fyrir árið 2021 en fjöldi umsókna var 361 og hafa aldrei verið fleiri. Á heimasíðu Minjastofnunar kemur fram að að veittir hafi verið alls 240 styrkir, samtals 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Alls fengu 20 verkefni á Norðurlands vestra 25,4 milljónir króna.
Meira

Billegur áróður þingmanns Samfylkingarinnar

Nú í aðdraganda alþingiskosninga er kunnuglegt stef farið að hljóma úr ranni vinstriflokkanna gegn íslenskum sjávarútvegi. Aðförin að greininni, og þar með lífsviðurværi mörg þúsund Íslendinga landið um kring, byggir á því að þjóðin fái ekki nægjanlega mikið í sinn hlut af arði fiskveiðiauðlindarinnar. Á þeim nótum var grein Guðjóns S Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hann birti í héraðsmiðlum Norðvesturkjördæmis í síðustu viku.
Meira

Leit Fuglaverndar að Fugli ársins 2021 er hafin!

Fuglar eru hluti af daglegu lífi fólks, flestir eiga sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur. Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verður sigurvegarinn kynntur með fjaðrafoki og látum á sumardaginn fyrsta.
Meira

Dekurdýr sem yljar hjartanu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Hundar eru með vinsælustu gæludýrunum og þurfa þeir flest allir daglega hreyfingu en það á ekki við um hundinn hennar Lee Ann Maginnis, sem neitar að fara út ef það er blautt og leiðinlegt veður. Lee Ann er dóttir Jóhönnu G. Jónasdóttur, kennara í Blönduskóla, og Jóns Aðalsteins Sæbjörnssonar (Alla), eftirlitsmanns hjá Vinnueftirlitinu. Hún býr á Blönduósi ásamt syni sínum og krúttlega Pug hundinum Míu sem er mikið dekurdýr.
Meira

Enn eru samningar við bændur sem fengu riðu á bú sín í haust ófrágengnir

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi, beindi í gær spurningum til landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma Alþingis um stöðu á samningum við þá bændur í Skagafirði sem þurftu að skera niður vegna riðu sl. haust og hver staðan væri við endurskoðun reglugerðar þar að lútandi, en ráðherra boðaði endurskoðun á reglugerðinni fyrir nokkru síðan. Að sögn Kristjáns Þórs eru samningar langt komnir.
Meira

Kjúklingasúpa og guðdómlegt gums

Sigríður Stefánsdóttir og Halldór G. Ólafsson, sem búa í Sænska húsinu á Skagaströnd, voru matgæðingar vikunnar í tbl 43, 2020. Sigríður, eða Sigga hjúkka eins og hún er oftast kölluð af samborgurum sínum, er hjúkrunarfræðingur hjá HSN og vinnur á heilsugæslunni þar sem hún hefur fylgt fólki bókstaflega frá vöggu til grafar. Halldór, sem oftast er kallaður Dóri, er menntaður sjávarútvegsfræðingur en starfar nú sem framkvæmdastjóri BioPol ehf.
Meira

Útgerðin kemst billega frá borði :: Guðjón S. Brjánsson skrifar

Grænlendingar hafa gert fjögurra ára fiskveiðisamning við Evrópusambandið sem greiðir u.þ.b. 119 krónur á hvert veitt kg þorskígildis. Það sem íslenska ríkið fær aftur á móti í gegnum veiðigjald og tekjuskatt vegna nýtingar á auðlind sinni er meira en fjórfalt lægri upphæð eða um 27 krónur. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um óeðlilega skiptingu auðlindarentunnar í umhverfi íslensks sjávarútvegs?
Meira