V-Húnavatnssýsla

Skagafjörður í 4. sæti hamingjulistans yfir búsetuskilyrði - Ný könnun landshlutasamtaka

Sagt var frá því hér á Feyki.is í gær að Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður væru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Vífill Karlsson, annar skýrsluhöfunda, hefur tekið saman helstu niðurstöður fyrir Norðurland vestra.
Meira

Öðruvísi öskudagur

Nú fer að líða að skemmtilegustu dögum ársins, bollu-, sprengi- og öskudegi en samkvæmt almanakinu verða þeir í næstu viku. Eins og svo oft áður setur kórónuveirufaraldurinn strik í reikninginn og hafa Almannavarnir af þeim sökum gefið út hugmyndir að öðruvísi öskudegi. Mælt er með að haldið verði upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.
Meira

Vestmannaeyingar, Akureyringar og Eyfirðingar ánægðastir í nýrri könnun landshlutasamtaka

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum.
Meira

Sveitarstjórnarráðherra vill auka svigrúm sveitarfélaga

Húnahornið flytur frétt af því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Markmið frumvarpsins eru einkum þríþætt: Að auka svigrúm sveitarfélaga til að ráðast í auknar fjárfestingar, auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila í greiðsluerfiðleikum og að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað og tekið ákvarðanir við óvenjulegar aðstæður, m.a. á tímum heimsfaraldurs.
Meira

Húnaklúbburinn fær Evrópustyrk

Við tilkynnum með stolti að Húnaklúbburinn og Óríon hafa fengið Erasmus+ styrk vegna verkefnisins Leiðin að rótunum. Ungmennaráðin í Húnaþingi vestra og í Pyhtää í Finnlandi munu vinna saman að því að hvetja æskuna til aukinnar lýðræðisþátttöku, til að taka meiri þátt í að móta samfélög sín og búa ungmenni undir samskipti við stjórnvöld og aðra menningarheima í alþjóðlegu umhverfi. Verkefnið hlaut alls styrk upp á €137.000 (27.374.220 íslenskra króna) fyrir árin 2021 og 2022.
Meira

Fækkar á Norðurlandi vestra

Lítilsháttar fækkun varð á, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Norðurlandi eystra frá 1. desember 2020 til 1. febrúar sl. samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði aftur á móti um 0,2% eða um 376 íbúa en mest hlutfallsleg fjölgun var á Vestfjörðum eða um 0,3% eða um 18 íbúa.
Meira

Katrín Sif vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif er fjörtíu og fimm ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir gift Aðalsteini Ingólfssyni og samtals eiga þau átta börn. Sem stendur starfar hún sem ljósmóðir í mæðravernd og sinnir heimafæðingaþjónustu. Katrín Sif var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019 og leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi.
Meira

ÍSLENSK KJÖTSÚPA, JÁ TAKK!

Norðvesturkjördæmi spannar stórt landsvæði með fjölbreytt landslag, fallega náttúru, mikla möguleika og áskoranir. Kjördæmið býður upp á margbreytileg atvinnutækifæri og sóknarfærin eru mörg. Í þessari yfirferð langar mig aðeins að tala um landbúnað, sem er ein af grunnstoðum atvinnulífs og byggðar í kjördæminu.
Meira

Skaflasteik og eftirréttur óbyggðanna

„Við þökkum fyrir áskorunina frá Steinunni og Sigga. Stefán hefur í gegnum tíðina ferðast mikið á fjöllum og er uppáhaldsmaturinn hans svokölluð skaflasteik. Það er því kærkomið að segja ykkur frá því hvernig slík steik er matreidd en hana má grilla jafnt í holu í jörðinni sem og í holu sem grafin er í skafl. Eftirrétturinn er svo réttur sem varð til úr afgöngum í hálendisgæslu Skagfirðingasveitar sumarið 2015 en við erum bæði virkir félagar í björgunarsveitinni,“ sögðu þau Hafdís Einarsdóttir, kennari við Árskóla, og Stefán Valur Jónsson, starfsmaður Steypustöðvarinnar á Sauðárkróki sem voru matgæðingar Feykis í 44. tbl. ársins 2018.
Meira

Rannveig Sigrún söng til sigurs

Óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel á skemmtilegri Söngkeppni NFNV sem haldin var á sal skólans í gærkvöldi. Keppendur voru tólf og fluttu þeir tíu ansi ólík lög. Keppninni var streymt beint en vegna tæknilegra örðugleika tafðist keppnin um 30 mínútur. Það var Rannveig Sigrún Stefánsdóttir sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari.
Meira