Af hverju?
feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
02.02.2021
kl. 13.17
Í Húnaþingi vestra hefur öflug leikstarfsemi verið við lýði aftur til fjórða áratug síðustu aldar. Voru starfandi tvö félög frá þeim tíma, sem síðari árin nefndust Leikflokkurinn á Hvammstanga og Leikdeild Ungmennafélagsins Grettis á Laugarbakka. Árið 2015 settu leikfélögin í samstarfi upp söngleikinn Súperstar og má segja að sú sýning hafi vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir sýslumörkin. Árið 2017 setur Leikflokkurinn á Hvammstanga upp sýningu þar sem þátttakendur voru úr báðum félögunum og í framhaldinu var ákveðið að sameina félögin í Leikflokk Húnaþings vestra með heimilisfestu í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Meira