V-Húnavatnssýsla

RÉTTIR hefjast – Verði ykkur að góðu!

RÉTTIR food festival 2021- 10 daga matarhátíð á Norðurlandi vestra, er hafin. Hátíðin var sett á laggirnar sumarið 2019 og þar sýna matvælaframleiðeiðendur og veitingastaðir á svæðinu heimafólki og gestum sínar bestu hliðar í mat og drykk.
Meira

Hilmir Rafn til liðs við Venezia á Ítalíu

Húni.is segir frá því að Knattspyrnudeild Fjölnis og Venezia FC hafa náð samkomulagi um að 17 ára gamall strákur frá Hvammstanga, Hilmir Rafn Mikaelsson, muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Samningurinn er til eins árs en að lánstíma loknum hefur Venezia rétt á að kaupa Húnvetninginn efnilega.
Meira

Helga Thorberg leiðir lista Sósíalista í Norðvesturkjördæmi

Það styttist óðum í Alþingiskosningar og nú um helgina birti Sósíalistaflokkur Íslands framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Listann leiðir Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur en á heimasíðu Sósíalista segir að hún hafi starfað við leiklist sem höfundur og þáttagerðarkona í mörg ár en kvennabaráttan og kvennapólitíkin hafi einnig verið hennar hjartans mál.
Meira

Covid-tölurnar á niðurleið á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í gær frá sér töflu yfir smit á Norðurlandi vestra eftir póstnúmerum. Það er gleðilegt að tölur yfir fólk í einangrun og sóttkví hafa farið lækkandi síðustu vikuna. Samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is frá í morgun eru nú aðeins sex smitaðir á Norðurlandi vestra en þeir voru mest 17 í síðustu viku. Þá eru núna fimmtán í sóttkví á Norðurlandi vestra.
Meira

Hvíti riddarinn mátaður eftir góðan endaleik heimamanna á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar tryggði endanlega sæti sitt í úrslitakeppni 4. deildar með sterkum sigri á helsta keppinaut sínum um annað sæti í D-riðlinum. Gestirnir í Hvíta riddaranum komust yfir snemma í síðari hálfleik en heimamenn létu það ekki slá sig út af laginu og blésu til sóknar sem skilaði þremur mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1.
Meira

Veljum að vaxa

Það er gaman að vekja athygli á því sem vel er gert. Það er ekki úr vegi fyrir mig að segja hér örlítið frá þeim verkefnum sem Soroptimistar á Íslandi hafa meðal annars staðið fyrir undanfarna mánuði.
Meira

„Það er margra ára reynsla að dvelja vikulangt á hálendisvaktinni“

Vikuna 1.-8. ágúst var nóg um að snúast hjá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki en meðlimir hennar tóku að sér hálendisgæslu á hálendisvakt í Landmannalaugum á Fjallabaki. Hálendisvakt Landsbjargar er verkefni sem byrjaði fyrir allmörgum árum til að stytta viðbragðstíma björgunarsveita yfir sumarið við verkefnum á hálendinu.
Meira

Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021

Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 878/2021 um takmörkun á samkomum gildir til og með 27. ágúst nk. og tekur nú einnig til skólastarfs. Með hliðsjón af henni veitir mennta- og menningarmálaráðuneyti nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstafana á mismunandi skólastigum.
Meira

Þórdís Kolbrún í heimsókn á Norðurlandi vestra

SSNV greinir frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi verið á ferð um Norðurland vestra í blíðunni í gær fimmtudag. Með henni í för voru Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri ásamt starfsfólki ráðuneytisins og Ferðamálastofu.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna alþingiskosninga 25. september 2021 hefst í dag, föstudaginn 13. ágúst 2021.
Meira