V-Húnavatnssýsla

Vilja banna blóðmerahald á Íslandi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um velferð dýra þar sem lagt er til að svokallað blóðmerahald verði bannað. Ef breytingin nær fram að ganga verður bannað að taka blóð úr fylfullum merum á Íslandi í þeim tilgangi að selja það eða vinna úr því vöru til sölu
Meira

Leitað að nafni á hringveg um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur

Selasetrið á Hvammstanga hefur hrundið af stað hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á ferðamannahringveginn um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur. Á heimasíðu setursins segir að leitað sé að nafni sem í senn verði lýsandi fyrir helstu áfangastaði á þeirri leið; Hamarsrétt, með sinni einstöku staðsetningu, Illugastaðir, með sinn fræga selaskoðunarstað, hinn fallegi Hvítserkur, Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið, klettaborgin Borgarvirki sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld og Hvammstangi sem er helsti selaskoðunarstaður landsins þaðan sem er stutt er í látrin.
Meira

Bókasafnið á Steinsstöðum sameinast Varmahlíðarstarfssöð

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Svf. Skagafjarðar var tekið fyrir erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði um rekstur bókasafna í framhéraði Skagafjarðar og samþykkt að leggja niður starfsstöð bókasafnsins á Steinsstöðum og sameina starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð frá og með 1. mars nk.
Meira

Alþjóðleg verðlaunasamkeppni um nýsköpun fyrir sjálfbæran landbúnað og matvæli

Á heimasíðu MAST kemur fram að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) kalli eftir umsóknum í alþjóðlega verðlaunasamkeppni um nýsköpun fyrir sjálfbæran landbúnað og matvæli. Viðfangsefnið að þessu sinni er nýsköpun til að umbreyta matvælakerfum (e. „Innovation to transform food systems“).
Meira

Veitum frelsi

Bændur hafa átt við ramman reip að draga um áratuga bil. Ferðaþjónustan var lyftistöng um stundarsakir en margir sitja þó eftir með sárt ennið þar sem innviðauppbygging er kostnaðarsöm og ekki er hægt að þjónusta fleiri, hækka veð eða selja fyrirtækið þegar viðskiptavinirnir eru erlendis. Ferðamennirnir halda sig heima. Það er gríðarlegur aðstöðumunur milli búgreina og mjólkurframleiðendur hafa með elju sinni náð að halda taktinum með þróuninni og sjálfvirknivætt rekstur sinn að hluta.
Meira

Búist við að bólusetning verði langt komin í lok júní

Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólusetja tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir lok júní næstkomandi með bóluefnum Pfizer, AstraZeneca og Moderna sem öll eru með markaðsleyfi og komin í notkun hér á landi, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Mun þetta vera meira en áður var vænst.
Meira

Rekstrarleyfi fiskeldis endurnýjuð til tveggja aðila í Hjaltadal

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi til tveggja aðila vegna fiskeldis í Hjaltadal í Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Háskólann á Hólum og hins vegar Öggur á Kjarvalsstöðum sem er skammt utan Hólastaðar. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 2. nóvember 2020 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 30. nóvember 2020.
Meira

Háspennulína slitnaði og lá yfir Hringveg 1 í Vestur Húnavatnssýslu

Búið er að opna Hringveg (1) á ný milli Miðfjarðar og Víðidals en honum var lokað um tíma í morgun þar sem háspennulína hafði slitnað og lá yfir veginn. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að veginum verður lokað á ný í stutta stund þegar líða tekur á morguninn meðan rafmagnslínan sem nú er ótengd verður tengd á ný.
Meira

Fjármagna kaup á leiðsöguhundi með sölu á dagatali - Stuðningur til sjálfstæðis!

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson vekur athygli á Facebooksíðu sinni hve erfitt það er fyrir blinda að eignast leiðsöguhunda en þeir geta verið besta hjálpin hjá þeim sem þurfa. Fyrir rúmu ári sótti hann um hund en Blindrafélagið hefur einungis fjármagn til að kaupa tvo hunda á ári og 18 eru á biðlista. Hann segir að þegar hann var sex ára hafi hann fengið að kynnast hvíta stafnum og notkun hans en að nota þannig prik sé ekki bara að ganga um og „dingla honum hingað og þangað“, eins og hann segir sjálfur heldur krefst notkun hans mikillar færni í daglegu umferli blinds einstaklings. Í gegnum stafinn skynjar hann t.d. kanta, tröppur, staura, alls konar undirlag og ekki síst gangandi fólk.
Meira

Mottumars: Einn fyrir alla allir fyrir einn

Nú styttist í Mottumars, árlega vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá körlum. Í ár endurvekjum við Mottukeppnina. Með henni sýna karlar samstöðu sem skiptir öllu máli. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir.
Meira