V-Húnavatnssýsla

Framtíð íslensks landbúnaðar

Nú þegar hyllir undir að þjóðin sé að komast út úr kófinu eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar er tímabært að fara huga að stóru málunum. Stóru málunum sem núverandi ríkisstjórn gleymdi meðan faraldurinn stóð sem hæst.
Meira

Vel heppnaðir nýnemadagar á Hólum

Í frétt á vef Háskólans á Hólum er sagt frá því að tekið var á móti nýjum nemendum frá öllum deildum á nýnemadögum, sem voru dagana 30. ágúst til 1. september. Farið var yfir verklag í háskólanámi og gefið yfirlit um störf og samfélag skólans.
Meira

Auður Ingólfsdóttir ráðin verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar MN með starfstöð á Sauðárkróki

Í sumar auglýsti Markaðsstofa Norðurlands eftir umsóknum í starf verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar, með starfsstöð á Norðurlandi vestra. Auður Ingólfsdóttir hefur verið ráðin í starfið og kemur inn í teymi MN í lok september, en hún mun starfa á Sauðárkróki. Á vef Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að starfið feli í sér náið samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og uppbyggingu áfangastaðarins.
Meira

Öruggt húsnæði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum.
Meira

Nokkur orð um Samband stjórnendafélaga, STF

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.
Meira

Kormákur/Hvöt áfram í fjögurra liða úrslit

Seinni leikirnir í átta liða úrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Lið Kormáks/Hvatar hafði unnið fyrri leikinn gegn liði Álftaness 1-0 sl. föstudag og þurfti því helst að ná jafntefli eða sigra á Álftanesi í kvöld til að tryggja sætið í fjögurra liða úrslitum. Það gekk eftir því leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Húnvetningar þurfa að skreppa í Hveragerði á föstudaginn þar sem Hamarsmenn bíða eftir þeim.
Meira

Einn í einangrun á Norðurlandi vestra

Á covid.is var einn skráður í einangrun á Norðurlandi vestra í dag og samkvæmt heimildum Feykis var þar um starfsmann sundlaugarinnar á Hofsósi að ræða. Þar var öllu skellt í lás meðan á sótthreinsun stóð.
Meira

Enginn í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid

Húnahornið segir frá því að enginn er nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna kórónuveirusmits en átta eru í sóttkví. Alls greindust 46 kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af 21 utan sóttkvíar. Ekki hafa greinst færri innanlandssmit síðan 19. júlí síðastliðinn, við upphaf fjórðu bylgju.
Meira

Falspóstur frá Nýprent

Það óheppilega atvik hefur átt sér stað að einhver hefur hakkað sig inn í netpóst eins starfsmanns Nýprents á Sauðárkróki og hefur líklega sent út póst á fjölda manns. Fólk er beðið um að opna ekki póst sem kemur úr netfanginu klara@nyprent.is meðan verið er að komast fyrir vandamálið.
Meira

Katrín Jakobsdóttir endurkjörin formaður VG

Katrín Jakobsdóttir, var endurkjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á rafrænum landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór um helgina. Guðmundur Ingi Guðbrandsson var jafnframt endurkjörinn varamaður og Rúnar Gíslason endurkjörinn gjaldkeri. Engin mótframboð bárust í þessi embætti. Í skeyti frá flokknum til fjölmiðla segir að öllu meiri spenna hafi verið í kosningum til ritara en tvær buðu sig fram. Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Sóley Björk var kjörin.
Meira