V-Húnavatnssýsla

Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni í vikunni

Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra eru komnir á ferðina á ný á með sölubílinn sinn góða en í dag verður boðið upp á ýmislegt góðgæti á Skagaströnd við Vörusmiðju BioPol milli klukkan 11 og 13. Seinni partinn verður svo farið á Blönduós og selt við B&S Restaurant frá klukkan 15 - 17.
Meira

Uppsteypa, sjöunda liðið í Meistaradeild KS

Sjöunda og næstsíðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum þetta tímabilið er lið Uppsteypu. Liðsstjóri þess liðs er skagfirski Húnvetningurinn Elvar Logi Friðriksson, tamningamaður, uppalinn í Lýdó en býr nú á Hvammstanga.
Meira

Landsbyggðin fái opinber störf

Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum.
Meira

Lee Ann nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra

Lee Ann Maginnis er nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra en í það embætti var hún kosin á fundi nefndarinnar í gær. Lee Ann er búsett á Blönduósi, fædd árið 1985 og menntuð sem lögfræðingur og kennari. Hún starfar í dag sem umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Meira

Fjölnet og PREMIS sameinast – Sameinað félag með vel á annan milljarð í tekjur

Upplýsingatæknifélögin Fjölnet og PREMIS hafa sameinast. Sérsvið félagana er rekstur tölvukerfa (e. Managed Service Provider), alrekstursþjónusta og hýsing. Auk þess sinna félögin fjölbreyttri þjónustu á sviði upplýsingatækni. Áætluð velta sameiginlegs félags á árinu 2021 er á annan milljarð. Við viðskiptin verða Sigurður Pálsson og Pétur Ingi Björnsson eigendur Fjölnets starfandi hluthafar PREMIS. Félögin munu starfa undir nafni PREMIS með starfsstöðvar á Sauðárkróki og í Reykjavík.
Meira

Að reikna sig grænan – Leiðari Feykis

Það er margt ritað og rætt um drengi sem ekki ná að sinna eða einbeita sér í námi og þá hvort lesskilningur þeirra er góður eða slæmur. Sá ég í einu dagblaði að hugsanlega gæti vandinn legið í því að of margir kennarar séu kvenmenn. Það er sérstök nálgun en kannski ekki útilokuð en ég ætla ekki að taka neina afstöðu í því máli.
Meira

Höldum áfram að bæta kjör eldri borgara

Þegar rætt er um kjör aldraðra verður að hafa í huga að hópur eldri borgara er misjafn eins og einstaklingarnir eru margir. Sem betur fer eru kjör stærsta hluta hóps aldraðra góð, þar viljum við hafa flesta. Mikilvægt er að kjör eldri borgara séu ávallt í umræðunni svo hægt sé að bregðast við, bæta og tryggja að allir geti notið eftiráranna án þess að hafa áhyggjur af afkomu. Þeir sem eru að komast á eftirlaun núna eru baráttuglaður hópur, blómakynslóðin sem vildi breytingar og stóð fyrir þeim, kvenréttindi, aukin réttindi til náms, réttindi barna og réttindi á vinnumarkaði. Réttindi sem skiluðu sér inn á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar voru byltingarkennd og skiptu máli.
Meira

Tryggvi Guðmundsson ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

Það er með mikilli ánægju að stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar kynnir Tryggva Guðmundsson til leiks sem þjálfara liðsins. Hér er um hvalreka fyrir húnvetnskt íþróttalíf að ræða, þar sem ferilskrá Tryggva er löng og glæsileg. Meðal annars þá er hann markahæsti leikmaður allra tíma í deildarkeppnum á Íslandi, á tugi landsleikja að baki og spilaði með góðum árangri í sterkum liðum í atvinnumennsku erlendis.
Meira

Nú er hægt að lesa Feyki á netinu

Nýjasta tbl Feykis kom út í hádeginu og ef þú hefur áhuga á að gerast rafrænn áskrifandi þá er það mjög auðvelt.
Meira

Jörð skelfur á Reykjanesskaga

Fyrir stundu eða kl. 10:05 varð jarðskjálfti af stærð 5.7 um 3,3 km SSV af Keili á Reykjanesskaga. Fannst hann víða á Suðvesturhorni landsins, m.a. í Vestmannaeyjum, eins og fram kemur á vef Veðurstofunnar. Fjöldi eftirskjálfta hefur fylgt og búast má við frekari eftirskjálfum. Á vedur.is segir að verið sé að vinna nánar úr skjálftagögnum og verður fréttin uppfærð í samræmi við það.
Meira