V-Húnavatnssýsla

Partýréttir sem aldrei klikka

Það voru þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd sem sáu um matarþátt Feykis í 47. tbl. Feykis í desember árið 2018. Þau gáfu lesendum uppskriftir að nokkrum partýréttum sem klikka aldrei. „Fyrsti rétturinn er frá Maju vinkonu,“ sagði Hrefna Dögg, „ég smakkaði hann fyrst þegar ég var hjá henni á áramótunum og tengi ég hann því alltaf við áramótin. Þetta er fljótlegt og ofureinfalt og er gert við hvert tækifæri hjá okkur.“
Meira

„Þeir hafa alltaf náð að vinna vel saman“

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með meiru, hefur haft í nógu að snúast síðasta árið. Hann er Króksari í húð og hár, fæddur 1972, yngstur þriggja systkina og alinn upp í Suðurgötunni, sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, eða bara Lillu Stebba og Stebba Dýllu eins og þau voru kölluð á Króknum. Knattspyrnuáhuginn var fyrirferðarmikill frá fyrstu tíð og Stefán Vagn fór vanalega um bæinn á sínum yngri árum með markmannshanskana á lofti – í Tindastólsgallanum að sjálfsögðu – og endaði sem aðalmarkvörður hjá Tindastóli.
Meira

Þrjú sveitarfélög á Norðurlandi vestra? Leiðari nýjasta Feykis

Það er ljóst að flestra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bíði þau örlög að sameinast einhverju öðru ef þingsályktunartillaga samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nær fram að ganga en þar er lagt til að lágmarksfjöldi íbúa hvers sveitarfélags á landinu verði hækkaður í 1000 manns fyrir árið 2026. Lagt er til að ekki verði hægt að bera sameiningu sveitarfélaga undir atkvæðagreiðslu þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar sem miða að því að draga úr lagahindrunum við sameiningar.
Meira

Rauðrófusúpa og skankar

Matgæðingur í 46. tbl. Feykis árið 2018 var Hallgrímur Valgeir, eða Halli Valli, sem býr á Hvammstanga ásamt konu sinni, Linu Yoakum sem er frá Litháen, og syninum Maximus. Hallgrímur sagði að þau hefðu gaman af að elda alls kyns mat og gaf hann okkur spennandi uppskriftir af rauðrófusúpu og lambaskönkum.
Meira

Loksins leikið í Bifröst á ný

Eftir fimm vikna æfingatörn frumsýnir Nemendafélag Fjölbrautaskóa Norðurlands vestra (NFNV) söngleikinn Footloose í Bifröst í næstu viku og brýtur þar með ísinn sem Covid-ástandið frysti og lagði yfir allt leiklistarstarf í Skagafirði síðustu tvö misseri. Sóttvarnir eru þó hafðar í heiðri, tveggja metra reglan og grímuskylda.
Meira

100 milljónir í nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar vegna fyrirhugaðar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Meira

Órion á rafíþróttamóti Samfés

Síðastliðinn föstudag tóku unglingar í Húnaþingi vestra þátt í rafíþróttamóti Samfés þar sem keppt var í CS:GO og Fortnite. Samtals kepptu sjö krakkar frá Húnaþingi vestra, fjórir í CS:GO og þrír í Fortnite. Lið Órions var skipað fjórum heimamönnum, auk varamanns frá Danmörku sem hoppaði inn með skömmum fyrirvara eftir að einn liðsmaður forfallaðist. Liðið hittist í Órion þar sem komið hafði verið upp tímabundnu tölvuveri fyrir keppnina.
Meira

Menntun og almúginn

Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði?
Meira

Feykir kominn í rafrænt form

Rafrænn Feykir er nú fáanlegur í áskrift á netinu og hægt að velja um þrjár áskriftir. Í fyrsta lagi áskrift að prentútgáfunni, sem einnig gefur aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is, í öðru lagi aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is og loks rafrænn aðgangur að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inni á Feyki.is.
Meira

Hrímnir er annað liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Þá er komið að liði númer tvö sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 en þar er á ferðinni hið magnaða lið Hrímnis sem endaði í öðru sæti á síðasta ári. Fremstur í flokki Hrímnis fer Þórarinn Eymundsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum og reiðmeistari FT.
Meira