V-Húnavatnssýsla

Stéttarfélög bjóða félagsmönnum á námskeið Farskólans

Starfsemi Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, er komin á skrið þetta haustið og hvert námskeiðið af öðru að hefjast. Þar á meðal má finna ýmis tengd stéttarfélögunum, HSN og sveitarfélaginu Skagafirði ásamt íslenskunámskeiðum.
Meira

Húrra! Lið Kormáks/Hvatar tryggði sér sæti í 3. deild

Seinni leikirnir í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fara fram í dag og fyrir stuttu lauk leik Kormáks/Hvatar og Hamars frá Hveragerði sem fram fór á Blönduósi. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna þurftu heimamenn að sigra í dag eða gera 0-0 jafntefli. Markalaust var í leikhléi en sigurmark Húnvetninga kom snemma í síðari hálfleik.
Meira

Styrkjum liðið í NV-kjördæmi!

Góðu vinir mínir í (fyrrum) Alþýðuflokknum í Norðvesturkjördæmi nú Samfylkingunni. Ég verð að játa mig sigraðan, af hálfu fyrrum félaga minna í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi eftir alla þá vinnu sem unnin var, af hálfu samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til fjölda ára er leit að samgöngum á landi, láði og legi, heima á Vestfjörðum.
Meira

Gæði landsins; #1: Hvað er fyrir hvern og hver er fyrir hvað?

Þjóðarbúskapur. - Ísland er fyrir alla Íslendinga Við Íslendingar stærum okkur af því að reka hér norrænt velferðarsamfélag. Til að slíkur búskapur gangi upp þurfum við að reka heildstæða stefnu, öllum landsmönnum til hagsbóta. Ríkið þarf að skapa aðstæður til framleiðslu og skammta aðgang að auðlindum til að landsframleiðslan sé næg fyrir alla landsmenn til að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er staðan þannig að allar aðstæður eru hinar bestu. Það er nóg til.
Meira

Það svíkur engan sódavatnið frá Akureyri!

Bók-haldið er einn af þeim þáttum sem prýða Feyki öðru hvoru. Fyrr í sumar bankaði Bók-haldið rafrænt upp á hjá sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni en eins og alþjóð veit er Gísli Reykvíkingur og einhver mesti Tinna-spekingur landsins. Ótrúlegt, en alveg dagsatt, þá var kappinn í sveit á unglingsárum sínum í Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á bænum Þórukoti í Víðidal.
Meira

Stefanía á átta hesta

Ef það er eitthvert dýr sem Skagafjörður getur státað af þá er það hesturinn en um þessar slóðir má finna fjöldann allan af flottum ræktendum sem eru að gera góða hluti með íslenska hestinn bæði í keppnum og í ræktun og sölu erlendis. Þar sem ég er nokkuð viss um að margir lesendur Feykis viti meira um hesta en ég ákvað ég að leita uppi nokkrar staðreyndir um hesta sem hugsanlega einhverjir hafa ekki hugmynd um að væri rétt.
Meira

Ostaplötu lasagne og sjónvarpskaka

Már Nikulás Ágústsson var matgæðingur vikunnar í tbl 11 í ár en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og býr þar með kærustunni sinni, Evu Rós Runólfsdóttur, og strákunum þeirra tveimur, Aroni Mána (5) og Mikael Mána (3). Már vinnur hjá Tengli og er einnig í helgarnámi í rafvirkjun við FNV. Eva Rós starfar á N1 sem vaktstjóri.
Meira

Jafntefli í Hveragerði þegar Húnvetningar heimsóttu geðhrærða Hamarsmenn

Fyrri umferð í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fór fram nú í kvöld. Eftir að hafa lagt lið Álftaness að velli í átta liða úrslitum fengu liðsmenn Kormáks Hvatar það verkefni að mæta Hvergerðingum í Hamri. Leikið var í Hveragerði og endaði leikurinn 1-1 eftir að heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma. Þegar Feykir leitaði frétta af leiknum barst fréttatilkynning frá stuðningsliðinu skömmu síðar og birtist hún hér á eftir í heild sinni.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir tilnefningum

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir í dag eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem þeir telja eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín eða störf í þágu samfélags okkar. Í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins segir að allir komi til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök, sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.
Meira

Land tækifæranna – fyrir hverja?

Er Ísland land tækifæranna fyrir.. ....unga fólkið sem þarf að borga fimmfalda húsnæðisvexti miðað við jafnaldra sína í Evrópu, þau fötluðu ungmenni sem fá ekki pláss í framhaldsskóla, þá 700 nemendur sem fá ekki skólavist í Tækniskólanum í haust, þá frumkvöðla sem komast ekki að í sjávarútvegi og landbúnaði sem eru lokaðar fyrir nýliðun?
Meira