V-Húnavatnssýsla

Lausir fætur á sviði í Bifröst - Kíkt í leikhús

Þessa dagana sýnir Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra dans- og söngleikinn Lausir fætur, eða Footloose, eftir Herbert Ross í leikstjórn Kolbrúnar Lilju Guðnadóttur. Með aðalhlutverk fara þau Ingi Sigþór Gunnarsson og Guðný Rúna Vésteinsdóttir sem leika unglingana Aron og Evu.
Meira

Bresk börn hvött til að horfa á efni frá Hvammstanga

Hvaða menningarefni er best fyrir börn að upplifa í Covid útgöngubanni? Þessu veltu helstu menningarvitar breska stórblaðsins Observer fyrir sér á vef The Guardian fyrir skömmu og einn af þeim taldi efni frá Handbendi á Hvammstanga eiga fullt erindi til breskra barna.
Meira

Samfylkingin auglýsir eftir frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum til alþingiskosninga sem fram fara í haust. Kosið verður um fjögur efstu sætin á framboðslistanum á auknu kjördæmisþingi skv. lið 3.3. b. lið í reglum flokksins um val á framboðslista. Stuðst verður við reglur um paralista skv. skilgreiningu úr reglum flokksins.
Meira

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi á morgun 24. febrúar. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að sama máli gegni um heilsu- og líkamsræktarstöðvar en þar er jafnframt óheimilt að hafa fleiri en 50 manns í rými. Á íþróttakeppnum verður nú heimilt að hafa áhorfendur.
Meira

Hvernig þjónum við vegfarendum á veturna? - Morgunfundur Vegagerðarinnar

Núna klukkan kl. 9 hefst í streymi fundur Vegagerðarinnar sem ber yfirskriftina Hvernig þjónum við vegfarendum á veturna? Umfjöllunarefnið er vetrarþjónustan á þjóðvegum landsins frá ýmsum hliðum og verða haldin áhugaverð erindi sem koma víða að. „Stöðugt er kallað eftir aukinni þjónustu við vegakerfið að vetri. Atvinnusókn á landsbyggðinni hefur breyst og fólk sækir í meiri mæli vinnu milli bæjarfélaga. Þessi samfélagsbreyting kallar á aukna þjónustu við vegakerfið. Miklu skiptir einnig að afurðir og vörur komist klakklaust milli landshluta, þrátt fyrir hálku og fannfergi.
Meira

Humar, grillaður lax og panna cotta

Matgæðingar vikunnar í 48. og síðasta tölublaði ársins 2018 voru þau Gestur Sigurjónsson og Erna Nielsen á Sauðárkróki. „Á okkar heimili er oftast eldað hratt í miklum látum og hversdagsmatur er iðulega á matseðlinum. Okkur finnst báðum skemmtilegt að elda og þegar tækifæri gefst þá finnst okkur afar skemmtilegt að gera tilraunir í eldhúsinu.“
Meira

Fórnarlömb eigin velgengni – Leiðari Feykis

Ekkert varð af bólusetningarannsókn Pfizer sem margir Íslendingar vonuðust eftir, og jafnvel margir svo vissir að væri á leiðinni, að hlutabréf í Icelandair hækkuðu í verði allt fram á þá stund er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Íslendinga fórnarlömb eigin velgengni. Og líklega rataðist honum rétt orð í munn því ekki var hægt að réttlæta bólusetningu heillar þjóðar í rannsóknarskini sem ekki væri útsmituð.
Meira

Meingallað kerfi afurðastöðva

Umræða um fæðuöryggi hefur verið töluverð síðastliðin ár og sitt sýnist hverjum. Þannig finnst mörgum að stjórnvöld þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri reglum um eignarhald á jörðum, tollavernd og fjármagn til nýsköpunar. Öðrum finnst merkilegra að efla alþjóðlegt samstarf í þessum efnum, hvernig svo sem það tryggir fæðuöryggi.
Meira

Auglýst eftir frambjóðendum á lista VG í Norðvesturkjördæmi

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum á lista hreyfingarinnar í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Forvalið fer fram með rafrænum hætti dagana 23., 24. og 25. apríl. Kosning hefst á miðnætti 23. apríl og stendur til kl. 17.00 þann 25. apríl.
Meira

Vilja banna blóðmerahald á Íslandi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um velferð dýra þar sem lagt er til að svokallað blóðmerahald verði bannað. Ef breytingin nær fram að ganga verður bannað að taka blóð úr fylfullum merum á Íslandi í þeim tilgangi að selja það eða vinna úr því vöru til sölu
Meira