Stefnir í mikinn viðburð í Textílmiðstöðinni á Blönduósi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.08.2021
kl. 15.00
Síðasta helgin í ágúst, dagana 27. - 29. verður viðburðarík í Textílmiðstöðinni á Blönduósi en þá eru allir velkomnir í opið hús í TextílLabinu að Þverbraut 1. Á staðnum eru geislaskeri, vínyl prentari, útsaumsvél, nálaþæfingarvél og stafrænn vefstóll. Í tilkynningu frá Textílmiðstöðinni segir að smiðjustjóri muni aðstoða við notkun á smiðjunni og verður aðgengi frítt, en greitt fyrir það efni sem notað er.
Meira
