Verkfærakassinn, fyrsti þáttur Hrafnhildar Ýrar í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.09.2020
kl. 13.59
Í dag klukkan 18 mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir setja í loftið fyrsta þáttinn af Verkfærakassanum þar sem hún mun skoða ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft hafa talist óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Þátturinn er á vegum verkefnisins Þú skiptir máli sem er forvarnaverkefni gegn einelti, fíkn og sjálfsskaða eða sjálfsvígum.
Meira
