V-Húnavatnssýsla

Stéttarfélög gera vel við félagsmenn sína

Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla á ný að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Að þessu sinni er stefnt á að halda alls sex námskeið, þrjú þeirra verða á netinu en hin þrjú staðarnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin og er öðrum en félagsmönnum í þessum félögum bent á að skoða rétt sinn hjá sínu félagi.
Meira

Kristján Þór opnaði fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Í síðustu viku opnaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð en frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. Alls voru 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Meira

Skautafélagið sterkara á svellinu

Skautafélag Reykjavíkur tók á móti liði Kormáks/Hvatar í 4. deildinni sl. föstudagskvöld og var leikið á Eimskipsvellinum í landi Þróttara. Heimaliðið átti möguleika á sæti í úrslitakeppni deildarinnar en þurfti nauðsynlega að vinna leikinn til að halda þeirri smugu opinni. Það hafðist sem þýðir að Húnvetningar eru enn ekki búnir að tryggja sér sætið en þeir þurfa að næla í stig í lokaleik sínum í B-riðli.
Meira

Magnús Ásgeir Elíasson gefur út tíu laga plötu

Magnús Ásgeir Elíasson bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Vestur Húnavatnssýslu, situr alla jafna ekki auðum höndum en nýlega gaf hann út tíu laga disk sem kominn er á Spotify og ber hið vonglaða nafn Senn kemur vor. Magnús býr með sauðfé, hross og nokkrar geitur, rekur ferðaþjónustu, hestaleigu auk þess að halda úti pöbb, Mjólkurhúsið.
Meira

Sumarleg hádegismáltíð

Matgæðingar í tbl 30 voru hjónin Guðrún Lára Magnúsdóttir og Guðni Þór Ólafsson á Melstað í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Guðrún Lára er leikskólastjóri á Hvammmstanga og Guðni Þór er sóknarprestur í Melstaðarprestakalli.
Meira

Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair

Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. Það breytir því ekki að forsendurnar fyrir svo kostnaðarsamri ákvörðun verða að vera að tryggja flugsamgöngur, fara vel með almannafé, draga úr tapi lífeyrissjóðanna og vernda starfsfólk. Það er því að vel ígrunduðu máli sem við leggjumst gegn 15 milljarða ríkistryggðri lánalínu til Icelandair.
Meira

Alhvít jörð hjá gangnamönnum á Haukgilsheiði

Það hefur verið heldur hryssingslegt veðrið síðasta sólarhringinn á Norðurlandi, norðan garri og beljandi rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Heldur er að draga úr atganginum og má búast við því að gula veðurviðvörunin sem Veðurstofan gaf fyrir Norðurland falli úr gildi um hádegið. Smalar hafa gengið á heiðum Norðurlands vestra þessa viku og birti Jón, bóndi á Hofi í Vatnsdal, mynd frá Álkuskála í morgunsárið en þá var alhvít jörð. Álkuskáli tilheyrir Haukgilsheiði, er fram með ánni Álku sem sameinast svo Vatnsdalsá niðri í Vatnsdal.
Meira

Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán sem ætlað er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og brúa bilið á milli lána veittum af fjárámálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum annars vegar og kaupverðs hins vegar. Hægt verður að sækja um lánin frá 1. nóvember næstkomandi.
Meira

Sértækir styrkir til íþrótta- og ungmennafélaga vegna COVID-19: 150 milljónum kr. úthlutað

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur tilkynnt um úthlutun sértækra styrkja til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19. Úthlutunin nemur rúmlega 150 milljónum kr. og kemur í kjölfar 300 milljóna kr. framlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar sem úthlutað var í maí. Rúmar þrjár milljónir komu til tveggja íþróttafélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

September mildur en vætusamur - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 1. september kl. 14 komu tíu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar og fóru yfir síðasta spágildi. Samkvæmt skeyti frá Dalvík voru þeir allir mjög sáttir með hvernig veðrið gekk eftir. Í skeyti Dalbæinga kviknaði ríkjandi tungl þann 19. ágúst sl. en nýtt tungl kviknar þann 17. september kl 11 í suðaustri.Telja veðurspámenn september verða mildan en vætusaman.
Meira