V-Húnavatnssýsla

Gleðigosinn Teitur:: Áskorandapenninn Þorsteinn Snær Róbertsson, frá Hvalshöfða Hrútafirði

Þorsteinn Snær Róbertsson heiti ég frá Hvalshöfða. Júlíus bróðir minn skoraði á mig að skrifa pistil og hér læt ég flakka. Það sem mér er efst í huga er smá frásögn um gleðigosann Teit. Hann var rosalega stór og klunnalegur hundur sem færði gleði og hamingju í líf mitt. Teitur var einstakur karakter sem var óhugnanlegur í útliti en með rosalega lítið hjarta. Þessi stóri hundur var hræddur við fáránlegustu hluti sem maður botnar eiginlega ekki í, en kannski vissi hann eitthvað meira en við. Sem dæmi má nefna þurfti pabbi að útbúa sérstakar stál umgjörð yfir hurðarhúna á öllum útidyrahurðunum heima. Ástæðan fyrir því var að Teitur átti það til að hoppa á hurðarhúna og hleypa sér inn þegar það var fullt tungl eða norðurljós úti, því hann var af einhverjum ástæðum mjög hræddur við þau.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar nálgast úrslitakeppni 4. deildar

Lið Kormáks/Hvatar styrkti stöðu sína í B-riðli 4. deildar á miðvikudagskvöldið þegar þeir sóttu lið Álafoss heim á Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Þegar upp var staðið höfðu Húnvetningarnir gert sex mörk en heimamenn náðu ekki koma boltanum í netið – nema reyndar einu sinni í vitlaust mark. Lokatölur því 0-6 og lið Kormáks/Hvatar í öðru sæti riðilsins, stigi á eftir KFR en eiga leik til góða.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 13. september 2020 kl. 12-16 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Sögur frá landi slá í gegn - Síðasti þáttur í kvöld

Þriðji og síðast þáttur af Sögum frá landi, sem sýndur er á RÚV, verðu á dagskrá í kvöld en þar fara þau Hlédís Sveinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson um Norðurland vestra og kynna sér sögu, menningu og matargerðarlist á svæðinu. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og koma, samkvæmt mælingum, fast á eftir fréttum, íþróttum og veðri.
Meira

Alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga

Hvammstangi International Puppet Festival, HIP, er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Hátíðin verður haldin 9. - 11. október en á hátíðinni verður boðið upp á tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Yfir 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur en alla dagskrá hennar má nálgast á www.thehipfest.com.
Meira

Hlutabótaleiðin framlengd um tvo mánuði og áframhaldandi greiðslur vegna launa í sóttkví

Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á lögum er varða vinnumarkaðinn til að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins. Með frumvarpinu mun réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta fara úr þremur mánuðum í sex mánuði, enda séu ákveðin skilyrði uppfyllt, og hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði. Greiðslur launa vegna einstaklinga í sóttkví munu einnig halda áfram.
Meira

Tækifærin í Covid

Það er líklega kaldhæðni fólgin í því að tala um tækifæri í Covid í ljósi áhrifa faraldursins á heilsu og efnahag heimsbyggðarinnar allrar. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að strax í upphafi faraldurs, og eftir því sem honum fram vindur, höfum við séð breytingar á hegðun okkar á mjög margan hátt. Einhverjir hafa fullyrt að heimurinn verði ekki samur – hvort það er rétt skal ósagt látið en ljóst er að margt af því sem breyst hefur er komið til að vera.
Meira

Sex starfsmenn ráðnir á nýtt brunavarnasvið HMS

Búið er að ráða í allar þær stöður sem auglýstar voru fyrr í sumar á nýju sviði á starfsstöð HMS á Sauðárkróki þ.e. stöðu framkvæmdastjóra, sérfræðinga og forvarnarfulltrúa. Gert er ráð fyrir að alls muni átta starfsmenn starfa við brunavarnir hjá HMS, sem er tvöföldun mannafla í málaflokknum, en stefnt er á að hefja starfsemi 1. október næstkomandi.
Meira

Slæmt ásigkomulag vega í Húnaþingi vestra hefur slæm áhrif á nemendur

Tæplega helmingur nemenda Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga þurfa að ferðast í skólann við óviðunandi aðstæður. 150 nemendum eru við skólann og þurfa sumir þeirra að sitja í skólabíl í allt að tvo klukkutíma á dag á misgóðum malarvegum. Grunnskólakennararnir segjast kvíða því að þurfa að hefja enn eitt skólaárið án þess að samgöngur í sveitarfélaginu hafi verið bættar.
Meira

Leggur til bann við okri á hættustundu

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið að koma í veg fyrir okur gagnvart almenningi þegar hættuástand skapar aukna eftirspurn eftir ákveðnum vörum eða skerðir framboð þeirra. Ríkislögreglustjóra verði falið að kveða á um hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á innkaupsverð tiltekinna vara eða vörutegunda. Guðmundur Ingi Kristinsson er meðflutningsmaður frumvarpsins.
Meira