V-Húnavatnssýsla

Eigum eftir að fá páskahret og jafnvel sumarmálahretið

Í gær, þriðjudaginn 2. apríl, komu saman til fundar níu félagar í veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík og hófu fund kl. 14:05 og honum lauk hálftíma síðar. Fundarmenn voru almennt sáttir við hvernig til tókst með spádóminn fyrir marsmánuð en snjó hafði ekki tekið upp áður en snjóaði aftur og veðrið var umhleypingasamt.
Meira

Hafist handa við undirbúning ljósleiðaravæðingar í sumar

Húnaþing vestra hefur samþykkt að þiggja styrk frá frá fjarskiptasjóði og byggðastyrki frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt en eins og áður hefur verið greint frá á Feyki.is var Húnaþing vestra eitt þeirra sveitarfélaga sem buðust slíkir styrkir.
Meira

Útibú Barnahúss opnað á Akureyri í gær

Í gær, mánudaginn 1. apríl, var Barnahús opnað með formlegum hætti á Akureyri en Barnahús hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 1998 með það að markmiði að hagsmunir barns séu tryggðir þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að hugmyndin bak við Barnahús sé að sérfræðingarnir komi til barnsins en ekki öfugt og verið sé að taka þá hugmynd skrefinu lengra í útibúinu á Norðurlandi.
Meira

Bíll lokar Holtavörðuheiði - Uppfært, búið að opna.

Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður sem stendur en þar er bíll sem lokar veginum. Á vef Vegagerðarinnar segir að unnið sé að því að losa bílinn en þó sé óvíst hvenær tekst að opna fyrir umferð aftur. Annars er snjóþekja, hálka eða hálkublettir víðast hvar á Norðurlandi en allir helstu vegir færir. Flughálka er þó í Blönduhlíð, þungfært í Almenningum en ófært er á Víkurskarði.
Meira

Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitastjórnarmál

Föstudaginn 5. apríl næst komandi verður formleg opnun Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál í Háskóla Íslands á Laugarvatni. Í tilefni dagsins mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra heimsækja rannsóknasetrið ásamt fleiri góðum gestum. Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál er hluti af starfsemi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og er það starfrækt með stuðningi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Meira

Stjórn SSNV mótmælir áformum um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs

Stjórn SSNV hefur sent frá sér ályktun þar sem hún harmar þau áform sem fram koma í fjármáláætlun áranna 2020 – 2024 og lúta að frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021.
Meira

Þrír gómsætir eftirréttir

Ólöf Ösp Sverrisdóttir og Snorri Geir Snorrason á Sauðárkróki voru matgæðingar Feykis í 12. tölublaði ársins 2017. Ólöf hefur orðið: „Ég ætla að byrja á því að þakka Ingu Skagfjörð fyrir að koma mér í þessa klípu, að ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti til að koma mér í þessi skrif. Ég ætla ekki hefðbundnu leiðina og koma með forrétt, aðalrétt og eftirrétt heldur ætla ég að gefa ykkur þrjár uppskriftir af uppáhalds eftirréttunum mínum. Þessar gómsætu uppskriftir er tilvalið að hafa í veislum, hitting eða bara einn góðan sunnudag. Vonandi munuð þið njóta góðs af þeim."
Meira

Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra í kynnisferð á Borgundarhólmi

Dagana 25.-27. mars fór 42 manna hópur sveitarstjórnarmanna og sveitarstjóra á Norðurlandi vestra í kynnisferð til Borgundarhólms í Danmörku. Einnig fóru starfsmenn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í ferðina en ferðin var skipulögð af samtökunum.
Meira

Málþing um seli og samfélag

Laugardaginn 13. apríl stendur Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra fyrir opnu málþingi um margslungið samband manna og sela við Húnaflóa í fortíð, samtíð og framtíð. Á málþinginu koma saman fræðimenn af ýmsum sviðum sem eiga það sameiginlegt að stunda rannsóknir á Norðurlandi vestra. Þeir munu deila rannsóknum sínum og niðurstöðum og kanna möguleikann á frekara samstarfi í framtíðinni.
Meira

Fornminjasjóður úthlutar styrkjum

Fornminjasjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2019. Alls bárust 69 umsóknir til sjóðsins og hlutu 23 af þeim styrk að þessu sinni. Heildarfjárhæð úthlutunar nam 41.980.000 króna en sótt var samtals um styrki að upphæð tæpar 160 milljónir króna.
Meira