V-Húnavatnssýsla

Rækjur á salati, nautabuff og eplakaka frá mömmu

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. Feykis 2017 voru þau Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Jónsson á Ytra-Skörðugili. Þau buðu upp á rækjuforrétt með sterkri sósu, sinepskryddað nautabuff í aðalrétt og að lokum ljúffenga eplaköku í eftirrétt. „Ég er heimilisfræðikennari í Varmahlíðarskóla og hef áhuga á matseld en húsbóndinn sér um að grilla. Forrétturinn er mjög góður á hlaðborð og eplakakan er uppskrift frá móður minni og var mjög oft á sunnudögum á mínu æskuheimili. Hún er líka vinsæl á okkar heimili,“ segir Bryndís.
Meira

Tækifærin á landsbyggðinni - Áskorendapistill Sveinbjörg Pétursdóttir Hvammstanga

Fólksflótti af landsbyggðinni er eitthvað sem við heyrum reglulega í umræðunni. Þá virðist þetta einnig vera skilgreint sem vandamálið að halda unga fólkinu í heimabyggð. Umræðan er gjarnan á þá leið að við þurfum að halda unga fólkinu á svæðinu, halda því hérna í framhaldsskóla, háskóla og þar fram eftir götunum til að auka líkur á því að þau vilji búa á svæðinu þegar fullorðinslífið er tekið við.
Meira

Flottur árangur í lestrarátaki

Krakkarnir í Grunnskóla Húnaþings vestra tóku þátt í lestrarátaki í janúar. Markmiðið var að lesa upphátt heima í að minnsta kosti tíu mínútur á dag. Allir nemendur bekkjarins tóku virkan þátt í átakinu og lásu margir mun meira. Samanlagt vörðu nemendur 6. bekkjar 5103 mínútum í lestur á þeim rúmu þremur vikum sem átakið stóð yfir.
Meira

Verjum sérstöðu landsins

Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Vel heppnað námskeið í viðburðastjórnun

Námskeið í viðburðastjórnun sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu fyrir og haldið var á Blönduósi sl. mánudag var prýðilega sótt, að því er segir á vef samtakanna. Námskeiðið var ætlað öllum þeim sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Meira

Verðlaun fyrir skil á merktum hrognkelsum

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil haft samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Á síðasta ári voru fiskar merktir með tvennum hætti, annars vegar um 200 fiskar á hefðbundinni veiðislóð inni á Húnaflóa og hins vegar um 290 ungir fiskar í alþjóðlegum makrílleiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.
Meira

Endurnýjun samstarfssamnings um Landgræðsluskóga

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands, Landgræðslan og Skógræktin hafa endurnýjað samning um rekstur og framkvæmd Landgræðsluskóga til næstu fimm ára. Samningurinn felur í sér ýmis ákvæði varðandi framkvæmd Landgræðsluskóga s.s. að Skógræktarfélag Íslands vinni áætlun sem að lágmarki skilgreinir markmið, tegundaval og afmörkun svæða til gróðursetningar.
Meira

Keppt í slaktaumatölti Meistaradeildar KS í kvöld

Annað mót Meistaradeildar KS fer fram í kvöld, 27. febrúar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þegar keppt verður í slaktaumatölti (T2)! Höskuldur Jónsson og Svörður frá Sámsstöðum, sem keppa fyrir Leiknisliðið, munu ríða á vaðið og hefja keppni klukkan 19. Eftir gæðingafimina sem fram fór fyrir tveimur vikum trónir Ísólfur Líndal Þórisson á toppnum í einstaklingskeppninni með 28 stig og lið hans, Skoies/Prestige, leiðir liðakeppnina með 76 stig.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks.

Húnaþing vestra auglýsir eftir verkefnastjóra til að hafa umsjón með móttöku flóttafólks í Húnaþingi vestra og þjónustu við það. Starfið sem um ræðir verður 25% - 50% til að byrja með, 100% hluta tímans og 50% síðari hlutann og er tímabundið til 1-1 ½ árs. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Laufey Kristín Skúladóttir ráðin til Byggðastofnunar

Laufey Kristín Skúladóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í byrjun janúar og rann umsóknarfrestur út þann 28. janúar. 21 umsókn barst um starfið, átta konur og þrettán karlar, en einn aðili dró umsókn sína til baka. Frá þessu er greint á vef Byggðastofnunar.
Meira