V-Húnavatnssýsla

Gangbrautarvörðurinn á Hvammstanga fær alvöru stöðvunarmerki

Starfsmenn Tengils komu færandi hendi í Grunnskóla Húnaþings vestra í síðustu viku og gáfu skólanum stöðvunarmerki fyrir gangbrautarvörðinn. Höfðu þeir tekið eftir því að einhverjir ökumenn virtu gangbrautarvörð að vettugi þegar nemendur nálguðust gangbrautina.
Meira

Tólf manns bjargað af Holtavörðuheiði

Björgunarsveitin Húnar fékk útkall undir hádegið í dag vegna fólks sem var í hrakningum á Holtavörðuheiði. Á Facebooksíðu Húna segir að farið hafi verið á tveimur bílum frá Húnum og einnig hafi félagar úr Björgunarsveitinni Heiðar komið á móti neðan úr Borgarfirði. Vel gekk að aðstoða fólkið og koma því af heiðinni en þarna var um að ræða tólf manns á fjórum bílum. Vindhraði á heiðinni nálgaðist 40 m/sek í hviðum um það leyti sem björgunarsveitarmenn komu til baka þaðan og er heiðin lokuð og ekkert ferðaveður þar þó eitthvað sé það farið að ganga niður.
Meira

Níu verkefni á Norðurlandi vestra fá styrki í sameiginlegri úthlutun Guðmundar Inga og Þórdísar Kolbrúnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í morgun um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og sex úr Verkefnaáætlun 2019-2021.
Meira

Sala ólöglegra fæðubótarefna kærð til lögreglu

Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað. Einnig varar Matvælastofnun við viðskiptum við vefinn www.roidstop.is og neyslu fæðubótarefna og lyfja sem vefurinn segist selja.
Meira

Flottur árangur í Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra vann sigur í Vesturlandsriðli Skólahreysti sl. fimmtudag. Sigur liðsins var nokkuð öruggur en það hlaut 51 stig en sá skóli sem næstur kom, Grundaskóli, var með 43,5 stig. Þetta er annað árið í röð sem skólinn vinnur sinn riðil í keppninni og verður það að teljast frábær árangur. Mun liðið keppa i lokakeppni Skólahreysti sem haldin verður þann 8. maí.
Meira

Héraðsþing USVH haldið í 78. sinn

78. Héraðsþing USVH var haldið sl. miðvikudag, þann 20. mars, í Félagsheimilinu á Hvammstanga og sá Ungmennafélagið Kormákur um framkvæmd þingsins að þessu sinni. Á þingið mættu 27 aðilar frá öllum aðildarfélögum.
Meira

Húnaþing vestra og Skagafjörður hlutu styrki til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli

Sl. föstudag skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Páll Jóhann Pálsson, formaður fjarskiptasjóðs, og forsvarsmenn sveitarfélaga undir samninga um samvinnustyrki frá fjarskiptasjóði og byggðastyrki frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Að þessu sinni áttu fjórtán sveitarfélög kost á byggðastyrk á grundvelli byggðaáætlunar og 22 sveitarfélög á samvinnustyrk. Af þeim eru tvö á Norðurlandi vestra, Húnaþing vestra sem á kost á 58,4 milljónum króna í samvinnustyrk og 10 milljónum í byggðastyrk og Sveitarfélagið Skagafjörður en það á kost á 70,8 milljónum í samvinnustyrk og 10 milljónum í byggðastyrk.
Meira

Vandi vegna skyndilána eykst, nauðsynlegt að grípa til aðgerða

Umsækjendur sem óskuðu aðstoðar Umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5% á árinu 2018 miðað við árið á undan. Alls bárust 1.397 umsóknir til embættisins 2018 á móti 1.311 umsóknum árið 2017. Mest fjölgaði umsækjendum sem voru á aldrinum 18-29 ára eða úr 23% árið 2017 í 27,3% árið 2018.
Meira

Silungur og lambafille úr héraði

Matgæðingar vikunnar í 11. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Brynja Birgisdóttir og Bjarni Kristinsson sem fluttu á Blönduós árið 2012 ásamt tveimur börnum sínum og sögðust una þar hag sínum hið besta. Á heimilinu er eldað af tilfinningu og leggja þau áherslu á að nota Prima kryddin sem eru framleidd hjá Vilko á Blönduósi og segjast geta mælt með þeim. Þau buðu upp á silung úr héraði og lambafille frá Neðri-Mýrum ásamt suðrænum ávöxtum.
Meira

Nokkur orð um menninguna… - Áskorendapistill Greta Clough Hvammstanga

Kannski skipta listir og menning hvergi meira máli en í dreifðari byggðarlögum, þar sem tækifæri til ástundunar atvinnulista takmarkast að nokkru sökum fámennis. Rannsóknir hafa sýnt að getan til að skilja og ræða menningu hefur bein áhrif á lífsgæði, samfélagslega samheldni, heilsu og lífsgæði, svo fátt eitt sé tínt til.
Meira