V-Húnavatnssýsla

Staðreyndir um mislinga á heimsvísu

Dauðsföllum af völdum mislinga á heimsvísu fækkaði um 80% milli áranna 2000 og 2017 vegna aukinnar áherslu á bólusetningu, segir á ​ vef heilbrigðisráðuneytisins en þar er staðreyndum um mislinga á heimsvísu komið á framfæri. Áætlað er að bólusetning fyrir mislingum hafi komið í veg fyrir 21,1 milljón dauðsfalla á þessu árabili. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið saman staðreyndir um mislinga og bólusetningu við þeim og segir stofnunin bólusetningu við sjúkdómnum með ábatasömustu fjárfestingum til að efla lýðheilsu.
Meira

Tuttugu verkefni í gangi í Ræsingu á Norðurlandi vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi vestra, efndi í upphafi ársins til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir. Verkefnið ber nafnið Ræsing og var einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu. Verkefnið er nú hálfnað og eru átta verkefni í gangi í Skagafirði og tólf í Húnavatnssýslum. Sagt er frá þessu á vef SSNV í dag.
Meira

Rúmlega átta og hálf milljón í söfn á Norðurlandi vestra

Á dögunum úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði. Þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr. auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og voru veittir styrkir á bilinu frá 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna. Rúmlega átta og hálf milljón kom í hlut safna á Norðurlandi vestra.
Meira

Orkuskot inn í daginn og besta ídýfan, auðveldur fiskréttur og baunaréttur

Sigfríður Eggertsdóttir og Guðjón Valgeir Guðjónsson á Hvammstanga voru matgæðingar Feykis í 10. tbl. 2017. Þau buðu upp á uppskriftir að orkuskoti inn í daginn og bestu ídýfunni, auðveldum fiskrétti og baunarétti. Það er Sigfríður sem hefur orðið: „Þó ég sé nú stolt bóndadóttir og meiri hluti fjölskyldunnar stundi fjárbúskap, elda ég sjaldan rautt kjöt núorðið. Það er þó ekki gert af ásettu ráði, heldur er nú bara smekkur mannanna misjafn. Fiskur, kjúklingur, grænmetis- og baunaréttir og súpur eru oftast í boði á minu heimili.
Meira

Helmingi hjólbarða ábótavant

Meira en helmingur allra bíla er með of lítinn, mikinn eða mismikinn loftþrýsting í dekkjum samkvæmt nýrri könnun sem VÍS gerði á ástandi dekkja um 100 tjónabíla. Þetta verður að teljast áhyggjuefni því loftþrýstingur hefur áhrif á stöðugleika, hemlunarvegalengd og þar af leiðandi almennt öryggi ökutækja.
Meira

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra breytist lítið

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda í byrjun marsmánaðar eins og vant er um mánaðamót. Þar kemur fram að Íslendingum hefur fjölgað um 0,4% frá 1. desember eða um 1.588 manns og eru þeir nú 358.259. Mest er fjölgunin í Reykjavík, 0,6%, en hlutfallsleg fjölgun er mest í Skorradal, 6,9%.
Meira

Stefanía Inga ráðin gæðastjóri hjá Fisk Seafood

Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Í gæðateymi félagsins eru sérstakir gæðaeftirlitsmenn í ólíkum rekstrareiningum, s.s. landvinnslunni á Sauðárkróki, saltfiskvinnslu í Grundarfirði, seiðaeldi á Hólum, fiskeldi í Þorlákshöfn og frystitogaranum Arnari auk ferskfiskstogara Fisk Seafood.
Meira

Umhleypingasamt verður áfram

Þriðjudaginn 5. mars komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar kl 14 og voru fundarmenn alls þrettán talsins. Fundi lauk síðan kl. 14:30. Öskudagstunglið (Góutungl) kviknar í dag í suðvestri kl. 16:04. Veturinn er hvorki búinn á dagatali né veðurfarslega, segja spámenn Dalbæjar sem telja að umhleypingasamt verði áfram, áttir breytilegar og hafa þeir sterka tilfinningu fyrir því að snjó taki ekki upp áður en snjóar aftur meira. Hitastig verður eins og oft, breytilegt.
Meira

Fíkniefnahundanámskeið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku hófst nám fyrir fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmenn þeirra sem haldið er á vegum Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og Menntaseturs lögreglunnar. Námið fer fram í fjórum lotum og líkur því með bæði skriflegum og verklegum prófum í lok maí. Sjö hundateymi taka þátt að þessu sinni en þau koma frá lögreglunni, Fangelsismálastofnun og tollgæslunni.
Meira

Ók á tvær bifreiðar og stakk svo af

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að síðastliðinn laugardag hafi alvarlegt atvik átt sér stað í umdæminu þegar ökumaður bifreiðar ók á tvær aðrar bifreiðar og hvarf síðan af vettvangi. Ekki urðu slys á fólki en umtalsvert eignatjón.
Meira