V-Húnavatnssýsla

Viltu vera með sölubás, opna vinnustofu eða veita afslátt á Prjónagleði?

Prjónagleði verður haldin á Blönduósi nú um hvítasunnuhelgina, 7.-10. júní. Er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og er það Textilmiðstöð Íslands ásamt samstarfsaðilum á Blönduósi sem að henni stendur.
Meira

Anna Dóra Antonsdóttir skrifar um Skárastaðamál

Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Þar sem skömmin skellur - Skárastaðamál í dómabókum eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Sagan gerist í Miðfirði upp úr miðri 19. öldinni og fjallar um sakamál sem kennt hefur verið við bæinn Skárastaði í Austurárdal. Bókin byggir á dómabókum og fleiri samtímaskjölum en þar sem gögnum sleppir tekur höfundurinn við og fyllir upp í eyðurnar, eins og segir á heimasíðu forlagsins.
Meira

Ársfundur Byggðastofnunar haldinn á Siglufirði

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Siglufirði sl. fimmtudag, 11. apríl. Á fundinum flutti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarp þar sem hann fjallaði meðal annars um samgöngumál, byggðaáætlun og nýtt Byggðamálaráð. Einnig tilkynnti hann um nýja stjórn Byggðastofnunar en nýr formaður stjórnar er Magnús B. Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, sem tekur við af Illuga Gunnarssyni sem nú lætur af störfum eftir tveggja ára formennsku.
Meira

Hakk, kjúlli og Lava bomba

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis 2017 voru þau Ólafur Rúnarsson og Kristín Kristjánsdóttir á Hvammstanga. „Við fluttum í Húnaþing vestra fyrir nokkrum árum og erum bæði starfandi tónlistarskólakennarar og tónlistarmenn. Það var mikið gæfuspor að flytja hingað því hér er gott að vera,“ segir Ólafur en þau hjónin búa á Hvammstanga. „Ekki ætlum við að koma með uppskrift að þriggja rétta máltíð þar sem svoleiðis gerist sjaldan hjá okkur. Frekar ætlum við að deila með ykkur réttum sem vinsælir eru á okkar heimili."
Meira

Köngulóin - Áskorendapenninn Jessica Aquino Hvammstanga

Ég var sex ára þegar ég féll fyrir töfrum náttúrunnar í fyrsta sinn. Pabbi minn sýndi mér kónguló sem sat ofan á stórum, hvítum og loðnum eggjapoka. Ég fylgdist með þegar hann potaði varlega í pokann með litlu priki. Þegar það nálgaðist sekkinn sá ég kóngulóna lyfta framfótunum til að verja fjársjóð sinn.
Meira

Íþrótta- og útivistardagur grunnskólanna í Húnavatnssýslum

Grunnskólarnir í Húnavatnssýslum héldu sinn árlega íþrótta- og útivistardag á Blönduósi í gær. Þangað mættu um 150 nemendur 7.-10. bekkja Blönduskóla, Höfðaskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra og vörðu deginum saman við alls kyns hreyfingu og útivist.
Meira

Heilbrigðisráðherra úthlutar fé til heilbrigðisstofnana

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið skiptingu rúmlega 420 milljóna króna af fjárlögum sem varið verður til að efla tækjakost heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þar sem endurnýjunarþörf er orðin brýn.
Meira

Fatasöfnun vegna komu flóttamanna frá Sýrlandi

Húnavatnssýsludeild Rauða krossins leitar nú til almennings eftir fatnaði og húsgögnum vegna móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fatnað vanti á fullorðna í ýmsum stærðum og einnig barnafatnað; skólatöskur, íþróttatöskur, íþróttafatnað og skófatnað fyrir eftirtalinn aldur. Stelpur 8, 10, 12 og 17 ára og strákar 2, 3, 7, 10, 11, 12. 13 og 14 ára. Fötin þurfa að vera heil og hrein.
Meira

Hluti Borðeyrar skilgreint sem verndarsvæði í byggð

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögu sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 en bréf þess efnis var lagt fram á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudag.
Meira

Húnvetningar syngja í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra, heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 13. apríl kl. 16.00. Dagskráin er fjölbreytt en flutt verða verk allt frá perlum óperubókmenntanna yfir í hugljúfa gimsteina íslenskra sönglaga.
Meira