Undirbúningur á fullu fyrir komu flóttamanna til Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
02.05.2019
kl. 12.15
Þann 14. maí munu 23 sýrlenskir flóttamenn koma til Hvammstanga. Er hér um að ræða fimm fjölskyldur sem hafa dvalið í Líbanon í 3-5 ár. Fólkið er á aldrinum eins árs til 38 ára og eru fimm barnanna sem tilheyra hópnum fædd í Líbanon. Sveitarfélagið hefur nú gefið út dreifibréf með hagnýtum upplýsingum varðandi móttöku fólksins og þætti eins og venjur, trúarbrögð, skólagöngu og menntun, starfsfólk sem stýrir móttökunni og fleira. Fréttabréfið er aðgengilegt hér á vef Húnaþings vestra.
Meira
