V-Húnavatnssýsla

Undirbúningur á fullu fyrir komu flóttamanna til Hvammstanga

Þann 14. maí munu 23 sýrlenskir flóttamenn koma til Hvammstanga. Er hér um að ræða fimm fjölskyldur sem hafa dvalið í Líbanon í 3-5 ár. Fólkið er á aldrinum eins árs til 38 ára og eru fimm barnanna sem tilheyra hópnum fædd í Líbanon. Sveitarfélagið hefur nú gefið út dreifibréf með hagnýtum upplýsingum varðandi móttöku fólksins og þætti eins og venjur, trúarbrögð, skólagöngu og menntun, starfsfólk sem stýrir móttökunni og fleira. Fréttabréfið er aðgengilegt hér á vef Húnaþings vestra.
Meira

Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar, heldur sína árlegu vortónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga, sunnudaginn 5. maí, kl. 17:00. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson, meðleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir sópran.
Meira

Verkalýðsdagurinn er á morgun

Verkalýðsdagurinn, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, er á morgun, 1. maí. Dagurinn á sér 130 ára sögu en það var á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 sem samþykkt var tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Lögðu þeir til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum.
Meira

Nýjung á síðu SSNV

SSNV, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hafa nú sett upp svæði á heimasíðu sinni þar sem miðlað er auglýsingum um störf sem í boði eru á svæðinu ásamt störfum sem auglýst verða án staðsetningar.
Meira

„Logi Bergmann“ og beikonvafðar bringur

Ingvar Guðmundsson og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir á Hofsósi voru matgæðingar vikunnar í 16. tbl Feykis 2017. Þau buðu upp á grillaðar kjúklingabringur sem eru afar vinsælar á heimili þeirra og í eftirrétt var hin ómissandi Logi Bergmann súkkulaðikaka.
Meira

Vortónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur tónleika í Hvammstangakirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 15:00. Stjórnandi Ólafur Rúnarsson og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Á dagskránni eru létt lög sem vonandi koma áheyrendum í sumarskap.
Meira

Nanna systir í Árgarði og Víðihlíð

Leikfélag Hólmavíkur hefur staðið í ströngu undanfarið við uppsetningu á gamanleikritinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, undir styrkri leikstjórn Skúla Gautasonar. Sýningin hefur þegar verið sýnd í Sævangi á Ströndum við mikinn fögnuð og frábærar móttökur.
Meira

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

Nýr kjarasamningur var samþykktur hjá öllum félögum Starfsgreinasambands Íslands en niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning sambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði lá fyrir í gær. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta en mjótt var á munum hjá Öldunni stéttarfélagi í Skagafirði þar sem aðeins eitt atkvæði skyldi að.
Meira

Gleðilegt sumar

Nú er sumardagurinn fyrsti og Feykir óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl, þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.
Meira

Vetur konungur afhendir Sumardísinni völdin á Hvammstanga á morgun

Á morgun, sumardaginn fyrsta, er boðað til hátíðahalda á Hvammstanga svo sem venjan er á þessum degi. Hefjast þau með skrúðgöngu sem leggur af stað frá Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14:00 með viðkomu við sjúkrahúsið en að henni lokinni hefst hefðbundin dagskrá í Félagsheimilinu. Þar mun Vetur konungur afhenda Sumardísinni völdin og þá hefur sumarið innreið sína inn í hjörtun með söng og gleði. Að því loknu verða spilaðar nokkrar umferðir í bingó í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra.
Meira