V-Húnavatnssýsla

Fólki komið til aðstoðar á Holtavörðuheiði í nótt

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga fékk útkall um klukkan eitt eftir miðnætti vegna ferðafólks í hrakningum á Holtavörðuheiði. Á Facebook-síðu sveitarinnar kemur fram að farið hafi verið á bílunum Húna 1 og 4 til móts við félaga þeirra í Björgunarsveitinni Heiðari úr Borgarfirði í verkefnin á heiðinni. egir í færslu Húna að ekkert ferðaveður hafi verið á heiðinni en vel hafi gengið að aðstoða og koma fólki til byggða þó það tæki lengri tíma en oft áður.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir breytingar á skipulagi

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 14. mars sl. var samþykkt að að leita umsagnar á sameiginlegri skipulagslýsingu fyrir nýtt skipulag. Skipulagslýsingin nær annars vegar til nýs deiliskipulags fyrir skólasvæði Hvammstanga og hins vegar breytingar á deiliskipulagi austan Norðurbrautar til samræmis við nýtt deiliskipulag.
Meira

26,5 milljónir í styrki á Norðurland vestra úr Húsafriðunarsjóði

Á dögunum var tilkynnt um úthlutun styrkja úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2019. Alls bárust 267 umsóknir en 202 verkefnum voru veittir styrkir, alls 301.499.000 kr. en sótt var um tæplega einn milljarð króna. Heildarúthlutun fyrir Norðurland vestra, var 26,5 milljónir. Styrkirnir eru í nokkrum flokkum og skiptist þannig á Norðurlandi vestra í þúsundum króna: Friðlýstar kirkjur 9.500, friðlýst hús og mannvirki 1.200, friðuð hús og mannvirki 12.700, önnur hús og mannvirki 350, rannsóknir 0 og loks verndarsvæði í byggð 2.750.
Meira

Góður árangur nemenda FNV í Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Helgina 14.-16. mars fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina ásamt framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll. Fjöldi nemenda tók þátt en keppnisgreinar voru hátt í þrjátíu. Keppendur tókust á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyndu á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. „Keppnin er liður í því að kynna iðn- og verknám fyrir grunnskólanemum og starfsmöguleikum í spennandi greinum. Gaman var að fylgjast með unga fólkinu sýna rétt handbrögð og tækni í sinni grein ásamt því að takast á við spennuna sem fylgir því að keppa,“ segir í tilkynningu frá FNV.
Meira

Hákarlinn í hávegum á fundaröð í Húnabúð

Byggðasafnsnefnd Húnvetningafélagsins í Reykjavík stendur fyrir fyrirlestraröð í Húnabúð í Reykjavík dagana 19., 21., og 28. mars og hefjast allir fundirnir klukkan 17. Allir tengjast fundirnir hákarli með einhverjum hætti. Vill Húnvetningafélagið með þeim reyna að breyta kuldalegu viðmóti Íslendinga til hákarlsins og vingast við hann og rétta hlut hans, að því er segir í tilkynningu á fréttavefnum Húna.is.
Meira

Vöktun og mat ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Meira

Menning og saga Sýrlands

Vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi býður Rauði krossinn í Húnavatnssýslu til fræðslufunda um menningu, sögu landsins og átökin þar undanfarin ár. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og menningarmiðlari segir frá. Fyrri fundurinn verður mánudaginn 18 mars, kl. 20.00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Síðari fundurinn verður þriðjudaginn 19. mars, kl. 17.00 í Safnaðarheimilinu á Hvammstanga.
Meira

Byssusýning á Veiðisafninu Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina Hlað, verður haldin um helgina í húsakynnum Veiðisafnsins á Stokkseyri. Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.
Meira

Súpa og fyrirlestur hjá Soroptimistaklúbbnum Við Húnaflóa í kvöld

Í kvöld, fimmtudaginn 14. mars kl 19:30 stendur Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa fyrir súpu- og skemmtikvöldi í matsal Blönduskóla á Blönduósi. Boðið verður upp á ljúffenga súpu, brauð, kaffisopa og áhugaverðan fyrirlestur.
Meira

Listería í laxa- og rækjusalati frá Sóma

Matvælastofnun hefur gefið út viðvörun við neyslu á einni lotu af laxa- og rækjusalati frá Sóma ehf. vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greindist í reglulegu eftirliti fyrirtækisins. Sómi hefur ákveðið að innkalla salatið af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
Meira