Fólki komið til aðstoðar á Holtavörðuheiði í nótt
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
20.03.2019
kl. 08.36
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga fékk útkall um klukkan eitt eftir miðnætti vegna ferðafólks í hrakningum á Holtavörðuheiði. Á Facebook-síðu sveitarinnar kemur fram að farið hafi verið á bílunum Húna 1 og 4 til móts við félaga þeirra í Björgunarsveitinni Heiðari úr Borgarfirði í verkefnin á heiðinni. egir í færslu Húna að ekkert ferðaveður hafi verið á heiðinni en vel hafi gengið að aðstoða og koma fólki til byggða þó það tæki lengri tíma en oft áður.
Meira
